Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 33 dv Dægradvöl „Svo átti að henda Alberti út á rusla- haug eftir allt sem hann var búinn að gera fyrir flokkinn," sagði fram- sóknarkonan Sigríður Jónsdóttir, ættuð frá Ólafsfirði en kom i bæinn frá Njarðvíkum gagngert til þess að taka þátt i slagnum. Kaflídrykkja er stunduð alls staðar með pólitíkinni og Sigríður Jóns- dóttir, úr Njarðvíkum og Ólafsfirði, bítur líka í hveitbrauðsklump þegar færi gefst frá umræðunni. „Ég var að koma til Reykjavíkur og er yfir mig hrifin af því hvernig Albert er búinn að standa sig. Eftir að hann var búinn að vinna fyrir flokkinn átti bara að henda honum út á ruslahaug. Ég er framsóknar- manneskja en segi eins og Steingrim- ur „Ég kenni í brjósti um Albert.“ Núna ætla ég að styðja Albert og kom hingað til þess að sjá hann og Helenu dóttur hans sem er svo dug- leg í þessu öllu.“ Skammt frá eru þremenningarnir Gunnlaugur Ingason, Guðmundur Finnbogason og Pétur Snæland. Og þeir hafa víst alveg örugglega áhuga á pólitíkinni. „Allar okkar frístundir fara í þetta, nema sá tími sem þarf til að borða og sofa,“ segja þeir allir sem einn. „Við erum allir vel virkir í pólitík, höfum interessu fyrir þessu, og áhuga fyrir því að styðja góða menn. Viljum útiloka meðalmennskuna." Einn þeirra, Pétur Snæland, er að auki meðal fjöldans sem í framboði er í þessum alþingiskosningum og því þarf ekki að velta hentugu um- ræðuefni vandlega fyrir sér, pólitík er fyrst á dagskrá þar sem annars staðar. Kosningar sem virtust ætla að verða með dauflegara móti lita líf almennings á Islandi um þessar mundir að meira eða minna leyti og margir sem geta tekið undir orð kon- unnar sem sást rétt í flugumynd heima hjá eiginmanni og börnum um kvöldmatarleytið í síðustu viku. „Pólitík er ákaflega áhugaverð dægradvöl en varasöm og var næst- um búin að kljúfa gamla sauma- klúbbinn minn um daginn. Þetta er líka hreint alveg ótrúlegur tímaþjóf- ur ef málefnum er sinnt eitthvað að ráði.“ Svo var hún þotin, enda ein þeirra sem eru í framboði til Al- þingis þetta vorið og talan losar þúsundið yfir allt landið. • „Við á heimilinu vorum búin að fá nóg af gömlu, snjáðu teppunum og ákváðum að kaupa ný. • Við fórum í Teppaland oa skoðuðum hvað var í boði. Og við þurftum ekki að leita lengra. í Teppalandi er mikið og glæsilegt úrval af teppum í nýtísku litum. Valið var því auðvelt, ekki síður vegna þess að fagleg ráðgjöf og lipurð sölumanna var áberandi góð. • Við sömdum við þá um að mæla flötinn fyrir teppið og leggja það á. Og teppið var að sjálfsögðu komið á gólfið á umsömdum tíma. • íbúðin gjörbreyttist á augabragði. Það er ótrúlegt hvað fallegt teppi hefur hlýleg áhrif á vistaverurnar. •Ef þú ert að hugsa um að endurnýja teppin skaltu ekki hika við að tala við þá í Teppalandi og biðja þá um tilboð. Þjónustan kemur þér þægilega á óvart. Verð, gæði og greiðslukjör eru með því besta sem gerist. •Greiðslukjörin hjá Teppalandi komu skemmtilega á óvart. Okkur var boðið að nefna hvaða kjör við vildum. Við réðum því eiginlega sjálf og borguðum góða útborgun og höfðum eftirstöðvarnar til 6 mánaða.'1 Hafðu samband við okkur hjá Teppalandi og tryggðu þér teppi á gólfin í tíma Þú verður í skýjunum yfir teppunum frá okkur^^^^^— Sérverslun með allt á gólfið: Gólfteppi, mottur, gólfdúka, parket og flísar 116.100 stgr. 28", tækniiega UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. VESTUR-ÞÝSK GÆÐI ITT 33.780 20" ITT. Ótrúlegt verö. fullkomnasta tækið á markaðnum. 22" tölvustýrt stereo með öllu. SKIPHOLTI 7, SÍMAR 20080 OG 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.