Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. RÍKISÚTVARPIÐ © auglýsir samkeppni Evrópusjónvarpsstöðva um sjónvarpshandrit Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evr- ópu hafa ákveðið aö standa sameiginlega að verö- launasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Starfsverðlaunahafar koma síðan til greina er aðalverðlaun og sérstök Evr- ópuverðlaun verða veitt ári síðar. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertugir á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna fer fram. Þeir skulu skila fimm síðna tillögu að sjónvarpsleikriti eða leik- inni sjónvarpsþáttaröð til Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Starfsverðlaun að upphæð 25.000 svissneskir frankar verða veitt í nóvember 1987. Jafnframt er verðlauna- höfum gefinn kostur á námskeiði, að jafnaði í dagskrárdeild sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verð- launahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun í hvert skipti. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júlí 1987. Umsóknum, ásamt tillögu að sjónvarpshandriti, skal skilaðtil skrifstofu útvarpsstjóra, Rikisútvarpinu, Efsta- leiti 1, 103 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja ennfremur frammi. mmmm GÓÐ FERMIIMGARGJÖF 2 manna svefnsófinn með sængurfatageymslu kr. 21.500.- stgr. -,V ■ Raðsett klætt með áklæði eða nýja undraefninu LEÐURLUX. Ótal uppröðunarmöguleikar. BOLSTRUN Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26 (Dalbrekku megin) sími 641622, heima 656495. Neytendur DV Heimilisbókhald DV: Matarkostnaður lítið hæni en í janúar Heimilisbókhaldið í febrúar var ekki nema 6 kr. hærra heldur en í janúar. Meðaltalið var 4.524 kr. á mann í febrúar en var 4.518 kr. í janúarmánuði. Það er fyrir mat- vörum eingöngu og, eins og oft hefur verið bent á hér á neytenda- síðunni, eru þeir sem taka þátt í heimilisbókhaldinu áreiðanlega sér þess meðvitaðir að reyna að spara eftir bestu getu. Það er lítil breidd í tölunum hjá okkur núna. Þeir sem voru allra Iægstir eru því miður dottnir út og sömuleiðis þeir sem voru allra hæstir. Eiginlega eru þeir sem eftir eru mjög jafnir. Akveðið var að hætta með verð- launaveitingarnar, í bili að minnsta kosti. Tekin var upp ann- ars konar verðlaunaveiting, en nú er greitt fyrir uppskriftir, sem birt- ar eru, 2.500 kr. Uppskriftirnar birtast tvisvar í mánuði. Það er leitt til þess að vita að fólk skuli vera hætt að senda okkur upplýsingaseðlana. Allir sem hafa látið í sér heyra varðandi heimilis- bókhaldið og búreikningahald eru á einu máli um að mikið gagn sé að því að skrifa niður í hvað pen- ingunum er eytt. Þó að nú séu betri tímar en oft áður er ekki síður ástæða til að fara vel með til þess að safna fyrir verri tíma sem kunna að bíða okk- ar í framtíðinni. Því hvetjum við sem flesta til þess að hefja búreikn- ingahald og senda okkur upplýs- ingaseðilinn. Seðillinn birtist á neytendasíðunni fyrstu viku hvers mánaðar og svo einu sinni eftir miðjan mánuðinn. Eins og áður sagði reyndist með- altalið yfir febrúarmánuð rúmlega 4.500 kr. á mann. Það þýðir að tveggja manna fjölskylda þurfti að greiða rúml. 9 þúsund kr. fyrir matvörur, þriggja manna fjölskyld- an 13.572 kr., fjögurra manna 18.096 kr. og firnm manna fjölskyld- an 22.620 kr. Það eru miklar fjárupphæðir sem fara um hendur þeirra sem reka heimilin í landinu og því full ástæða til þess að vita í hvað þeim fjárhæðum hefur verið varið. -A.BJ. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. UUMFERÐAR RÁÐ Ofon og neftan vlft moftoltol Fjöldi vörutegunda i Þama má sjá hve margar vörutegundir voru fyrir ofan og neðan meðalverð í hverri verslun fyrir sig en kannað var verð í niu verslunum við ísafjarðardjúp. Verðlagsstofnun á Vestfjörðum: Enn er vöniyerð hærra í verslunum við ísafíarðardjúp Meðalverð á vörum í verslunum við Isafjarðardjúp var hærra en með- alverð á höfuðborgarsvæðinu í 68 tilvikum af 73. Meðalverðið fyrir vestan var hærra en meðalverð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæð- inu á 70 vörutegundum af 73. Þetta kom fram í verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði í matvöru- verslunum á ísafirði, Bolungarvík og Súðavík nú í síðari hluta febrúar. A sama tíma var einnig gerð sam- anburðarkönnun í matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu. í öllum tilvikum var borið saman verð á sömu vörumerkjum, að sykri og eggj- um undanskildum. Gosið mun dýrara fyrir vestan Gosdrykkir eru enn mun dýrari fyrir vestan en í Reykjavík. Munar meiru á verðinu á þeim gosdrykkjum sem eru í litlum glerflöskum. T.d. munar 40,25% á verði 30 cl kókflösku en 18,41% á 1 'A 1 plastflösku af sama vökva. Á 25 cl Egils appelsíngler- flösku munar 43,85% en á 1 /2 I appelsín plastflösku munar 20%, 30 cl sprite var 39% dýrara og Egils pilsner, 33 cl, 28% dýrari í verðkönn- un Verðlagsstofnunar. Það liggur því beinast við að draga þá ályktun að íbúar við Isaíjarðar- Umsjón: Anna Bjarnason djúp drekki eingöngu gosdrykki úr umbúðum sem ekki þarf að endur- senda til höfuðborgarinnar. Verð var kannað á 73 vörutegund- um í níu verslunum á áðurgreindum stöðum við ísafjarðardjúp. Vísast að öðru leyti til 6. tbl. Verðkönnunar sem Verðlagsstofnun gefur út og liggur ókeypis frammi á skrifstofu Verðlagsstofnunar að Borgartúni 7. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur jjennan svarseðil. Þannig eruð jjér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í mars 1987: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.