Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 7 Fréttir Sýnist þetta vera dæmi- gerðir kosningasamningar - segir formaður Vinnuvertendasambandsins „Það er ef til vill of íljótt að íullyrða nokkuð um þessa samninga en því er ekki a'ð neita að ég hef áhyggjur af því að allt fari úr böndunum við þá. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir muni setja pressu á okkur að taka upp samningagerð fyrr en ella,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambands íslands. Gunnar sagði ennfremur að ef þessir samningar færu yfir allt væri verð- bólgan farin úr böndunum. Hann sagðist vilja benda á það að lækkun dollarans hefði það í för með sér að fiskiðnaðurinn væri ekki í stakk búinn að taka á sig miklar launahækkanir. „Mér sýnast þeir sem eru að gera þessa samninga ekki vera að bijóta heilann um hvaða afleiðingar samn- ingarnir geti haft fyrir okkur á frjálsa vinnumarkaðnum. Að visu er það oft svo fyrir kosningar að svona mál vilja fara úr böndunum. Það vissum við hjá Alþýðusambandinu og Vinnuveit- endasambandinu og því reyndum við að semja þannig í desembersamning- unum að ramminn héldi þegar að kosningum drægi. En því miður sýnist mér að svo sé ekki og að þessir síð- ustu samningar séu dæmigerðir kosningasamningar," sagði Gunnar að lokum. -S.dór Þeir Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambandsins, og Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, undirrita hér desember- samningana sem menn vonuðu að kæmu í veg fyrir að kosningasamningar yrðu gerðir. Gunnar J. Friðriksson segist hafa áhyggjur vegna samninga opinberra starfsmanna að undanförnu. Bjöm Þórhallsson, varaforseti Alþýðusambandsins: Miklu hærra en við sömdum um „Ef miðað er við þær hækkanir lág- markslauna, sem ríkið hefur verið að gera að undanfömu, er það verulega miklu hærra en við sömdum um í des- ember. Ef það verða bara þeir samn- ingar, sem gerðir hafa verið, sem verða svona háir óttast ég í sjálfu sér ekki að allt fari úr böndunum en fari þetta yfir allan opinbera geirann fer heldur betur að braka í,“ sagði Bjöm Þór- hallsson, varaforseti Alþýðusambands íslands, spurður álits á nýgerðum kjarasamningum ríkisins við kennara og fleiri opinbera starfsmenn. Bjöm benti á að samningar félaga innan Alþýðusambandsins væm lausir í árslok. Færi sú hækkun, sem samið hefði verið um við kennara og sjúkra- liða, til allra opinberra starfsmanna mundu kröfur verkalýðshreyfingar- innar um næstu áramót verða með þeim hætti að hann vildi ekki vera í sporum þess er þá færi með efnahags- málin í landinu. -S.dór Astandið enn mjög erfvtt - seglr Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri „Það má eiginlega segja að ástandið nú sé eins og það var að morgni þriðjudagsinB. Það leysir vissulega mikinn vanda að sjúkra- liðar frestuðu uppsögnum sínum en okkur vantar enn þá háskólamennt- aða hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálf- araog iðjuþjálfa og svo að sjálfiiögðu lífíræðingana við Blóðbankann en allir þessir aðilar eru í verkfalli," sagði Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri Landspital- ans, í samtali við DV í gær. Bergdís sagði að ekki hefðu marg- ir þeirra sem sendir voru heim af sjúkrahúsunum verið kallaðir inn aftur en við það að sjúkraliðamir hefðu frestað uppsögn sinni heföu færri verið sendir heim en ella hefði orðið. Hún sagði að ástandið myndi ekki komast í eðlilegt horf fyrr en kjarasamningar heföu verið gerðir við þá hópa sem í verkfalli eru. -S.dór LUKKUGETRAUN: Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu. VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í MARS? bílatorg mrnmú bilatohu Range Rover árg. 1985, hvítur, 2ja Ford Sierra 2000. árg. 1984, sjálfsk., Honda Civic 1,5 sport 1984, hvítur, dyra, ekinn 2 þús., sjálfsk., vökva- sóllúga, ek. 60.000 km, skipti ód. ek. 21.000 km, 5 gíra.Verð 370.000. st., skipti ód. Verð 1.180 þús. Verð 520.000. BMW 518. árg. 1982, blár gullmoli. Subaru station 1985, dökkgrár, ek- Nissan Vanette 1987, hvitur, sæti Verð aðeins 395.000. inn 21.000, beinsk., 5 gíra, sóllúga. fyrir 7, ekinn 3.000 km.Verð 560.000. Verð 540.000. Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 FERMINGARTILBOÐ FRÁ S§ SAMSUNG PD-70LS: Pottþétt ferðatæki með inngang fyrir plötuspilara, 5 banda tónjafnara, 4 bylgjum, tvöföldu kassettutæki, tvöföidum upptöku- hraða, iausum hátölurum, 10 watta mögnun o.fl. FermingaverÖ kr. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) — Sími 62 20 25 Í|S # í #]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.