Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Frjálst.óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUB HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Kosningasamningar Ríkisstjórnin gerir nú hvern kosningasamninginn af öðrum við opinbera starfsmenn. Hækkanir eru langt umfram það, sem launafólk almennt varð að sætta sig við í samningunum í desember síðastliðnum. Nú eru landsfeðurnir í kosningaham, enda leikur allt á reiði- skjálfi. Nú er talið unnt að bjóða lægst launuðu sjúkra- liðum 35 prósent hækkun. Kennarar fengu fyrr í vikunni miklu meiri hækkun en hinir almennu kjarasamningar fólu í sér. Þetta er mikið hættuspil. Búast má við, að samning- ar við opinbera starfsmenn verði á næstunni í þessum dúr. Þetta þýðir stóraukinn halla á ríkisbúskapnum, sem er á kúpunni fyrir. Margir munu láta sér það í léttu rúmi liggja, þótt í raun sé um að ræða eitt hið mikilvæg- asta af þjóðfélagsmálunum. Hallinn þýðir auknir skattar eða/og aukin lántaka erlendis, auknar skuldir þjóðarbúsins. En sumir þeir, sem láta sig hallann litlu skipta, ættu að hugsa um aðrar afleiðingar gerða síð- ustu daga. Verðbólgan mun vaxa strax í ár. Hafi menn áhyggjur af launum kennara, hvað þá um fólk í fisk- vinnslu og almennt launafólk í þessu landi? Vita menn ekki, að hinn almenni launþegi hefur gert samninga til næstu áramóta? Hann fær engar kosningahækkanir nú. En auðvitað mun almennt launafólk koma á eftir. Kröf- ur þess verða næst meiri en ella, sem nemur þeirri viðbót, sem opinberir starfsmenn fá nú. Það þýðir, að þjóðarsáttin er gjörsamlega brostin. Nú stefnir í verð- bólgu. Allar líkur eru til þess, að um næstu áramót munu menn vera að semja um kaup, sem keyrir verð- bólguna til dæmis upp í 60 prósent. Vissulega skapaðist neyðarástand á sjúkrahúsum. Verkfall kennara bitnaði á fjölda skólafólks. En í þess- um málum reyndi á forystu stjórnvalda. Vafalaust hefði mátt komast hjá þessu með meira samningastarfi fyrir löngu. Uppsagnir fólks í heilbrigðisstétt mátti sjá fyrir hálfu ári. Nú hafa stjórnvöld bugazt. Hinu mikla starfi, sem unnið hafði verið fyrir forystu aðila hins frjálsa vinnumarkaðar, Alþýðusambands og Vinnuveitenda- sambands, hefur verið kastað fyrir róða á nokkrum dögum. Fulltrúar vinnumarkaðarins sjá þetta glöggt eins og kemur nú fram í ummælum sumra þeirra. Þetta eru kosningasamningar. Nú er fórnað fyrir hylli opin- berra starfsmanna næstu vikur. Ekki er horft til framtíðarinnar. Sú ríkisstjórn, sem verður við völd um næstu ára- mót, þegar almennir kjarasamningar verða að nýju á dagskrá, skyldi ekki öfunduð af hlutskipti sínu eftir þetta. Lægstlaunaðir kennarar og hinir launalægstu í heil- brigðisstétt þurftu að fá kjarabætur eins og annað láglaunafólk hafði fengið í desembersamningunum, og kannski ívið meira. Það fólk hafði dregizt nokkuð aftur úr. En það er móðgun við láglaunafólk á almennum vinnumarkaði að brjóta þjóðarsáttina um launakjör með þeim hætti, sem nú er gert. Ymislegt fer úrskeiðis í því umróti, sem nú er í stjórn- málum. Taugar landsfeðra eru þandar. Því gera þeir glappaskot. Þeir virðast ekki hafa orku til að hugsa um, að kannski verða það þeir sjálfir, sem þurfa síðar að hreinsa til í efnahagsmálum. Þeir muna bara eftir kosningunum. Haukur Helgason. „Vegirnir eru lífæðar byggðanna og greiðar samgöngur eru nauðsynleg forsenda nútímalifshátta." Stórvirki Á síðasta ári lauk fyrsta fjögurra ára tímabili langtímaáætlunar í vegagerð. Við lok á því tímabili er eðlilegt að menn líti til baka og virði fyrir sér þann árangur sem náðst hefur. Að mínu áliti höfum við unn- ið stórvirki í vegagerð á síðustu fjórum árum. Þetta blasir raunar við augum allra sem ferðast um land okkar og njóta þess að aka um sí- fellt batnandi vegakerfi. Úrtölu- menn og bölsýnisdýrkendur reyna þó að telja fólki trú um að lítið hafi verið aðhafst. Þeir þrástagast á að ekki hafi verið staðið að fullu við þá fyrirætlan að verja 2,4% af þjóð- arframleiðslu til vegagerðar á þessu tímabili. Þeir láta í veðri vaka að litlu skipti þótt þjóðarframleiðslan hafi farið stórum vaxandi hin síðustu tvö árin og þannig orðið næsta óraunsæ viðmiðun miðað við það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Vist er rétt að nokkuð skortir á það fjármagn sem upphaflega var ætlað til þessara framkvæmda. Hitt skiptir þó meginmáli að litlu munar að þeim verkefrium hafi verið lokið sem að var stefiit á því tímabili sem nú er liðið og sums staðar hefur unnist betur en áætlað hafði verið. Ef nánar er litið á fjármagnshlið þessara mála er talið að á fyrsta tímabili langtímaáætlunar hafi verið varið til nýrra framkvæmda um 78% af því fjármagni sem upphaflega var gert ráð fyrir og til sumarviðhalds um 86% af því fjármagni sem lang- tímaáætlun gerði ráð fyrir. Samtals vantar því liðlega l'A milljarð kr. miðað við upphaflegar áætlanir um fjármagnsútvegun. Sé á hinn bóginn litið á hvemig verkin hafa þokast áfram er talið að ekki skorti nema 100-200 millj. kr. til þess að þau séu í jafnvægi við það sem áætlanir stóðu til um. Hér er sannarlega mikill munur á. Þetta er að vísu vandmetið til fúlls, m.a. vegna þess að þó að nokk- uð vanti á að öll verk hafi verið unnin, sem áætlað var að vinna á fyrsta tímabili langtímaáætlunar, hafa á móti önnur verk komist í framkvæmd sem ætlað var sam- kvæmt fyrri áætlun að vinna á öðru KjaUaiinn Pálmi Jónsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn lega hversu miklu munar með hverju árinu sem líður. Við sem fáumst við stjómmál ætt- um ekki endilega að kvarta undan því að ýtrasta fjármagni skuli ekki hafa verið varið til þessara verkefiia heldur ættum við að lofa þá fram- kvæmd verka sem komast áfram og er lokið fyrir stórum minna fé en upphaflega var áætlað. Það er þetta sem hefur gerst. Hagsýni og spam- aður, samfara miklum framkvæmd- um, einkenna að mínum dómi fyrsta tímabil langtímaáætlunar sem lauk um síðustu áramót. Fyrir þetta eiga þeir lof skilið sem fyrir málum hafa staðið, allt frá æðstu stjómendum til þeirra sem verkin hafa unnið. Þeir sem ekki viðurkenna þetta og tala í nöldurs- eða niðurrifstón em tæpast líklegir til að gera betur. „Á fyrsta tímabili langtímaáætlunar var lagt bundið slitlag á stofnbrautir sem nam alls 635 km en það er 154 km lengra en áætlanir sögðu til um.“ og þriðja tímabili langtímaáætlunar. Ennfremur hefur verið farið fram úr áætlunum fyrsta tímabils við lagningu bundins slitlags sem svarar til 150-200 millj. kr. framkvæmda- kostnaðar. Á fyrsta tímabili langtímaáætlun- ar var lagt bundið slitlag á stofn- brautir sem nam alls 635 km en það er 154 km lengra en áætlanir sögðu til um. Auk þess var lagt bundið slit- lag á þjóðbrautir sem nam alls 136 km á fyrsta tímabili en um það stóðu litlar áætlanir við upphaf langtíma- áætlunar. Heildarlengd bundins slitlags var í árslok 1986 orðin 1423 km eða sem nokkum veginn sam- svarar hringveginum. Þar af eru að vísu 233 km einbreiðir eða 3,8 m á breidd. Framfarir hafa verið miklar. Við sem oft förum um vegina gleðj- umst yfir hverjum kafla sem lagður er bundnu slitlagi. Við sjáum greini- Land okkar er stórt og strjálbýlt og það a.m.k. sums staðar býsna erf- itt til vegagerðar. Vegimir em lífæðar byggðanna og greiðar sam- göngur em nayðsynleg forsenda nútímalífshátta. Við eigum vissulega ærin verk að vinna á þessu sviði og ég tel að okkur beri hiklaust að halda áfram framkvæmdum við vegagerð með sambærilegum þrótti og gert heíúr verið á síðasta áætlun- artímabili. Ég sé ástæðu til að flytja hæstvirt- um samgönguráðherra þakkir fyrir ötula baráttu fyrir auknum og bætt- um framkvæmdum við vegagerð á íslandi á síðari árum. Við sem tíðum erum á ferð á vegum landsins höfum fundið framfarimar. Með nýrri vegaáætlun, sem samþykkt hefur verið, er að því stefrit að þær haldi áfram. Pálmi Jónsson í vegagerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.