Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 30
46 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Dægradvöl DV Sýslan fvamhaldsskólanema - meðan verkfail kennara stendur yfir Alvöru aerobic aðstaða, i fyrsta sinn á íslandi. Ný aerobic dýna á gólfinu hjá okkur. Minna álag á fætur, hnjáliði og bak. inn hafði líka í huga að troða upp niðri í miðbæ Reykjavíkur með gjörn- inginn ef veður leyfði. I herbergi því sem nefnist Litli heili var ljósmyndahópurinn saman kom- inn og sagði hópstjórinn, Magnús, að þau væru að leika sér með myndatök- ur og prufa sig áfram enda væri þama góð aðstaða til að framkalla og stækka og það var greinilegt að allir höfðu bæði gagn og gaman af. Fjölmiðlabraut og fleiri brautir I máli krakkanna kom fram að þeir væru ánægðir með skólann enda væru möguleikar í námsvali fjölbreyttir. Þeim taldist til að innan skólans væru yfir sjö svið og meira en þijátíu braut- ir innan þeirra og þar á meðal væri fjölmiðlabraut en þau sögðu að nýlega hafi verið fullyrt í fjölmiðlum að ekk- ert nám væri til í þeim fræðum. Þegar þau voru spurð að því hvar þau héldu að meirihluti nemenda héldi sig, sögðu þau að stór hluti nemenda væri utan af landi og hefði því notað tækifærið og farið heim til sín. Aðrir taka það bara rólega heima við og þau vissu um einstaka sem höfðu skellt sér í vinnu. Árshátíð í Menntaskólanum við Hamrahlíð þrátt fyrir verkfall í Menntaskólanum við Hamrahlíð sátu nemendur ekki auðum höndum því mikið gekk á við undirbúning skemmtidagskráar sem halda átti í hátíðarsal skólans en sjálft árshátíð- arknallið átti að fara fram í Broadway. Margrét Ásgeirsdóttir, ein af með- limum skemmtiráðsins, sagði að það hafi eiginlega komið sér mjög vel að verkfallið hefði einmitt skollið á þegar undirbúningur að árshátíðinni stóð sem hæst „maður safiiar allavega ekki fjarvistarpunktum á meðan“. Skemmtinefndin sagðist hafa verið farin að kvíða því að mæting á skemmtiatriðin yrði léleg og að salur- inn yrði varla hálfur. En þegar á hólminn var komið fylltist salurinn af fólki og vel það. Skemmtiatriðin voru flestöll í hönd- um nemenda eins og venja er á góðum skólaárshátíðum. Meðal annarra atriða var kappát sem fólst í því geðslega uppátæki að moka í sig skyri eins og það kemur úr dollunni og skola því niður með tveimur flöskum af íslenskum pilsner. Komið og kynnist því nýjasta og besta í aerobic á íslandi. Innritun er í síma: 39123 og 35000 ------------------•----------------- Hvað skyldu framhaldsskólanemar aðhafast í verkfalli kennara sem stendur yfir þessa dagana? Og hvemig ætli verkfallið og áhrif þess leggist í nemenduma? Ef til vill em sumir bara fegnir, kæra sig kollótta og nota tímann til þess sem hugurinn stendur til í það skiptið. Aðrir kannski örlítið áhyggju- fullir vegna námsins og nota þá tímann til að lesa námsefnið og skerpa sig í þeim greinum sem staðið hafa höllum fæti í vetur. Til að kanna málin enn betur var auðvitað heillavænlegast að fara á vettvang og hafa tal af nemendum og af því tilefni vom nokkrir Qölbrauta- og menntaskólar í Reykjavík heim- sóttir. Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir Kristján Ari og Brynjar Gauti Sæludagar í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Lán í óláni. Einn fjölmennasti framhaldsskóli landsins er Fjölbrautaskólinn í Breið- holti sem hefur eina tvö þúsund og tvö hundmð nemendur og þar af em níu hundmð nemendur í öldungadeild- inni. Síðustu viku var búið að skipuleggja svokallaða sæludaga sem em orðnir árlegur viðburður í þessum skóla sem og mörgum öðrum framhaldsskólum. Meðan á sæludögunum stendur er gefið frí frá hefðbundinni kennslu, áhugaverðir hópar settir á fót þar sem nemendur og kennarar sameina krafta sína og hafa að markmiði að kynnast og fá innsýn í eitthvað nýtt og spenn- andi svið. Sæludagamir mælast alltaf mjög vel fyrir og setja þeir jafhan ferskan anda í skólalífið og efla tengsl nemenda. Að þessu sinni vill svo til að sæluna ber einmitt upp á þá daga sem kennar- ar standa í verkfalli og má segja það vera lán í óláni. Lán að því leyti að Gjömingahópurinn í Undirheimum drap timann í Trivial Pursuit. DV-mynd KA námsefnið dregst minna aftur úr en ólán að því leyti að þátttaka í sælu- dögunum er mun minni. Venjulega er mætingarskylda á meðan á sæludög- um stendur og taka kennarar yfirleitt virkan þátt í starfinu en það mega þeir ekki núna, þannig að hópstarf- semin lamast að mestu leyti af sjálfú sér. Gjörningar, Ijósmyndun og fleira Þrátt fyrir allt var þó nokkur slæð- ingur af nemendum í félagsmiðstöð- inni Undirheimum í F.B. og störfuðu þar nokkrir hópar ótrauðir þrátt fyrir verkfallið. Þar á meðal var skíðahóp- urinn sem var ákveðinn í að nota dagana vel fyrir skíðaíþróttina og var hann að leggja í skíðaferð upp í Blá- fjöll í fínasta veðri. Hópurinn var þó mun fámennari en vera átti því upp- haflega voru yfir hundrað manns búnir að skrá sig í skíðaferðina en svo setti verkfallið strik í reikninginn. Gjömingahópurinn sat í Undir- heimum og spilaði Trivial Pursuit af kappi og beið eftir að andinn kæmi yfir hann því hópurinn ætlaði að flytja gjöming á kvöldvökunni og koma áhorfendum á óvart. Gjömingahópur- Þú þarft ekki að kaupa 4.000 kr. aerobic skó áður en þú byrjar, því hjá okkur er bannað að nota skó. Sigurvegarinn í kappátskeppninni stóð sig vel í skyrinu. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.