Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Fréttir „Einhver hjálpaði mér“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; „Ég var um tvær mínútur í kafi í stýrishúsinu eftir að okkur hvolfdi. Ég náði að grípa í Svavar en hann var meðvitundarlaus eftir höggið og fast- ur. Ég reyndi að toga hann út en varð að hætta þar sem ég náði vart andan- um lengur og var orðinn mjög lopp- inn,“ sagði Kristján Sigurðsson við DV i gær en hann bjargaðist giftusam- lega þegar Reynir EA400 fórst út af bryggjunni á Árskógssandi í fárviðr- inu sem geysaði í fyrradag. Svavar Guðmundsson, sem eftir varð í stýrishúsinu og drukknaði, var tengdafaðir Kristjáns. Svavar var 45 ára, fæddur 10. apríl 1941. Hann lætur eftir sig konu og sex börn á aldrinum Sigurður Konráðsson, skipstjórí á Særúnu: Óhugnanleg tilfinning Jón G. Haukasan, DV, Akurejni „Það var óhugnanleg tilfinning að sjá bátnum hvolfa en geta ekkert gert í veðurolsanum. Maður fann vanmátt sinn“ sagði Sigurður Kon- ráðsson, skipstjóri á Særúnu. Hann sá er Reyni EA hvoM {hríðarkóf- inu um 20-30 metra frá þeim á Særúnu. „Við vorum famir að misea trúna á að nokkur kæmist af. Okkur fannst h'ða 8vo langur tími þar til Kristjáni skaut upp í sjónum fyrir aftan Reyni,“ sagði Sigurður. Sigurður Konráösson, skipstjóri á Sœrúnu. DV-mynd JGH Að 8ögn Sigurðar var Svavar í tal- stöðvarsambandi við þá á Særúnu og Naustavíkinni um 1-2 mínútum fyrir slysið. „Hann bað um að fá að vera í akjóli hlémegin við Nausta- víkina en skyndilega kom kvika stjómborðamegin á Reyni og hann lagðist á hliðba. þetta gerðist i einu vetfangi og skyndilega var báturinn kominn á hvolf.“ Þeir á Særúnu björguðu Kristjáni um borð og leituðu síðan við erfið skilyrði að Svavari í um tvo tíma. Eftir það sigldu þeir til Akureyrar. - segir Kristján Sigurðsson sem bjargaðist naumlega af Reyni EA 12-24 ára. Fyrir rúmum hálfum mánuði, 14. mars, sluppu þeir Kristján og Svavar naumlega þegar ms. Mánafoss sigldi á trillu Svavars, Reyni EA, úti fyrir mynni Eyjafjarðar. í þetta skiptið var það hins vegar veðurofeinn. Þeir voru að færa bátinn yfir til Hauganess vegna sjógangs í lélegri höfninni á Arskógssandi. „Svona eftir á finnst mér ég hafa verið furðurólegur þarna niðri. Mér tókst að hugsa skynsamlega," sagði Kristján og bætti við: „Ég er í engum vafa um að það var einhver sem hjálp- aði mér, ég fann það.“ Hurðin á stýrishúsinu var lokuð og Kristján sneri á haus þar, innilokaður „Mér tókst að opna hurðina og kom- ast út. Mér skaut upp fyrir aftan bátinn. Þeir á Sævari hentu til mín björgunarlínu og ég synti að henni, eina 3-4 metra. Ég náði síðan taki á björgunametinu." Sjórinn var ískaldur, aðeins um hálfrar gráðu heitur, og Kristján því bæði þjakaður og kaldur þegar hann var dreginn um borð í Særúnu. „Mér hlýnaði fljótt um borð og lagðist svo fyrir." Kristján sagði að þeir hefðu verið komnir hlémegin við Naustavíkina með bátinn þegar komið hefði ágjöf á stjórnborða. Svavar gerði allt til að halda bátnum uppi. Hann setti vélina á fullt og reyndi að keyi-a bátinn upp en allt kom fyrir ekki," sagði Kristján Sigurðsson. úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Þá var myndin tekin um tx>rö í Reyni af þeim-Sva- vari Guðmundssyni, sem fórst þegar bátnum hvolfdi í fyrradag, og Kristjáni Sigurðssyni, t.v„ sem komst naumlega af. DV-mynd JGH DV lét þúsundir hlaupa 1. apríl: Einn kom frá Sandgerði til að kaupa gleraugu „Síminn hringir ennþá hjá mér. Það eru allir að panta gleraugun," sagði Sigrún Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Gleraugnamiðstöðinni, í samtali við DV í morgun. DV tókst að láta þúsundir hlaupa 1. apríl í gær með frétt sinni um gler- augun sem Óttar Jónsson rafeinda- virki flutti inn frá Japan. Gleraugun áttu að gera fólki kleift að fylgjast með trufluðum sjónvarpsútsendingum sem ótruflaðar væru. Verðið var gott; 750 krónur fyrir fullorðinsstærðir og 600 krónur fyrir bamastærðir. „Eftir að DV kom út í gær gerði ég ekki annað en að svara símanum og þeir sem komu inn í búðina voru und- antekningarlaust að biðja um gleraug- un. Það litla sem ég seldi í gær var selt áður en DV kom út,“ sagði Sigríð- ur verslunarstjóri. - Hverpig brást fólk við þegar það fékk ekki auglýsta vöru? „Flestir tóku þessu mjög vel og hrós- uðu DV fyrir snilldina. Einn varð þó alveg vitlaus enda hafði hann komið alla leið frá Sandgerði til að tryggja sér gleraugu. Hann spurði hvort við ætluðum að borga fargjaldið með rút- unni fyrir sig.“ -EIR Það var stöðugur straumur fólks i Gleraugnamiðstöðina i gær: Því miður, 1. april. DV-mynd KAE Vopnafjörður: Starfsemi haldið uppi með varaaflstöðvum „Rafinagnið hér fór þegar línan slitnaði austur á Héraði en við erum með varaaflsstöðvar, þannig að það er hægt að halda hér uppi allri venjulegri starfsemi" sagði Sveinn Guðmundsson, sveitarstjóri í Vopnafirði, í samtali við DV í morg- un. Sagði Sveinn að raflínan, sem ligg- ur frá Lagarfljótsvirkjun til Vopna- fjarðar, hafi slitnað þegar 34 eða 35 staurasamstæður hrundu á um 5 kílómetra kafla í óveðrinu sem gekk yfir. Stauramir brotnuðu á svæði utarlega í Jökulsárhlíð. Bjóst Sveinn við því að ekki yrði unnt að gera við raflinuna fyrr en eftir viku til tíu daga. Sagði hann að fólk hefði verið beð- ið um að spara rafmagnið en íbúðar- hús á þessu svæði eru rafhituð. Veður var gott í Vopnafirði í morg- un, sólskin og hægur vindur - hiti rétt neðan við frostmark. -ój Maifcúsamet bjargaði Kristjáni Jón G. Hauksson, DV, Akureyii: Það voru þeir Konráð Þór Sigurðs- son, Svavar Örn Sigurðsson og Ólafur Ólafsson um borð í Særúnu sem hífðu Kristján Sigurðsson upp í skipið þegar Reynir EA fórst. Til þess notuðu þeir Markúsarnet sem sett var nýlega i Særúnu. Þess má geta að þetta er í annað skiptið sem Ólafur Ólafsson bjargar manni úr sjávarháska. Fyrir fjórum árum, þá 15 ára gamall, tók hann þátt í björgun skipverja á þýska skip- inu Kampen við Vestmannaeyjar. Hann var þá háseti á Hópsnesinu frá Grindavík en þaðan er Ölafur. Reynir EA-400: Hvolfdi aðeins 200 metra frá höfninni Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Reyni EA hvolfdi aðeins um 200 metra frá hafiiargarðinum á Árskógs- sandi. Verið var að flytja bátinn tii Hauganess, ásamt bátunum Særúnu og Naustavíkinni, vegna mikils sjó- gangs og ísingar í höfninni. Reynir fór fyrst frá bryggju, síðan Naústavíkin og loks þeir á Særúnu. Varla var stætt á bryggjunni i fárviðr- inu og ekki sá í bátana frá landi, þegar slysið varð, vegna hríðar og snjókófs. Fundu engin fíkniefni Við leit fíkniefhalögreglunnar um borð í flutningaskipinu ísberginu fundust engin fíkniefni en einn skip- verjanna af skipinu er nú í haldi hjá fíkniefnalögreglunni vegna gruns um fíkniefnamisferli. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.