Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 5 Fréttir Fjölmiðlakönnun: Hemmi Gunn vinsælastur Reykjaneslistum tókst ekki að semja um framboðsfund: Fulltrúar A og D þeir einu sem masta Hermann Gunnarsson er vinsælasti útvarpsmaðurinn. Það sýnir íjölmiðla- könnun sem Félagsvísindastoínun Háskólans gerði í síðustu viku. Helgarstuð Hemma Gunn á Bylgj- unni á sunnudögum milli klukkan 13 og 15 nær eyrum 30% hlustenda á því svæði sem Bylgjan heyrist á. Aðeins hádegis- og kvöldfréttatímar Ríkisútvarpsins hafa fleiri hlustendur. Hlustdn á þá fréttatíma mæhst minnst 32% en mest 53%. Vinsælasta sjónvarpsefnið þessa viku reyndist vera söngvakeppni sjón- varpsins á mánudagskvöldi með 83%. Hemmi Gunn er einnig vinsæll í sjónvarpinu. Á spumingaþáttinn Gettu betur, sem hann stýrði, horfðu 71% landsmanna. Fyrirmyndarfaðir var með 69%. Fréttir Ríkissjónvarps- ins ná athygli 62 til 66% landsmanna. Tveir dagskrárliðir á Stöð tvö ná yfir 8% landsmanna. Það em fréttir og Eldlínan með um 20%. Læst dag- skrá var ekki mæld. Hemml Gunn, vínsælasti út- varpsmaðurinn. Þetta er bara dásamlegt - segir Hermann „Það rignir ekkert upp í nefið á mér. En ég er alveg óskaplega þakklátur fólki. Þetta er bara dá- samlegt. En þetta gerir kröfú til mín,“ sagði Hermann Gunnarsson um niðurstöðu fjölmiðlakönnunar Félagsvísindastofiiunar. „Skýringamar eru kannski þær að það hefúr verið vakin upp svona útvarpsþáttarstemmning, sem hægt er að gera en hefúr verið vanrækt. Fyrir daga sjónvarpsins voru svona þættir, eins og til dæm- is hjá Sveini Ásgeirssyni. Ég hef líka veriö heppinn með fólk, hversu hresst og kátt það er. Ólíklegustu menn fara að syngja. Menn ná að vera afslappaðir," sagði Hermann. Haim tekur sér fri frá útvarpinu með vorinu og heldur til Spánar- stranda. Þar verður hann skemmti- og Fríklúbbsstjóri hjá Otsýn. „Ég er svo heppinn að geta unn- ið við það sem mér þykir skemmti- legt. Hjá Otsýn verð ég á sjóskíðum og spila fótbolta með liðinu,“ sagðiHemmi ogskellihló. -KMU Skemmdarverk: Um 80 stöðumælar brotnir frá áramótum Mikil brögð hafa verið að því sem af er árinu að skemmdarverk hafi ve- rið unnin á eigum borgarinnar. Þannig hafa um 80 stöðumælar verið brotnir frá áramótum og nokkrum umferðarspeglum hefur verið stolið eða þeir eyðilagðir. Er tjónið af þessu metið á um 2-2,5 milljónir króna. Vegna þessara skemmdarverka hef- ur borgin ákveðið, í samráði við lögregluyfirvöld, að koma á fót sér- stakri vaktsveit sem er ætlað að koma í veg fyrir skemmdarverkin. -FRI Enginn sameiginlegur framboðs- fúndur allra lista verður í Reykja- neskjördæmi fyrir þessar alþingis- kosningamar. Tilraunir til að koma á sh'kum fundi mistókust. Fundur sem verður í Stapa í Njarð- vík á sunnudag hefur þróast út í að verða einvígi milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Aðrir flokkar mæta ekki. Sigurður Steindórsson, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðumesjum, sagði að fjórflokkunum hefði verið boðið á fundinn. Frá kosningaskrifstofu Alþýðu- flokksins í Keflavík fengust þær upplýsingar að á fundinum í Stapa ættu aðeins að vera frambjóðendur af Suðumesjum til að ræða málefni Suð- umesja. Framsóknarflokkui- og Alþýðubandalag hefðu hafnað boði um að mæta. Óskar Guðjónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins á Suðumesjum, sagði að framsóknarmenn hefðu viljað stóran fund rneð efstu mönnum fram- boðslistanna en Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur neitað. Sjálfstæðismenn hefðu svo átt frum- kvæði að sérstökum Suðumesjafundi. Alþýðubandalagið hefði neitað að taka þátt í honum. Framsóknarmenn hefðu þá ekki séð ástæðu til að vera með. -KMU Útvarpshlustun mánudaginn zj.iiuus imi % LANDIÐ ALLT (hlustendurl5-70 ára) Tímidags Hádegis- og kvöldfréttir Ríkisútvarpsins gnæfa upp úr mánudaginn 23. mars. Annars eru útvarpsstöðvarnar yfirleitt með innan við 15% hlustun og niður í nánast enga. Útvarpshlustun sunnudag 22. mars 1987 % LANDIÐALLT (15-70 ára). Tími dags Vinsældir þáttar Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudegi milli klukkan 13 og 15 sjást vei á þessu línuriti. Sjónvarpsnotkun mánudag 23. mars 1987. % LANDIÐALLT (15-70 ára) -KMU P1 Jeep Corporation TÁKN UM GÆÐI OG GLÆSILEIK JEEP CHEROKEE Kraftmesta 4-cyl. vélin. yL Einnig fáanlegur með nýrri, 4 lítra, 173 ha. 6 cyl. vél ~ sem er ótrúlega sparneytin. Sjálfskipting, vökvastýri o.m.fl. ECILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 FERMINGARTILBOÐ FRÁ S§ SAMSUNG WIP-380: 2x20 w magnari, meö 5 banda tónjafnara, FM útvarp, tvö- falt kassettutaekí, hálf sjálfvirkur plötuspilari og tveir 25 w hátalarar. WIP 380 Fermingarverd kr. 19.980stgr Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) — Sími 62 20 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.