Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 40
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsíjórn> Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Umræðuefni Þorsteins og Alberts: \ - Albert úr ráðherrastóli en situr kyrr á listanum Albert Guðmundsson mun láta af embætti iðnaðarráðherra. Hann mun hins vegar sitja kyir á fram- boðslista Sjálfstæðisílokksins í Reykjavík. Þetta er umneðuefhi Al- berts og Þorsteins Pálssonar, formanns flokksins, og nánast úr- slitakostir. Þannig viðurkennir Albert ábyrgð sína á vantöldum tekjum til skatts hjá einkafyrirtæki sínu og lætur eftir ráðherravöld á meðan þau mál eru hreinsuð. Það eru ekki upphæðimar í þessu skattamáli iðnaðarráðherra sem máli skipta að mati flokksformanns- ins heldur er meðferð þess dæmi um siðferðilegan mælikvarða í flokkn- um. Sem ráðherra hefur Albert framkvæmdavald og lætur sem sagt af því að kröfu Þorsteins. Það er á hinn bóginn ekki í verkahring for- mannsins að ráðstafa framboðum og framboð Alterts í Reykjavík hefur því ekki verið til umræðu þeirra á milli. Þá er það rangt að fundur efstu manna á listanum í Reykjavík, ann- arra en Alberts, hafi sett fram kröfu um að Albert víki af listanum. Á fundi þeirra var greint frá skatta- máli Alberts og það rætt óformlega en engin samþykkt gerð. Brotthvarf Alberts af framboðslistanum kemur varla til tals nema harka hlaupi í Albert út af ráðherrastólnum. Á þvi eru hverfandi líkur. Ljóst er að þing- flokkurinn hefúr vald til þess að ákveða að Albert víki úr ráðherra- stólnum. Það vald verður þó ekki notað fyrr en allt annað þrýtur vegna ynrvofandi sérframboðs Al- berts og hans manna. Albert hefur marglýst því yfir að þeir Þorsteinn verði að „finna lausn sem henti flokknum". Þá mun hann meðal annars eiga við að brotthvarf hans úr ráðherrastóli nú sé endanleg afgreiðsla af flokksins hálfu á skattamálinu og það útiloki hann ekki frá ráðherradómi síðar. Búist er við því að Matthías Bjamason bæti iðnaðarráðuneytinu á sig þær vikur sem eftir em af lífi ríkisstjórnarinnar, eins og hann hef- ur gert þegar Albert hefiir vikið sér frá. Geysifjölmennur fundur stuðn- ingsmanna Alberts, hulduhersins, í gærdag var mjög heitur og þar kom fram hjá ýmsum ræðumönnum sú skoðun að Albert ætti að fara rak- leitt í sérframboð. Albert hefur ekki útilokað þann mögideika. Þá yrði vafalítið boðið fram víðar en í Reykjavík. Slík framboð myndu að líkindum hala inn verulegt fylgi og höggva skörð í marga flokka en stærst í Sjálfstæðisflokkinn. Reiknað er með að Þorsteinn og Albert gangi frá málunum á morgun samkvæmt því sem þeir ætluðu sér á einkafundinum sem þeir áttu sam- an í gærmorgun. -HERB/-ój Tekin fyrir þjófnaði úr bílum Þrír unglingar voru hapdteknir í nótt á Seljagranda þar sem þeir voru að stela úr bfl og er talið að þeir hafi stundað þessa iðju sína um nokkurt skeið. Aðallega hefur verið um útvarpstæki og annað lauslegt að ræða. Unglingamir eru á aldrinum 15 ti) 17 ára og er lögreglan vongóð um að með haridtökunni upplýsist fleiri þjófriaðir úr bílum en sá sem þeir voru gripnir í. -FRI Tók út af bvyggjunni á Bakkafirði: Báturinn brotnaði í spón Ján G. Hauksaan, DV, Akuieyri; Helga EL tók út af bryggjunni á Bakkafirði aðfaranótt sl.miðviku- dags í miklu hafróti sem gekk yfir bryggjuna. Hann rak upp í fjöru þar sem hann brotnaði í spón um morg- uninn. Helgi kostaði 2,7 milljónir króna. Höfriin er slæm á Bakkafirði og eru allar trillur staðarins hífðar upp á bryggju á kvöldin. Helgi stóð þar á vagni með allt sitt á þurru en varð að láta undan briminu um nóttina. „Þetta er eitt af dæmunum um tjón í höfri vegna lélegra hafna,“ sagði Kristinn Pétursson, framkvæmda- stjóri Útvers á Bakkafirði. „Bryggj- an á Bakkafirði er bæði léleg og gömul.“ A myndinni má sjá hvernig báturinn lemst utan i klettana. DV-mynd Haukur Guðjónsson a-xuýxý.ú'.m Kfmnnm: LOKI Albert telst þá listamaður eftir allt saman, a.m.k. í Reykjavík! Veðrið á moigun: Austanátt um mestallt land Á þriðjudaginn verður austanátt um mestallt land. Stinningskaldi eða allhvasst um vestanvert landið en kaldi um landið austanvert. Snjó- koma eða slydda á Suður- og Vesturlandi en él við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu 0 til 2 stig. Verkföll: Alltfast nema ís- lensk ffæði Hvorki gengur né rekur í samninga- viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Engir samningafundir voru um helgina en deiluaðilar hyggjast ræðast við í dag. Fulltrúar Hins íslenska kennarafé- lags og samninganefrid ríkisins ræddust hins vegar við um helgina en án árangurs: „Samninganefrid ríkisins hefur ekk- ert hreyft sig til móts við okkur. Þeir létu okkur að vísu fá tilboð í gær en í því var engin breyting frá fyrri tilboð- um. Við hittumst aftur f dag,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson kennari í morgun. Verkfalli Félags íslenskra fræða, sem boðað hafði verið, var aftur á móti frestað. Skrifuðu menn undir bráðabirgðasamning sem lagður verð- ur fyrir félagsfund á næstunni. Kemur því ekki til lokunar ýmissa safriahúsa svo sem Landsbókasafns og Þjóð- skjalasafris eins og allt útlit var fyrir. -EIR Hús brann í Hafnaifirði Slökkviliðið í Hafriarfirði var kallað út síðdegis í gær að Sævangi 35 en þar var laus eldur í bárujámsklæddu timburhúsi. Sendir voru 3 bílar á vett- vang en mikill eldur var í stofu hússins er þeir komu að. Þrír reykkafarar voru strax sendir inn í húsið til að athuga hvort einhver væri í því en það reynd- ist mannlaust. Slökkvistarfið gekk greiðlega og var búið að ráða niðurlögum eldsins tæp- um klukkutíma eftir útkallið. Mikilar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og sóts. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknarlögreglan hefur nú málið til meðferðar. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.