Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 37 Sviðsljós Hva.. hva,„? Giraffamaddömumar teygja fram álkuna áhyggjufullar mjög og hafa svó sannarlega ástæðu til efasemdanna. Örlítið giraffakríli - sem ekki sést á myndinni - hafði verið frá þeim tekið og var í fyrsta skipti til sýnis fyrir dýra- garðsgesti i návigi. Atburðurinn átti sér stað í dýragarðinum i Bronx og vildu giröffumar greinilega hafa vit fyrir gæslumönnunum að þessu sinni. Símamynd Reuter Hamborgartískan: Plastbringa og gúnunífingur Þá er það komið á hreint hvemig frúin í Hamborg verður klædd næstkomandi vor og sumar. Hamborgarhönnuðurinn Gabriele Hunck sýndi á avantgardesýn- ingunni Offline Extra 5 kvöldklæðnað gerðan úr plasti og fingrum af gúmmíhönsk- um. Nákvæm tala gúmmíhanskapara sem þarf í átfittið var ekki gefin upp en áhugasamar saumakonur og fingrafimar verða eflaust í litlum vandræðum með að telja út gripinn. Mætti ekki í óskarinn Það varð mikill fógnuður þegar ljóst var að Paul Newman hafði loksins fengið óskarsverðlaun - eftir að hafa verið tilnefridur sjö sinnum áður en ekki hreppt hnossið i þeim tilvikum. Paul lét sig vanta á staðinn að þessu sinni því hann treysti sér ekki til þess að sitja eftir með sárt ennið í sjöunda sinn. Verðlaunin fékk hann fyrir túlk- un sína á Fast Eddie Felson í kvik- myndinni Hustler en það sama hlutverk lék kappinn rejmdar fyrir tuttugu og sex árum og fékk þá óskarstilnefningu fyrir vikið. Meðfylgjandi Reutermynd sýnir þá þrælseigu Bette Davis afhenda Robert Wise verðlaun Pauls Newman en hann er forseti Academy Awards vestra - og sá hann um að koma hinum gullna óskarskarli í réttar hendur að lokum. VORNAMSKEIÐ 6 VIKUR LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum FRA MHALDSFL OKKA R Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. KERFI g# RÓLEGIR TÍMAR fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. _ J WJ KERFI MEGRUNARFLOKKAR - 4x i viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakilóin nuna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar fyrir ungar og hressar. Morgun- dags- og kvöldtímar, sturta - sauna - Ijós. Allir finna flokk við sitt hæf i hjá JSB. Fullbókað á afmæiis- fagnaðinn 3. apríl. Miðapantanir óskast sóttar sem fyrst. Miðasala í skólanum. Innritun hafin. Suðurveri, sími 83730. Hraunbergi, sími 79988. LlKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.