Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. 45 dv__________________ Sljómmál Menn í flokknum vinna gegn mér - sagði Albert Guðmundsson við komuna til landsins Albert Guðmundsson: „Ég veit aldrei hvaða aðför er sú síðasta." DV-mynd BG „Ég held að þeir verði að hafa ein- hverjar betri ástæður en ég hef heyrt á þessari stundu. Það verður að liggja fyiir einhver ákæra. Eitthvað sem er handhægara fyrir þá að nota,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra við komuna til landsins á laugardag aðspurður hvort hann liti svo á að umræðan um skattamál hans væri aðför að sér. Albert bætti því við að í sínum huga væri það augljóst að það væru aðilar sem vildu losna við hann af framboðs- listanum. „Úr því að það tókst ekki í prófkjöri þá verður að reyna það á annan hátt.“ Albert var sýnilega brugðið og þungt í skapi þótt hann varaðist að fullyrða mikið um stöðu málsins og bar því við að hann ætti eftir að kynna sér það betur. Mér líður illa „Mér líður illa,“ sagði Albert. „Ég er búinn að eiga andvökunótt. Það er ekki að leyna því. Þetta hefur haft þung áhrif á mig. Mér er bara ekki nokkur leið að átta mig á hvað er að gerast. Víst eru þetta slæm mistök en ég vil undir- strika það að þótt ég eigi fyrirtækið af nafninu til þá hef ég ekki unnið við það í 13 ár.“ Albert viðurkenndi að honum hefði verið kunnugt um afsláttarsamning- ana við Hafskip og að ávísanimar hefðu verið stílaðar á nafri hans. „Það em mistök að telja ekki tekjumar fram til skatts," ítrekaði Albert. Albert fullyrti að Þorsteinn Pálsson hefði aldrei farið fram á að hann segði af sér ráðherradómi og viki úr fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. „Þetta em rangar staðhæfingar og úr lausu loft gripn- ar,“ sagði Albert. Álbert var einnig beðinn um að lýsa skoðun sinni á blaðamannafundinum sem Þorsteinn Pálsson hélt fyrir helg- ina um mál hans. Albert neitaði að ræða um fundinn og vísaði til þess að hann vissi ekki hvað þar hefði farið fram. Hann sagðist ennfremur líta svo á að það væri aldrei „frumhlaup hjá formanni flokks að halda blaða- mannafund," þegar hann var spurður um það. Vík ekki af listanum Albert lýsti því yfir að hann yrði alls ekki við kröfum um að víkja úr sæti sínu á lista Sjálfstæðisflokksins og vísaði til þess að hann hefði hlotið það sæti í prófkjöri flokksins. „Hvað væri ég þá að gera öllum mínum stuðningsmönnum? spurði Al- bert. „Reglumar um prófkjör em settar af allt öðrum mönnum en mér. Ég hef farið eftir öllum þeim reglum sem þeir hafa sett og komið vel út þrátt fyrir allt. Hvað væri ég þá að gera öllum mínum stuðningsmönnum ef ég færi að hlaupa af hólmi? Það kemur ekki til nokkurra mála. Ég vík ekki undir neinum kringumstæðum úr fyrsta sætinu í Reykjavík. En ef flokkurinn vill reka mig úr flokknum þá sé ég ekki ástæðuna til þess. Ég hef unnið meira fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en nokkur af þessum mönnum hefur nokkru sinni gert.“ Albert sagðist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda núna þegar hann var spurður um möguleikann á sérfram- boði. „Ég get bara ekki ímyndað mér að nokkuð það hafi komið upp sem gefur þessum ágætu vinum mínum, sem ég hef átt ágætt samstarf við, ástæðu til að reka mig úr flokknum. Ef það eru þessar afsláttargreiðslur frá Hafskip þá er það leiðréttingarat- riði á skattaskýrslu. Mér segir minn lögfræðingur, sem ég hef talað við, að það séu fleiri tugir leiðréttinga í gangi, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sameiginlegt uppgjör Eins og ég harma það að þetta skuli hafa komið fyrir þá er ég alveg hissa á því að þetta trúnaðarmál skattstjóra skuli vera orðið að þessum blaðamat og valda þessu umróti." Albert sagðist hins vegar ekki vita hvemig upplýsingar um. skattamál hans hefðu borist út. Þegar Albert var inntur nánar eftir hvemig stæði á því að greiðslumar til fyrirtækisins fóm inn á persónulega reikninga hans svaraði hann að sama uppgjör hefði verið fyrir hann og fyrir- tækið allt frá byrjum. Hins vegar svaraði hann þeirri skoð- un Þorsteins að mistök eða brot fjármálaráðherra væm alvarlegri en annarra með því að spyija á móti: „Er hann þá að gefa í skyn að ég hafi stað- ið fyrir þessu, að ég hafi vitað þetta fyrirfram? Þetta er mesti misskilningur. Fjár- málaráðherra hlýtur að geta komið úr einkageiranum. Hann hlýtur að mega vera atvinnurekandi. Flokkur- inn getur ekki útilokað það að at- vinnurekandi og eigandi fyrirtækis verði íjármálaráðherra. Þá verður hann að treysta öðrum fyrir fyrirtæk- inu á meðan hann gegnir þeirri trúnaðarstöðu og fylgist þá ekkert með hvað gerist í fyrirtækinu. Ég hef ekki fylgst með þessu fyrirtæki í 13 ár. Hitt er annað mál að ég veit að sonur minn er heiðarlegur rnaður." Ólíkt Helenu Albert sagðist ekki trúa því að um- mæli Helenu dóttur sinnar um Þor- stein lýstu andanum hjá stuðnings- mönnum hans. I Þjóðviljanum var haft eftir Helenu að Þorsteinn væri eins og padda sem hefði skriðið undan steini meðan Albert var fjarverandi. „Þetta er ljótt og ólíkt henni að tala svona. Hún hefur orðið skyndilega reið og það verður að taka það með i reikninginn. Hitt finn ég að það brennur eldur í æðum stuðningsmanna minna,“ sagði Albert. Þegar Albert var enn spurður hvort hann liti á þetta mál sem síðustu aðför að sér eftir margar misheppnaðar svaraði hann: „Það er búið að gera margar atlögur að mér í gegnum tíð- ina. Ég veit aldrei hvenær það er sú síðasta." GK BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÚDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. A FLEST- AR GERÐIR BlLA, ASETNING FÆST A STAÐNUM. Svo sem á Bronco, Galant, Lancer, Daihatsu, Subaru, Willys, Volvo, Polonez, Concord, Escort, Ftange Rover, Isuzu Trooper, Mazda, Toyota, Scania, Dodge og m.tl. Einnig brettakantar og skyggni á Blazer, Dodge Van, Patrol, Bronco, Lada Sport og margt fleira. BÍLPLAST Vagnhöfða 19, simi 688233. Póstsendum. Ödýrir sturtubotnar. Tökum að okkur trefjaplastvinnu. Veljið islenskt. Utsölustaðir Byko, Húsasm. Slippfól Byggingam. o.fl. /’f\<TApCLS 0 L SÍUNGUR FERÐAMANNASTAÐUR SEM ÓDÝRT ER AÐ FERÐAST TIL VEGNÁ MARGHÁTTAÐRA AF- SLÁTTA SEM FERÐASKRIFSTOFAN SAGA BÝÐUR: 1. SÖGUAFSLÁTTUR, 1000 - 2500 KR. 2. BARNAAFSLÁTTUR, 9000 - 12000 KR. 3. AFSLÁTTUR FYRIR SÖGUHNOKKA, 4. AFSLÁTTUR FYRIR ELDRI BORGARA 2500 KR. FERÐASKRIFSTOFAN TJARNARGÖTU 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.