Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Drepið á stefnu Þjóðarflokksins Það eru ábyggilega margir sem velta því íyrir sér þessa dagana hvað við höfum að gera við alla þessa flokka á þessu litla landi, dreifir þetta ekki bara atkvæðum og veldur enn meiri sundrung en orðin er? Þessi hugsun hefur fullan rétt á sér og betra væri ef um færri og sterkari flokka væri að ræða. En ég veit að fólk er þegar búið að gera sér ljóst hvemig ástandið er með gömlu flokkana, þeir eru frosnir í þessu gamla kerfi og það, veit ég líka að ef ekki verður spom- að við fótum þá heldur keðjuvirknin áfram niður á við og við erum ekki búin að sjá fyrir þau endalok. Við skulum láta karp, eins og hvort herinn eigi að vera eða ekki vera, liggja milli hluta en einbeita okkur að því sem snýr að því að stjórna landinu okkar. Maður gæti ímyndað sér að fólk hugsi, til hvers ætti ég svo sem að vera að eyða atkvæði mínu á þennan nýja flokk, svo verður ekki neitt úr neinu eftir kosningar? Það að hafa atkvæðisrétt er dýr- mæt eign og það mikils virði fyrir okkur að lifa í frjálsu landi þar sem skoðanir manna fá að njóta sín. En atkvæðisréttinn eigum við að nota til að kjósa yfir okkur það líf sem við viljum lifa en ekki hugsa sem svo - ég get hvort eð er engu breytt eða hvað munar um mitt atkvæði. Það er rangt að hugsa svona og með þessum hugsunarhætti verður engu breytt í okkar þjóðfélagi og þótt stutt sé til kosninga og margir búnir að gera upp hug sinn þá em enn fleiri sem em óánægðir og þreyttir á loforðum gömlu flokkanna sem sjaldan verða að vemleika. Islendingar em nú einu sinni þannig að þeir em vel menntaðir og þeir hafa skoðanir á hlutunum og vilja ekki láta kveða skoðanir sínar niður, það er því mergurinn málsins. Hvernig er Þjóðarflokkurinn samsettur? Þjóðarflokkurinn samanstendur af fólki úr öllum flokkum, með mis- munandi skoðanir á ýmsum málum og mismunandi tekjur, sumir hafa starfað innan pólitískra flokka, aðrir hafa aldrei nálægt pólitík komið. Þjóðarflokkurinn er stofnaður á skoðanagmndvelli Samtaka um jafnrétti milli landshluta en þau KjaHaiinn Ragnar Eðvaldsson bakari Keflavík samtök vom stofnuð fyrir norðan í febrúar 1983. Stefnan Jafnrétti landshlutanna. Mál málanna hjá Þjóðarflokknum er jafhrétti milli landshlutanna og því ætlum við að ná með því að gera hvert kjördæmi að sjálfstæðu fylki með ábyrgri stjóm heimamanna og þar með minnka ríkisumsvif. Sveitarstjómimar kjósi sér fylkis- stjóm eða samband og fylkisstjómin stjómi öllum málum kjördæmisins svo sem: Húsnæðismálum, þ.e. Húsnæðis- stofhun verði lögð niður og bankar og sparisjóðir svæðisins fái það fiár- magn sem Húsnæðisstofnun hefur í dag og þeir sjái um úthlutun lána samkv. lögum frá Alþingi. Við beit- um okkur fyrir lækkun byggingar- kostnaðar og hærri prósentu af heildarkostnaði. Menntamálum, þ.e. fylkisstjómin reki og stjómi skólum á gnmn- og framhaldsskólastiginu, svo og bygg- ingarframkvæmdum þar að lútandi. Æðra skólastig tilheyri þó ráðuneyti menntamála. Orkumálum, þ.e. Rafmagnsveitur ríkisins verði lagðar niður og dreifi- kerfi rafveitna verði rekið af lands- hlutunum. Bygging og rekstur orkuvera verði í höndum sveitarfé- laga, landshluta eða i hlutafélags- formi. Samgöngumálum, þ.e. fylkisstjórn- in annist mótun og framkvæmd vegamála, hafharmála og flugvalla (svo ekki þurfi lengur að biðja um leyfi frá Vegagerð ríkisins til að ryðja snjó af vegum landsins ef skap- aranum dettur i hug að láta snjóa á öðrum dögum en þriðjudögum og fimmtudögum en það eru ruðnings- dagar viða í dag). Fjármál, þ.e. fjármálakerfinu verði breytt. Sveitarstjómir og landshlut- ar sjái um innheimtu skatta, bæði beinna og óbeinna, en ríkið fái greidda ákveðna prósentu af tekjum hvers landshluta. Ríkisbankamir verði lagðir niður en á grunni þeirra stofnaðir landshlutabankar er lúti stjóm viðkomandi fylkis og stjómi verði gjaldeyris. Seðlabanki sér um seðlaprentun eins og honum var ætlað í upphafi. Auðlindaskattar verði lagðir á hinar ýmsu auðlindir landsins og skal þeim varið til uppbyggingar á atvinnuvegum og byggðum lands- hlutans. Heilbrigðis- og tryggingarmál. Framkvæmd laga verði færð undir landshluta og sveitarstjómir. Lands- hlutar sjái um rekstur og tekjuöflun til rekstrar sjúkrahúsa, elliheimila og tryggingastofnunar. Sveitar- stjómir reki heilsugæslustöðvar og dagheimili. Tryggingakerfið verði gert virkara. Launþegum trygginga- stofnunar tryggð sama aðstaða hvar á landinu sem þeir búa og laun þeirra samræmd og aldrei lægri en lágmarkslaun. Lífeyrissjóðakerfið verði endur- skoðað og stefnt að einföldun og fækkun sjóða, stjóm þess fjármagns haldist í fylkjunum. Efla ber vamir og markvissa fræðslu gegn ávana- og fíkniefnum. Sjávarútvegsmál. Löggjöf verði sett um nýtingu auðlinda hafsins. Landshlutamir hafi samráð og ann- ist stjómun á aflamagni og kvóta. Stefnt skal að fullvinnslu sjávaraf- urða innanlands. Landbúnaðarmál. Stefht að nýt- ingu landgæða á íslandi þannig að þjóðin brauðfæði sig á sem flestum sviðum. Gerð verði ný landnýting- aráætlun og unnið að skipulegri uppbyggingu landsins á grunni hefð- bundinna og nýrra búgreina þar sem saman fari nýting landgæða og land- vemd. Iðnaður og verslun. Alþingi setji lög um iðnrekstur í landinu. Iðn- rekstur verði fyrst og fremst i höndum einstaklinga og félagasam- taka. Fullvinnsla úr innlendu hráefhi sitji í fyrirrúmi og unnið markvisst að nýþróun og markaðs- setningu utanlands sem innan. Einokun á útflutningi afhumin. Út- og innflutningsverslun verði bætt með auknum kröfum um þekkingu þeirra er hana stunda. Skattar verði teknir af hagnaði fyrirtækja en veltuskattar afnumdir. Fjármagn til rannsókna á sviði nýrra atvinnu- greina verði aukið til mikilla muna. Utanríkismál. Þjóðarflokkurinn vinnur að ffiðar-, afvopnunar- og umhverfisvemdunarmálum. Styður endurskoðun á vamarsamningi við Bandaríkin og aðild að NATO. Efl- ing norrænnar sammvinnu með sérstakri áherslu á norðvestursvæð- ið (Færeyjar - Grænland - ísland). Öll viljum við fríð í heiminum þann- ig að herseta verði óþörf. Hvað um Reykjavík? Sumir kynnu að hugsa, hvað verð- ur þá um Reykjavík, em þessar hugmyndir ekki settar fram til höf- uðs höfuðborginni? Reykjavík verður að sjálfsögðu áfram höfuðborg okkar og stolt og verður áffarn fjölmcnnasta kjör- dæmið. Reykjavík verður áffam miðstöð menntunar og lista. Ríkisstjóm og Alþingi verða stað- sett þar. Það sem breytist er að Reykjavík verður ekki lengur elliheimili lands- ins og fær ekki á sig blæ stórborg- anna með tilheyrandi fátækrahverf- um og fíkniefhaglæpum. Fólksflóttinn til Reykjavíkur minnkar og fylkin hafa efhi á að axla meiri ábyrgð og þannig taka fyrr á málum. Æviráðningar Þjóðarflokkurinn vill afhema ævi- ráðningar embættismanna. Eins og við kjósendur viljum velja þá menn á þing, sem vinna vel, svo og vitum við að ráðherrar vilja ráða menn í sín ráðuneyti sem þeir vita að vinna vel að þeirra málum. Þetta atriði okkar hefur orðið hvað mest til þess að fæla núverandi alþingismenn frá okkar hugmyndum því alþingismenn era orðnir þiýsti- hópur út af fyrir sig og hann ekki valdalítill sem sjá mátti af því að þegar þjóðin var á móti fjölgun al- þingismanna þá ákváðu þeir ein- hliða að fjölga sér í 63. Síðan hafa þeir þá sérstöðu að geta ákvarðað laun sín og kjör sjálfir án þess að við getum nokkra hönd við reist. Fyrirgreiðslupólitík Sú fyrirgreiðslupólitík, sem nú við- gengst hér á landi, er að gera okkur öreiga sökum þess að arðsemi er ekki látin ráða við ákvarðanir um úthlutun mikils fjármagns. Þannig sjáum við stóriðju viða um land ásamt virkjunum sem virka á mann sem gæluverkefni ýmissa þingmanna ffekar en ábyrgar ákvarðanir. Víst er það að ef fylkisstjómimar hefðu verið með í ákvarðanatökunni þá hefði fjármagnið verið notað öðravísi og hugsanlega frekar til þess að styrkja það atvinnulíf sem fyrir var og hlúa að ýmsum smærri atvinnunýj ungum. Þetta hefði orðið til þess að fyrir- tækin væra sterkari og með betri eiginfjárstöðu í dag en þau era nú og þar af leiðandi betur í stakk búin til að greiða hærri laun og standa sig betur í samkeppni við erlendan innflutning sem aftur minnkar við- skiptahalla okkar við útlönd. Ragnar Eðvaldsson Höfundur er í stjóm Þjóðarflokksins. „Mál málanna hjá Þjóðarflokknum er jafnrétti milli landshlutanna og því ætlum við að ná með því að gera hvert kjördæmi að sjálfstæðu fylki, með ábyrgri stjórn heimamanna og þar með minnka ríkisum- svif.“ Hann Bjartur var inni í lyftu í alla nótt Árið 1966 flutti ég í háhýsi, 9 hæða, og var lyftan þar ný, framleidd árið 1965. Samt sem áður bilaði hún viku- lega - á sunnudögum. En um þetta verður fjallað hér á eftir. Snúum okkur aftur að Bjarti. Árið 1969 var ég gjaldkeri hússins og hitti því oft góðan húsvörð okk- ar. Hún sagði þá: „Hann Bjartur var lokaður inni í lyftu í alla nótt.“ Bjartur var þá á sjötugsaldri, kurt- eis og rólegur. Og trúði ég því að hann vildi ekki vekja húsvörðinn. Það var rangt, hann gat ekki vakið neinn. Bjartur var fluttur ári seinna á elliheimili og dó úr hjartveiki árið eftir. Það var heppni að Bjartur dó ekki í lyftunni. Þriðji aöilinn þann daginn Nokkrum mánuðum á eftir Bjarti lokaðist ég sjálf inni í lyftunni, á Þorláksmessu. Ég var þriðji aðilinn þann daginn sem festist i lyftunni. Fyrst vora það þrír litlir strákar, sem urðu mjög hrseddir, enda urðu þeir að bíða í um það bil klukkustund. Næst var það ung stúlka og loks ég sjálf. Lyftan stoppaði um það bil 20 cm fyrir ofan górðu hæð og gat ég því ekki á neinn hátt fengið hana til að fara af stað, gat ekki opnað hurðina. Ég hringdi neyðarbjöllunni af ákafa, í henni heyrðist í lyftunni en ekki annars staðar í húsinu. Ég barði á lyftuhurðina. Maður sem staddur var á fjórðu hæðinni heyrði til mín og kallaði á hjálp. KjaUaiinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðíngur Neyðarbjöllur á röngum hæðum Athugun forstjóra öryggiseftirlitsins sýndi að engin neyðarbjalla var á göngunum. Settar vora upp tvær neyðarbjöllur, önnur á fyrstu hæð, en þar býr enginn, og hin á 9. hæð. Það er rétt samkvæmt lögum en hefúr þann ókost að ekki heyrist til þeirra þegar lyftan festist á 3. til 6. hæð. Þetta kom aftur fyrir mig, sem betur fer heyrði kona til mín á 2. hæð og kallaði á húsvörð sem var heima en býr á 4. hæð. Ég var að vona að aðalvandamálið væri úr sögunni enda árið 1972 liðið en það ár birtist ný reglugerð (gr. 18 r. 203/1972) og forstjóri öryggiseftirlits- ins sendi umsjónarmönnum fólks- lyftanna bréf og benti á reglugerð- ina. Hún er: Sérhver lyfta í lokuðum svelg, sem ætluð er til mannflutn- inga ( 2. gr. c og d) skal vera búin hringingarlögn þannig, að hægt sé 'að gefa merki frá stólnum til hú- svarðar eða annars hentugs staðar. Bjallan skal vera merkt „Neyðarkall frá lyftu“ og hnappurinn i stólnum merktur „Neyðarbjalla". Bjölluhnappurinn á að vera greini- lega auðkenndur, svo að hann skeri sig úr frá hæðarstillihnöppunum (Rauður) og vera ofan við þá. Sé bjallan þannig staðsett, að hringing- in heyrist ekki í stólnum, skal önnur bjalla vera í lyftugöngunum. Raf- straumur til neyðarbjöllu skal koma frá rafhlöðum. Enginn húsvörður í húsum aldraðra nú orðið enginn húsvörður sem þar býr og gæti hjálpað fólki sem verður innlyksa í lyftunni. Ekki einu sinni í húsum aldraðra. Sé enginn fastur vaktmaður til taks allan sólarhringinn er hætta á að gamalmenni fengi hjartaáfall og gæti dáið ef ekki bærist hjálp i tæka tíð. Athugun sýndi að hægt er, a.m.k. í Reykjavík, að tengja neyðarbjöllu í lyftúnni stjómborði öryggisfyrir- tækis. 1 Reykjavík era tvö slík fyrirtæki sem ég veit um og ég reyndi að fá upplýsingar um kostnað. Því miður gat ég aðeins fengið upplýs- ingar símleiðis vegna tímaskorts. Þær upplýsingar vora frá: 1) Vara. Vari hefur sett upp neyð- arbjöllukerfi í Hús verslunarinnar. Tækið kostar 16.800 kr. Gjald á mánuði er kr. 2.035. Þar að auki er kostnaður við útkall kr. 600 nema Vari hafi fengið símanúmer íbúa og geti hringt til hans og beð- ið um athugun á því hvort lyftan sé í raun föst. Sé það tilfellið munu starfsmenn hjá Vara koma. Hafi þeir fengið lykla kostar útkallið ekkert. 2) Securitas. Securitas hefur ekki enn sett upp neyðarbjöOukerfi. Hjá þeim er hægt að fá tvær tegundir tækja: Securfon, stofnkostnaður er kr. 33.466, þjónustugjald er kr. 2.828. á mánuði. Annað tæki er Robofon, stofrikostnaður við það er 41.287 kr. og mánaðargjald kr. 1473. Kostnaður við útkall er kr. 1030 og er sama um hvort tækið er að ræða. Nauðsynlegt er að fá alltaf skrif- legt tilboð áður en samningurinn er undirritaður. Auk þess ætti að vera staðlað eyðublað með upplýs- ingum um staðsetningu neyðar- bjalla. Röng meðalþyngd Eins og ég benti á i byrjun greinar- innar bilaði lyftan nú fyrir stuttu. I lyftunni var miði sem á stóð að lyft- an gæti tekið átta menn og borið 600 kg, þ.e.a.s. meðalþyngd hvers manns var reiknuð 75 kg. Það er rangt því að íslenskir karlmenn era að meðal- tali þyngri. Við limdum yfir þar sem stóð átta manns og breyttum því í sex manns svo að lyftan bilaði síður. Á virkum dögum fara menn til vinnu. Oftast era þá þrír til fimm í lyftunni en um helgar þegar gestir koma era jafhvel enn fleiri. Og því miður er ennþá í flestum lyftum skilti þar sem reiknað er með að menn séu 75 kg að þyngd. Hjarta- vemd gerði hins vegar rannsókn og komst að þvi að meðalþyngd karl- manna án fatnaðar er 80 kg. Um hávetur mun fatnaður, stígvél og ef til vill taska, vega um 10 kg og með- alþyngd því 90 kg. Æskilegt væri að seljandi fengi frá framleiðendum uppgefið burðarþol í kg og reiknaði með 100 kg á mann til öryggis. Eiríka A. Friðriksdóttir Ástandið í dag er verra en það var árið 1970. í fjölmörgum húsum er „Athugun forstjóra öryggiseftirlitsins sýndi að engin neyðarbjalla var á göngun- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.