Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 40
Færð og flug í morgun: Vonskuveður og ófærð norðan heiða Vonskuveður var norðan heiða í uorgun samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá vegaeftirliti og einnig var jfært fyrir flug til Akureyrar, Sauðár- króks og Ísafjíirðar vegna veðurs. Svartabylur var á Holtavörðuheiði i morgun og allt ófært og var svo norð- ur úr en ekki var vegaeftirliti kunnugt um færð á Snæfellsnesi, í Dölum eða í Austfjörðum. Hellisheiði var fær í norgun en þar var skafrenningur og salið var fært austur með ströndinni jg til Homafjarðar. Þá var fært um Hvalfjörð og upp í Borgarfjörð. , Þá var talið fært um Þingeyjarsýslur og frá Húsavík og austur til Þórs- íafnar en allt var koiófært á Vest- ýörðum. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýs- ingar í morgun að ófært væri til lsafjarðar, Akureyrar og Sauðárkróks, sn ekki var vitað hvemig færi með flug til Egilsstaða. Eini staðurinn sem fært var til í morgun var Vestmanna- eyjar. -ój Ávallt feti framar 68-50-60 sO'0lLAStð ÞRÖSTUR SÍDUMÚLA 10 Snjóflóð við Súðavík Snjóflóð féll á veginn skammt utan við Súðavík í gær og er vegurinn þar lokaður af þeim sökum. Ekki er vitað hvenær hann verður ruddur því mjög dæmt veður er nú á þessum slóðum, blindbylur sem þó hefúr dregið aðeins úr í morgun. Veður var mjög slæmt á Vestfjörðum í gær. Lögreglan á ísafirði leitaði að bíl frá kaupfélaginu sem farið hafði í átt til Súðavíkur en ekki komið fram á réttum tíma. Voru menn sendir á móti lögreglunni, á snjósleðum, frá Súðavík og fundu þeir kaupfélagsbil- inn og annan bíl fasta í ófærð á veginum. Var fólkið úr þeim báðum fiutt til Súðavíkur. í veðurofsanum í gær var Hjálpar- sveit skáta kölluð út þar sem þak- plötur fuku af hlöðunni á Seljalands- búinu í Skutulsfirði og stóðu hjálparsveitarmenn í ströngu við að negla þær plötur betur niður sem ekki höfðu fokið. -FRI LOKI Dýr verður Þorsteinn allur! Mælsk- astir í Haga- skóla Kristján Eldjám, alnafiú og sonar- sonur fyrrverandi forseta landsins, var kjörinn mælskastur grunnskólanema í Reykjavík. Hann var í sveit Haga- skóla sem sigraði í mælskukeppni íþrótta- og tómstundaráðs borgarinn- ar í gærkvöldi. Sveit Austurbæjarskóla, skipuð þremur stúlkum og einum pilti, keppti til 'irslita við sveit Hagaskóla, sem talaði með því að innflutningur á tó- baki yrði bannaður. Sigursveitina skipuðu fjórir piltar; Pétur Snæland liðsstjóri, Orri Hauks- son, Kristján Eldjám og Daníel Freyr Jónsson. -KMU t t i Samningamálin: „Við erum í tímaþröng u „Því miður gengur þetta allt saman heldur hægt og má segja að við séum í tímaþröng því að 3ja daga fresturinn sem við fengum til að ganga frá samn- ingum rennur út annað kvöld. Ég vona samt að þetta takist og það verður að takast," sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofhana, um stöðuna í samninga- málum félagsins og ríkisins. -S.dór litið miðaði á löngum fundi Samningafúndur í kjaradeilu nátt- úrufræðinga stóð langt fram á nótt en lítið miðaði í samkomulagsátt. Ólafur Karval Pálsson fiskifræðingur, sem sæti á í samninganefnd náttúrufræð- inga, sagði í morgun að tilboðsdrög hefðu komið frá ríkinu í gær og væri það í fyrsta sinn síðan deilan hófst að fulltrúar ríkisins nálgast eitthvað kröfúr náttúufræðinga. Ólafúr sagðist ekki vera mjög bjart- sýnn á lausn deilunnar alveg á næstunni nema nýtt tilboð kæi frá rík- inu en nýr samningafúndur hefúr verið boðaður í deilunni í dag klukkan 16. Talið er að kjaradeila háskóla- menntaðs hjúkrunarfólks og sjúkra- þjálfa muni óbeint hanga saman við lausn á deilu náttúrufræðinga. -S.dór t t t t t t t t t t * Sveit Hagaskóla fagnar sigri í mælskukeppninni i gærkvöldi. Sá Ijóshærði, Kristján Eldjám, var kjörinn mælskastur. DV-mynd KAE FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Hrakfarir á heiðinni í 19 tíma Jín G. Haulossen, DV. AfojreyrÉ „Henni varð ekki svo kalt. Hún gat lagst fyrir i bílnum en að gálfsögðu líkaði henni vistin illa,“ sagði Sigríð- ur Sigfúsdóttir, bóndakona á Héraði og móðir Þorbjargar Jónu Gutt- ormsdóttur, 18 ára stulku, sem raátti hírast í 19 klukkustundir í flutninga- bíl á Öxnadalsheiði i iðulausri stórhríð. Stúlkan fór frá Akureyri á þriðju- dag ásamt tveim félögum aínum. Fóru þau á bil annars félagans. Þeg- ar kom upp á öxnadalsheiði reyndist hún ófær. Skildu þau bílinn þvi eftir og fóru yfir í flutningabilinn. Skömmu siðar var öllum bflum á heiðinni snúið við. Þá gerðist hið ótrúlega, stúlkan gleymdist og varð eftir í flutningabílnum. Þar hafðist hún við í 19 klukkustundir, eða frá því kl. 18 á þriðjudag til kl. 13.30 í gær, þegar menn frá Rarik á Sauðár- króki komu að henni fyrir utan bflinn þar sem hún atóð í snjókófinu. Ef Reykjavíkurborg tekur upp tilboð fjármálaráðhetra: Kostar boigina sex hundruð milljónir - 220 milljónum meira en borgin samdi um upphaflega Hjá Reykjavíkurborg hefur það árum en tilboð gármálaráðherra nú 600 milljóna króna hækkun launa- verið reiknað út að kosta myndi 600 mun þýða um 23,7% hækkun. í kostnaðarhjáborginniogfyrirtækj- milljónir króna á þessu ári fyrir rauninni er munurinn talsvert meiri um hennar svarar til um 18% borgarsjóð og borgarfyrirtæki að þar sem ráðherratilboðið núðast við hækkunar á þeim úfgjaldalið á þessu ganga til sams konar samninga og miklu meiri upphafshækkanir. ári. Það er um það bil 7% meiri fjármálaráðherra hefur boðið Starfs- Þungi samninganna kemur því hækkun á launakoatnaði en fólst i mannafélagi rfkisstofiiana. Það er mjög flótt fram, um helmingurinn fefldu borgarsamningunum. Hækk- 220 milljónum króna meira en fólst strax og viðbót upp í tvo þriðju af unin er þar með komin verulega í borgarsamningunum sem felldir heildarhækkuninni á þeesu árL 1 umfram þau markmið sem sett voru voru. borgarsamningunum var mun lægri um hjöðnun veröbólgu niður undir Borgarsamningamir snerust um upphafehækkun og hækkununum eða niður fyrir 10% á þessu ári. 20,6% meðalhækkun launa á tveim síðan jafnað á bæði samningsárin. -HERB Hafir þú óbendingu eöa vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sinni 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.