Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Spumingin Klæðir þú þig eftir veðri? Haraldur Gunnarsson kennari: Já, svona oftast, þó ég sleppi nú tíðast föðurlandinu góða. Hermann Hjaltason sendill: Að sjálf- sögðu reyni ég að gera það. Einnig fmnst mér við íslendingar búa okkur vel ef illa viðrar. Guðlaugur Tryggvi Karlsson hag- fræðingur: Já, það myndi ég telja. Það en nú líka búið að sanna það með tölfræðilegum upplýsingum að við íslendingar séum bæði gáfaðir og einkar hamingjusöm þjóð og auð- vitað sýnir það fram á að við klæðum okkur rétt. Einar Kjartansson sölustjóri: Já, ætli það ekki. Það hlýtur náttúrlega líka að velta á því hvað menn eiga af aurum fyrir fötum hvort þeir séu nógu vel búnir. Á heildina litið myndi ég telja að íslendingar klæði sig eftir veðráttu. Ólöf Hjartardóttir bankastarfsmað- ur: Oftast reyni ég að gera það. En ég held að tískan skipti meira máli hjá sumum heldur en að vera klædd- ur fyrir vetrarhörkuna. Guðfmna Halldórsdóttir banka- starfsmaður: Já, svona frekar. En mér finnst íslendingar almennt ekki klæða sig eftir veðri, tískan virðist oft skipa æðri sess en að vera vel klæddur, ef svo ber undir. Lesendur „Óhæfuverk foiystu Sjálfstæðisflokksins' ‘ afleiðingum. Siðgæðisþvættingur er gilti fyrir þingflokkinn og slíkur þvættingur er stjóm fulltrúaráðs flokksins fylgdi varðandi Albert er ekki það siðgæði er fólk almennt temur sér. Enda hafa viðbrögð fólks borið vitni þar um. I gegnum árin hef ég kosið Sjálf- stæðisflokkinn en hef nú krossað við D í síðasta skipti. A.m.k. á meðan þessar veiðbjöllur sem em einhvers staðar í forystunni hafa otað for- manninum út í þessa óhæfu. Því miður virtist formaðurinn kunna ágætlega við hlutverkið í þessum harmleik. Hugsjónum sjálfstæðismannsins verður Albert nú að sinna utan sjálfs Sjálfstæðisflokksins með stofhun Borgaraflokksins. Þar mun ég greiða atkvæði mitt ásamt þúsund- um annara áður bundinna eða óbundinna sjálfstæðismanna. Reykvíkingar þekkja atorku Al- berts og ótrúlegur fyöldi fólks hefur notið aðstoðar hans er allt var fast í kerfinu eða annars staðar. Þau almennu tengsl sem Albert hefur við fólkið hefur ekki annar forystumaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi tengsl og fylgi ætlaði foryst- an að nota sér í stærsta kjördæmi landsins til að hala inn atkvæði hinn 25. apríl. Albert var nógu góður til þess, þessi vondi maður, er ekki stóð undir siðgæðisímynd veiðibjallna Sj álfstæðisflokksins. „Hugsjonum sjálfstæðismannsins verður Albert nú að sinna utan sjálfs Sjálfstæðisflokksins með stofnun Borgara- flokksins." örn R. Pétursson skrifar: Hún er kannski fullmikil öll þessi umfjöllun fjölmiðla um svokallað Albertsmál. Staðreyndin er þó sú að á vinnu- stöðum, strætum og torgum talar fólk um þessi óhæfúverk forystu Sjálfstæðisflokksins gagnvart Albert Guðmundssyni. Enda hefúr þessi framkoma formanns og forystu flokksins klofið stærsta stjómmála- flokk landsins með ófyrirsjáanlegum Bætið kjör starfs* fólks sjúkrahúsanna Laufey Óskarsdóttir hringdl- Stjómvöld em núna búin að hafa sex mánuði til að leysa hnút sjúkraliðanna og enn er ekkert búið að gera til að reyna að bæta kjör þessa fólks. Ég er búin að vera í rúma fjóra mánuði á spftala og hef aéð að þetta fólk hefúr þurft að ieggja á aig mikla vinnu bæði líkamlega og andlega. Sjúkraliðar og þorri þeasa fólks er vinnur við heilbrigðisþjónustuna á rétt á miklu hærri launum. Það er kom- inn tími til að störf þeirra séu metin að verðleikum. Þessi starfsemi er svo mikilvæg og um leið nauðsynleg að neyðar- ástand má ekki skapast í þessum málum sakir iakra launa starfs- fólks. Það hlýtur hver heilbrigður maður að gera sér grein fyrir því að það hlýtur að vera mikið óör- yggi fyrir sjúklinga að vita af þessu. Því vil ég skora á stjómvöld að leysa deilu þessa, það má ekki skapast. ófremdarástand í heil- brigðisþjónustunni sjálfri. RUV: Fáheyrður dónaskapur 2211-4603 skrifar: Mig langar að taka undir grein Áma Pálssonar sem birtist undir yfirskrift- inni „Bamalegt menningarsnobb“. Þar lýsir Ámi því að Egill Eðvarðs- son á að hafa sagt að í dómnefndimar sé valið fólk með mismikla greindar- visitölu og tók dæmi því til stuðnings; „allt frá fiskverkunarfólki upp í for- stjóra og mitt þar á milli.“ Ég vil leggja það til við sjónvarpið, til þess að komast hjá svona vandræð- um, að unnt sé að láta starfsfólk, sem hefúr það verk með höndum að koma svona fram fyrir alþjóð, gangast undir greindarpróf og er ég þess fullviss að svona nokkuð mun ekki eiga sér stað aftur. Auk þess sem nauðsynlegt er fyrir . sjónvarpið að biðjast afsökunar opin- berlega vil ég leggja það til að þessum manni verði tafarlaust sagt upp starfi. En úrslit keppninnar fundust mér réttlát og greinilega mikið til hennar vandað. ■ r«? bvi miöurryi&j'* v i menrungarht °í» P -tt eins og! ISagði hann eW 'hverju mennmgawnobbam^ ^ ^ I dómnefndimar yr ýmsum bringorn1 ag geta gefið 11 Lördæmisk^ðarfotou^m þarf rmtoög* 1W#%1 ltíSrtPS*-asÉSSíSaía-J „Nauðsynlegt er fyrir sjónvarpið að biðjast afsökunar opinberlega..." Kostaboð Eurocard Greiðir Eurocard útgáfukostnaðinn? Undpandi handhnfí Eurocard kredit- korta skrifar: \Ji dögunum mátti lesa um það í DV að tekist hefði samkomulag milli LÍmaritsins Heimsmyndar og Kredit- korta um að Kreditkort niðurgreiddi að hluta útgáfukostnaðinn við tímari- tið. Voru ummæli í þá átt m.a. höfð eftir Grétari Haraldssyni, markaðs- stjóra Krcditkorta hf. Af þessu tileftii vil ég beina eftirfarandi spumingum til Kreditkorta hf. sem ég óska eflir að fá svar við seinna hér á síðum DV. 1) Er það rétt, að Kreditkort hf. greiði að hluta niður útgáfukœtnað við tímaritið Heimsmynd? 2) Ef það er rétt, getum við korthaf- ar þá e.t.v. haft um það val hvert þetta fé rennur? Gætum við t.d. valið annað timnrit íJia ooofnm við fpntríð læcri þjónustugjöld, viljum við ekki fá þetta umrædda tímarit? - Greiði Kreditkort hf. niður umræddan útgáfukostnað þá erum það í rpun við - korthafamir - ‘ sem gerum það, ekki satt? 3) A undanfómum árum hefur þess orðið vart að tímarit hafa byijað með miklu brambolti og látum en síðan orðið að leggja upp laupana eftir skamma stund. Nægir í því sambandi að nefna eftirtalin tímarit: Timaritið 2000, Lúxus, Stfll, Storð. Ef það nú gerðist að tímaritið Heimsmynd legöi upp laupana á miðju þessu ári, hver myndi þá staða okkar korthafa verða, ef við værum þegar búnir að greiða áskriftargjaldið út árið? 4) 1 umræddum fréttum um Heims- mynd/Kreditkort hf. hafa stórar upplagstölur oft heyrst nefndar og það af nokkm yfirlæti. Hafa Kreditkon h/f farið þess á leit við Heimsmynd al það taki þátt i upplagseftirliti Verslun- arráÖ6 Islands og Sambands auglýs- ingastofa? - Eftir því sem mér er bes kunnugt þá er Heimsmynd ekki í upp- lagseftirlitinu eins og td. tímaritin Gestgjafinn og Mannlíf. 5) Geta aðrir tímaritaútgefendur komist að sams konar samkomulagi við Kreditkort h/f og Heimsmynd. Fróðlegt verður að fá svör við þcssum spumingum en óneitanlega hljóts Krcditkort hf. að græða vel á okkui korthöfúnum ef kostaboð á við þa sem hér um ræðir geta farið víðar.” „Kostaboö það sem boðið er korthöfum okkar byggist á þvi aö hagstæðir samnlngar nást og ákveðin hagræðing er gerð vegna áskrifta korthafa að tímaritinu Heimsmynd.“ Gunnar R. Bæringsson skrifar: Svar við lesendabréfi í blaðinu 25. mars sl. Kostaboð það sem boðið er kort- höfúm okkar byggist á því að hagstæðir samningar nást og ákveð- in hagræðing er gerð vegna áskrifta korthafa að tímaritinu Heimsmynd. Öll fyrirtæki nota ákveðinn hluta tekna sinna sinna til auglýsinga. Kreditkort hf. hefúr ákveðið að nota hluta af því fé sem ætlað er til aug- lýsinga og gefa korthöíúm kost á því að fá vandað tímarit á góðu verði í stað þess að nota allt auglýsingafé til að afla nýrra korthafa. Hugsan- legt hefði verið að gefa út sérstakt blað, þar sem fyrirtækið færi inn á markað tímarita, og þröngva því blaði inn á korthafa hvort sem þeir vildu eða ekki. Það var ekki gert, heldur var valin sú leið að korthöf- um er gefinn kostur á áskrift að vönduðu tímariti á hagstæðu verði. Korthafamir vita þá hvaða tímarit þeir fá í hendur og geta ákveðið sjálf- ir hvort þeir vilja áskrift eða ekki. Kreditkort hf. mun fara þess á leit við aðstandendur tímaritsins Heims- myndar að þeir gerist aðilar að upplagseftirliti. I sambandi við önnur tímarit þá er Kreditkort hf. rekið eins og hvert annað fyrirtæki og ef aðrir útgefend- ur tímarita óska eftir að gera við okkur samning þá eru þeir velkomn- ir til samningaviðræðna. Fyrir hönd Kreditkorta hf. Gunnar R. Bæringsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.