Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Utlönd Sukamo gengur aftur í kosningabaráttunni í Indónesíu Stuðningsmenn demókrata í Indónesiu veifa myndum af Sukamo, fyrrum for- seta landsins, á kosningafundi í siðustu viku. - Símamynd Reuter Meira en fimmtán árum eftir andlát Sukarnos, fyrsta forseta Indónesíu, setur hann svip sinn á kosningabar- áttuna þar í landi. Þykir mörgum að þó að Sukarno sé kominn undir grœna torfu sé hann sá eini sem geti keppt við Suharto forseta um vin- sældir. Á kosningafundum í Jakarta í síð- ustu viku veifuðu ungir stuðnings- menn demókrata í Indónesíu spjöldum með myndum af Sukarno og kölluðu hann forseta sinn. Margir þessara stuðningsmanna voru ekki fæddir þegar tilraun var gerð til þess að steypa Sukarno af stóli árið 1965. Sá sem bældi niður valdaránstil- raunina var Suharto sem þá var ungur herforingi. Þessi valdaránstil- raun leiddi síðar til þess að Sukarno lét af embætti og sat í stofufangelsi þar til hann lést 1971. Óbein mótmæli Stjórnarerindrekar líta á atburðí síðustu daga sem óbein mótmæli gegn jámhörðum kosningareglum og stýrðri stjórnmálaumræðu sem ein- kennir stjórn Suhartos. Honum hefur tekist að koma á velsæld og stöðugleika í þjóðfélaginu en á kostnað frjálsar umræðu. Sukarnos er minnst sem ræðuskör- ungs og föður hlutlausrar hreyfing- ar. Þróaðist hún í stjórnmálastefnu sem bauð andstæðingunum birginn. Sagt er að Suharto ói við slíku. Suk- arno gat átt bað til að secna Vestur- löndum að fara til fjandans með hjálp sína. Til að koma á hagsæld í Indó- nesíu hefur Suharto stuðst við lán, fjárhagsaðstoð og fjárfestingar frá Vesturlöndum og Japan. Erlendar skuldir landsins fara vax- andi og angrar það marga, bæði innan og utan stjórnarinnar. Indó- nesía er nú sjötti stærsti skuldunaut- urinn í þriðja heiminum. Suharto spáð sigri Baráttan um hin fjögur hundruð þingsæti hófst í síðustu viku og er Golkarflokki Suhartos spáð sigri. En talið er að demókratar, sem hlutu aðeins átta prósent greiddra at- kvæða árið 1982, geti tvöfaldað fylgi sitt nú þegar níutíu og fjórar milljón- ir Indónesa ganga að kjörborði þann 23. apríl næstkomandi. Vonast þeir til þess að fá atkvæði frá Sameinaða þróunarflokknum sem múslímar styðja. Sá flokkur fer nú minnkandi en hlaut næstum þrjátíu prósent at- kvæða í síðustu kosningum. Þessir tveir flokkar voru ekki harðorðir í gagnrýni sinni á stjóm- ina, er nýtur stuðnings hersins, þegar kosningafundir hófust um allt land. Demókratar minntust á spill- ingu háttsettra embættismanna og Sameinaði þróunarflokkurinn ósk- aði eftir því að ríkisrekið fótbolta- happdrætti yrði lagt niður þar sem það væri siðlaust fjárhættuspil. Flokkarnir hafa enga sjóði á bak við sig þegar þeir hella sér út í kosn- ingabaráttuna sem er ekki allt of vel skipulögð. Golkarflokkurinn, sem er við stjórn, hefur hins vegar vel smurða kosningavél með næstum tólf milljónir liðsmanna úti um allt land. Níutíu og fjórar milljónir Indónesa eru á kjörskrá og eru landsmenn eindregiö hvattir til að neyta at- kvæðisréttar síns þann 23. april næstkomandi. - Símamynd Reuter í sjö af tuttugu og sjö héruðum landsins eru demókratar í bandalagi við stjórnarflokkinn og kalla hann stóra bróður. En kosningabarátta demókrata virðist ætla að byggja á því að byggja upp ímynd Sukarnos, fyrrum forseta. Sukarno þjóðhetja í nóvember síðastliðnum var Suk- arno gerður að þjóðhetju og ein fimm eiginkvenna hans fór til hallarinnar, þar sem þau bjuggu einu sinni, ásamt átta börnum hans. Tóku þau þar á móti viðurkenningarskjali úr hendi Suhartos. Sukarno var viðurkenndur sem maðurinn er lýsti yfir sjálfstæði landsins 1945 er hann sleit sambandi við Hollendinga. En endurlífgun Sukarnos fylgja sams konar deiluefni og einkenndu líf þessa fjölskrúðuga manns. Yngsta ekkja hans, sem er fyrrverandi söng- kona í japönskum næturklúbbi, olli uppþoti í janúar þegar hún sakaði aðra ekkju hans um að hafa komið í veg fyrir að hún tæki þátt í hátíða- höldunum þegar Sukarno var gerður að þjóðhetju. Og fyrr á þessu ári sagðist stjórnin vonast til þess að geta haft uppi á gullstöngum og gjaldeyri sem haldið er fram að kom- ið hafi verið fyrir í evrópskum bönkum í stjórnartíð Sukarnos. Var það fyrrum utanríkisráðherra Suk- arnos sem greindi frá þessum leyni- sjóði en hann situr í fangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 1965. ÞINGMANNAKVARTETTINN Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson, Árni Johnsen, Birgir ísleifur Gunnarsson og stórhljómsveitin Paper Lace skemmta á stórdansleik ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi í Glaumbergi, Keflavík kl. 21.00-3.00 föstudag 3. apríl. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi. Skemmtanastjóri Ellert Eiríksson. Gestir kvöldsins: Víglundur Þorstéinsson og Þorgils Ottar Mathiesen. MIÐAVERÐ KR. 600,- Fríar rútuferðir frá sjálfstæðishúsunum Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.