Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 9 Útlönd Aushimkfsmenn streymaíeyðnipróf „Brauð, vinnu, réttlæti, frelsi!“ - hrópaði mannsafnaður sem grýtti hjálmvarða lögreglumenn fyrir utan dómkirkjuna í Santiago í Chile í gær en inni var páfmn í viðræðum við kirkjunnar menn í Chile. En lögreglan beitti vatnskanónum til þess að dreifa mannsafnaðinum og síðan kylfum svo harkalega að nokkrir meiddust úr hópi mótmæl- enda. Aðeins 50 metra frá sat páfinn inni í dómkirkjunni á öðrum degi heimsóknar sinnar. - Á fyrsta degi hafði hann látið þau orð falla að herforingjastjórn Chile væri einræð- isstjórn. Róstur þessar urðu upp úr því að fólk hafði safnast á aðalgötur höfuð- bogarinnar til þess að fagna páfanum en ýmsir andstæðingar stjórnarinnar notuðu tækifærið í leiðinni til þess að viðra kröfur alþýðunnar og mót- mæli við skertum mannréttindum í Chile sem hefur búið við herforingja- stjómir síðan stjórn Allende var bylt fyrir þrettán árum. Meðal þelrra, sem tóku á móti Jóhannesi Páli II. páfa við komuna til Sant- iago, var Augusto Pinochet forseti sem hér sést (t.h.) heilsa hans heilagleika og bjóða velkominn. Simamynd Reuter Lögreglan i Santiago, höfuðborg Chile, notar gjarnan vatnskanónur til þess að dreifa mannsafnaði og bæla niður óeirðir og í gær voru það erlendir blaðamenn sem fengu bað þegar lögreglu og mótmælendum lenti saman skammt frá dómkirkjunni. Margir erlendir blaðamenn eru í Chile þessa dagana vegna heimsóknar páfans sem raunar var þegar þessi mynd var tekin aðeins húsalengju í burtu á fundi með kirkjunnar mönnum. Símamynd Reuter Páfinn í viðræðum en Chilebúar í mótmælum Sncerri Vatoon, DV, Vfa Óttinn við eyðniveiruna eykst nú stöðugt og á það við hér í Aust- urríki eins og annars staðar. Þar sem ekki þykir fúllsannað að sjúk- dómurinn smitist eingöngu við samfarir og blóðgjöf hafa margir látið eyðniprófa sig til öryggis. Hér í Austurríki hefur þegar um ein milljón manna verið eyðnipróf- uð. Mar landsins eru samtals sex milljónir. Það skal tekið fram að í þessari tö)u er reiknaðir með all- ir blóðgjafar síðustu mánaða, þeir sem rannsakaðir hafa verið á siúkrahúsum og einnig þeir sem vinnu sinnar vegna hafa verið pró- faðir. Hafa sextán hundruð reynst já- kvæðir en sextíu og átta hafa þegar veiksi Af þeim eru sex konur. Alls hafa fjörutíu manns látist úr eyðni i Austurríki. Mikið verð- hrun í Wall Street Ólafiir Amaisan, DV, New Yoite Verðfall á Bandaríkjadollar hefur komið af stað miklu verðhruni á verðbréfamarkaðnum í New York. Verðfall dollarans stafar af því að á föstudag tilkynntu bandarísk stjómvöld um viðskiptahöft gegn Japan. í kjölfar þess jukust kaup á japönsku yeni og mikið magn af bandan'skum dollurum var selt á gjaldeyrismörkuðum. Veldur það því að bandarísk ríkis- skuldabréf og verðbréf almennt höfða ekki eins mikið til japanskra peningamanna og áður. Afleiðing þess er sú að vextir í Bandaríkjunum verða að hækka til þess að banda- rískir fjárfestingarmöguleikar verði aðlaðandi á nýjan leik fyrir kaup- sýslumenn. Það veldur síðan lækkun á verðbréfamarkaði því hærri vextir minnka hagnað fyrirtækja og auka á verðbólgu. Afleiðing alls þessa er sú að fjár- festingaraðilar forðast kaup á verðbréfúm. Verðhrunið á Wall Street var það þriðja mesta i sög- unni ef miðað er við um hve mörg stig Dow Jones vísitalan féll en það vom samtals 57 stig. í prósentum talið féll Dow Jones vísitalan um 2,46 prósentustig sem er töluvert verðhrun en þó ekkert í líkingu við verðfallið sem varð í október 1929 og kom af stað heims- kreppunni miklu. Dollarinn hefúr fallið jafnt og þétt undanfarin tvö ár með vilja og vit- und Reaganstjómarinnar sem hefur þannig viljað bæta samkeppnisað- stöðu bandarískra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Nú óttast menn hins vegar að fall dollarans geti orð- ið svo mikið að neikvæð áhrif vegi á móti jákvæðum. Ýmsir sérfræðing- ar hér vestra telja það mikil mistök hjá Bandaríkjamönnum að beita haftastefnu gegn Japönum, jafnvel þótt víst. sé að Japanir undirbjóði bandaríska framleiðendur með því að selja niðurgreiddar vörur í Bandaríkjunum. Viðhaldið fegurð og heilsu og haldið hrukkunum í skefjum með tæki sem byggir á nálarstunguaðferðinni Tækið sameinar nýjustu rafrækni og hina hefðbundnu kinversku nálarstunguaðferð. Það finnur og kemur á jafnvægi i taugamið- stöðvum með þvi að senda frá sér titring með lágri tiðni. Á þennan hátt örvast blóðrás og frumur. Tækið vinnur gegn og dregur úr hrukkum og endurheimtir sveigjanleika og lif andlitshúðarinnar. Það stuðlar að betri verkan hvers konar andlitskrems. Þar sem tækið bæði örvar og stuðlar að jafnvægi taugamið- stöðva og blóðstreymis verkar það einnig gegn bólum, króniskri bólgu o.þ.h. i andliti. Sendum nánari upplýsingar i pósti þér að kostnaðarlausu Sendum í póstkröfu. MARBALD Póstbox 859 - simi 73711 121 Reykajvik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.