Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987.
45
Sviðsljós
Eigur Jósefínu Baker
Fagurlitur fjaðrabúnaðurinn tilheyrði eitt sinn Jósefínu Baker og var seldur fyrir of fjár á uppboði i Parisarborg siðastliðinn þriðjudag. Simamynd
Reuter
Blómatími kabarettáranna var í sviðsljósinu á uppboðinu sem haldið
var á jarðneskum eigum Jósefínu Baker að viðstöddu fjölmenni í fyrra-
dag. Fimm hundruð safnarar og aðdáendur mættu í Hotel Drouot Auction
House í Parísarborg og var hart barist um eigur hins látna listamanns.
Fatnaður, listaverk, póstkort, ljósmyndir og smáhlutir runnu út sem heit-
ar lummur en hæst verð fékkst fyrir bronsstyttu af Jósefínu naktri -
hundrað og fimmtíu þúsund frankar og nafn hins heppna kaupanda fæst
ekki gefið upp.
Brian Bouillon-Baker er tuttugu og níu ára gamall fóstursonur Ba-
kers. Hann sagði á uppboðinu að það væri sorglegt að sjá hluti sem svo
margar minningar væru tengdar við fara í ókunnar hendur. Hins vegar
væri betra að þetta kæmi fyrir almenningssjónir heldur en að það ryk-
félli einhvers staðar engum til ánægju. Brian bætti því við að gripirnir
hefðu selst á mun hærra verði í New York og London.
Síðustu árum ævinnar eyddi Jósefína Baker til þess að aðstoða munað-
arlaus börn víða um heiminn og í baráttu fyrir auknum mannréttindum.
Þrátt fyrir háan aldur og slæma heilsu neyddist Jósefína oft til að koma
fram til þess að afla fjár fyrir sig og fjölmörg fósturbörn og lést árið 1975
í Parísarborg - örfáum dögum eftir sina síðustu sýningu. Þegar hún var
borin til grafar fylgdu henni þúsundir Parísarbúa og í þeirra huga lifir
hún ennþá - hin ógleymanlega La Baker sem söng og dansaði sig inn í
hjörtu borgarbúa á tuttugasta áratugnum og hélt velli sem slík næstu
fimintíu árin.
Santana flatur
Það eru trúmálin sem leggja kappann svo hressilega og biður Carlos
þarna til æðri máttarvalda að sið sanntrúaðra gyðinga. Staðurinn er
múrinn eini og sanni í Jerúsalem en Santanaflokkurinn er á hljómleika-
ferð um ísrael um þessar mundir. Simamynd Reuter
Risavaxin
beibídúkka
Þeir sem telja allt allrastærst í Texas ættu að sjá dúkkurnar i Parisar-
borg! Franski hönnuðurinn Philippe Stark gerði hlunkinn af pissu-
beibídúkkugerðinni sem er hvorki meira né minna en sex metrar á hæð
og þrir metrar í þvermál. Ferlikinu var síðan komið fyrir í leikfangabúð
í háborg tiskunnar en nýtur ekki almennra vinsælda smæstu borgar-
anna. Drengurinn á Reutermyndinni er átján mánaða og leikur sér við
viðráðanlegri fígúru á svæðinu og fetar þar eflaust i fótspor margra
annarra jafnaldra sinna. En brúðan dregur að sér fjölda fullorðinna
með fullar hendur fjár og þar með er tilganginum náð að mati verslunar-
eigendanna.
Ólyginn
sagði...
Sly Stallone
þarf ekki að láta sér leiðast þótt
eiginkonan Gitte Nielsen verði
að heiman. Karl getur til skiptis
starað á borðstofuborðið sem
hefur ígreypta andlitsmynd
Gitte á borðplötunni eða farið
inn í stofu og virt fyrir sér sófa-
borðið sem er lagað eins og
líkami þessarar dönsku sýning-
arstúlku. Fyrir borðstofuborðið
greiddi Sly lítil hundrað og
fimmtíu þúsund en tvö hundruð
hurfu í sófaborðið. Rambo karl-
inn hefur efni á borðunum
tveimur og nokkrum slíkum til
viðbótar því ekki einungis malar
hann gull með skrokknum á sér
heldur er eiginkonan til sömu
hluta brúkleg líka.
Jackie Onassis
er martröð í hlutverki tengda-
móðurinnar að mati Eds
Schlossberg. Hann fær engan
frið á heimilinu með Karólínu
sína Kennedy fyrir heimsóknum
Jackie og reynir nú að koma
sem flestum slíkum glaðningum
út á næsta veitingahús. Forseta-
ekkjan hefur sérstæðan hæfi-
leika til þess að láta í Ijósi
þegjandi vanþóknun á smekk
hinna nýbökuðu hjóna í hús-
búnaðarmálum og listum - að
ekki sé minnst á líkamsvöxtinn.
Ed segir vinum sínum að
tengdamóðirin sé haldin sjúk-
legri megrunaráráttu og drag'i
Karólínu með í gulrótaát og leik-
fimitíma en gefi sér lítinn tima
til þess að íhuga merkilegri mál-
efni. Hjónabandið heldurennþá
en að mati kappans er það lítt
fýsilegt hlutskipti að eyða
ævinni i faðmi Kennedyklans-
ins.
Christie
Brinkley
og Brooke Shields áttu góðan
leik í partíi sem haldið var i New
York á dögunum. Tilefnið var
kvikmyndin The Inquiry og
mættu á staðinn aðstandendur
filmunnar og aðrir velunnarar.
Þessar ægifögru leikkonur nutu
þess að vera ekki í sviðsljósinu
þá stundina og fettu sig og
brettu sem mest þær máttu.
Auðvitað voru þær svo lús-
heppnar að Ijósmyndari af
snöggu gerðinni var á staðnum
þannig að augnablikið er nú all-
mörgum ógleymanlegt. Þetta
var annars með eindæmum
ágæt hreyfing fyrir andlitsvöð-
vana þannig að kvensurnar
halda unglegu útliti enn um
sinn.
‘M-
: ,