Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Glöp Alberts og Þorsteins Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi fyrir nokkrum vikum af bréfi skattrannsóknastjóra til Alberts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra og fyrsta manns á framboðslista flokksins í Reykjavík. Hann vissi af bréfinu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Á landsfundinum var rétti staðurinn og rétta stundin til að ræða alvarleg mál á borð við stöðu Alberts. Ekk- ert gerðist í máli hans frá því fyrir landsfund og fram að blaðamannafundi Þorsteins á fimmtudaginn var, þegar formaðurinn sagði, að málið væri alvarlegt. Gagnrýnivert hlýtur að teljast að taka ekki upp á landsfundinum svo alvarlegt mál fyrir flokkinn, úr því að formaðurinn vissi þá þegar um málið. Ef deilur hefðu risið þar vegna þessa, hefði Þorsteinn að vísu ekki feng- ið rússneska endurkosningu sem formaður. En hann átti að telja sig nógu sterkan á fundinum til að taka svokallaðan Albertsvanda flokksins föstum tökum, - til að taka slaginn á réttum stað og tíma. Hann kynni að hafa fengið dálítið af mótatkvæðum, en ekki verið sakaður um skort á forustu og hugrekki. Hins vegar er Þorsteinn ranglega sakaður um að hafa skipulagt og tímasett aðför að Albert. Hann var að vísu búinn að sá til fjölmiðlunar með því að kynna málið í hriplekum þingflokki sjálfstæðismanna. En hann gat ekki séð fyrir, hvernig atburðarásin yrði. Þorsteinn neyddist einfaldlega til að halda blaða- mannafundinn á fimmtudaginn. Það var ekki heldur honum að kenna, að fjölmiðlar litu réttilega á fundinn sem stórfrétt. Og tímasetningin hindrar Albertsmenn ekki í sérframboði í tæka tíð, ef þeir telja þess þörf. Þorsteinn verður því ekki sakaður um aðför að Al- bert. Hann verður hins vegar sakaður um skort á dómgreind og hugrekki á landsfundi flokks síns, svo og um að hafa farið aftan að landsfundarmönnum og þjóðinni með því að geyma til seinni tíma að ræða málið. Albert er ekki síður gagnrýniverður. Löng hefð er fyrir, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum, að ráð- herrar segi af sér, ef þeir eru grunaðir um misferli, enda þótt saklausir séu. Tveir íslenzkir ráðherrar hafa gert það og annar tók sæti sitt á ný eftir sýknu Hæstaréttar. Raunar átti Albert að segja af sér fyrr í vetur, þegar í ljós kom, að hann hafði tekið við gjöfum og endur- greiðslum frá Hafskipi. Þá var hann kominn í kreppu, svo að heppilegast var fyrir hann og lýðræðið, að hann sæti ekki að sinni við stjórnvöl í ráðuneyti. Öðru máli gegnir um fyrsta sæti hans á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Því sæti náði hann eftir að upplýst var um gjafirnar og endurgreiðsl- urnar. Því ber að líta svo á, að þátttakendur í prófkjör- inu hafi viljað Albert, þrátt fyrir skuggann, sem á hann bar. Þótt Albert eigi að segja af sér sem ráðherra, á hann ekki að segja lausu sætinu á framboðslistanum. Og full- trúaráðið á ekki að svipta hann því sæti. Hann fékk traust sjálfstæðismanna til þess sætis, þrátt fyrir vanda- málin, sem hann var kominn í fyrir prófkjör. Þannig má segja um þá félaga báða, að sumt hafa þeir gert rétt og annað rangt í efni þessu. Þorsteinn hlaut að fjalla opinberlega um málið. En hann átti að gera það strax á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Albert átti að segja af sér ráðherraembætti fyrr í vetur og á nú að gera það, sóma síns vegna. En hann á ekki að verða við kröfum um að segja af sér fyrsta sæti á lista flokks síns í Reykjavík. ______________________ Jónas Kristjánsson „Hvaða afleiöingar hefðu hærri skattar og harðari skattrannsóknir hins vegar? í fyrsta lagi risi hér upp bákn skriffinna og eftirlitsmanna, sem lyti eigin lögmálum og hefði eigin hagsmuni." Er þetta það, sem koma skal? íslenskt félagshyggjufólk hefur fundið sárlega fyiir því á síðustu misserum, að það hefur misst allt frumkvæði í hendur frjálshyggju- manna. Það heíur tapað hverri lotunni af annarri í hugmyndabar- áttunni. Nú hyggst það bersýnilega snúa vöm í sókn, reyna að hasla sér nýjan völl, þar sem það er líklegra til sigurs. Til marks um það má meðal annars hafa þrjá bæklinga, sem mér bárust fyrir skömmu frá Alþýðuflokknum. Einn þeirra ber heitið: „Hverjir eiga Island? Stefnu- yfirlýsing Alþýðuflokksins um leiðir til að jafna eigna- og tekjuskiptingu og stuðla að þjóðfélagslegu rétt- læti“. Þetta er skiýtið rit, stíllinn svipaður og á Kommúnistaávarpi þeirra Marx og Engels, sumar hug- myndimar óneitanlega af ætt fijáls- hyggju, aðrar tvímælalaust runnar af rót félagshyggju, en samkvæmni lítil sem engin. Hér ætla ég að freista þess að greina og gagnrýna tvær kenningar úr þessu riti. Sköpun arðs og skipting Önnur kenningin er sú, að tímabil- ið 1970-1980, sem sumir hafa kallað „framsóknaráratuginn", hafi verið áratugur hinna glötuðu tækifæra. Bent er á, að þær fjárfestingar, sem ríkið réðst í á þessu tímabili, hafi ekki skilað miklum arði, og vitnað til dr. Vilhjálms Egilssonar hagfræð- ings um það, að þjóðframleiðsla væri hér sennilega 30-40% hærri, ef þessar fjárfestingar hefðu verið skynsamlegri. Þeir Alþýðuflokks- menn draga þá ályktun, að við hefðum haft efni á öflugri heilsu- gæslu, rausnarlegri tryggingabótum og betri aðbúnaði skóla og menning- arstofhana, ef þessar fjárfestingar hefðu verið skynsamlegri. En hér er um hugsunarvillu að ræða. Forsendan frá dr. Vilhjálmi er sennilega rétt, en ályktun þeirra alþýðuflokksmanna áreiðanlega röng. Þeir skilja ekki, að arðsemi fjárfestinga fer eftir því, hveijir taka ákvarðanir um þær, bera ábyrgð á þeim og fá að ráðstafa arðinum af þeim. Lítum nánar á þetta mál. Ef einstaklingar og fyrirtæki úti í at- vinnulífinu hefðu fengið að taka ákvarðanir um fjárfestingar, en ekki atvinnustjómmálamenn, þá hefðu þær skilað meiri arði. Þá hefði þjóð- arframleiðsla sennilega verið Eymd félagshyggjunnar KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor 30-40% hærri, eins og dr. Vilhjálmur segir. En það merkir síður en svo, að stjómmálamenn hefðu haft alla þessa fjármuni til ráðstöfúnar að eig- in geðþótta, eins og þeir alþýðu- flokksmenn láta í veðri vaka. Þegar til langs tíma er litið, munu einstakl- ingamir úti í atvinnulífinu ekki taka skynsamlegar ákvarðanir um fjár- festingar nema þeir fái að ráðstafa arðinum sjálfir, en neyðist ekki til að láta hann allan af hendi við skatt- heimtumenn ríkisins. Þessi arður verður með öðrum orðum ekki skap- aður nema hann fái að vera eftir í höndum einstaklinganna. Hærri skatta og harðari skatt- rannsóknir? Hin kenningin úr riti þeirra al- þýðuflokksmanna er, að í nafiii þjóðfélagslegs réttlætis þurfi að hækka skatta á efnamönnum og fyr- irtækjum jafnframt því sem skatt- rannsóknir séu stórhertar til að spoma við skattsvikum. Sleppum því að sinni, hvort ástæða sé til að gera þetta í nafni „þjóðfélagslegs réttlæt- is“. En þessum heiðursmönnum hefur ekki dottið í hug annað ráð við skattsvikum. Það er að lækka skatta, en þá dregur auðvitað úr freistingunni til að svíkja undan sköttum. Hvaða afleiðingar hefðu hærri skattar og harðari skattrannsóknir nins vegar? í fyrsta lagi risi hér upp nákn skriffinna og eftirlitsmanna, sem lyti eigin lögmálum og hefði eigin hagsmuni. Óvíst væri, eins og ég ætla að skýra betur í sérstakri grein, hvort slíkt bákn hefði raun- vemlega tekjujöfiiun í fór með sér, en hinu mætti ganga að vísu, að sjálft kostaði báknið sitt. Þá hlyti í annan stað að draga úr allri arðsköpun, eins og hér hefur þegar verið bent á. Reynslan kennir okkur, að starfslöngun manna minnkar smám saman, fái þeir ekki sjálfir að ráðstafa starfstekjum sín- um. Eyða þeir þá tímanum ekki frekar í að víkja sér undan sköttum en skapa arð? Hætta framtaksmenn þá ekki að leggja sig fram, spá í fram- tíðina, taka hæfilega áhættu? Þrengra fyrir dyrum Síðast, en ekki síst, þætti mörgum borgaranum líklega þrengra fyrir dyrum sínum við harðari skattrann- sóknir. Sænska skattalögreglan veður inn á heimili fólks og vinnu- staði, handtekur það og leggur líf þess í rúst. Og við munum, hvemig Richard gamli Nixon sigaði banda- rísku skattalögÆglunni á pólitíska andstæðinga sína. Er slíkt skatta- lögregluríki það, sem koma skal, þegar Alþýðuflokkurinn myndar vinstri stjóm með hinum félags- hyggjuflokkunum? Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Reynslan kennir okkur að starfslöngun manna minnkar smám saman, fái þeir ekki sjálfir að ráðstafa starfstekjum sín- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.