Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Side 15
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
15
Hvað tekur við?
Þannig spyrja menn sig eftir hverj-
ar kosningar og þeir sem spáðu
vitlausast fyrir þær eru nú tilbúnir
með skýringar á því sem þeir töldu
útilokað að gerðist. Kjósendur hafa
hins vegar hver og einn tekið sína
ákvörðun og niðurstaðan er sú að
ekki er hægt að mynda ríkisstjóm
nema með þátttöku a.m.k. þriggja
flokka.
Það verður ekki gengið fram hjá
því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
fengið þungt högg. Flokkurinn tapar
nærri fjórðungi af fylgi sínu. Og það
er í sjáljú sér svipað og gerst hefur
þegar klofhingur kemur upp í stjóm-
málaflokkum. Annars vegar hverfur
vaxtarbroddurinn og hins vegar
finna óánægðir flokksmenn einfalda
leið til þess að refsa flokksforystunni
án þess að þeir séu að „svikja flokk-
inn“. A hinn bóginn mega menn
ekki örvænta.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu flokks-
ins sem alvarlegur klofningur kemur
upp en það er ekki þar með sagt að
hann verði viðvarandi. Ég veit vel
að ýmsir af fylgismönnnum Borgara-
flokksins em miklir áhugamenn um
að flokkurinn lifi sem lengst. Ég
held hins vegar að foringi hans vilji
gjaman sjá þá stund að aftur verði
einn Sjálfstæðisflokkur.
KjaUaiinn
Haraldur Blöndal
lögfræðingur
Og þá er að vinna að því
I kosningunum í Reykjavík galt
Alþýðubandalagið afhroð. Þar féll
Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
Hins vegar náði Aðalheiður Bjam-
freðsdóttir kjöri sem þriðji maður
Borgaraflokksins. Það kom sem sagt
í ljós að þau Albert Guðmundsson
hafa meira fylgi en Alþýðubandalag-
ið. Og hvert skyldu þau sækja sitt
fylgi. Skv. könnun Félagsvísinda-
stofnunar sækja þau fylgi sitt fyrst
og fremst til þeirra sem minna mega
sín, til þeirra sem Alþýðubandalagið
telur sig hafa einkarétt á stuðningi.
Albert Guðmundsson er í hugum
þessa fólks dæmið af þeim sem brýst
til metorða úr fátækt. Hann er þann-
ig eins og fyrirmynd og fólk telur
að hann skilji betur kjör þessa fólks
og hlutskipti. Þessir kjósendur vilja
margir hafa stjórnmálamenn sem
hægt er að leita til og greiða götu
þeirra, m.a. vegna þeirra einföldu
ástæðu að þeir hafa ekki uppburði
í sér til þess að tala við embættis-
menn eða bankastjóra. Þá er farið
til fulltrúa litla mannsins. Margir
tala um pólitíska spillingu í þessu
sambandi. Ég held að það sé rangt.
Miklu frekar er hér um greiðasemi
að ræða sem kostar ekki neitt.
Þessir kjósendur, sem Albert hefur
höfðað til, eru flestir kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur-
inn verður að vinna traust þeirra á
nýjan leik.
Kosningar eru uppgjörstími. Menn
segja ýmislegt í kosningabaráttur.ni
sem rétt er að gleyma eftir kosning-
ar. Stjómmálamenn verða að hafa
marga kosti og m.a. verða þeir að
hafa góða matarlyst, vítt kok og
hraustan maga.
En hvað tekur við?
Ég held að það sé ljóst að mjög
ólíklegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn
og Borgaraflokkurinn vinni saman
í næstu ríkisstjóm. En þó getur það
gerst.
Þegar viðreisnarstjómin féll kom-
ust Samtök fijálslvndra og vinstri
manna í oddaaðstöðu. Þá var mikið
talað um heiftir milli Alþýðubanda-
lags og Samtakanna. Þrátt fyrir það
mvnduðu þessir flokkar ríkisstjórn
með Framsókn. Það varð svo bana-
biti Samtakanna.
Það tala margir um Kvennalist-
ann. Og menn spyija. vilja þær
þingkonumar taka á sig ábyrgð? Ég
held að það muni ekki standa á því
að þær vilji sýna ráðherraábyTgð.
Hins vegar er ég ekki eins viss um
hvernig takist að ná samkomulagi
við þær sem dugar til þess að setja
saman ríkisstjóm. Kvennalistinn
hefur ekki sætt neinni gagnn'mi fi-á
því að hann komst fyrst til áhrifa á
Alþingi. - einkum hafa alþýðu-
bandalagsmenn verið typpilsinnaðir
gagnvart þeim og nánast verið bann-
að að segja um þær styggðaryrði.
Það hefur svo einfaldlega leitt til
þess að vinstri sinnað fólk. sem vill
ekki kjósa Alþýðubandalagið. setur
atkvæði sitt á Kvennalistann.
Kvennalistinn er að sínu leytinu til
andhverfa Borgai-aflokksins. Þar við
bætist svo allt að því sjúkleg andúð
einstakra talsmanna Kvennalistans
á karlmönnum. sbi-. sjónvarpsþátt
þeima. en hann var með hliðsjón af
körlum og konum sviðsettm- í anda
Jósefs Göbbels þegar hann var að
útskýra aríska yfirburði, Kú Klúx
Klan þegar þeir vom að útskýra
svertingja eða Mao Tse Tungs þegar
hann var að útskýra andstæðinga
menningarbyltingarinnar.
Alþýðuflokkurinn er talsmaður
þess að rætt verði við Kvennalistann
um stjórnarmyndun. Það var einnig
hugmynd Jóns Baldvins eftir kosn-
ingar 1983. Jón er snjall stjóm-
málamaður og lítur til þess að geta
komið á góðri stjóm án þátttöku
Framsóknarflokks og Alþýðubanda-
lags. Þá gæti hann komið að sínum
málum og haldið áfram baráttunnni
gegn Alþýðubandalaginu en það er
draumur Jóns að víkja Alþýðu-
bandalaginu er.danlega til hliðar í
stjórnmálum. Hann hefur alltaf ve-
rið talsmaður ríkisstjómar í anda
viðreisnarinnar. - ég er hins vegar
nokkuð svartsýnn á að það takist
að koma Kvennalistanum í sæng
með Jóni og Þorsteini. Ég held að
það sé of mikil andstaða við Kvenna-
listann í þingflokki Alþýðuflokksins
og nærri því svipuð andstaða meðal
kvennanna í garð Alþýðuflokks. Ég
held raunar að þeim iíki betm’ við
framsóknarmenn.
Stjórnarmynstrið
Eg held þess vegna að líklegasta
stjórnarmynstrið verði þegar upp er
staðið samstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks ásamt þriðja
flokki. Ekki veit ég hver hann verð-
ur - eðlilegast er að gera ráð fyrir
Alþýðuflokki.
Ég er hins vegar sannfærður um
að Þorsteinn Pálsson verður forsæt-
isráðherra. Hann er formaöur
stærsta flokksins.
Ég á von á því að stjómarmyndun-
arviðræður taki nokkum tíma. Það
er farin að myndast hefð um. að allir
stjómmálamenn fái formlega að
reyna stjórnannyndun. - og það tek-
ur sinn tíma. Þá em blóðnætmmar
liðnar og menn farnir að taka gleði
sína. Arið 1978 galt Framsóknar-
flokkurinn afhroð. Enginn átti von
á því að Ólafur Jóhannesson myn-
daði ríkisstjóm. Hann hafði einnig
orðið fyrir því að Möðruvellingar
svákust úr flokknum. En þrátt fyrir
þetta myndaði Ólafúi’ ríkisstjórn. Sú
stjórn lifði að vísu aðeins i eitt ár.
En þá var kosið aftm’ og eftir þær
kosningar var Framsóknai’flokkur-
inn kominn með nær 25° 0 atkvæða
og Ólafur öflugri stjórnmálamaður
en nokkru sinni fyrr.
Haraldur Blöndal
„Ég held þess vegna að líklegasta stjórnar-
mynstrið verði þegar upp er staðið sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks ásamt þriðja flokki.“
Raunverulegar vörur fyrir
raunverulega peninga
„ .. .óheimilt er að veita rangar, ófullnægj-
andi eða villandi upplýsingar í auglýsing-
um eða með öðrum hætti“.
Gestir mínir og ég sjálf viljum helst
drekka ávaxtadrykki með matnum.
Hvorki gos né bjór. Þess vegna var
ég mjög ánægð að sjá nýja vöru fyr-
ir nokkrum mánuðum - plastflösku
sem var með mynd af ananasávexti
og fallegum ananassneiðum. Heiti
vörunnar var: Egils - ananas-
þykkni, verð kr. 91,70. í læsilegum
bókstöfum var fyrir neðan: Magn
0,98 lítri. Blandist 1:5 til 1:7.
Mjög gott fannst mér þangað til
ég reyndi að drekka blönduna 1:5.
Ekkert ananasbragð. Ég las þá smá-
texta fyrir neðan: Innihald: Sykur,
ananasbragðefni, sýra (E330), rot-
vamarefni (E 211). I stuttu máli ekki
raunveruleg vara þótt ég hefði greitt
raunverulega peninga.
En hvað segja lögin?
Þess vegna athugaði ég fleiri teg-
undir þykkna og fann oftast að um
„íslenskt vatn“ og bragðefni var að
ræða. En hvað segja lögin? Lög nr.
56 1978, 16. maí (lög um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti) segja í V. kafla:
KjáHaxinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
„Óréttmætir viðskiptahættir og
neytendavemd", 26. grein: í at-
vinnustarfsemi, sbr. 2. gr., er óheim-
ilt að aðhafast nokkuð það sem
brýtur í bága við góða viðskipta-
hætti, sem tíðkaðir em í slíkri
starfsemi eða er óhæfilegt gagnvm-f
neytendum.
27. gr. segir: Óheimilt er að veita
rangar. ófullnægjandi eða villandi
upplýsingar i auglýsingum eða með
öðrum hætti eða beita öðrum slíkum
viðskiptaaðferðimi. sem sama marki
em brenndar enda séu upplýsingar
þessar eða viðskiptaaðferðir fallnar
til að hafa áhrif á eftirspurn eða
framboð vara. . .
Eftir því sem ég get séð best er
mynd á plastflösku brot á 26. og 27.
gr. laga enda gróflega misvísandi.
Sýndur er ávöxtur sem ekki er safi
úr i flöskunni. Sjá Ijósmynd fyrir
ofan.
Neytendur sammála
Ég held að allir nertendur mundu
vei’ða sanmiála mér ef ég færi fram
á að:
1) Mvnd af ávöxtum megi aðeins
vera á ílátum sem raunverulega
innihalda ávexti eða safa úr þeim.
2) Sé varan merkt með orðinu
..bragðefni" er nauðsynlegt að skýra
frá um hvaða efni er að ræða til við-
vömnar þeim sem eru haldnir
ofnæmi.
3) Magn af sykri og af þykkni (sé
þykkni í flöskunni) verði gefið upp
á vörumiða.
Eiríka Á. Friðriksdóttir
„ .. .er mynd á plastflösku brot á 26.
og 27. gr. laga enda gróflega misvís-
andi. Sýndur er ávöxtur sem ekki
er safi úr i flöskunni. Sjá Ijósmynd
fyrir ofan.“