Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987, Andlát Ragnheiður Hansen, Skólastíg 7, Stykkishólmi, lést í Vífilsstaðaspít- .ala 31. mars. Þorbjörg Sigurðardóttir frá Herg- ilsey, sem lést í Landspítalanum 27. mars, verður jarðsungin frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 8 sama dag. Útför Elínar Eiríksdóttur Kúld Söebech frá Ökrum fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Freyja Guðmundsdóttir, Þing- hólsbraut 43, lést í Landakotsspítala þann 1. apríl. Hrafnhildur Margrét Viggósdótt- ir, Alfhólsvegi 27, Kópavogi, andað- ist í Landakotsspítala sunnudaginn 29. mars. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. apríl kl. 15. Ottó Kristinn Björnsson, Sólvalla- götu 40, Reykjavík, lést í Borgarspít- alanum sunnudaginn 29. mars. Ólafur I. Árnason frá Hurðarbaki, fyrrv. yfirfiskimatsmaður, andaðist 31. mars. Fundir Aðalfundur MS félags íslands verður haldinn í kvöld, 2. apríl, kl. 20 í Hátúni 12, 2. hæð matsal. Venjuleg aðal- fundarstörf, skemmtiatriði og kaffiveiting- ar. Aðalfundur samtakanna „Lífsvon“ var haldinn í hliðarsal Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 26. mars sl. Nú að loknum þeim aðalfundi skipa stjómina: Hulda Jensdóttir sem er formaður samtak- anna, Pétur Gunnlaugsson, sem er vara- formaður, Jón Guðmundsson ritari. Gunnar Þorsteinsson gjaldkeri og Sólveig Lára Guðmundsdóttir blaðafulltrúi. „Lífs- von“ er samtök fólks sem telja sér skylt að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna. Samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og hafa vaxið mikið að félagafjölda síðan l>ví nú eru í samtökunum nálægt 1000 manns. Fulltrúar úr stjórninni hafa ferð- ast víða um land og hefur nú verið komið á fót undirbúningsnefndum til að stofna Lífsvonardeildir á Akureyri, Sauðárkróki, Blönduósi, í Vestmannaeyjum og Kefla- vík. Að þessu sést að „Lífsvon“ er samtök í sókn. Samtökin senda félögum sínum regluiega fréttabréf og hafa opnað skrif- stofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Sími þar er 44500. Umræðufundur um kynlíf og siðferði „Smokkar og siðfræði“ er yíírskrift fundar sem Kristilegt stúdentafélag efnir til í Félagsstofnun stúdenta í kvöld kl. 20.30. Framsöguerindi flytja Skúli Johnsen borgarlæknir og sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður. Framsögumenn munu íjalla um viðhorf til kynfræðslu og kyn* hegðunar í tengslum við þá umræðu sem fram hefur farið um sjúkdóminn eyðni. Að loknum framsöguerindum verða al- mennar umræður og fyrirspurnir. Fundur- inn er öllum opinn. Fundur Kvenfélag Hallgríms- kirkju verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Hró- bjartur Darri Karlsson segir frá ferð sinni til Suður-Ameríku. Upplestur, létt efni, kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Pétur Ingjaldsson flytur. Konur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti. Málstofa heimspekideildar Næsta erindi verður fímmtudag 2. apríl kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði. Þá flytur Magnús S. Magnússon sagnfræðingur er- t- indi sem nefnist „Nýsköpun atvinnulífs 1880-1930“. Að loknu errindi verða um- ræður. Öllum er heimill aðgangur. ÚTIVIST Útivivistarferðir Árshátíð Útivistar verður í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 4. apríl kl. 19.30. Pantið og sækið miða fyrir hádegi á föstu- dag. Allir velkomnir. Fjölbreytt dagskrá. Sunnudagsferðii- 5. apríl. kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum. Ferðin sem margir hafa beðið eftir. Einnig farið að Geysi, Brúarhlöðum, Haukadalskirkju, fossinum Faxa o.fl. Verð 1000 kr. Kl. 13 Þrihnjúkar - Krístjánsdalir. geng- ið af nýja Bláfjallaveginum að Þríhnjúk- um og 120 m djúpur gígur skoðaður. Verð 600 kr. Lukkugetraun Nýverið var dregið í Lukkugetraun bíla- sölunnar Bílatorgs við Nóatún. Dregið er úr nöfnum allra viðskiptavina bílasölunn- ar í mánuði hverjum. Sá heppni í febrúar var Páll Pétursson (til hægri) og hlaut hann ferð til Hamborgar. Á myndinni sést Páll taka við verðlaunum sínum úr hönd- um fulltrúa Bílatorgs. Píanótónleikar á Akureyri Selma Guðmundsdóttir píanóleikari held- ur tónleika í kvöld, 2. apríl, kl. 20.30 í Tónlistarskólanum á Akureyri. Á efnis- skránni eru verk eftir Jón Leifs, Pál Isólfsson, Franz Liszt, Frédéric Chopin og Leos Janacek. Bókapakki íslenska kilju- klúbbsins Uglan - íslenski kiljuklúbburinn sendi nýlega frá sér fjórða bókapakka sinn, að þessu sinni með þremur bókum. Klúbbur- inn starfar með þeim hætti að hann sendir áskrifendum sínum, sem nú eru tæplega 6000 talsins, bókapakka með ýmist þremur eða fjórum bókum á rúmlega tveggja mán- aða fresti. Klúbburinn hefur nú starfað í tæpt ár og sent frá sér 15 bókatitla. Nýju bækumar frá íslenska kiljuklúbbnum eru Stríð og friður, 4. bindi, eftir Leo Tolstoj, Illur fengur eftir Anders Bodelsen og 1. bindi Kvikmyndahandbókarinnar eftir Leslie Halliwell. Tvær þær síðartöldu hafa ekki komið út á íslensku áður. 80 ára er í dag, 2. apríl, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Barðavogi 20, Reykjavík. Ingibjörg, sem fædd er í Hellatúni, Ásahreppi, Rangárvalla- sýslu, 2. apríl 1907 giftist ung Árna heitnum Guðmundssyni, lækni á Akureyri - og síðar í Reykjavík. Mann sinn missti hún árið 1971. í tilefni afmælisins tekur Ingibjörg á móti gestum í Safnaðarheimili Lang- holtskirkju í dag kl. 16-19. Tilkyiiningar I gærkvöldi Kvenfélag Laugarnessóknar ákvað á síðasta fundi að í stað afmælis- fundar fjölmenntu félagskonur í kvöldverð á Hótel Sögu fostudaginn 3. apríl kl. 19. Nánari upplýsingar hjá Lilju s. 34228, Erlu s. 34139 eða Jónínu s. 32902. Kökusala Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur köku- sölu laugardaginn 4. apríl kl. 15 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þess er vænst að félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunn- ar gefi kökur. Tekið verður á móti kökunum milli kl. 13 og 14 á laugardag í safnaðarheimilinu. Vitni óskast kl. 13 Bláfjöll - Grindarskörð. Skemmti- leg gönguferð við allra hæfi. Verð 600 kr. frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Aðalfundur Útivistar er á mánudagskvöldið 6. apríl að Hótel Esju, 2. hæð. Myndakvöld á ílmmtudags- kvöldið 9. apríl kl. 20.30. Páskaferðir kynntar. 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. 3 og 5 dagar. Gist á Lýsuhóli. 2. Esjufjöll í Vatnajökli, gönguskíðaferð 5 dagar. 3. Þórsmörk, 3 og 5 dagar. Gist í Básum. 4. Öræfi Kálfafelisdalur - Skaftafell, ásamt snjóbílaferð á Vatnajökli. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrifst. Grófmni 1. Símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands kl. 10 Fljótshlíð - fossarnir í klakabönd- um. Ekið verður sem leið liggur um Suðurlandsveg og Fljótshlíð. Skoðunar- ferð um gil og fossa, aldrei fegurri en nú í klakaböndum. Verð kr. 700. 2. Kl. 13 Bláfiöll Skíðaganga. Góð æfrng fyrir páskaferðimar. Verð kr. 500. 3. kl. 13 Sandfell - Selljall - Lækjarbotn- ar. Ekið um Bláfjallaveg eystri að Rauðuhnúkum, en þar er farið úr bílnum. Gengið er eftir Sandfellinu og komið niður hjá Selfjalli (269 m) og gengið á það og síðan niður í Lækjarbotna. Þetta er skemmtileg gönguferð, þar sem byrjað er á að ganga niður fjall (Sandfell) og síðan á annað. Þægileg ferð við allra hæfi. Verð 500 kr. Ath. breyttan brottfarartíma í skíðagönguna. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Næsta myndakvöld verður miðvikudaginn 8. apríl í Risinu, Hverfisgötu 105. Ferðir um páska 16.-20. apríl. 1. Landmannalaugar - skíðagönguferð (5 dagar). Gengið á skíðum frá Sigöldu (25 km) inn í Laugar. Séð verður um flutning á farangri. Gist í Sæluhúsi F.í. í Laugum. 2. Hlöðuvellir - skíðagönguferð (5 dag- ar). Gengið frá Gjábakka. Gist í sæluhúsi F.I. á Hlöðuvöllum, þátttakendur ékki fleiri en 14 manns. 3. Þórsmörk (5 dagar). Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um mörkina. Frábær gistiaðstaða. 4. Snæfellsnes - Snæfellsjökul! (4 dagar/ 16/19). Gist í Arnarfelli á Arnarstapa. Gengið á Snæfellsjökul og aðrar skoðun- arferðir eftir aðstæðum. 5. Þórsmörk 18.-20. april (3 dagar). Brott- för í allar ferðirnar er kl. 08. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Það er vissara að tryggja sér miða tímanlega. Halldór Einarsson iðnrekandi: Góð dagskrá in sem þeir bjóða upp á er góð og það er alltaf önnur hvor rásin sem hefur upp á eitthvað að bjóða. Ég fékk mér að vísu ekki japönsku gler- augun. Aprílgöbbin fóru alveg fram hjá mér í gær vegna vinnu en ég heyrði þó einhvem ávæning af að Hugo Maradona ætti að leika með liði Akraness. Hafi japönsku gler- augun verið gabb þá var ég algjör- lega grænn gagnvart því gabbi, tæknin er jú orðin svo mikil að ótrú- legt er. Ég hlusta almennt ekki mikið á útvarp, helst þegar ég er að keyra og aðeins á morgnana. Annars er ég hrikalega ánægður með útarpið, þetta er allt feikilega jákvætt og aðalatriðið er að rásimar haldi það út. Það er óskaplega mikið líf og fjör í pólítíkinni og ég sé ekki fram á annað en metkjörsókn með þessu áframhaldi. Kristin Þorkelsdóttir í Gallerí Borg Fimmtudaginn 2, apríl kl. 17 opnar Kristín Þorkelsdóttir sýningu sínaHrif í galleri Borg v/Austurvöll. Á sýningunni eru vatnslitamyndir málaðar á sl. ári. Aðalvið- fangsefni Kristínar er íslenskt landslag, sem hún málar úti í sjálfri náttúrunni. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 10-18 nema mánudaga kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Sýningunni lýkur 14. apríl. Broddur og bakkelsi á Lækj- artorgi Konur úr Borgarfirði verða á útimarkað- inum á Lækjartorgi í dag, 2. apríl, og 3. apríl ef veður leyfir. Konurnar verða með brodd og bakkelsi á boðstólum auk annars vamings. Tónlistarskólinn í Keflavík 30 ára Föstudagskvöldið 3. apríl nk. munu kenn- arar við Tónlistarskólann í Keflavík halda tónleika á sal skólans og heíjast þeir kl. 20.30. Tilefnið er 30 ára afmæli skólans á árinu og með þessu vilja kennararnir leggja sitt af mörkum til hátíðahaldanna. Allir kennarar skólans munu koma fram ýmist einir eða í samspili. Aðgangur er ókeypis og áætlað að tónleikarnir standi í u.þ.b. eina klst. Ýmislegt fleira er að gerast í Tónlistarskólanum þessa dagana. Núna stendur yfir svokölluð foreldravika. Skólanum hafa borist gjafir frá Útvegs- bankanum og Sparisjóðnum í Keflavík. 70 björnsson múrari, til heimilis að Lyngbrekku 15, Kópavogi. Vitni óskast Bifreiðinni R 44840, Volkswagen 1200 blá- um að lit, var stolið á horni Kringlumýrar- brautar og Sundlaugavegar aðfaranótt sunnudagsins og ekið í sandgryíjumar í Kópavogi. Þar var allt gler í bílnum rú- stað. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir bifreiðarinnar á framgreindum tíma vin- samlegast hafi samband við lögregluna í Kópavogi eða Reykjavík. Ég hlustaði á þáttinn með Hemma Gunn, I miðri viku, á Bylgjunni en ég missti af fréttunum í sjónvarpinu, Aftur á móti horfði ég á nýja þáttinn Happ í hendi sem er sniðugur þáttur með ekta amerísku yfirbragði. Svo horfði ég á þáttinn I takt við tímann og var hann bara vel lukkað- ur þó hann geti ekki kallast skemmtiþáttur. Ég glápti nú ekki stíft á þáttinn en hlustaði á talið því ég vann heimavinnu með. Síðan vandaðist málið því það komu þama tveir þættir á sama tíma, þ.e. þættimir Éureka-virkið á Stöð 2 og Leiksnillingur í Ríkissjón- varpinu en í því kom kunningi minn svo við skiptum yfir á körfubolta frá deginum áður. Þetta var mjög góður körfubolti sem ég hafði ekki tæki- færi á að sjá í fyrradag en ég hafði geysilega gaman af að horfa á hann í gærkvöldi. Stöð 2 hefur náð sér upp, dagskrá- Halldór Einarsson. Afmæli iOíi i);

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.