Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. NÁMSKEIÐ í skerma- og púðasaumi. Nánari upplýsingar í Upp setningabúðinni, sími 25270, eða í síma 39267. ÚTBOÐ Landsbanki Islands óskar eftir tilboðum í að steypa upp og að Ijúka ytri frágangi II. áfanga fræðslumið- stöðvar við Álftavatn í Grímsnesi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu skipulagsdeildar bankans, Álfabakka 10, II. hæð, Reykjavík, gegn skila- tryggingu að upphæð kr. 5.000. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. apríl kl. 11.00. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. 1 6. mars 1 987. Fjármálaráðuneytið. KJARVALSSTOFA í PARÍS Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa sem ætluð er til dvalar fyrir íslenzka listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefndist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerð- ur á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þótt að öðru jöfnu sé miðað við dvöl í Kjarvalsstofu getur stjórn Kjarvalsstofu í samráði við stjórn stofnun- arinnar útvegað listamönnum, er þarfnast sérstakrar aðstöðu, aðra vinnustofu í sömu byggingum, en Kjar- valsstofu er þá ráðstafað á meðan til annarra rétthafa. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess þúnað- ar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuld- binda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hérmeð er auglýst eftir umsönum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 15. júní 1987 -31. maí 1988, ef nægar umsóknir berast. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðuþlöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 21. apríl nk. Reykjavík, 18. mars 1987. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. Stjómmál Albert Guðmundsson og kona hans, Brynhildur Jóhannsdóttir, koma af fundinum í Þórscafé. DV-myndir BG Verð að reikna með öllum möguleikum - sagði Albert Guðmundsson eflir fundinn í Þórscafé „Eins og skákmaður verð ég að reikna með öllum möguleikum en það er ekki víst að það þurfi að nota þá alla,“ svaraði Álbert Guðmundsson spumingu um möguleika á sérfram- boði þegar hann kom af fundi stuðn- ingsmanna sinna í Þórscafé í gær. „Það verður að reyna að finna bestu lausnina á þessari deilu og það verður áreiðanlega gert. Við erum kjömir af fólkinu til að vera trúnaðarmenn þess í flokkum og höfum enga heimild til að leika okkur að fjöreggi hans. Við verðum að finna lausn sem hentar flokknum," sagði Albert ennfremur. Fast að eitt þúsund manns sótti fundinn í Þórscafé síðdegis í gær. Al- bert sagði að loknum fundinum að þetta væri mikill stuðningur og mun meiri en hann hefði átt von á. „Það getur verið að það séu ótal vandamál í Sjálfstæðisflokknum sem þarf að leysa og við höfum alltaf leyst þau,“ sagði Albert. „Ég er bjartsýnn á að við getum leyst þau eins og við höfum alltaf gert. Ef það em skynsam- ir menn sem ræða saman þá á að vera hægt að komast að miðurstöðu sem báðir geta unað við. Sjálfstæðisflokkurinn hefúr byr núna hjá fólkinu í landinu og við verð- um að sjá til þess að sá byr nýtist fólkinu í landinu." Albert sagði að ef stofnanir flokksins væm ákveðnar í að láta kné fylgja kviði þá væri „ekki nema um það að velja að leggja um laupana eða berj- ast.“ Aðspurður hvort til greina kæmi að bjóða fram í fleiri kjördæmum en Reykjavík svaraði Albert því einu að „tíminn til stefnu væri naumur" og neitaði að gefa nákvæmara svar. Albert færðist enn undan að ræða hvað þeim Þorsteini Pálsyni hefði far- ið á milli á fundi þeirra þá um morguninn. Hann sagðist ætla að hugsa málið næstu daga og minnti á að það væri ekki bara hann sem þyrfti að hugsa heldur einnig Þorsteinn. „Ég held að enginn stjómmálamað- ur geti ætlast til að fá svona trausts- yfirlýsingu hvað þá meira," svaraði Albert þeirri spurningu hvort þessi fúndur skapaði Þorsteini ekki erfiða aðstöðu. Hins vegar neitaði hann að ætla að beita þessum stuðningi á fund- um þeirra Þorsteins. GK Albert Guömundsson svarar spurningum fréttamanna strax aö loknum fund- inum í Þórscafé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.