Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. 3 I>V Fréttir ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 Tveir Vestur-Þjóðverjar nær dauða en Ivfi á hálendinu: Ég sá ekki hend- umar á mér Jón G. Hánkssan, DV, Akureyii „Ég félck snjóblindu af verstu gerð, það var allt grátt og ég sá ekki hend- umar á mér. En það var ekki allt því snjóblindunni fylgdi mikilll sviði í augum, líkt og í þeim logaði eldur,“ sagði Vestur-Þjóðveijinn Gerhard Dambeck í viðtali við DV. Dambeck, 44 ára dómari, og félagi hans og samlandi, Otto Keck, 49 ára listmálari, komust til Akureyrar á föstudagskvöldið eftir að hafa verið nær dauða en lífi á hálendinu í tíu daga. Einstaklingar voru famir að leita að þeim úr lofti á fimmtudag og hjálparsveitir í Eyjafirði voru komnar í viðbragðsstöðu. Margreyndir fjallagarpar Þeir félagar em margreyndir fjalla- garpar og jöklamenn. Þeir h'afa oft- sinnis verið í Ölpunum, verið á Grænlandi, bæði að sumri og vetri, eins hafa þeir gengið inni í óbyggðum Lappa í Norður-Svíþjóð. En það var ekki fyrr en þeir komu til íslands og mættu norðlensku stór- hríðinni og fi-ostinu á hálendinu að þeir urðr fyrst alvarlega hræddir um að deyja. „Þegar við gengum á móti stormin- um allir hrímaðir í andliti vorum við hræddir um að deyja. Þá hugsun gát- um við ekki forðast," sagði Gerhart Dambeck. Þeir lögðu í hann tíunda mars frá Eyjafirði. Ætlunin var að ganga yfir hálendið. Á miðvikudag hrepptu þeir storm sem fór vaxandi. Þeir slógu upp tjaldi og í því hírðust þeir fram að föstudagsmorgni þrettánda mars. Rosalega kalt „Veður var stillt um morguninn og við héldum ferðinni áfram. Okkur miðaði ágætlega, en seinnipartinn ýfði storminn aftur og nú var hann miklu verri en áður. Það var rosalega kalt og á okkur kom tveggja sentímetra hrím í andliti. Það var þá sem ég fékk snjóblinduna," sagði Gerhart. Otto sló einn upp tjaldinu. Þeir voru rétt hjá sæluhúsinu við Lágafell en fundu það ekki vegna hríðar og storms. Þeir höfðust við í tjaldinu fram á sunnudag. „Otto lagði reyndar einn af stað til að leita að skálanum á laugardags- , morguninn. Ég hélt kyrru fyrir, enda enn þjakaður af snjóblindunni, ég var þó farinn að greina opið á tjaldinu." Á sunnudeginum fimmtánda mars lögðu þeir aftur að stað. Þeir villtust og síðar kom á daginn að kompás Ottós var bilaður, og sýndi mikla skekkju. Þá voru þeir komnir að Sprengisandi. Þar fundu þeir skýli sem þeir höfð- ust við í í þrjá sólarhringa, jafnframt ákváðu þeir að hætta förinni og snúa við til Akureyrar. Bundum reipi á milli okkar „Við bundum reipi á milli okkar og örkuðum á móti storminum sem stóð beint í fangið úr norðri. Svo mikið var kófið að ég sá aðeins á nálina á komp- ásnum. Um kvöldið reistum við tjaldið í gríðarlegu frosti. Á fimmtudaginn miðaði okkur ágætlega áfram og kom- um til byggða seinnipartinn á föstu- daginn." Gerhart og Otto sögðust vilja þakka öllum sem voru famir að huga að þeim og þá ekki sízt fólkinu á bænum Saurbæ, sem er niður af Sölvárdal, en þangað komu-þeir á föstudaginn. „Sá kaffisopi sem við fengum þar var góð- ur.“ Fyrsta verk Ottós þegar hann kom til Akureyrar á föstudagskvöldið var að hringja til Þýskalands í konuna sína sem reyndar á afinæli í dag, 23. mars. Vestur-Þjóðverjarnir Gerhart Dambeck og Otto Keck á Akureyri eftir tiu daga hrakninga á hálendinu. DV-mynd JGH 10 ARA ÁBYRGÐ Baðherbergi með„stælu BOKÉ baðinnréttingarnar bera góðri hönnun og vandvirkni fagurt vitni. Það þarf enga fagmenn til að setja upp BOKÉ innréttingarnar, það nálgast að vera barnaleikur. Svo auðvelt er það. Boké- ' BOKE eru einingainnréttingar, alls um 28 hlutir sem raða má saman á þann hátt sem rými og þinn persónulegi smekkur leyfa. Þú getur valið um fjórar gerðir speglaskápa, svo eitthvað sé nefnt. Já BOKE er baðherbergi með „stæl“ þú veist hvað liggur að baki orðinu um leið og þú sérð BOKÉ innréttingarnar okkar. KÓPAVOGI SÍMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI 54411 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.