Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Viðskipti Aukningin í flugfrakt Amarflugs er um 105% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Amarflug: Hlutafjárloforðin nema 94 milljónum - fraktflugið hehir aukist um 105% Hlutaíjárútboð Amarflugs hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og nú eru komnar á milli 90 og 94 milljónir í hlutafjárloforðum áf þeim 105 milljónum króna sem stefnt var að að safna á þessu ári. Þessar upplýsingar komu fram í samtali DV við Kristin Sigtryggsson, framkvæmdastjóra Amarflugs. Hann sagði jafhíramt að nær ömggt væri að þeir mundu ná 105 milljóna króna markinu á þessu ári en alls var ákveðið að auka hlutaféð um 130 milljónir eins og kunnugt er af frétt- um. Stærstur hluti hlutaflárloforðanna kemur frá núverandi hluthöfúm og hafa margir þeirra tvöfaldað hlutafé sitt eða meira en einnig er nokkuð um -nýja hluthafa og sagði Kristinn að hluthafahópurinn hefði breikkað töluvert. Útlit er fyrir að áætlanir Amar- flugs fyrir árið muni allar standast og benti Kristinn á sem dæmi að samkvæmt nýrri skýrslu um frakt- flugið fyrstu 3 mánuði ársins hefðu verið flutt 608 tonn á móti 298 tonn- um á sama tíma í fyrra sem væri aukning um 105%. Aukningin í far- þegafluginu er eitthvað minni en dágóð samt að sögn Kristins...„það eru því engar ýkjur að halda því fram að áætlanir okkar muni stand- ast“, sagði hann. -FRI Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 10-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsogn 13-22 Sp.véf. 18 mán. uppsögn 20.5-22 Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsöan Innlán meó sérkjörum 2.5-4 10-22 Ab.Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6' Ab Sterlingspund 8.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-10.25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20 21.5 Ab.Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) Útlán verðtryggð 20-21.5 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Ab.Bb. Lb.Sb. Útlán til framleiðslu Úb.Vb isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnaeðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 1643stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaðí 3% 1. aprí! HLUTABHÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiöir 166kr. Hampiðjan - 147 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavixla gegn 21%ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil - alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema i Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán- aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert inn- legg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er-fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæöur eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt- ar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er með- höndlað sérstaklega. Áunniö vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við ávöxt- un þriggja i ánaða verðtryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangeng- in tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahaekk- anir. Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin með 20% nafnvöxtum og 21 % ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,8% i svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 20,5% nafnvöxtum og 21,6% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert inn- legg er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir eru færðir misserislega. lönaöarbankinn: Bónusreíkningur er óverð- tryggður reikningur og ber 17% vexti með 17,7% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verö- tryggð bónuskjör eru 2,5%. Á sex mánaða fresti er borin saman verðtryggð og óverðtryggð ávöxtun og gildir sú sem hærri er. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tíma- bili. Hreyfðar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verð- bætur. reiknast síðasta dag sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuöstól. 18 mónaöa bundinn reikningur er með 21% ársvöxtum og 22,1% ársávöxtun. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 20% nafnvöxtum og 21,0% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæðu frá síðustu áramótum eða stofndegi reiknings síðar greiðast 21,4% nafn- vextir (ársávöxtun 22,4%) eftir 16 mánuði og 22% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 23%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir fær- ast misserislega á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareíkningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 11%, eftir 3 mánuði 15,5%, eftir 6 mánuöi 19%, eftir 24 mánuði 20%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikn- ingum gildir hún um hávaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. Laxveiðileyfi við Alaska eru dýrari en veiðiskipin Reykjavik Einu togaramir, sem lönduðu í Reykjavík, voru skip Granda hf. Bv. Hjörleifur landaði 25.3. eins og getið var um í síðasta pistli, en þá vantaði verðmætið. Alls landaði hann 129 lest- um fyrir 2,4 millj. kr. Bv. Snorri Sturluson landaði 30.3. alls 40 lestum, verðmæti 1,76 millj., skipið kom inn vegna vélarbilunar. Bv. Ottó N. Þor- láksson landaði 30.3. alls 116 lestum, aðallega karfa, verðmæti 1,8 millj. kr. Bv. Ásbjöm landaði 31.3. alls 42 lest- um, verðm. 747 þúsimd kr. Bremerhaven Bv. Vigri landaði 30.3. alls 325 lestum fyrir 15,5 millj. Aflinn var að mestu leyti karfi. Grimsby Bv. Otto Wathne landaði 30.3. 128 lestum fyrir 7,9 millj. kr., meðalverð var kr. 61,80 kg, mest af aflanum var smár fiskur. Úr gámum vom seldar fimmtudag- inn 26.3. 180 lestir, meðalverð var 68,80. 30.3. vom svo seldar úr gámum Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 19,5% nafnvexti og 20,4% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggös reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. 18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 17,45% (ársávöxtun 18,06%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al- mennir sparisjóðsvextir, 10%, þann mánuð. Heimilt er aó taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn- aðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 19,18-22,61%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin- reglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 20,4% ársávöxt- un, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt- un fyrir þann ársfjórðung. Vextir og veröbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara”. Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk- an dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlutfalls- legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán- uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráða- birgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt- um skilyrðum. Sparisjóöir: Trompreikningur er verðtryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja' mánaða er gerður samanburöur á ávöxtun með svoköll- uðum tro.mpvöxtum, 21% með 22,41% árs- ávöxtun. Miöað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 9%. Vextir fær- ast misserislega. 12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæöu bundna í 12 mánuði, óverö- tryggða en á 22% nafnvöxtum og 23,3% ársávöxtun. Misserislega er ávöxtun 6 mánaöa verótryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræð- ur sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er meö inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 22% nafnvöxtum og 23,3% ársávöxtun eða á kjörum 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatíma- 104 lestir íyrir 6,8 millj, meðalv. 65,45 kr. Vertíðaraflinn í Þorlákshöfn eru þeir bátar, sem mestan afla hafa fengið, komnir með á sjötta hundrað lestir. Þeir eru Höfr- ungur III. með 572 lestir, Friðrik Sigurðsson með 562 lestir, Jóhann Gíslason 537 lestir. Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson Vestmannaeyjar: Þar heíúr fengið mestan afla Þórunn Sveinsdóttir en hún var með 1.000 lestir um síðustu helgi. Loðnuvertíðinni er nú lokið og afli meiri en nokkru sinni áður, hvort heldur er til bræðslu eða fiystingar. Suðumesjabátar hafa orðið að sækja á miðin við Snæfellsnes. Aflahæstu bili á eftir. Sparisjóöirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufiröi, Ólafsfiröi, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Neskaupstað, Eyrarbakka, og Sparisjóður Reykjavíkur, bjóöa þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins getur numið 2.461.000 krónum á 1. ársfjórð- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.723.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.723.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.206.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tírrii að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum, Lánin eru verðtryggð og með 5-6,75% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxta- vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2,5% á mánuði eöa 30% á ári. Vísitölur Lánskjaravisitala í mars 1987 er 1614 stig en var 1594 stig í febrúar. Miðað er við grunn- inn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1987 er 293 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvísitala hækkaði um 7,5% 1. jan- úar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsa- leigu þar sem viö hana er miðað sérstaklega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast viö meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuöi á undan. bátar í Grindavík eru komnir með á sjötta hundrað lestir, svo sem Haf- bergið með 562 lestir, Hópsnes 547 lestir, Sigurður Þorleifsson með 537 lestir. Hellissandur: Þar eru aflahæstu bát- amir svo sem Rifsnes með 580 lestir og Saxhamar 511 lestir. Ótíð hefúr verið að undanfömu og erfitt um sjó- sókn. Bátar frá Keflavík em nú flestir komnir með net sín undir Jökul. Makrílveiðar Rússnesk verksmiðjuskip kaupa makríl af breskum skipum. Flotinn hefur verið að veiðum út af SV-Eng- landi og veiðst hefúr vel. Þrjú rússnesk skip liggja í Falmothflóa og 3 önnur í höfninni í Falmoth. Skipin hafa feng- ið 85 til 100 lestir í „holi“ og er það eins og fyrr segir mjög gott. Stærðin var sæmileg að talið er en í 25 kíló þurfti 110 til 125 stykki af makríl. Alaska Leyfi fyrir laxveiðum telja Japanir nú dýr og jafhvel orðin dýrari en skip- in sem veiðamar stunda að sögn. Til dæmis kostar veiðileyfi á Sitkasvæð- inu við Alaska 275.000$ fyrir hring- nótarskip. Fyrir netaveiðar suðvestan við Alaska þarf að greiða 55.000$. í Bristolflóa hafa leyfin fallið í verði sökum þess að búist er við minni veiði 1987 en var síðasta ár. Samt kostar 310.000$ fyrir erlenda fiskimenn að stunda þar reknetaveiðar. Nokkur svæði em þó dýrari til veiða en þau sem hér em talin. New York-Fulton Á markaðnum hjá Fulton var lítið um lax og hækkaði verðið þess vegna lítillega. Mikil óánægja ríkir meðal kaupenda með að ekki skuli vera séð til þess að alltaf sé nokkurt framboð. Þetta kemur sér verst fyrir þau fyrir- tæki sem eingöngu kaupa á opna markaðnum en er ekki eins bagalegt fyrir þá sem fá sinn lax beint til fyrir- tækjanna án þess að þurfa að sæta ástandi markaðarins. Verðið á laxi var upp úr miðjum mánuði frá 4 $ lbs. til 4,60 $. Hörþuskelfiskur var 5,85 $ lbs. sem þykir of lágt. Talið er að verðið verði svipað þessu meðan svo mikið berst af smáhörpuskelfiski frá Kalifor- níu. London - Billinggate Verð á laxi er frá 220 kr. kg til 340 kr. Villtur lax (eða sjógenginn) var á miklu hærra verði og er á 430 til 550 kr. kg. Hausaður þorskur var í kr. 136 kg. Þorskflök kr. 150 kg. íslensk þorskflök kr. 146 kg. Japan Innflutningur til Japans nemur 1.870.000 lestum af fiski. Verðmæti þessa innflutnings er 5 milljarðar punda. Innflutningurinn hefur aukist árlega. 1983 jókst hann um 4% en árið 1985 jókst hann um 13% en árið 1986 um 18%. Búast Japanir við að innflutningur á fiskafurðum verði í árslok 2 milljónir tonna. Tvöföldun varð á innflutningi fiskimjöls á síðasta ári og fluttar voru inn 175.000 lestir af því. En hin háa staða jensins hefur gert erfiðara með útflutning japanskra vara. I október verður haldin al- heimsráðstefna í Japan. Innflutningur á humri verður kannski aðalmál ráð- stefnunnar. USSR Framleiðsla Rússa var 70.000 lestum minni síðastliðið ár en hún var 1985. Framleiðsla þeirra var árið 1986 alls 10.532.000 lestir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.