Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 23 Iþróttir Claesen skoraði „hat-trick“ - þegar Belgar unnu Skota. Búlgarir lögðu íra Þrátt fyrir að Nico Claesen eigi í erfiðleikum með að vinna sér fast sæti í liði Tottenham lét hann sig ekki muna um að skora þijú mörk gegn Skotum í Brussel í gærkvöldi. Með þessu lagði Claesen grunninn að stór- sigri Belga sem sigruðu dapra Skota örugglega, 4-1. Þar með eru Belgar komnfr með 2 stiga forystu í 7. riðli Evrópukeppninnar. Hins vegar eru vonir Skota um að komast í fyrsta skipti i úrslit úr sögunni. Þjálfari Belga, Guy Thys, tók nokkra áhættu í leiknum með því að leika með þrjá sóknarleikmenn. Belg- ar sýndu að þetta var rétt leikaðferð með því að skora þegar á 9. mínútu og var Claesen þar að verki eftir send- ingu Scifo. Skotar náðu þó að jafiia eftir 4 mínútur þegar Paul McStay skallaði boltann inn eftir góða send- ingu frá Jim Bett. I seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og þá bætti Claesen við tveim mörkum og Vercauteren skoraði síðan fjórða mark Belga. Þetta var að nokkru tímamótaleikur því þama fengu í fyrsta skipti stuðningsmenn frá Bretlandseyjum að koma til Belgíu síðan harmleikurinn á Haysel leik- vanginum átti sér stað. Skosku stuðningsmennimir vom ekki ánægð- ir með sína menn og heimtuðu að Andy Roxbourough, þjálfari Skota, væri rekinn. írar lágu Það var umdeild vítaspyma sem • Geysilegar öryggisráðstafanir voru geröar í Brussel vegna skoskra stuön- ingsmanna. Ekki var vitað annaö en aö allt heföi farið friösamlega fram í gærkvöldi. Símamynd Reuter búlgarski miðvallarleikmaðurinn Lachezar Tanev tók sem gerði út um leik Búlgaríu og frlands í Sofia í gær- kvöldi. Vítaspyman var dæmd 8 mínútum fyrir leikslok og áköf mót- mæli írsku leikmannanna komu fyrir lítið. Tanev hélt ró sinni og skoraði sigurmarkið. Áður en vítaspyman var dæmd virt- ust bæði liðin vera búin að sætta sig við jafhtefli. Aðstæður til að leika knattspymu vom skelfilegar í Sofíu í gærkvöldi vegna mikils úrhellis. Leik- menn Búlgaríu virtust vera líkamlega sterkari og áttu því auðveldara með að fóta sig á vellinum sem var líkastur forarsvaði. Búlgarir náðu forystunni á 41. mínútu með marki Ano Sadkov en einvígi viö Jim Mclnally. Símamynd Reuter Frank Stapleton jafnaði þegar 7 mín- útur voru liðnar af seinni hálfleik. Staðan í 7. riðli er nú þannig: 1. Belgía..............4 2 2 0 13-4 6 2. Búlgaría............3 1 2 0 3-2 4 3. írland................4 12 1 4-4 4 4. Skotland.......... 5 1 2 2 4-5 4 5. Luxemburg...........2 0 0 2 0-9 0 -SMJ Mark Dennis var rekinn Sá einstæði atburður gerðist í gær að breski knattspymumaðurinn Mark Dennis var rekinn frá félagi sínu, So- uthampton. Mark Dennis leikur sem vamarmaður hjá liði sínu og þykir harðskeyttur í meira lagi, hann hefur einn versta agabrotaferil að baki sér sem nokkur leikmaður hefur náð í Englandi. Nýlega hafnaði hann tilboð- um frá þrem félögum en Southampton var umhugað um að losna við kap- pann. Fyrir stuttu gagnrýndi hann framkvæmdastjórann Chris Nicholl harðlega og er líklegt að það hafi vald- ið mestu um að hann var rekinn frá felaginu. Dennis hefur verið rekinn 10 sinnum af leikvelli á ferli sínum sem 'atvinnu- maður. Hann hefur þurft að standa fyrir máli sínu gagnvart bresku aga- nefhdinni tvisvar á þessu ári og á að mæta þar bráðlega í þriðja skipti. Ekki er vitað hvort eitthvert annað félag vill fá kappann til sín. -SMJ • Mark Dennis með opinn munninn og væntanlega aö mótmæla ein- hverjum dómaranum. Stórsigur hjá Wales Það var markaskorarinn mikli Ian Rush sem gaf tóninn í landsleik Wales og Finnlands í Wrexham í gærkvöldi. Rush skoraði gott mark þegar á 8. mínútu þegar hann af- greiddi fyrirgjöf frá Robby James beint í netið. Kantmaðurinn Glyn Hodges skoraði síðan annað mark Wales á 29. mínútu. Miðvallarleik- maðurinn David Phillips og vara- maðurinn Andy Jones skoruðu síðan sitt markið hvor í seinni hálfleik. Eins og tölumar gefa til kvnna voru yfírburðir Walesmanna miklir og eru þeir nú í efeta sæti í 6. riðli. Ian Rush skoraði þama sitt 13. mark í 31. landsleikjum með Wales en Walesmenn og einrdg Everton urðu fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Pat van der Hauwe var borinn af leikvelii eftir samstuð. Ekki var vit- að hversu alvarleg meiðsli hans voru. Staðan í 6. riðh er nú þessi: 1. Wales...........2 110 5-13 2. Tékkóslv........2 110 3-03 3. Danmörk.........2 110 1-0 3 4. Finnland...... 4 0 13 1-91 -SMJ WJAst/c, ItmM.lHE. öUAST/q GUAST/q qLJAST/q ast • Kopal innimálningin fæst nu i fjorum gljastigum. I\lu velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málningin er tilbuin beint úr dósinni. • Mú heyrir þaö fortiöinni til aö þurfa aö blanda málninguna með heröi og oðrum gljaefnum. VELDU KOPAL í FJÓRUM GLJASTIGUM: métning'% m mát/ung% máíning *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.