Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Kreppa Alþýðubandalags
Áfall Alþýðubandalagsins var mikið í kosningunum.
Talið er víst, að uppgjör innan flokksins sé hafið og það
nái til allra stofnana flokksins. Eðlilega er rætt, að
flokkurinn stríði við tilvistarvanda. Blaðamaður Þjóð-
viljans tíundar tapið í grein í Þjóðviljanum í gær. Hann
segir réttilega, að Alþýðubandalagið og helsti forveri
þess, Sósíalistaflokkurinn, hafi aldrei fengið minna fylgi
í kosningum og aldrei tapað jafnillilega. Höfuðáfallið
hafi verið í einu helzta víginu, Reykjavík. Blaðamaður-
inn minnir á, að í kosningunum 1942 hafi gerzt þau
pólitísku tíðindi, að Sameiningarflokkur alþýðu, Sós-
íalistaflokkurinn, hafi orðið stærri en Alþýðuflokkur-
inn og hafi kratar síðan orðið að sætta sig við hlutskipti
litla bróður gagnvart flokknum til vinstri við sig. Þá
bendir Þjóðviljinn á, að kosningarnar á laugardaginn
hafi verið hinar þriðju, sem Alþýðubandalagið tapar,
síðan flokkurinn vann sigur 1978, og hafi flokkurinn
tapað rúmlega 40 prósentum af fylgi sínu.
Margt kemur til, að slíkt áfall hefur orðið fyrir þenn-
an flokk íslenzkra sósíalista. Kvennalistarnir taka
auðvitað bróðurpartinn. En sá flokkur, sem öðrum frem-
ur gerir tilkall til að teljast vörn verkalýðsins, ætti að
geta staðið slíkt af sér. En jafnvel það, sem eftir er af
Alþýðubandalaginu, er margklofið lið. Líkur eru meiri
á frekara hruni en endurreisn. Fyrst má nefna klofning-
inn milli svonefndrar lýðræðiskynslóðar og flokkseig-
endafélagsins. Flokkseigendur eiga rætur í Sósíalista-
flokknum gamla. Hannibal átti í útistöðum við það lið,
þegar hann var liðsmaður Alþýðubandalagsins. Flokks-
eigendur halda utan um sitt. Þeir hafa ekki leyft
lýðræðiskynslóðinni að fá nema smábita. Lengi var
sundrung milli helztu forystu flokksins og forystumanna
í verkalýðshreyfingunni. Flokksforystunni þóttu menn
eins og Ásmundur Stefánsson semja af of mikilli hóg-
værð, meðan hægri stjórn var í landinu. Síðar var samið
vopnahlé milli þessara arma. En nú vilja margir kenna
forystu Alþýðusambandsins, Ásmundi og félögum hans,
um ósigurinn. Aftur gæti orðið gliðnun iriilli forystu
flokksins og verkalýðsmanna. Friður hefur hins vegar
aldrei verið saminn við lýðræðiskynslóðina. Þá er fólk
eins og Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Helgadótt-
ir nátengt lýðræðiskynslóðinni og því í baráttu við
flokkseigendur og Svavar Gestsson.
Þetta sundraða lið hefur nú hafið uppgjör í flokkn-
um. Líklegt er, að Svavar Gestsson víki brátt úr
formennsku, þótt flokkseigendur kunni að vilja halda
honum. Þetta verður langvinnt og sárt uppgjör. Vel
gæti svo farið, að átök yrðu slík, að flokkurinn klofn-
aði opinberlega í tvo smáflokka. Þannig fór um bróður-
flokk Alþýðubandalagsins í Finnlandi, flokk, sem var
lengi stór.
Svo klofinn sem flokkurinn hefur verið, hefur öll
barátta hans farið út og suður. Þá hefur ásjóna flokks-
ins verið slæm í öðru. Flokkurinn var löngum samsafn
óánægjuafla. Hann kusu þeir, sem ekki undu kerfinu.
Þetta er að miklu liðin tíð. Nú eiga hinir óánægðu
aðra kosti. Öðru fólki þykir Alþýðubandalagið leiðin-
legt. Eins og Þráinn Bertelsson Þjóðviljaritstjóri sagði
í blaði sínu í gær er venjulegt fólk annars lítið hrifið
af flokki, sem grunaður er um að vera á móti sjón-
varpi, vídeói, útvarpi, kreditkortum, sólarlandaferðum,
bílum, tölvum, farsímum, einbýlishúsum - eða yfirleitt
á móti öllum sköpuðum hlutum.
Haukur Helgason
Kjósendur
hafa
fellt dóm
Til Sverris Hermannssonar
Kæri vinur. Eins og þú veist
manna best hafið þið þingmenn og
aðrir frambjóðendur verið á mikilli
yfirreið um landið í leit að undarleg-
um hjörtum kjósenda og að sjálf-
sögðu hafið þið reynt allt sem ykkur
KjaUaiinn
Garðar
Karlsson
skólastjóri Laugalandsskóla,
Öngulsstaöahreppi
um eigin málefni þá skal hún sko
borga það dýru verði og samfélagsleg
málefni eins og skóla skal eingöngu
reka af heimaaðila?
Kjósendur hafa fellt dóm yfir
menntastefnu
Ég veit að það getur verið erfitt
að svara svona spumingum en ef þú
reynir af öllum mætti þínum og í
fullri alvöru þá er ég viss um að þú
finnur og skilur hvað ég er að fara.
Þú veist að kjósendur hafa nú fellt
sinn dóm yfir þeirri menntastefnu
sem þú hefur rekið í ráðherratíð
þinni. Þú veist að flokksbróðir þinn
á Norðurlandi eystra náði ekki kjöri.
Þú veist líka að vinur þinn, Halldór
Blöndal, var verulega hræddur um
sig fyrir kosningamar vegna að-
gerða þinna 13. janúar 1987 og þess
að setja neinn annan en Sturlu
Kristjánsson í embætti fræðslustjóra
og vil ég sérstaklega benda á þrjú
atriði:
a) Allir vita að við teljum Sturlu
Kristjánsson þann hæfasta og
viljum hafa hann áfram.
b) Við erum enn þeirrar skoðunar
að brotin hafi verið lög um rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna og viljum að Sturlu verði
bættur sá réttarmissir.
c) Enn hefur ekkert komið fram
sem réttlætir embættisgjörð þína
og því vil ég benda á að ef þú
færir að setja einhvem annan en
Sturlu í þetta embætti gegn vilja
okkar norðanmanna þá er lík-
legt, ef ekki öruggt, að eftirmaður
þinn verður þér ekki þakklátur
fynr að skilja við Norðurland
eystra í ástandi sem líkja mætti
við styrjöld.
Þú sérð, kæri vin, að það væri
óráðlegt að stíga skrefið til fulls og
því vil ég ráða þér heilt og segja:
„Ekki gera neitt illt í þessu máli.“
Við munum telja þig mann að meiri
fyrir þann sjálfsagða hlut að viður-
kenna mistök þín, ekki síst ef þú ert
tilbúinn að láta kyrrt liggja þannig
að friður megi ríkja í skólamálum
hjá okkur á næsta vetri.
Eilíf en ekki óskeikul
A skrifum mínum sést að ég geri
ekki ráð fyrir þér sem ráðherra
menntamála í næstu ríkisstjórn, það
em ýmis teikn á lofti sem benda til
þess. Við verðum að horfast í augu
við staðreyndirnar og viðurkenna
að við erum e.t.v. eilíf en alls ekki
óskeikul. Hitt er svo annað mál að
næsti ráðherra, hver sem það verð-
ur, getur ekki látið hjá líða að skoða
innviði ráðuneytis síns. Það má ekki
endurtaka harmleik af þessu tagi og
því er óhjákvæmilegt að grannskoða
alla þætti málsins út frá mannlegu
sjónarmiði. Okkur er ljóst að um
erfiðleika hefur verið að ræða í sam-
skiptum ráðuneytisins og fræðslu-
umdæmisins en þú veist að við
teljum það fyrst og fremst vera
starfsmönnum þínum að kenna. Með
þessu er ég ekki að segja að við séum
lausir undan ábyrgð, nei, öðru nær.
En við hefðum viljað fá að ræða
þessi mál á öðrum grunni en ráðu-
neytið hefur gert. Við höfum ekki
verið með yfirlýsingar um illt inn-
ræti og vonsku ykkar en höftrni þess
í stað reynt að benda á mistökin og
verðum eflaust manna fyrstir til að
fyrirgefa og biðja um fyrirgefningu.
Vonandi fær þetta mál svo farsæl-
an endi að allir geti vel við unað og
„friður ríki í fjalladalnum".
Garðar Karlsson
„Þú veist að kjósendur hafa nú fellt sinn
dóm yfir þeirri menntastefnu sem þú hefur
rekið í ráðherratíð þinniA
var unnt til að sannfæra þessi hjörtu
um ágæti ykkar og þeirra flokka sem
þið eruð frambjóðendur fyrir. Ekki
gátuð þið látið þessa baráttu fram
fara án skítkasts og leiðinda en ykk-
ur er vorkunn, baráttan er ekki
mennsk. Við skulum hugleiða hvers
konar skítverk þið eruð að vinna. í
fyrsta lagi þurfið þið að sanna fyrir
okkur hversu vel þið hafið unnið á
síðasta kjörtímabili og dragið þá
auðvitað fram dugnað ykkar við að
láta okkur smælingjana drepa niður
verðbólguna. Það verður að teljast
aðdáunarvert hugrekki sem þið sýn-
ið með því að koma svona til okkar
og þurfa að ljúga svona upp á ykk-
ur. Þið hafið einnig talað um •
stöðugleikann í efhahags- og at-
vinnumálum og enn þurfið þið að
ljúga upp á ykkur. Hvar er þessi
stöðugleiki? Er hann á landsbyggð-
inni? Er hann á höfuðborgarsvæð-
inu? Ég veit það ekki frekar en þú
enda getur þensla varla talist stöð-
ugleiki því allir sem þora að opna
augun vita vel að á suðvesturhom-
inu hefur verið svo atorkumikil
þensla að fjármagn og mannafli hef-
ur hreinlega sogast til ykkar. Við
sem búum úti á landsbyggðinni höf-
um ekkert getað gert við þessu og
ef til vill þurfum við að Iýsa yfir sjálf-
stæði hvers landshluta til að vinna
gegn þessu. Hefur þú hugleitt hvað
mundi gerast ef hver landshluti yrði
sjálfstæður? Ég hugsa að við hér
fyrir norðan gætum alveg komist af
án ykkar að vemlegu leyti en ég er
ekki eins viss um að þið á „hom-
inu“ gætuð lifað án okkar. Mig
langar að spyrja þig, kæri vin: Hvar
em flest þjónustustörfin? Hvar em
flestar afætumar? Er stjómsýslan
vel sett í borginni? Gæti komið okk-
ur vel að ráða betur málum heima
fyrir? Er sjálfsagt að líta svo ó að
ef landsbyggðin á að hafa meiri völd
sem á eftir fylgdi. Halldór er sóma-
maður og hefur sagt að ef hann hefði
verið í þinni stöðu á þessum tíma
hefði hann ekki rekið fræðslustjór-
ann. Hann hefur ömgglega áttað sig
á þeim „kónum“ sem ráðuneyti þitt
gista. Ég veit að þú ert búinn að sjá
„...er vert að hafa i huga nokkur
atriði sem styðja þá skoðun okkar
að þú ættir ekki að setja neinn ann-
an en Sturlu Kristjánsson í embætti
fræðslustjóra".
það og ég veit líka að þú vilt ekki
bæta gráu ofan á svart og þar af
leiðandi setur þú engan í stól
fræðslustjórans en lætur þess í stað
eftirmann þinn í ráðherraembættinu
um það verk. Flokkur þinn hefur
tapað of miklu á þessu máli nú þegar.
Ef þú hins vegar ert ákveðinn að
gera eitthvað í málinu þá er vert að
hafa í huga nokkur atriði sem styðja
þá skoðun okkar að þú ættir ekki