Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. LITANIR, SKOL OG STRiPUR FYRIRALLA VERIÐ VELKOMIN VALHÖLL tíNB&sm ÓÐIHSGÖTU 2, REYKJAVÍK ■ SIMU22138 ■ Krýsuvíkursam- tökin minna á landssöfnun til styrktar upp- byggingu í Krýsuvík. Gíró- reikningur samtakanna er 621005. KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN gluggar Við sérsmíðum glugga eftir þínum óskum. Hér eru aðeins smásýnishorn af gluggunum okkar. Við gerum föst verðtilboð í alla sérsmíði. Vönduð íslensk framleiðsla. Góðir greiðsluskilmálar - Sendum í póstkröfu. AUK hf. 10.64/SÍA TRÉSMIOJA BJÖRNS ÖLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT. HAFNARFIRÐI. SlMAR. 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSLA í GLUGGASMÍÐI B nímqmSjaf\ Við styðjum saumadagana 23.-31. mars og bjóðum 5% aukaafslátt af öllum saumavélum þá daga. Verið velkomin. Gunnar Ásgeirsson hf. Pfaff hf. ’ ' Suðurlahdsbraut 16 Borgartúni 20 SamadtigdrÆ.SI.mrs „Hvers vegna getið þið kennarar ekki beðið fram á haustiö og farið í áhrH. Það er bölvað Lundarreykjadalskjaftæði.“ þá? Þið segið að það hefði engin Pólitískur óþefur Þegar frambjóðendur eru kosnir í ábyrgðarstöður innan nemendafé- laganna hafa þeir um leið skrifað undir og jótast að berjast fyrir hags- munum nemenda. Athugið nem- enda. Nú hafa kennaramir skellt hurð- um skólastofanna á andlitið á okkur, eins og þeir hótuðu. Þá lítum við skelkuð í kringum okkur og spyijum hvar hagsmunafulltrúar okkar séu, fólkið sem við kusum í embættin til að sinna okkar hagsmunum. Við þurfum ekki að leita lengi, þama em þeir. Að velta sér upp úr hvort mán- aðarlaun kennara skuli vera fjörutíu og fimm þúsund eða fimmtíu þús- und. Þeir hrópa að kennarar þurfi þetta og kennarar þurfi hitt. Komið nú niður á jörðina og setjið ykkur í spor nemenda, þeirra sem þið emð óneitanlega fulltrúar fyrir. Hvar stöndum við þá í allri þessari ringufreið? Jú, við stöndum uppi með þá blóköldu staðreynd að önnin er svo gott sem ónýt, við erum orðin óhugalaus við námið og öll okkar framtíðaráætlun er farin úr skorð- um. En samt snúist þið, fulltrúar okkar, í kringum þá eins og strengja- brúður í leikbrúðulandi. Ykkur dettur ekki í hug að hvísla í sjálf- umglöð eym kennaranna að það sé verið að traðka á hagsmunum okk- ar, ekki í fyrsta skipti heldur það þriðja. Forsvarsmennn nemenda á rangri braut í staðinn segið þið að ef kennarar fái betra kaup þá komi „hæfara" fólk til starfa og allir verði ánægðir og allt verði eins og í Fame. Þetta er sama tuggan og maður heyrði í síðasta verkfalli. Það er sama hvað ég reyni, ég get ómögulega séð að ástandið hafi eitthvað batnað eða breyst síðan þá. Þið forsvarsmenn nemenda emð á rangri braut. Um leið og þið sam- þykkið aðgerðir kennara emð þið að taka afstöðu með þeim og lítið um leið framhjá ykkar eigin hags- munum. Þó svo að kjarabarátta eigi fullan rétt á sér þá er hægt að ganga of langt. Hve lengi eigum við að lúffa? Við kusum ykkur til að berj- ast fyrir okkar hagsmunum, í dag. Ekki fyrir krakka sem em í gagn- fræðaskólum. Ég kæri mig ekki um að vera einhver píslarvottur fyrir komandi kynslóðir. Ekki em kennarar tilbúnir að gefa Kjallarinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Nemi við FB þótt ekki væri nema hor úr nös á sér fyrir hagsmuni nemenda. Svo segjast þeir skilja þetta svo vel og að þeir séu að gera þetta í ýtrustu neyð. Um leið og einhver mótmælir þá spyija þeir hvað þrír mánuðir séu í okkar lífi. Hvað em þá fimm mán- uðir í þeirra lífi? Heil öld? Maður gæti haldið það. Hvers vegna getið þið kennarar ekki beðið fram á haustið og farið í verkfall þá? Þið segið að það hefði engin áhrif. Það er bölvað Lundar- reykjadalskjaftæði. Hve lengi haldið þið að almenningur og þjóðfélagið í heild þyldi að menntakerfið væri lamað og gelt? Hvílíkt bam get ég verið. Auðvitað gátuð þið ekki beðið með þetta verk- fall. Kosningar em í nánd. Enn ein strengjabrúðan Þeir sem fóm á útifimdinn á Lækj- artorgi sáu þetta allt fyrir sér. Þessi fundur var skipulagður af samtökum framhaldsskólanna. Formaður þeirra, Hrannar Amarsson, tók til máls. Hann flutti ræðu sína á alveg einstaklega persónulegan hátt (mið- að við það að hann talaði fyrir munn geysilega stórra samtaka) sem kom manni til að halda að strákgreyið væri bara enn ein strengjabrúðan. Þar sem við stóðum og vonuðum að hann kæmi nú með vinsamleg tilmæli frá nemendum framhalds- skóla á íslandi til stjómvalda og Hins íslenska kennarafélags um að leysa nú þessa deilu svo að við gæt- um snúið aftur til náms okkar áður en allt hryndi sagði hann að ástæðan fyrir því að kennarar hefðu farið í öll þessi verkfoll á undanfömum árum væri sú að stjómvöld í landinu væm andsnúin menntun. Svo kórón- aði hann allt saman með því að segja að það væri gott að við værum kom- in með kosningarétt því þá gætum við lagt menntun í landinu lið með því að kjósa rétt (þá væntanlega Alþýðubandalagið). Heyr á endemi! Þetta var án efa ekki það sem hin- ir fulltrúamir í samtökum fram- haldsskólanna vildu og hafa þessi fleygu orð formannsins þegar skapað sundrung og ósætti. Alltaf er einhver pólitískur óþefur af verkföllum. En þetta er eins og að detta ofan í útikamar á þjóð- hátíðinni í Eyjum, slík er skítafylan af þessu. Það er kannski þolanlegt að við skulum notuð sem títupijónar í rass stjómvalda í eitt skipti, en að svona hlutir endurtaki sig trekk í trekk er gjörsamlega út í hött og okkur ber að sýna þeim fram á að við erum ekki einhveijir smákrakkar sem þeir em að skeina. Og það er enn grát- legra að við, blásaMausir skólanem- ar, skulum vera notaðir sem verkfæri afla í kosningabarátttu sem hvað mest em andsnúin núverandi ríkisstjóm. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson „Við stöndum uppi með þá bláköldu stað- reynd að önnin er svo gott sem ónýt, við eru orðin áhugalaus með námið og öll okkar framtíðaráætlun er farin úr skorð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.