Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Uflönd Fyrir um tvö hundruð árum lögðu elleíu seglskip úr höíh í Lundúnum, sigldu niður Thamesá, út á Atlants- hafið, áleiðis til Astralíu. Áhafnir skipanna voru samtíningur drykkju- rusta og kvennabósa, auk hörkutóla sem af einhverjum orsökum höfðu neyðst til að yfirgefa Iand um sinn. Farmurinn var fangar; nær níu hundruð þjófar, vændiskonur, rót- tæklingar og aðrir þeir sem komist höfðu í kast við lög breska heims- veldisins. Þau voru á leið í útlegð. Bresk stjómvöld vom þess fullviss að útflutningur afbrotamanna frá Bretlandseyjum til Ástralíu myndi fljótlega leysa vanda yfirfullra fang- elsa og endanlega uppræta með öllu þær stéttir manna og kvenna sem töldu sér ekki skylt að hlýða lögum og reglum. í þeirri trú vom um hundrað sextíu og sex þúsund fangar fluttir nauðugir til nýlendunnar á tæpri öld, það er á ámnum 1788 til 1868. í dag em bresk fangelsi enn yfir- full og afbrotum hefur ekki enn verið eytt. Hins vegar er fanganýlendan orðin að sjálfstæðu, efnahagslega vel stæðu ríki, sem tekur ekki við hveij- um sem er lengur. Enda er það svo að í dag verða Bretar að hafa ein- hverja sérþekkingu til þess að fá að flytjast til Ástralíu. Afmælissigling Ástralíubúar halda um þessar mundir upp á tveggja alda afmæli þess að hvítir menn fundu land þeirra. í hátíðarskyni efha þeir til mikillar siglingar ellefu seglskipa, af sömu gerð og þau er fóm uppruna- legu ferðina. Er ætlunin að skipin ellefu sigli sömu leið og tíðkaðist á átjándu öld og að ferðinni svipi að ýmsu til fangaflutninganna, svo af- komendur afbrotafólkisins fái að feta í fótspor feðranna. Ólíkar aðstæður Ekki verður þó allt eins og var. Áhafnir skipanna em nú sérvaldar flutningunum. Skipin urðu jafnframt að vera nægilega góð til að geta siglt hættulítið alla leið. Leið skipanna mun liggja frá Portsmouth til Tenerife, þaðan til Rio de Janeiro, þá til Höfðaborgar, Mauritius og Fremantle og að lokum til Sidney. Þangað er áætlað að skip- in komi þann 26. janúar á næsta ári, þegar nákvæmlega em tvær ald- ir frá því að fyrstu fangaskipin tóku land í Ástralíu. Þrjú seglskipanna leggja af stað frá Lundúnum. Fram undan er átta mánaða sigling til Astralíomamynd Reuter með tilliti til þess að þær séu þægi- legar í umgengni og séu hæfar til að tryggja öryggi farþeganna eins og framast er unnt. Þær em skipp.ð- ar atvinnusjómönnum, skóluðum á bestu stofnunum sem bjóðast og verða að gangast undir stíf hæfhis- próf. Og farþegamir fara ekki til- neyddir í þetta sinn. Slegist var um pláss á skipunum og þeir heppnu greiða allt að átta hundmð þúsund krónur íslenskar fyrir þau forréttindi að fá að velkjast á söltum sjó í átta mánuði. Aðstæður um borð verða einnig ólíkar því sem föngunum bauðst. Liðlega fimmtíu manns skipta með sér plássum á hveiju skipi og á þann veg að aldrei verða nema um tuttugu um borð í einu. í fangaflutningum var meir en hundrað troðið á hvem dall og nær helmingur lét lífið á leið- inni. Þá hjálpar einnig að varðveislu matvæla hefur fleygt nokkuð fram síðustu tvær aldir. Þótt ferskmeti verði ef til vill uppétið á nokkrum dögum mun góður forði niðursuðu- vöm, svo og vítamín og annað sjá til þess að hvorki skyrbjúgur né blóðkreppusótt hrelli leiðangurs- menn. Áratugarundirbúningur Helsti hvatamaður þessarar ferðar, sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Jonathan King, hefur lagt áratug í undirbúning siglingarinnar. Helsta vandamál hans var að finna nægi- lega mörg seglskip af sömu gerð og notuð vom í upprunalegu fanga- í kjölfar fyrstu Ástralíufaranna Ein helstu rök þeirra er vilja lögleiða dauðarefsingu í Kanada er að þær hafi borið árangur í Bandarikjunum. Á myndinni er dauðadæmdur bandarískur fangi að spila við samfanga sina. Þingumræður i Kanada um dauðarefsingar Guðrún Hjaitardóttir, DV, Ottawa: Fyrr í þessari viku hófust umræður á þingi í Ottawa um dauðarefsingar í Kanada. Er þetta í fyrsta sinn síð- astliðið tuttugu og eitt ár sem deilt er um þetta mál á þinginu hér. Umræður þessar munu standa yfir til 30. júní næstkomandi en þá fer þingið í sumarleyfi. Það hefur valdið mönnum nokkrum áhyggjum að þetta eina mál stefnir í það að taka um áttatíu próserit af umræðutíma þingsins en allir þingfulltrúar hafa beðið um orðið og em hveijum þeirra skammtaðar tuttugu mínútur. Komið hefur til umræðu að stytta þennan tíma svo fleiri mál verði tek- in til umfjöllunar á þessu tímabili. Margir fylgjandi Að undanfömu hefur mikið verið rætt og deilt um dauðarefsingar, bæði meðal almennings og stjóm- málamanna í Kanada, og er talið að svo verði áfram næstu mánuðina. Einn helsti hvatamaður þess að dauðarefsingar verði aftur lögleidd- ar í Kanada er Bill Domn, þingmað- ur íhaldsflokksins', en formenn þriggja stærstu flokkanna em allir á móti dauðarefsingu. Domn segir að þrátt fyrir það vilji að minnsta kosti hundrað og sextíu af tvö hundmð og sjötíu þingmönnum end- urvekja þessa tegund refsingar. Og fyrir stuttu taldist hinu víðlesna tímariti Macleans til að um fjörutíu og níu prósent þingmanna aðhyllt- ust dauðarefsingu. Lagðaraf 19^6 Það hefur vakið mikla athygli að í skoðanakönnun í byijun mars kom fram að um það bil þrír fjórðu hlutar almennings í Kanada em fylgjandi slíkum refsingum fyrir morð. Síðustu dauðarefsingar í Kanada fóm fram 11. desember 1962 en þá vom tveir afbrotamenn teknir af lífi. Allir dóm- ar um dauðarefsingar eftir það næstu fjórtán árin vom mildaðir. En í stjórnartíð fijálslynda flokksins árið 1976 vom dauðarefsingar lagðar af eftir níutíu og átta klukkustunda stanslausar umræðiir. í atkvæða- greiðslunni að þeim loknum munaði aðeins sex atkvæðum. Ef úrslit hefðu ekki farið á þennan veg hefðu ellefu fangar í landinu verið teknir af lífi daginn eftir atkvæðagreiðsluna. Dæmdir eftir hörundslit fórn- arlamba Ein helstu rök þeirra er aðhyllast dauðarefsingar em að þær hafi borið árangur og fækkað alvarlegum af- brotum í þeim fylkjum Bandaríkj- anna þar sem slíkar refsingar em viðhafðar. En nýlega kom i ljós við athugun á nokkrum dauðadómsmál- um í Bandaríkjunum að mun algengara er að morðingjar séu dæmdir til dauða ef fómarlamb þeirra er hvítt heldur en ef það hefur annan hömndslit. Um ellefii prósent þeirra er myrt höfðu hvítan mann fengu dauðadóm en aðeins eitt pró- sent þeirra er myrt höfðu svartan. Þannig virðast kynþáttafordómar hafa átt þátt í því hvaða dómur er kveðinn upp en ekki glæpurinn sem slíkur. Morðum hefurfækkað Mörgum þykir óþarfi að hefja umræður um dauðarefsingar í Kanada því morðum hefur fækkað mjög síðustu árin í landinu. Árið 1986 vom fæst morð framin síðan árið 1973. Tvísýnt er um hvemig mál þetta fer en talið er að það eigi eftir að vera mikið hitamál í Kanada næstu mánuðina og umfjöllunin eigi eftir að taka að minnsta kosti eitt ár áður en atkvæðagreiðsla um það fer fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.