Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. 47 Dægradvöl Haröasta skiðafólkið lét verkfallið ekki á sig fá og var á leið upp i Bláfjöll. DV-mynd KA Ljósmyndahópurinn í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var hress og áhugasamur. Kappátskeppendunum tveimur fórst þetta misvel úr hendi, en höfðu það þó af með herkjum enda vantaði ekki hvatningarhrópin frá skara áhorfenda úr salnum sem klappaði ákaft í takt við átið og stappaði stálinu í keppend- uma sem rembdust við skyrið. Þerar úrslitin voru kunn var gert heyrinkunnugt að verðlaunin væru frímiði á ballið fyrir einn og var sú grunsamlega, ef ekki hæðnislega efa- semd látin fylgja með - að ef vinnings- hafinn yrði þá svo heppinn að komast á ballið sökum magapínu eða annarra miður skemmtilegra fylgifiska kapp- átsins. Litið í bækur í verkfallinu Bókasöfn skólanna voru ekki þétt setin í verkfallinu en þó voru margir sem notuðu tækifærið til að líta í bækur. í Menntaskólanum við Sund var reytingur af nemendum á bókasafninu sem ýmist voru þar staddir til að fækka ólesnum blaðsíðum og koma samvis- kunni í betra horf eða til að slípa sig enn betur í lestrinum og gera prófin í vor auðmeltari. Bíó, sofa, lesa... Lárus Páll Ólafsson var einn þeirra sem sat á bókasafninu í MS og grúfði sig yfir dönskuna. Ekki sagðist hann þó stunda staðinn, þetta væri hans fyrsti dagur á bókasafninu í verkfall- inu og hann væri þama til að búa sig undir átökin. Hann sagðist vera á almennri braut og vera bara busi og taldi það fínt að fá eina viku frí en ekki meira takk, hann mætti ekki vera að þessu. Annars sagðist hann hafa eytt tímanum í bíóhúsin, svefn og lestur einhverra bókmennta. Ein vika er meira en nóg Af samtölum við fleiri ffamhalds- skólanemendur var ljóst að flestir voru sammála því að einnar viku kennara- verkfall væri yfirdrifið nóg frá þeirra sjónarhóli séð. Þeir töluðu líka um að fólk vissi varla hvað það ætti að gera við tímann, væri frekar eirðarlaust og voru sammála um að helst vildu þeir geta haldið áffarn með námið sem fyrst. Lárus Páll Ólafsson notaði tækifærið til að kíkja í dönskuna. DV-mynd BG FISKE4NG PANTANASÍMI 64 12 00 CLEOPATRA SUOURLANDSBRAUT 22 S:36011 Hægt að leggja arma nið- ur og breyta í rúm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.