Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Utlönd Krókódilar hafa drepið átta manns í Astralíu á rúmu ári. Krókódílar hafia orðið átta manns að bana Krókódíll réðst síðastliðinn sunnu- dag á bandaríska tískusýningar- stúlku, Ginger Fay Meadows, í Prince Regent ánni í norðvestur- hluta Ástralíu. Dró krókódíllinn stúlkuna með sér út í ána og varð henni þar að bana. Meadows er átt- unda manneskjan sem krókódílar verða að bana í Ástralíu á undan- förnum fimmtán ríiánuðum. Krókódílar eru fríðaðir í Ástralíu enda taldir í útrýmingarhættu. Eftir að leitarmenn fundu lík bandarísku stúlkunnar í Prince Reg- ent ánni síðastliðinn miðvikudag gerði annar krókódíll atlögu að plastpokanum sem líkið var í og reyndi að ná því. Var hann fældur frá með skothríð. Upphlaup á Bandaríkjaþingi Ólafur Amarsan, DV, New York: Öldungadeild Bandaríkjaþings mis- tókst í gær með minnsta mögulega mun að fella úr gildi þá ákvörðun Reagans forseta að beita neitunarvaldi gegn vegaáætlun sem þingið hafði áður samþykkt. Fulltrúadeildin sam- þykkti hins vegar á þriðjudag með yfirgnæfandi meirihluta að ganga þvert gegn vilja forsetans. Það þurfti sextíu og sjö atkvæði eða tvo þriðju hluta til að fella ákvörðun Reagans úr gildi. Svo virtist sem at- kvæði myndu falla sextíu og sex á móti þrjátíu og fjórum þegar Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, venti sínu kvæði í kross og gekk í lið með forsetanum þannig að lokatölur urðu sextíu og fimm á móti þrjátíu og fimm. Ástæða þessa upphlaups hjá Byrd var sú að þingsköp hér vestra kveða á um að hver sá þingmaður sem greið- ir atkvæði tillögu sem er samþykkt geti krafist nýrrar atkvæðagreiðslu um málið sem og Byrd gerði. Þá gerðist einstætt atvik. Terry Sal- ford, demókrati frá Norður-Karólínu og busi á þingi, var eini demókratinn sem stutt hafði forsetann. Lýsti hann því yfir að hann hefði skipt um skoðun og því var Ijóst að andstæðingar for- setans voru komnir með tilskilinn meirihluta. Robert Dole, leiðtogi demókrata í deildinni, tókst þá að fá atkvæðagreiðslunni frestað til morg- uns. I gærkvöldi var þvi allt í uppnámi í herbúðum repúblikana sem reyndu að fá einhvem þeirra þrettán repúblikana sem greitt höfðu atkvæði gegn Reagan til að skipta um skoðun en slíkt gæti reynst hægara sagt en gert. Ráðamenn í Hvíta húsinu leggja gíf- urlega áherslu á að forsetinn fái vilja sínum framgengt í þessu máli og er litið á þetta mál sem prófstein á það hvort Reagan nær sínum fyrri töfra- tökum á þinginu. I morgun var enn allt á huldu með endalokin í þessu máli. Hvað veK Nancy? Á meðfylgjandi mynd sjáum víð Ronald Reagan þakka söngkonunni Dionne Warwick fyrir söng sinn í veislu sem haldin var til heiðurs Chirac, forsætisráðherra Frakklands, í Washington í gær. Nancy forsetafrú brosir breitt meðan forsetinn lætur vel að söngkonunni og óneitanlega vaknar sú spuming hvað Nancy veit sem fær hana til að hlæja þegar Ronnie kyssir aðrar kon- ur. Jose Cokaiko, sem særöur var til ólifis í skotbardaga í réttarsalnum í belgíska bænum Liege i gær. Myndin er úr safni belgísku lög- reglunnar. Blóðugur skot- bardagi í réttarsalnum Tveir menn vom drepnir og kona ein særðist í blóðugum bardaga sem braust út í réttarsal í bænum Liege í A-Belgíu í gær. Þar hafði staðið yfir dómþing í máli þriggja manna sem ákærðir höfðu verið fyrir rán. Höfðu þeir beðið um leyfi til þess að fara á snyrtiherbergið en verið synjað þeg- ar vinkona eins þeirra sem setið hafði á áhorfendabekkjum brá skyndilega á loft handsprengju. Einn sakbominga, Jose Cokaiko að nafrii, lagði þá hendur á lögreglu- mann einn í rettarsalnum og þá gripu aðrir verðir til skotvopna sinna. í kúlnahríðinni særðist Coka- iko og annar maður til ólífis en slík var ringulreiðin að eftir á gerðu menn sér naumast almennilega grein fyrir hvemig atburðarásin hefði ver- ið. Dómarar, réttarverðir og áhorf- endur höfðu fleygt sér flötum á gólfið til þess að forða sér undan kúlna- hríðinni. Um 20 manns vom í réttarsalnum. Sakbomingunum þrem var af lög- reglunni lýst sem stórhættulegum sakamönnum en þeir vom þama til þess að svara til saka fyrir fjölda rána og í einu þeirra höfðu þeir tek- ið gísla í undankomutilraunum þeirra. - Raunar var fjórði maðurinn ákærður með þessum og átti að dæma hann, þótt fjarverandi væri, en hann hafði sloppið úr fangelsi á meðan beðið var málaferlanna. Sá er kallaður Litli-Robert og hefúr áður strokið úr fangelsum lögregl- unnar á löngum afbrotaferli sínum. Leikur hann lausum hala enn. Sovét- menn 282 milljónir íbúum Sovétríkjanna fjölgaði um eitt prósent árið 1986 og vom þeir um áramót samtals 281,7 millj- ónir talsins, að því er sovéska fréttastofan Tass hermir. I fréttinni var einnig greint frá því að 186 milljónir íbúanna byggju í borgum og 95,7 milljónir byggju á landsbyggðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.