Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. APRtL 1987. 15 Jafhrétti til náms Eitt af grundvallaratriðum al- merrnra mannréttinda er réttur hvers og eins til menntunar og skólagöngu. Fyrir nokkrum árum voru sett hér á landi lög um grunn- 'skóla sem ætlað var að tryggja þennan rétt: ÖU böm skulu hafa sama rétt til náms. Hefur þetta tekist? Nei, enn eigum við langt í land með það að böm okkar búi við raun- vemlegt jafnrétti til náms og þá í samræmi við getu hvers og eins. Klúverandi ríkisstjóm 'Framsóknar og íhalds hefur skorið niður framlög til fræðslumála á sama hátt og fram- lög til annarra samfélagslegra verkefna. Hver er staðan? Samkvæmt könnun á vegum menntamálaráðuneytisins liggur fyrir að 300-400 sérkennara vantar til að hægt sé að sinna nauðsynlegri sérkennslu með þar til menntuðu starfsfólki. Á hverjum bitnar þetta helst? Ekki þarf að efast um gildi þess að fötluð böm eigi kost á sérhæfðri kennslu og þjálfun eftir getu hvers og eins. Það em sjálfsögð mannrétt- indi. Þessa staðreynd hafa núver- andi stjómarflokkar látið sem vind um eyru þjóta. Einstaka fulltrúar þeirra hafa jafnvel afgreitt málið með því að gefa í skyn að það séu „óeðlilega" margir sem þurfi á sér- kennslu að halda í einstaka kjör- dæmum! Hugarfarsbreytingar er þörf var kjörorðið á kosningavöku fatlaðra á Hótel Sögu 22. mars sl. Vissulega orð í tíma töluð. Til þess að búa við raunvemlegt jafnrétti til náms þarf að sjá til þess að skólar þessa lands séu búnir góð- um kennslutækjum en þar er misbrestur á. KjaUaiinn Margrét Frímannsdóttir oddviti Stokkseyrarhrepps I flestum sveitarfélögum hafa verið reist skólahús, sum hver virkilega myndarlegar byggingar. Umgjörðin er sem sé í lagi. En úti á lands- byggðinni em þessir skólar í flestum tilvikum afar illa búnir kennslu- tækjum. Kennslukvóta vantar, oft vegna þess að böm em fá í bekkjar- deildum. Aðstaða til sérkennslu er lítil og léleg, ef þá nokkur. Af þessu sést að aðbúnaður til kennslu úti á landsbyggðinni er allur annar en á höfuðborgarsvæðinu þar sem þessi atriði öll em í nokkuð góðu lagi. Launamál kennara hafa verið í brennidepli sl. fjögur ár. Kennarar em láglaunastétt og fjarri því að störf þeirra séu metin að verðleikum. Núverandi ríkisstjóm hefur með orðum sínum og athöfnum gert það að verkum að menntaðir kennarar leita sér nú í auknum mæli vinnu við önnur störf en kennslu. Þessu þarf að breyta. Búa þarf bömum okkar trygga aðstöðu til starfs og náms í grunnskólum landsins í um- sjón sérmenntaðs fólks. Gmnnskól- inn veitir undirstöðumenntun. Við byggjum á undirstöðunni, hún verð- ur að vera góð. Eitt atriði enn skulum við skoða. Hafa menn hugsað um hvað það þýðir í raun ef framlög ríkisins til skólareksturs verða skorin niður eins og núverandi stjómarflokkar hafa í huga að gera? Hvað þýðir það fyrir dreifbýlishreppana, þar sem skólaakstur er með stærstu útgj alda- liðum sveitarfélagsins? Hvert skyldi vera mat núverandi stjómarflokka á rétti þeirra bama sem í þessum dreif- býlishreppum búa? Hvað er til ráða? Kosningamar 25. apríl verða upp- gjör fólksins í landinu við steíhu flokkanna. Alþýðubandalagið legg- ur áherslu á, - að lögum um grunnskóla verði framfylgt, „Til þess að búa við raunverulegt jafn- rétti til náms þarf að sjá til þess að skólar þessa lands séu búnir góðum kennslutækjum en þar er misbrestur á.“ - að öll böm búi við raunvemlegt jafnrétti til náms i samræmi við þarf- ir og getu hvers og eins, - að öllum bömum verði í skólum tryggð þroskandi aðstaða til starfs og náms í umsjón sérmenntaðs fólks. Búum bömum okkar réttlátt þjóð- félag! Margrét Frímannsdóttir. Skipar 1. sæti G-listans í Suðurlandskjör- dæmi. Fallegu orðin duga lítt Oft undanfarið hef ég verið spurð; Af hverju ætlið þið að bjóða fram aftur? Emð þið ekki búnar að ná fram því sem þið ætluðuð ykkur - að vekja athygli á konum og sýna að þið getið. Þið ætluðuð að benda á að konur væm í miklum minni- hluta en gætu fullt eins vel og karlar. Núna spillið þið bara fyrir öðrum konum, komið í veg fyrir að konur í öðrum framboðum komist að. Kvennalistinn var að hluta til stofnaður vegna þessa - af því að okkur ofbauð. Konur em ekki fá- mennur minnihlutahópur á íslandi þó stundum hafi slíkt hvarflað að okkur - við máttum jú sjást en tæp- lega í okkur heyrast. Og það er mergurinn málsins . Okkur kvennalistakonum fannst og finnst enn að málflutningur kvenna - það er sú hugmyndafræði og það manngildi sem við leggjum áherslu á - fái lítt að njóta sín. Þess vegna höldum við áfram og munum halda áfram þangað til þær hugmyndir, sem byggja á að bömin séu undirstaða framtíðar og því þurfi að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að þau komi sem best búin til fullorðinsára, komast í fram- kvæmd. Hver króna sem við spörum þar getur seinna orðið okkur dýr, bæði í mannlegum og efnalegum skilningi. Fjálglegttal Konur í dag eru lakar settar en karlar. Þeirra bíður oft annað hlut- skipti í lífinu, hlutskipti sem ætti að vera jafhrétthátt og hlutskipti karla - en er það ekki. Því viljum við breyta. Við viljum ekki gera konur að körlum né heldur teljum við að við ættum allar sem ein að berjast til að verða eins og karlar. Við vilj- um nefiiilega alls ekki að kynin séu alveg eins. Við kunnum ágætlega Kjallaiirm hvem tímann að því að við getum sagt: Markinu er náð - viðhorf karla og kvenna em jafnrétthá við stjóm landsins sem og á öðrum vettvangi. Steingrímur spillir fyrir Ólafi En svo ég svari þeirri spumingu sem ég varpaði fram í upphafi; En spillið þið ekki fyrir konum í öðrum flokkum? Við spillum ekkert frekar fyrir konum heldur en körlum. Með sams konar rökfræði má segja að Stein- grímur spilli fyrir Ólafi Ragnari. Fleira pólitík en efnahagsmál Við höfum aðra forgangsröð, aðrar áherslur og oft á tíðum allt önnur baráttumál. Og þessum málum viljum við koma í höfii. Af hverju berjumst við ekki fyrir okkar málum innan þeirra flokka sem fyrir em? Af því að þeir svara Þórunn Friðriksdóttir kennari að meta mismun kynjanna en við viljum að störf kynjanna séu metin að verðleikum - þar teljum við miklu ábótavant. Hin dæmigerðu kvenna- störf hafa lítt verið metin til launa eða virðingar. Það má tala fjálglega um þau á hátíðarstundum og i minn- ingargreinum en þegar til alvörunn- ar kemur, eins og t.d. við samningaborðið, duga fallegu orðin lítt. Nýlega voru birtar tölur um að konur væru rúmlega hálfdrættingar á við karla í launum og í sjónvarps- fréttum var talað um að sá munur ætti fyrst og fremst rætur að rekja til þess að konur væru upp til hópa í láglaunastörfum, bamagæslu, heilsugæslu og kennslu. Það er einmitt mat á hefðbundnum kvennastörfum sem við viljum breyta. Af hveiju er það merkilegra að meðhöndla peninga en böm? Á meðan þessi sjónarmið em ríkj- andi teljum við að okkar sé full þörf. Ef til vill og vonandi kemur ein- „Það er einmitt mat á hefðbundnum kvennastörfum sem við viljum breyta. Af hverju er það merkilegra að með- höndla peninga en börn?“ ekki þeim spumingum sem við leit- um svara við. Af hverju er reynsla og menning kvenna lítils metin nema i minning- argreinum? Af hveiju em hefðbundin störf kvenna eingöngu metin á hátíðar- stundum - ekki við samningaborðið? Af hveiju er alltaf svarað að konur fáist lítt til starfa í pólitík? Okkar reynsla sýnir annað. Við viljum vinna að pólitík og við teljum að fleira sé pólitík en efria- hagsmál þó þau séu vissulega mikilvæg. I raun er allt tal kvenna yfir kaffibolla í eldhúsinu pólitík og tengist því samfélagi sem við búum í og hvemig við teljum því best borg- ið. Þórunn Friðriksdóttir, kennari. Höfundur skipar 5. sæti á lista Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi. „Við splllum ekkert frekar fyrir konum heldur en körfum. Með sams konar rökfrœði má segja að Steingrfm- ur spilli fyrir Ólafi Ragnari."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.