Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Stjómmál Framsóknarmenn á Alþingí i vetur. Fyrir attan Olaf Þóróarson sitja Jón Kristjáns- son og Haraldur Ólafsson. DV-mynd GVA. Stefhuskrá Framsóknarflokksins: ísland án öfga til hægri eða vinstri Baráttu gegn frumskógarlögmálum frjálshyggjunnar og baráttu gegn of- stjóm ríkisvaldsins og miðstýringu er lýst sem grundvallaratriðum í kosn- ingastefhuskrá Framsóknarflokksins. Flokkurinn vill þjóðfélag án öfga til hægri eða vinstri. Af öðrum atriðum í stefhuskrá Framsóknarflokksins má nefha: Varðveislu þess árangurs sem náðst hefur í efhahagsmálum. Lækkun er- lendra skulda þjóðarinnar. Bætt kjör hinna lægra launuðu. Stjómun fiskveiða verði haldið áfram á þeim grunni sem þegar er lagður. Búháttabreytingu í landbúnaði með uppbyggingu nýgreina, skipulagningu allrar kjötframleiðslunnar í samvinnu við framleiðendur og neytendur og svæðaskipulagningu sauðfjárfram- leiðslunnar í samræmi við byggða- og landnýtingarsjónarmið. Framsóknarflokkurinn vill vald- dreifíngu á gmndvelli nýs stjómsýslu- stigs, sem tryggi aukin áhrif heimamanna á eigin mál og flutning þjónustustarfa heim í hérað. Stuðning við hið nýja húsnæðis- lánakerfi. Bama- og fjölskyldubætur með þremur bömum eða fleiri nægi til að íauna foreldri fyrir heimavinnu, kjósi það að gæta bama sinna heima. Samræmt lífeyrissjóðakerfi þannig að sjóðirnir myndi eina lífeyrisheild. Róttæka lagfæringu söluskattskerf- isins, eða, ef það reynist ekki kleift, virðisaukaskatt. Yfirstjóm umhverfismála verði í einu ráðuneyti. Frumkvæði íslendinga fyrir útrým- ingu kjamorkuvopna á Norður-Atl- antshafi og þátttöku íslendinga í baráttunni fyrir kjamorkuvopnalaus- um Norðurlöndum. ísland sem miðstöð fyrir alþjóðlega viðleitni til þess að stuðla að betra og heilbrigðara mannlífi. -KMU Fréttir Afjgreiðsla Mjólkursamsölunnar: Allir staifsmenn segja upp störfum Allir starísmenn í afgreiðslu Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík hafa sagt upp störfum vegna óánægju með nýj an færibandabúnað sem komið hefur ver- ið upp í afgreiðslunni. Starfsmennimir, sem em 12 talsins, segja að hinn nýi búnaður sé helmingi seinvirkari en sá gamli og auki það vinnuálag þeirra til muna. Búnaður sá sem hér um ræðir samanstendur af tveimur færiböndum og er annað íyrir afgreiðslu á G-vörum og nýmjólk en hitt fyrir afgreiðslu á jógúrt og grautum. Uppsagnimar vóm ákveðnar eftir að starfsmennimir héldu fund með fulltrúa Dagsbrúnar á þriðjudaginn en þar kom fram að forsvarsmenn fyr- irtækisins vildu bjarga málunum með þvi að kaupa af starfsmönnunum pás- ur sem þeir eiga. Var pásan fyrir hádegi á föstudag þannig seld fyrir einn næturvinnutíma en starfsmenn hafa síðan neitað að selja fleiri pásur. -FRI Viðtalið: „Stunda laxveiði af mikilli ástríðu" - segir Óli Þ. Guðbjartsson skólastjórí „Ég er búinn að starfa í sveitar- stjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 24 ár, en hætti því raunar um síðustu kosningar, en með því hugsaði ég mér alls ekki að hætta að starfa inn- an Sjáfstæðisflokksins vegna þess að grundvallarskoðanir mínar á stjómmálum hafa ekki breyst. Til- efni þess að ég tók sæti á lista Borgaraflokksins er það að mér fannst of langt gengið í afstöðu til eins manns og annað atriði er þetta tvöfalda siðgæði sem ég get ekki fellt mig við. Minn tilgangur er sá að taka þátt í að aðvara, og þá ekki bara forystu Sjálfstæðisflokksins heldur forystumenn allra stjóm- málaflokka á Islandi, við því að ganga þann veg til verks eins og gert var að þessu sinni,“ sagði Óli -Þ. Guðbjartsson, skólastjóri á Sel- fossi, en hann skipar fyrsta sætið á framboðslista Borgaraflokksins í Suðurlandskjördæmi við næstu kosningar. Óli skipaði til skamms tíma fimmta sætið á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi en féll frá því sæti til að setjast á lista Borgaraflokksins. Um það hvort Viðtalið Óli Þ. Guðbjartsson. ekki hefði verið erfið ákvörðun að hætta starfinu innan síns gamla stjómmálaflokks, sagði Óli að það hefði ekki verið. „Það sem ég er að gera núna er í raun ekki annað en að gegna kalli samviskunnar og þeg- ar svo er þá er ákvarðanatakan ekki erfið. Ég er búinn að vera kennari og skólastjóri í 32 ár, fyrst kennari í 15 ár en síðan skólastjóri hér frá árinu 1970. Ég hef unað hag mínum mjög vel hér og hef verið hér lengst af, ef frá er talið tveggja ára nám í Danmörku fyrir mörgum árum og síðan ársdvöl í Suðurríkjum Banda- ríkjanna fyrir nokkru, en þar var ég í endurmenntun," sagði Óli. - Áhugamál? „Mitt áhugamál er veiðiskapur. Ég stunda laxveiðar og silungsveið- ar af mikilli ástríðu, enda er mikið kjörlendi fyrir veiðimenn hér á Suð- urlandi og góð aðstaða til veiða. En í pólitík er mitt áhugamál raunvemleg valddreifing, dreifing valds frá ríkisvaldi til héraða, það tel ég vera mestu þjóðamauðsyn. Ég er ákaflega stoltur af árangri núverandi ríkisstjómar og þá eink- um í efnahagsmálum, en ég er jafn hnugginn yfir því hve lítið hefur verið gert í þessum efhum, en þau em undirrót hinnar óæskilegu byggðarröskunar undanfarin ár. Ef ég fæ einhveiju áorkað þá er ég að reyna að leggja mitt lóð á þessa vog- arskál," sagði Óli Þ. Guðbjartsson. -ój í dag mælir Dagfari Þegar neyðin er stærst Það ástand hefur smám saman verið að skapast í landinu að ríkis- starfsmenn hafa tekið við af ófag- lærðum verkamönnum sem mesti láglaunahópurinn. Að minnsta kosti hefur Dagsbrún og öðrum verka- lýðsfélögum ekki dottið í hug að boða verkföll nú um langan tíma en þess í stað setið á málskrafi með vin- um sínum vestur í Garðastræti og haft hljótt um sig. Einu sinni þótti það ekki beysið að vera á verslunar- mannataxta en nú hefur maður ekki heyrt hósta né stunu frá verslunar- mannafélögum, frekar en þau séu ekki til. Astandið er meira að segja orðið þannig að forseti Alþýðusam- bands íslands hefur gefið kost á sér til framboðs og ferðast nú um vinnu- staði til að réttlæta launamálastefhu Alþýðusambandsins og ríkisstjóm- arinnar, sem er eitt og hið sama. Öðruvísi mér áður brá. Ríkisstarfsmenn, svo sem kennar- ar, veðurfræðingar, náttúrufræðing- ar, hjúkrunarstéttimar og raunar allir sem nöfhum tjáir að nefna, hafa að undanfömu sagt hingað og ekki lengra. Þeir segjast ekki nenna leng- ur að vinna fyrir þau lúsarlaun, sem ríkið býður þeim og hafa gengið út. Kennarar sögðu að vísu ekki upp, en lögðu niður vinnu. Sjúkraliðar gengu hins vegar lengra og sögðu störfum sínum lausum, þannig að spítalamir vom um það bil að tæm- ast, bæði af sjúkraliðum og sjúkling- um. Ragnhildi heilbrigðisráðherra datt þá það snjallræði í hug að sjúkralið- ana, sem misstu þannig vinnu sína fyrir það að segja upp, mætti ráða aftur sem lausráðna starfsmenn. Væntanlega þá upp á sömu kjör og þeir vom að hafha með uppsögnum sínum. Ekki fara sögur af viðbrögð- um sjúkraliða við þessu rausnarlega tilboði ráðherrans enda ekki víst að þessi frumlega aðferð við lausn kjaradeilu hafi áður séð dagsins ljós og þess vegna komið sjúkraliðunum i opna skjöldu. Það er ekki á hveij- um degi sem vinnuveitandi býður starfsmanni, sem segir upp vegna launakjara, að taka hann aftur í vinnu upp á sömu kjör í lausa- mennsku. En það er ekki heldur á hveijum degi, sem við eignumst ráð- herra, sem hafa slíkan skilning á kjaradeilum. Nú var það að vísu þannig, að spítalamir gátu sent tugi, ef ekki hundmð sjúklinga heim til síii og má af því ráða að inni á sjúkrahús- unum liggi íjöldinn allur af fólki sem þangað hefur ekkert að gera. Spítal- amir em troðfullir af fólki sem getur náð heilsu sinni með því að liggja heima, ef það er þá heilsulaust á annað borð. Vaknar reyndar sú spuming hvort heilbrigðiskerfið sé ekki komið á það stig að það sé fyrst og fremst að annast heilbrigða sjúkl- inga úr því sjúklingar ná góðum bata jafhskjótt og enginn er til að hjúkra því á spítulunum. Eða þá hitt, að þeir sjúklingamir, sem á annað borð em lasnir, fái að deyja í friði án þess að sérmenntað fólk sé að hamast í halda í þeim líftó- mnni. Hvað um það, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Stóra neyðin var auðvitað sú að þjóðin var smám saman að átta sig á að þjóðfélagið gæti að mestu leyti komist af án allr- ar þeirrar heilsugæslu, sem við höfum verið að koma okkur upp, ekki fyrir sjúklingana heldur fyrir heilsugæslustéttimar, sem þurfa að fá starf í samræmi við menntun sína. Spítalamir em sem sagt fyrir fólkið sem vinnur þar en ekki sjúklingana sem liggja þar. Þetta var landslýður sem sagt að uppgötva þegar Þor- steinn Pálsson kom spítalafólkinu til hjálpar og samþykkti að ganga að öllum kröfum. Þorsteinn hefur verið að kljást við sinn eigin sjúkling að undanfömu. Albert hefiir verið að gera honum lífið leitt og var búinn að segja upp vistinni í flokknum. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins undir forystu Þorsteins er komið niður undir þijátíu pró- ' sent. Nóg var nú fyrir Þorstein að missa atkvæðin hjá sjúklingum sem ganga lausir þótt ekki bættust hinir við sem legið hafa upp á spítulunum. Þannig hefur uppákoman með Al- bert leitt það af sér að sjúkraliðar fá nú viðunandi launahækkun sem er liður í því að bæta heilsuna hjá Sjálfstæðisflokknum. Segið svo að Albertsupphlaupið komi að engu gagni! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.