Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Neytendur snhswpsori Þarna eru fræ fyrir skussana i garöyrkjunni sem vilja endilega láta eitthvaö vaxa af fræi. Fyrirmyndargarðyrkjuhanskar eru einnig á myndinni. Þeir kosta 185 kr. hjá Þór h/f. Þetta er ekki lampaskermur heldur hlíf til þess að setja yfir plöntur. Hlífin er fest með hælum sitt hvorum megin. Þvi mið- ur er þetta svolítið dýrt, kostar um 40 kr. hlífin, en hana má nota aftur og aftur. Vorið á næsta leiti þrátt fyrir snjó og kulda í bili Á dögunum ætluðum við að fara í fræleiðangur, athuga hvað væri til af spennandi og skemmtilegum fræj- um, en þá datt veturinn yfir á nýjan leik og fræin voru látin bíða. En viti menn, þegar við fórum á stúfana til fræsala sem við þekkjum að þvi að eiga mjög sérstök og óvenjuleg fræ, voru óvenjulegustu fræin upp- seld! Fræáhugamenn voru fyrir löngu mættir og létu ekki ótímabæra vetr- arkomu hafa nein áhrif á sig. Það eru líka að verða síðustu forvöð að koma fræinu í mold í sáðkössum og gróðurhúsum. Geggjuðustu fræin seljast fyrst Því „geggjaðri“ sem fræin eru því fyrr seljast þau, sagði Danni fræsali í samtali við neytendasíðuna. I fyrra seldist heilmikið af mold- vörpublómafræjunum. Þeim á að sá þar sem hætta er á að moldvörpur grafi í sundur garðlöndin. Einnig seldist mikið af kattablómum, en það er skiljanlegt því með kattablómun- um er hægt að laða kettina á einhvem ákveðinn stað í garðinum, eða jafnvel einhvers staðar fyrir ut- an garðinn, ef garðeigandinn vill losna við ketti af lóðinni sinni. Meðal þess sem var uppselt núna voru fræ af eucolyptus plöntunni. Slíkt tré er mjög vinsælt í Ástralíu, vex þar líkt og birkið hjá okkur, getur það orðið allt að 30 metra hátt! Eitt af því sem okkur fannst for- vitnilegt var ný tegund af brokkáli, eða broccoli romanesco. Þetta græn- meti er ræktað á Norður-Ítalíu og virðist ekki ósvipað og kaktusteg- und að sjá. Þessu er sáð í sáðkassa innandyra og flutt út í garð þegar „hitastigið fer ekki niður fyrir 16°C“, sem er líklega aldrei, svo betra að rækta plöntuna innandyra, í gróður- skála eða húsi. Kálið er ekki borðað heldur hausamir sem eru klipnir af. Soðnir og borðaðir með smjöri. Eggaldinfræ þroskast við 21°C hita og vaxa síðan innan dyra í gróður- húsinu. Plantan vill gjaman hafa nægan raka. Það tekur plöntuna um það bil fjóra og hálfan mánuð að bera ávexti. Sýnið þolinmæði. Alpajarðarber Álpajarðarber af tegundinni Alqx- andria eiga engan sinn líka hvað varðar bragð segir á fræpokanum. Fuglar em heldur ekki svo gfrugir í þessi ber, sem er ótvíræður kostur og þau „blómstra langt fram á haust“, segir á fræpokanum. Fyrstu ávextimir koma tíu vikum eftir sán- ingu erlendis, trúlega verður að gefa þeim lengri tíma hér á landi. Salatfræ með fjórum tegundum í sama pokanum er sniðugt fræ. Það er gaman að eiga sér svolítinn skika á sólríkum stað í garðinum þar sem sáð er t.d. salati. Það er fljótt að koma til og gott að sá ekki öllu sam- tímis heldur gera það með t.d. 10 daga millibili. Sáið fræjunum beint út þegar hlýtt er orðið í veðri, kom- ið fram í maí, ca 1 cm djúpt í raðir með 30 cm á milli. Vökvið vel og berið á góðan áburð. Græna grænmetið er afar mikil- vægt í fæðukeðjunni og úr þvíu fáum við A, B, B-6, C og E vítamín, lítið af eggjahvítuefhum, nánast engin kolvetni og mjög fáar hitaeining- ar. Hjálparplanta Sérstök tegund af flauelsblómi hjálpar tómötunum til að vaxa fljót- ar. Þessi flauelsblóm eru af afrískum og frönskum uppruna og eiga við bæði í gróðurhúsúm og einnig undir berum himni, í það minnsta erlend- is. Við höfúm nú ekki heyrt um neinn sem ræktar tómata hér undir beru lofti. Reiknað er með tveim til þrem flauelsblómum á hveija tómaplöntu. Þeir sem rækta tómata innanhúss ættu að sá til þessara fallegu blóma í sama pottinn og tómatplantan er í. Fyrir utan að tómatplöntur bera ávexti í stofuglugganum, er tómat- plantan ágætis flugnafæla. Það koma ekki flugur þar sem slíkar plöntur eru. Sumum finnst lyktin af þeim ekki góð, en hún er ekki ósvip- uð og væg kattahlandslykt. Við rákumst á fræ af kryddblöndu, í pakkanum er blandað saman sex kryddtegundum sem hver er í sér poka. Þessar tegundir er trúlega heppilegast að rækta alfarið innan dyra eða í gróðurskála eða gróður- húsi. Kannski getur dugað að hafa sáðkassa á sólríkri verönd eða alt- ani. Á pokanum stendur að ef rækta eigi kryddjurtimar innan dyra megi sá þeim hvenær ársins sem er, ann- ars eftir að hlýnað hefur í veðri og hiti orðinn vemlegur, sennilega meiri en hann verður hér, nema þar sem skilyrði em óvenjulega góð. En þar sem svo háttar til getur verið nauðsynlegt að skýla plöntunum fyrir sólinni þegar heitast er og mjög áríðandi er að gleyma ekki að vökva. Fyrir klaufana Þeir sem em klaufskir í ræktun- inni geta líka ræktað plöntur sér til ánægju. Einfaldast er auðvitað að kaupa plöntumar tilbúnar. En það er auðvitað miklu skemmtilegra að sjá plöntumar sínar vaxa upp af eig- in fræi. Þá er um að gera að fá sér „auðveld" fræ, eins og t.d. ilmbaunir eða ertublóm. Slíku fræi má sá beint út þegar orðið er hlýtt í veðri á skjól- góðan stað, en þær verða að vera upp við vegg eða girðingu sem net hefúr verið strengt á, því þær klifra upp eftir veggnum. Ilmbaunablóm ilmar dásamlega eins og nafnið bendir til og þarf að klippa blómin af til þess að jurtin haldi áfram að blómgast. Svo er til fjöldinn allur af öðrum „auðveldurn" fræjum sem hægt er að sá beint út. En þeir sem vom hagsýnir og hugsuðu fyrir framtíðinni á-sl. hausti fara nú senn að uppskera, því vor- laukamir em famir að koma upp. Kuldakastið hefur tafið fyrir þeim en þar sem þeir em á kafi í snjó sleppa þeir, en betra er að breiða yfir þá sem em auðir. Vorlaukar em líka til, þ.e. lauk- blóm sem lögð em í jörð á vorin og blómgast þá um mitt sumar og þegar líðrn- fram á haustið. Einhver alfeg- urstu sumarblómin em dalíur, anemónur og begóníur. Við höfúm séð mjög skemmtilegan pöntunar- lista frá Blómavali þar sem hægt er að panta þessi dásamlegu blóm. Það er hægt að panta úr listanum fram til 31. mars. -A.BJ. Fræin frá Thompson og Morgan em frekar í dýrari kantinum, kosta þetta frá 40-50 kr. upp i 2-300 kr. pokinn. Starfsmenn Mjólkurbús Hóamanna pakka nýja viðbitinu sem er i smekklegum, eldrauðum 400 g öskjum. létt og laggott: Fituminna viðbit á markaðinn Hjólatjakkar Eigum fyrirliggjandi 1,5tonn kr. 5.500," 2tonn kr. 5.995,- VARAHLUTAVERSLUNIN SIÐUMULA 3 0 3 7 2 7 3 Létt og laggott nefnist nýtt viðbit sem komið er á markaðinn frá Osta- og smjörsölunni. í fréttatilkynningu segir að í þessu viðbiti sé helmingi minni fita en í venjulegu viðbiti. L&L er með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum svo þama er um að ræða „mjúka fitu“ og inniheldur einnig 7,5% eggjahvítuefni sem er langtum meira en annað viðbit. L&L er framleitt hjá Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi, með einkaleyfi frá einu stærsta mjólkurafurðafyrir- tæki í Svíþjóð. Um 92% af hráefninu í L&L er innlent. Þetta viðbit er hægt að nota á brauð, kex og harðfisk eða annað en það er ekki hægt að nota til steikingar. L&L er selt í rauðum 400 g öskjum sen kosta um 80 k$. út úr búð en álagn- ing er frjáls. Til samanburðar má geta þess að 400 g jurtasmjörl. kostar á bil- inu 68-70 kr., smjör 110 kr. og smjörvi, 400 g, kostar 112 kr.fmiðað við að 300 g askja kosti 84 kr.). -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.