Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Utlönd
Fá
kamar
og land
skika
f kjölfar kosninga þeirra, sem
haldnar voru í Suður-Afh'ku í síð-
ustu viku, boðaði forseti landsins
hertar aðgerðir gegn þeim hópum
sem ástunda mótmælastarfsemi gegn
stjómvöldum hvítra í landinu. Ekki
tiltók forsetinn hverjir þessara hópa
yrðu teknir sérstaklega á hvalbeinið
né heldur hvers kyns aðgerðum yrði
beitt gegn þeim, en óhætt mun að
ætla að honum hafi þar verið í huga
þeir sem harðast berjast gegn kyn-
þáttaaðskilnaðarsteíhunni, apart-
heid.
I vestrænum íjölmiðlum ber að
jafnaði mest á þeim sem berjast á
hugmyndaíræðilegum grundvelli
gegn aðskilnaði kynþátta í S-Afríku.
Minna ber á hinum sem telja ólík-
legt að stjómvöld hvítra verði í
náinni framtíð reiðubúin til þess að
veita blökkumönnum kosningarétt,
kjörgengi til jafns við hvíta, hvað
þá sjálfsstjóm í einhverri mynd, og
einbeita sér því að tilraunum til úr-
bóta á aðbúnaði þeldökkra í borgum
og til sveita. Vesturlandabúar gera
sér því flestir litlar hugmyndir af því
hvemig svarti meirihlutinn býr,
hvert hlutskipti honum er skammtað
af stjóm hvítra.
Kamar og landskiki
Fréttaflutningur úr bæjum þeim
sem ætlaðir em svörtum S-Afríkön-
um, svo sem frá Soweto, hefur fært
heim sanninn um að aðstæður þar
séu verri en gerist í fátækrahverfum ■
vestrænna borga, svo ekki sé ofsagt.
Lítið hefur hins vegar borist af upp-
lýsingum um aðbúnað í þeim þétt-
býliskjömum þeldökkra sem
afskekktari em.
Einn þessara kjama er bærinn
Botshabelo sem um þessar mundir
vex ákaflega hratt. Þangað hafa tug-
þúsundir þeldökkra verið fluttir
undanfarin ár, eftir að tilraunir til
þess að koma þeim fyrir annars stað-
ar hafa mistekist.
I Botshabelo fá fjölskyldur úthlut-
að kamri til afhota og landskika til
þess að byggja á og lifa af. Byggja
þær sér þar leirkofa, oftast aðeins
eitt herbergi. Ekkert rafmagn er á
svæðinu, engar vatnsleiðslur, engar
skolplagnir og engir vegir.
Lífið er barátta
Þeir sem kunnugir em staðháttum
í Botshabelo segja að íbúar bæjarins
séu með verst stöddu íbúum S-Afr-
íku. Lífið er barátta sem ekki ber
neinn árangur og sér engan veginn
fyrir endann á.
Fyrst kemur baráttan fyrir sjálfs-
ákvörðunarrétti sínum, sem er í raun
töpuð um leið og fjölskyldan hefúr
verið flutt til Botshabelo. Niðurlæg-
ing þess að fá ekki að búa áfram á
heimasvæði, vera fluttur inn á
ókunnugt svæði og gert að merja
fram lífið úr engu.
Þá kemur baráttan við að reisa
húsnæði úr leir, tinplötum og öðm
því byggingarefni sem til fellur.
Svo baráttan við að finna atvinnu
á svæði þar sem atvinnuleysi er um
áttatíu prósent.
Næst er það baráttan við að koma
bömum sínum í skóla, svo þau læri
að lesa og skrifa, en skólar á svæð-
inu em illa búnir og verða að nota
eldri nemendur sína til þess að
kenna hinum yngri.
Flestir þeir karlmenn, sem finna
atvinnu, verða að sækja hana um
fimmtíu kílómetra leið, til bæjarins
Bloemfontein sem byggður er hvít-
um mönnum. Eins og tíðkast víðast
í S-Afríku standa þar þeldökkum
einvörðungu illa borguð og lítils virt
störf til boða.
Missa borgararétt
Framtíð íbúanna í Botshabelo
virðist þeim enn dekkri en ella fyrir
þá sök að til stendur að svipta þá
s-afrískum borgararétti þeirra.
Stjórnvöld í Pretoríu hafa uppi
áætlanir um að lýsa bæinn hluta af
Qwa-Qwa heimalandinu, einu af tíu
heimalöndum sem sett hafa verið á
Konur og börn flytja vatn að um nokkra leið. í baksýn eru nokkrir af þeim hundruðum kamra sem stjórnvöld
hafa látið reisa á svæðinu.
stofii undanfarin ár.
Qwa-Qwa er eitt smæsta og líklega
hið fátækasta af heimalöndum þel-
dökkra og liggur það á svæði sem
er bæði fjöllótt og lujóstugt. Lífsskil-
yrði eru þar ákaflega frumstæð og
þykir því aðfluttum það óvænlegur
kostur að lokast inni á svæðinu,
vera sviptir möguleika sínum til þess
að flytjast annað síðar.
Ef til þess kemur að stjómvöld
framkvæma þessar áætlanir myndu
íbúar Botshabelo þar með ekki leng-
ur vera á ábyrgð stjómar hvítra
manna, þeir nytu þá ekki lengur
þeirrar litlu aðstoðar sem nú er veitt.
Til þessa hefur stjómin í Pretoríu
byggt sjúkrahús, sem þjónar bænum,
litla verslanamiðstöð og hefur reynt
að laða atvinnuvegi að svæðinu.
Einkum em það iðnaðarfyrirtæki,
sem greiða lægstu laun og skapa
starfsmönnum sínum léleg skilyrði,
sem hafa látið laðast að loforðum
um ókeypis upþbyggingu og niður-
greiðslur. Er augljóst að loforð
stjómvalda hrökkva hvergi nærri til
þess að skapa þeim tuggþúsundum,
sem búa í Botshabelo, næga atvinnu.
Ekki er vitað í dag hvenær til þessa
aðskilnaðar frá S-Afríku kemur.
Hins vegar hafa stjórnvöld þegar
gert það að skilyrði til þess að fá
úthlutað landskika og kamri að fjöl-
skyldur taki við nafnskírteini frá
Qwa-Qwa, sem í raun jafhgildir því
að afsala sér s-afrískum borgararétti.
Hvad framundan?
Ef til vill er það því von að íbúar
Botshabelo spyiji sem svo hvað sé
framundan í lífí þeirra.
Hvaða staður er þetta eiginlega?
- Simamynd Reuter
Hvert erum við komin? Hvað eigum
við að gera hér?
Allt em þetta spumingar sem erf-
itt er að fá svar við. Meira að segja
þeir íbúar bæjarins sem besta af-
komu hafa, það em hjúkrunarkonur,
lögreglumenn og aðrir starfsmenn
hins opinbera, telja að verið sé að
losa stjómvöld undan ábyrgð með
því einu að flytja vandann út í hom,
sópa honum undir teppið.
Margir þeirra taka þessum flutn-
ingum þó af stóískri ró. Þetta em
aðeins einir flutningamir enn. Að-
eins enn einn þáttur lífsins sem þeir
fá ekki að hafa áhrif á, þvi þótt
spumingar vakni og spurningum
fækki, fást engin svör og eina spum-
ingin sem engum dettur í hug að
spyija er sú hver vilji þeirra sem
fluttir em þessum nauðungarflutn-
ingum sé.
Híbýlin eru moldarkofar sem hróflað er upp við kamar fjölskyldunnar. Þvottaaðstaðan er gömul olíutunna.
- Símamynd Reuter
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir