Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. íþróttir Oruggt hjá UMFN í Ljónagiyfjunni - sigraði Val, 84-71. Verða Njarðvíkingar kvýndir á laugardaginn? Magnús Gislasan, DV, Suðumesjum; Njarðvíkingar ætla greinilega ekki að gefa íslandsmeistaratitilinn eftir baráttulaust. Hinn nýi bikar, sem nú er keppt um, blasti við leikmönnum i Ljónagryfjunni í gær og hefur það lík- lega orðið til að æsa Njarðvíkinga enn frekar upp enda unnu þeir Valsmenn örugglega, 84-71. Eftir frekar jafna byrjun, þar sem staðan var 12-12 og 18-18, var leikur- inn í höndum Njarðvíkinga sem vom komnir með 10 stiga forystu um tíma. Þeir misstu hana svo niður í 41-36 en þannig var staðan í leikhléi. Líklega hafa Njarðvíkingar verið orðnir of sjálfsömggir og því var forystan ekki meiri í leikhléi. I seinni hálfleik veittu Valsmenn litla fyrirstöðu og komust í 72-53 þeg- ar 9 mínútur vom eftir. Var þá nánast formsatriði að ljúka leiknum. Vals- menn gripu reyndar til þess ráðs að setja Torfa Magnússon, sem fékk snemma 3 villur, aftur inn á. En allt kom fyrir ekki. Njarðvíkingar áttu mjög góðan leik en þó er rétt að taka það fram að Valsmenn léku ekki nærri því eins vel og á móti ÍBK á laugardaginn. í byrj- un leiksins sást að hér var úrslitaleik- ur á ferðinni. Hittni liðanna var slæm og menn taugaóstyrkir. Það munaði miklu fyrir Valsmenn að Sturla Örl- ygsson var ekki nema svipur hjá sjón miðað við hvemig hann hefur leikið að undanfómu. Hann skoraði aðeins 4 stig í fyrri hálfleik og það öll úr víta- skotum. „Við gerðum okkur grein fyrir að Stulli væri lykilmaður hjá Val og að við yrðum að gæta hans mjög vel. Við reyndum að koma í veg fyrir að hann kæmist inn í leikinn og það tókst enda þekkjum við ágætlega inn á hann,“ sagði þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga, Valur Ingimundarson. Valur var reyndar mjög heppinn að vera ekki vísað af leikvelli en í lok fyrri hálfleiks vom þeir Sturla að kljást eitthvað sem lauk með því að Valur sló Sturlu bylmingshögg i brjóstið þannig að hann lá í gólfinu. Til allrar lukku fyrir Val urðu annars ágætir dómarar leiksins ekki vitni að þessu. Það vom þeir Torfi, Einar Ólafsson, Tómas Holton og síðast en ekki síst Leifúr Gústafsson sem héldu Valslið- inu á floti í þessum leik. Það háði Valsmönnum mikið að Torfi fékk snemma sína 3. villu og kom því ekki inn á fyrr en langt var liðið á leikinn en þá skoraði hann 13 stig. Eftir að staðan var orðin 18-18 fór Jóhannes Kristbjömsson, besti maður vallarins, í gang og skoraði mikið auk þess að spila samherja sína dyggilega upp og vera duglegur við að stela bolt- anum. Njarðvíkingar notuðu bekkinn vel í fyrri hálfleik og skiptu stöðugt inn á. Virtist alveg sama hver var inni - allir áttu góðan leik og var greini- legt að breiddin var mun meiri hjá Njarðvíkingum en Valsmönnum. Það vakti athygli að ekki var fullt hús í Njarðvík. Stigin skomðu: Jóhannes 25, Valur 18, Teitur, Kristinn og Helgi 10, Hreið- ar 9, Friðrik 2 fyrir UMFN og Leifur 17, Torfi 15, Tómas 11, Einar og Sturla 8, Bjöm og Páll Amar 6 fyrir Val. Dómarar vom Ómar Scheving og Sig- urður Valgeirsson. Dæmdu þeir vel. -SMJ Spánverjar komnir í úrslitakeppnina? Francisco Carrasco var hetja Spán- verja þegar þeir sigmðu Austurríkis- meim, 3-2, í Vín í 1 riðli Evrópu- keppninnar. Rétt áður en dómarinn flautaði leikinn af einlék Carrasco í gegnum vöm Austurríkismanna og skoraði hið mikilvæga sigurmark. Em Spánverjar nú komnir með annan fót- inn í úrslitakeppnina sem fer fram í V-Þýskalandi á næsta ári. Þrátt fyrir tapið léku Austurríkis- menn einn sinn besta leik en heppnin var á bandi Spánverja sem reyndar urðu að leika einum færri um tíma því vamarmanninum Miguel Chendo var vísað af leikvelli. Jose Eloy kom Spáni yfir á 31. mínútu en Manfred Linzmaier jafriaði eftir frábæran leik Tony Polster. Eloy, sem kom inn á sem varamaður á 13. mínútu, skoraði aftur á 58. mínútu en Tony Polster jafriaði skömmu síðar. „Ég átti ekki von á því að við mynd- um sigra í þessum leik en þessi sigur færir okkur svo sannarlega nær úr- slitakeppninni,“ sagði þjálfari Spán- verja, Miguel Munoz. Staðan í 1. riðli er nú þannig: 1. Spánn.............3 3 0 0 6-3 6 2. Rúmenía...........3 2 0 1 1-9 4 3. Austurríki........3 2 0 1 5-7 2 4. Albarúa...........3 0 0 3 2-10 0 -SMJ IBR KRR # Camacho Jose, leikmaður Spánar, reynir hér hjólhestaspymu framhjá aust- urríska vamarmanninum Bruno Pezzey. Símamynd Reuter REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR Fimmtudag kl. 20.30 FRAM - ÍR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL FH og Fram í úrslHum FH sigraði Val 16-15 í undanúr- slitura bikarkeppni kvenna í handknattleik. Leikur liðanna fór fram í Hafriarfirði og var æai- spennandl Helga Sigurðardóttir skoraði raest fyrir FH eða 4 mörk en Ema Lúðviksdóttir skoraði raeet fyrir Val eða 5 mörk. • í hinum undanúrslitaleiknura var um algera einstefiiu að ræða jregar Frara sigraði Ármann, 33-13. Það verða því Fram og FH sem mætaat í úrslitura. -SMJ NBA úrslit Nokkrir leikir fóru fram í NBA- deildinni bandarísku í fyrrakvöld. Boeton Celtics tapaði fyrir New York Knicks. En annars urðu úr- slit leikjanna þessi: 76ers - Cleveland......116-105 NewYork - Boston........,128-120 Chicago - Washington „ú.,.101-75 Dallas - Clippers.......118-102 Denver - SanAntonio.....111-106 Utah - Phoenix....,;.....110-95 Lakere - Houstoiv..........111-96 Portland - Detroit......113-111 Seattle - Sacramento....132-129 -JKS • Valur Ingimundarson hefur nú góða möguleika á þvi að ná þeim einstæða árangri að leiða lið sitt til sigurs á íslandsmótinu i tvennum skilningi. Á litlu myndinni má sjá besta mann Vals, Leif Gústafsson, reyna körfuskot en þar er Valur til vamar. DV-myndir Brynjar Gauti Careca kostar 190 milljónir „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að halda í Careca, við höfum boðið honum nýjan samn- ing sem nær í raun langt út fyrir það sem hægt er að bjóða í Brasilíu. En því miður, hann vill meira," sagði Carlos Aidar, formaður brasilísku meistaranna Sao Paulo, við frétta- menn í gærkvöldi. Sao Paulo hefur nú ákveðið að selja þessa helstu stjömu Brasilíumanna og er búið að setja verðmiða á kappann. Þeir sem vilja hann verða að greiða 190 milljón- ir króna. „Við höfum hafnað tilboði frá Nap- oli upp á 80 milljónir króna því við höfúm heyrt að annað ítalskt lið sé tilbúið að greiða 190 milljónir," sagði Aidar. -SMJ Maradona með 200 möik Besti knattspymumaður heims, Diego Armando Maradona, náði merkum áfanga í leik með Napoli fyrir stuttu. Þá skoraði hann gott mark gegn Sampdoria sem jafnframt var 200. markið sem hann skorar fyrir félagslið. Það þurfti aðeins 320 leiki fyrir hinn 26 ára gamla Argent- ínumann til að ná þessum merka áfanga. Mörk Maradona dreifast á milli eftirfarandi liða: Argentínos Juniors (1976-80) 116 mörk í 166 leikjum. Boca Juniors (1981) 28 mörk í 40 leikjum. Barcel- ona (1982-84) 22 mörk í 36 leikjum. Napoli (1984-1987) 34 mörk í 78 leikj- um. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.