Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987. 15 c§a Húsnæðisstofnun ríkisins Lesendur FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Viö Menntaskólann við Sund, staða rektors. Við Menntaskólann á Egilsstöðum, kennarastöður í frönsku, stærðfræði og tölvufræði. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði, kennarastöður í viðskiptagreinum, þar á meðal bókfærslu, stærðfræði og eðlisfræði, og kennarastaða í þýsku, til eins árs. Við Kvennaskólann í Reykjavík, staða skólameistara og aðstoðarskólameistara, kennarastöður í íslensku, stærðfræði, dönsku, ensku, þýsku, félagsfræði, sögu, sálarfræði, uppeldisfræði efnafræði, eðlisfræði, jarð- fræði, líffræði, leikfimi og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 5. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. RUV: Kristín Birgisdóttir hringdi: Mig dauðlangar að fá hinn frábæra húmorista Dave Allen á skjáinn. Þætt- ir hans voru alveg stórskemmtilegir og komu velflestum ef ekki öllum til að slá á léttari strengi. Það vantar einmitt svona létta skemmtiþætti í sjónvarpið og því vil ég skora á sjónvarpið að koma okkur landsmönnum í gott skap með því að sýna Dave Allen. Dave Allen ber af öllum húmoristum að mati lesenda og vonandi byrtist hann aftur á skjánum innan „Það má segja að þessi svokallaða samkeppni, eða „karlagrobb" einstakra starfsmanna sjónvarpsstöðvanna, sé komin út fyrir öll eðlileg mörk.“ Gauragangur á Stöð 2 Áskrifandi skrifar: Á kosninganótt eíhdi Stöð 2 til leiks sem allir voru hvattir til að taka þátt í. Er hér átt við getraun sem efnt var til og allir muna eftir. Maður nokkur varð fyrir einkenni- legri reynslu í sambandi við þennan leik. Þannig var að hringt var til hans og sagt að hann hefði verið dreginn út og hann spurður hvort hann yrði ekki örugglega í þessu númeri því hringt yrði aftur þegar útsendingin kæmi. Kvað hann svo vera. Reyndin varð svo sú að aldrei var hringt aftur. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Þannig háttar til hjá þessum manni að hringingin hefði hvergi getað kom- ið nema frá Stöð 2. Maðurinn skrifaði bréf og óskaði eftir skýringum á þessari framkomu. Lítið varð um svör en forsvarsmenn stöðvarinnar létu þetta bréf fara í tau- gamar á sér og héldu áfram að vera með dónaskap og furðulegheit. Maðurinn ályktaði því að eitthvað vantaði á að menn kynnu mannasiði á þeim bæ og að allir þar um borð væru svo uppteknir af sinni ímynd að erindi sem þetta ætti ekki við í þeirri merkingu. I ljós hefur komið að fleiri fengu svona upphringingar þannig að sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki hafi verið eitthvað meira á ferðinni. Hvað sem öðru líður er alveg ljóst að leikur sem þessi var til þess ætlað- ur að fjölga áhorfendum á Stöð 2. Spumingin er því er þvi sú hvort ekki hafi verið hringt skipulega í fólk þá um nóttina til að festa fleiri áhorfend- ur að Stöð 2 og fá þannig betri útkomu fyrir stöðina í skoðanakönnun sem framkvæmd var við og við um nótt- ina. Slíkt er ekki með öllu óhugsandi en fer þó sennilega mest eftir því hvað tölfræðimóðursafnið hefur verið stórt. Ef hugrenningar sem þessar eiga við einhver rök að styðjast má segja að þessi svokallaða samkeppni, eða ..kar- lagrobb" einstakra starfsmanna sjónvarpsstöðvanna, sé komin út f>TÍr öll eðlileg mörk. Hvað varðar Stöð 2 þá ætti að vera hægt að gera þær kröfur til fjölmiðla sem hennar að starfsmenn sýni að þeir hafi vald á grundvallarmannasið- um þó að málið snúist bara um Jón Jónsson. Næst þegar efnt verður til svona uppákomu ætti að láta fólk vita hver tilgangurinn er með slíku og hvort það megi eiga von á að vera haft að fíflum. AKUREYRARBLAÐ fylgir helgarblaði DV laugardaginn 23. maí nk. Þetta verður í sjöunda sinn sem sérstakt AKUREYRAR- BLAÐ DV kemur út. Blaðinu verður dreift sérstaklega á AKUREYRI og næsta nágrenni og er þvi kjörinn auglýs- ingavettvangur fyrir þá sem þurfa að koma skilaboðum til norðanmanna. AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! DV-AKUREYRARBLAÐ AUGLÝSINGAR, ÞVERHOLTI 11 - SÍMI 27022. SKILAFRESTUR með auglýsingar er til föstudags 15. maí og þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur hið fyrsta ef áhugi er á að auglýsa í AKUREYRARBLAÐI. GRUNNSKOLI ESKIFJARÐAR SÉRKENNARAR Sérkennara vantar að skólanum, starfið felst einkum í að kenna og starfa með fjölfötluðum 16 ára dreng. Nánari upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 6422 og skólastjóri í síma 6472, heimasími 6182. Skólastjóri. AFGREIÐSLUSTÚLKA ÓSKAST á aldrinum 20-40 ára í sérverslun í Hamraborg, Kópa- vogi, hálfan eða allan daginn. Umsóknir óskast sendar í pósthólf 85, 200 Kópa- vogi, sem fyrst. Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, veröa reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir g'alddaga. r^Húsnæðisstofnun ríkisins Endursýnið Dave Allen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.