Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
29
írski söngvarinn Johnny Logan og sú belgiska Sandra Kim kyssa sigur-
táknið.
Sungið í kapp
Þá er júróvisjón lokið og lífið farið að ganga sinn vanagang á nýjan
leik. Fólk á ferli um göturnar og allir almennt sáttir við að hafa sigrað
aftur - sextánda sætið er í höfn.
Johnny Logan vann frækilega með lagi sínu Hold Me Now og er þann-
ig sigurvegari öðru sinni á lífsleiðinni. Kynnir keppninnar, Victor Lazlo,
þótti ægifögur sem sjá má á meðfylgjandi Reutersmynd og stúlkubamið
Sandra Kim hafði greinilega stækkað frá fyrra ári. Keppnin verður hald-
in aftur í írlandi að ári.
Kynnir keppninnar var söngvarinn Victor Lazlo. Sú góða kona vissi
greinilega út á hvað keppnin gengur og stjórnaði þessari þritugustu og
annarri Eurovisionkeppni með glæsibrag. Simamyndir Reuter
frægu
eru í
um Marcello Mastroianni í aðalhlutverki. John Voight
á heiðurinn af þeirri filmu og sést hér veifa til mann-
fjöldans þegar hann mætti á frumsýningu myndarinnar
i Cannes.
ihn Travolta er ennþá í fullu fjöri og sést hér með mótleikara sínum, Sally Kellermann
iu eiga sinn hlut að mynd á kvikmyndahátíðinni.
t>oir
Cannes
Hin árlega kvikmyndahátíð
stendur yfir í Cannes þessa dagana
og lýkur með miklum herlegheitum
þann nítjánda. Þar er að venju
margt um manninn og meðfylgj-
andi Reutersmyndir sýna, svo ekki
verður um villst, að fátt hefur
breyst á þeim vígstöðvum. Stóru
nöfnin eru mætt á staðinn og hin
ómissandi hálfberu smástirni einn-
ig. Eitthvað aðeins er minnst á
kvikmyndirnar sem til umfjöllunar
eru og verðlaunaveitingar verða
að venju undir lok húllumhæsins -
einhverjir snúa heim með skottið á
milli fótanna en aðrir verða stjörn-
ur á einni nóttu.
Kvikmyndahátíðin i Cannes yrði vart svipur hjá sjón ef hálfber smástirni hættu að mæta á staðinn. Hérna er
eitt slíkt stykki og Ijósmyndararnir láta sig ekki vanta fremur en fyrri daginn.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Vanna White
á í málaferlum gegn Palyboyelg-
andanum Hugh Hefner. Ástæðan
er sú að hann birti á dögunum
gamlar myndir af Vanna sem
teknar eru áður en frægðarsólin
nam staðar yfir höfði hennar. Þau
áttu í þriggja ára ástarsambandi á
þessum tíma og notfærði Hefner
sér þau nánu kynni til þess að ná
nektarmyndum sem síðan eru
orðnar gulls ígildi. Vanna White
telur að Hefner hafi notfært sér
hrekkleysi hennar og heimtar blóð
- eða aura - og má fastlega reikna
með því að myndbirtingin í hinu
deyjandi Playboyriti verði honum
erfiður biti að kyngja ef Vanna
vinnur málið.
Paul Hogan,
sem betur er þekktur undir nafn-
inu Krókódíladöndí, segist ekki
vera til nokkurs nýtur án eiginkon-
unnar, Noelene. Krókódílafrúin
hefur staðið við hlið hans í tutt-
ugu og átta ár og Paul ætlar sér
engar breytingar á því þótt frægð
og frami hafi orðið hans hlut-
skipti. Kátur mætti karl til leiks í
heljarmiklu Hollípartýi með sína
myndalegu ektaspúsu og fullyrti
við hvern sem hlusta vildi að
hjónaband þeirra tveggja hefði
aldrei verið betra og myndi svo
verða það sem bæði ættu eftir
ólifað.
Frankie Avalon
og Anette Funciello ætla að leika
saman á kvikmynd á nýjan leik.
Þau urðu heimsfræg fyrir mynd-
ina Strandpartí sem tekin var fyrir
tuttugu og fjórum árum og nú á
önnur slík að fylgja í kjölfarið.
Aftur á ströndina er nafn hins
væntanlega listaverks og segja
aðstandendur að skötuhjúin hafi
lítið sem ekkert elst á þessum
tæpa aldarfjórðungi sem liðinn er
frá fyrri filmun. Það er líklega eins
gott að halda sér ef þau verða
mikið látin tipla um á baðfatnaði
- eins og nafn myndarinnar gefur
tilefni til að álykta - því aukakepp-
ir og kíló eru ekki efst á vinsælda-
listanum hjá búningahönnuðin-
um þegar baðfatnaður er
meginþemað.