Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 21 Iþróttir •Sævar Leifsson. „Þetta skýrist á næstu dögum en ég tel það nokkuð öruggt að ég leiki með Víði nú í sum- ar í 1. deild,“ sagði Sævar Leilsson í samtali við DV í gærkvöldi. Sævar hefur allan sinn feril leikið með KR en ætlar nú að breyta til enda fékk hann ekki mörg tækifæri með KR-liðinu síðasta sumar. „Það leggst bara ágætlega í mig að leika með Víði annars væri ég varla að skipta. Það er verið að út- vega mér íbúð í Garðinum núna og ég geri ráð íyrir að fara fljótlega suður eftir,“ sagði Sævar sem hefur leikið 26 meistarflokksleiki með KR en hann leikur í stöðu bakvarðar. Sævar er 22 ára. Víðismenn hafa orðið fyrir nokkurri blóð- töku frá því í fyrra en bæði Mark Duffield og Helgi Bentsson eru famir frá félaginu. Haukur Hafsteinsson mun þjálfa liðið í sum- ar. Þess má geta að um síðustu helgi léku Víðismenn gegn Selfossi í stóru bikarkeppn- inni og sigruðu 5-3. -SMJ Stuttgart í úrslit Stuttgart Kicker, sem leikur í 2. deildinni v-þýsku, tryggði sér í gær rétt til þess að leika til úrslita í v-þýsku bikarkeppninm. Stuttgart Kicker sigraði Fortuna Dússeldorf næsta auð- veldlega, 3-0. Það þurfti að stöðva leikinn í fimm mínútur eftir að Dirk Kurtenbach hafði skorað þriðja mark Stuttgart því að stuðningsmenn Dússeldorf þustu þá inn á völlinn. Frank Els- er og Kazimierz Kmiecik skoruðu hin mörk Stuttgart sem mætir Hamburger SV í úrslita- leik í V-Berlín 20. júní. • Þá sigraði Bayer Uerdingen Homburg, 2-1, í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi. -SMJ Bordeaux skoraði ekki í bikamum Leikið var í annarri umferð frönsku bikar- keppninnar í gærkvöldi. Leikið er heima og heiman og voru þetta fyrri viðureignir þessar- ar umferðar. Það bar helst til tíðinda að bikarmeistaram- ir, Bordeaux, gerðu markalaust jafntefli gegn annarrar deildar liðinu Gueugnon. Þá náði Marseille aðeins að gera eitt mark á heimavelli sínum gegn Cannes. Alan Gir- esse gerði markið. Liðið vann þó leikinn því Cannes náði ekki að svara fyrir sig. Úrslit urðu annars sem hér segir: Monaco - Nice....................2-0 Rennes - Laval..................1-1 St. Etienne - Martigues..........1-0 Marseille - Cannes...............1-0 Lille - Bastia..................2-1 ParisSG - Strasbourg........... 0-0 Toulouse - Caen..................1-0 Gueugnon - Bordeaux..............0-0 Rouen - Lens.....................0-0 UckVannes - Brest...............1-1 BaumeLesDames - Auxerre.........0-5 Mulhouse - Reims.................0-2 Ales - Thonon....................1-0 Angers - Lyon....................2-3 Loison - Perigueux............. 3-1 LaRoche - Tours..................0-0 Jón Baldvin verður með hörkufund í veitingahúsinu Uxinn í Glæsibæ Álfheimum 74, kl. 21.00 í kvöld. Allir velkomnir Valdatafl í Valhöll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.