Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Mazda 929 L '80 til sölu, hardtopp,
vökvastýri, sjálfskiptur, gangverð 200
þús., fæst á 170 þús., ennfremur vara-
hlutir í Subaru DL ’78. Uppl. í síma
84760, á kvöldin í síma 73306.
Scout 78 til sölu, 8 cyl. 304 vél, ekinn
75 þús., sjálfskiptur, aflbremsur og
vökvastýri, litur gulur, ný dekk og
nýjar White Spoke felgur. Uppl. í síma
92-3923 og 92-7479. Gunnar.
Stórlækkun á sóluðum hjólbörðum.
Mikið úrval af nýjum og sóluðum
hjólbörðum. Landsþjónusta, póstkröf-
ur sendar samdægurs. Hjólbarðastöð-
in, Skeifunni 5, símar 33804 og 687517.
Austin Mini 77 til sölu, ástand þokka-
legt, skoðaður ’87, fæst á 20 þús.
staðgreitt. Uppl. i síma 77073 eftir kl.
18.
BMW 318i '81 til sölu, ekinn 99 þús.,
mjög góður bíll, skipti á ódýrari eða
góður staðgrafsl. Uppl. í síma 18834
eða 74864 eftir kl. 18.
Bílasalan Höfði auglýsir. Erum fluttir
á Skemmuveg 34 n, vantar fleiri bíla
á staðinn og á söluskrá, reynið við-
skiptin. Símar 74522 og 74230.
Daihatsu Charade '80 til sölu, bíll í
góðu standi, fæst á góðu staðgreiðslu-
verði eða með verðtryggðum greiðsl-
um. Uppl. í síma 656357.
Daihatsu Charmant 79 til sölu, ekinn
68 þús., skoðaður ’87, 4- sumardekk,
verð 60 þús. Uppl. í síma 84639 eftir
kl. 20.
Daihatsu Charade 79 til sölu, einnig
Lada 1200 ’80 eða skipti á ’82—’83 af
sömu tegundum eða Toyota. Uppl. í
síma 74558.
Datsun 200 L 78 til sölu, þarfnast lag-
færinga. Verð 40.000, gangverð 150-
170.000. Uppl. í síma 54411 og eftir kl.
19, 54879.
Evinrude vélsleði til sölu, verð 10 þús.,
einnig ný jeppakerra, verð 40 þús.
Uppl. í síma 79300 til kl. 18 og 45260
eftir kl. 18.
Ford Escort ’84 1600, þýskur, svartur
með sóllúgu, sílsalistar, gardínur,
XR-spoiler o.fl. Aukaumgangur af or-
iginal felgum fylgir. Sími 51541.
Góður Dodge Weapon '54 til sölu með
6 cyl. Benzvél og 5 gíra kassa, í skoð-
unarhæfu ástandi. Uppl. í síma 688497
eftir kl. 19.
Limco fylligrunnurinn kominn. "Quick
Wink" pantanir óskast sóttar strax.
H. Jónsson og Co., Brautarholti 22,
sími 22255.
Lada 1600 78 til sölu. Á sama stað
til sölu Yamaha IT 175 enduro ’82,
flutt inn ’84, allt nýupptekið. Uppl.
í síma 54062.
Mazda 626 GLX '83 til sölu, ekinn 53
þús., get tekið bíl upp í á ca 200 þús.,
einnig þvottavél og þurrkari. Uppl. í
síma 667510 eða 667417.
Mazda 626 ’81 til sölu, 2 dyra, 2000,
sjálfskiptur, ekinn 67 þús., sumar- og
vetrardekk, útvarp, kassetta, sílsalist-
ar, toppbíll. Síma 611521 eftir kl. 19.
Mazda 818 75, nýlega lökkuð, skoðuð
’87, til sölu eða skipti á dýrari bíl t.d.
Daihatsu, Ford Fiesta árg. ’82-’84.
Uppl. í síma 32607 og 52646 eftir kl. 16.
Mazda 929 ’81 til sölu, ekin 85 þús.,
m/vökvastýri, sumar- og vetrardekk,
verð 240 þús. Uppl. í síma 621193 eftir
kl. 17.
Mazda 929 '80 st.til sölu, sjálfskiptur,
ekinn 103 þús. af sama eig. áfalla-
laust, sumar- og vetrardekk. Verð 200
þús., Öll verðbréf skoðuð. Sími 42758.
BMW 728 79 til sölu, mjög fallegur
bíll, skipti koma til greina. Uppl. í
síma 673022.
Bronco 74 til sölu, 6 cyl., beinskiptur,
skoðaður ’87. Góð kjör. Uppl. í síma
671048.
ÞAÐ KEMUR MEÐ
20ÁRA ABYRGÐ,
ALGJÖR BYLTING Á ÍSLANDI
TUFF-RAII
STERKAR PLAST GIRÐINGAR
*Auðveldar i uppsetningu * Margar stærðir
* litur vel ut og parfnast * Funar ekki
ekki viðnalds
Emniq husakiæómg Þ3krennur o s frv
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Bronco Sport 74, 6 cyl. til sölu, þarfn-
ast boddýviðgerðar. Uppl. í síma
72481.
Cadillac Eldorado 79 til sölu, keyrður
80.000 km, lítur mjög vel út. Verðtil-
boð. Uppl. í síma 673339.
Chevrolet Van. Til sölu Chevrolet Van
’71, gott gangverk. Uppl. í síma 78782
eftir kl. 18.
Daihatsu Charmant ’82 til sölu, ekinn
56 þús., glæsilegur bíll. Uppl. í síma
92-2011 eftir kl. 18.
Daihatsu Charade '86 til sölu, ekinn
aðeins 12 þús., dökkblár, verð 310
þús. Uppl. í síma 42871 eftir kl. 18.
Daihatsu Charade '80 til sölu, ekinn
66.000, mjög fallegur bíll. Verð kr.
145.000. Uppl. í síma 641103 eftir kl. 18.
Datsun Cherry ’81 til sölu eftir tjón.
Verð tilboð. Uppl. í síma 41142 eftir
kl. 18.
Fiat Uno '87 til sölu, ekinn 5000 km,
einnig Lada Sport '79, nýyfirfarin vél.
Uppl. í síma 75126 eftir kl. 18.
Ford Bronco 73 til sölu, 8 cyl., sjálf-
skiptur, á nýjum 35" dekkjum, og VW
Jetta CL '87. Uppl. í síma 92-3591.
Ford Fiesta 79 til sölu, upptekin vél,
góð kjör. Uppl. í síma 92-7712 eftir kl.
20.
Honda Civic '81 til sölu, ekinn 62 þús.,
í toppstandi, sjálfskiptur, gott lakk,
staðgreiðsla. Sími 672554.
Jeep CJ7 Golden Eagle 78 til sölu, 8
cyl., aflstýri, Ramseyspil, í góðu
standi.
Uppl. í síma 96-25764.
Mazda 323 ’80, skemmd eftir umferð-
aróhapp, til sölu. Uppl. í síma 672483
milli kl. 17 og 19.
Mazda 626 ’80 til sölu, sjálfskipt, ekin
116 þús., skoðuð ’87, gott staðgreiðslu-
verð. Uppl. í síma 44869 eftir kl. 18.
Mazda 626 ’86 disil, ekinn 20 þús. fall-
egur bíll til sölu. Uppl. í síma 39300
og á kvöldin í síma 681075.
Mitsubishi Colt ’81 til sölu, þarfnast
smávægilegra viðgerða. Verð 110.000.
Uppl. í síma 51918.
Silfurgrár VW Golf GL 78 til sölu, sum-
ar- og vetrardekk fylgja, fæst á góðum
kjörum. Uppl. í síma 28024.
Suzuki Fox ’83 til sölu, skipti á Pajero
eða Rocky möguleg. Uppl. í síma
666991.
Tilboð óskast í Ford Bronco 73, Þarfn-
ast lagfæringar. Uppl. í síma 73695
eftir kl. 19.
Trabant ’86 til sölu, keyrður 10 þús.,
góður bíll. Uppl. í vinnusíma 675590
og 82451. Jakob.
VW bjalla 75 til sölu, í ágætu standi,
aukaumgangur af dekkjum á felgum
fylgir. Uppl. í síma 681136 eftir kl. 17.
Wartburg '80 til sölu, ekinn 76.000 km,
verð kr. 20.000. Uppl. í síma 79833 eft-
ir kl. 19.
2 bílar til sölu. Daihatsu 100 4x4 sendi-
bíll ’85, ekinn 53 þús. og Lada 1500 st.
’87, ekinn 600 km. Tilboð óskast, mið-
að við staðgreiðslu. Uppl. í síma 76882
eftir kl. 17.
Daihatsu Charade XTE '82 til sölu, 5
gíra. Uppl. í síma 72958.
Datsun Nissan 220c 79 til sölu, skipti
á dýrari. Uppl. í síma 96-52257.
Ford Bronco '66 til sölu, selst ódýrt
gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 71216.
Lada 1500 '86 til sölu, 5 gíra station.
Uppl. í síma 40322 eftir kl. 19.
Lada 1600 79 til sölu, verð 30 þús.
Uppl. í síma 671171.
Lada Sport 79, keyrður 85 þús. til sölu.
Uppl. í síma 53295.
Lancer árg. 74 til sölu til niðurrifs.
Uppl. í síma 78870.
Mazda 323 GLX ’87 til sölu, sjálfskipt-
ur. Símar 92-1868 og 92-3844.
Renault R4 '80 til sölu, verð tilboð.
Uppl. í síma 51455.
Subaru 1600 sedan ’81 til sölu. Uppl.
í síma 672175.
Talbot Solara 1600 GLS ’82, ekinn 32
þús. til sölu. Sími 21594 e. kl. 19.
VW 1303 74 til sölu. Verð tilboð, er
óökufær. Uppl. í síma 23433. Diego.
Vil selja Austin Princess 79, selst ódýrt.
Uppl. í síma 92-6034 eftir kl. 20.
■ Húsnæði í boði
30 ferm bílskúr til leigu í Kópavogi.
Uppl. í síma 41772 eftir kl. 19.
New York. 2ja herb. íbúð með hús-
gögnum til leigu við hliðina á Central
Park, New York, leigutímabil 1.06 til
1.10, frábær staðsetning. Uppl. í síma
77075 eftir kl. 19.
Til leigu efri hæð í einbýlishúsi rétt
fyrir utan bæinn, á hæðinni eru 4
herbergi og eldhús, á neðri hæð
þvottahús og geymsla^ Tilboð sendist
DV, merkt „Reglusemi 548“.
3ja herb. íbúð til leigu á hæð, miðsvæð-
is í Reykjavík. Laus nú þegar. Tilboð
sendist DV, merkt „Reglusemi 555“
fyrir fimmtudagskvöld.
4ra herbergja mjög góð ibúð í námunda
við Háskólann til leigu frá 1. júní.
Tilboð með almennum uppl. sendist
DV fyrir 16.05, merkt „MI-98591“.
Herbergi til leigu með aðgangi að
snyrtingu, við Hraunbæ í Reykjavík,
fvrirframgreiðsla. Uppl. í síma 78635
eftir kl. 18.
Húseigendur. Höfum leigjendur að öll-
um stærðum íbúða á skrá. Leigutakar,
látið okkur annast leit að íbúð fyrir
vkkur. Leigumiðlunin, sími 79917.
Óska effir meðleigjanda að 3ja herb.
íbúð í Breiðholti. Uppl. í síma 71859
eftir kl. 20, bílasími 985-23747 á dag-
inn.
Löggiltir húsaleigusamningar fást á
smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,
síminn er 27022.
117 fm ný, vönduð íbúð til leigu við
Ofanleiti, tilbúin 15/5, og 2ja herb íbúð
í Seljahverfi, laus 1/6. Aðeins vandað
og reglusamt fólk kemur til greina.
Tilboð, er greini fjölskyldustærð, at-
vinnu, aldur og leiguupphæð, sendist
DV, merkt „íbúð 789“.
■ Húsnæði óskast
Kæri húseigandi! Átt þú 4-5 herb. íbúð
eða einbýlishús á höfuðborgarsvæð-
inu sem þú vilt leigja okkur á haust-
mánuðum og jafnvel til lengri tíma? Á
móti færð þú strangheiðarlega og
reglusama leigjendur sem ganga vel
um og borga á réttum tíma. Góð með-
mæli ef óskað er. Hafið samband í
síma 96-25932 eftir kl. 19.
Erum ung, barnlaus hjón, húsasmiður
og hárgreiðslukona, óskum eftir 3ja-
4ra herb. íbúð á leigu frá 1. júní nk.
í langan tíma, erum reglusöm og
göngum vel um, tryggar mánaðar-
greiðslur, meðmæli ef óskað er. (P.S.
húsnæðið má þarfnast lagfæringar.)
Uppl. í síma 671315. Einar.
Góður leigjandi. Ungur fulltrúi hjá
Pósti og síma óskar eftir einstaklings-
íbúð, gott herbergi kæmi til greina.
Er bæði reglusamur og skilvís. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma
22099 til kl. 22, Grétar.
Mjög góðir leigjendur. Útvegstækni í
góðri stöðu með konu og eitt barn
bráðvantar 3ja-4ra herb. íbúð. Heitir
góðri umgengni og öruggum greiðsl-
um, meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma
622867 á daginn og 46683 á kvöldin.
Skammtímaleiga. Hjón á fertugsaldri
óska eftir íbúð til leigu til 1. sept.,
má vera búin húsgögnum, allar stærð-
ir koma til greina, fyrirframgr.
Vinsamlegast hafið samband í s. 20782
e.kl. 19.
Ung kona óskar eftir að taka á leigu
litla einstaklingsíbúð eða 2ja herb.
íbúð, helst í austurbæ. Reglusemi og
góðri umgengni heitið. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Uppl. gefur Rósa
í síma 20438 f.h. og e.kl. 17.
Ungur sjálfstæður atvinnurekandi óskar
eftir að taka 3ja herb. íbúð á leigu frá
1/6. Reglusemi, snyrtilegri umgengni
og öruggum mánaðargreiðslum heitið.
Vinsamlegast hringið í síma 74438
milli kl. 17 og 20.
Óska eftir 3-4 herb. íbúð til leigu í
Rvík, Kópavogi eða Hafnarfirði,
reglusemi heitið, 3 mánuðir fyrirfram
og öruggar mánaðargr. Uppl. í síma
29713 milli kl. 19 og 20.
21 árs háskólanemi (stúlka) óskar eftir
einstaklingsíbúð eða rúmgóðu her-
bergi, fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. í síma 92-2924.
24 ára trésmiður óskar eftir 2-3 her-
bergja íbúð, öruggar mánaðargreiðsl-
ur. Vinsamlegast hringið í síma 10279
eftir kl. 22.
2ja herb íbúð til leigu frá 1. júní til 1.
sept. með húsgögnum (sími fylgir), í
Breiðholti. Tilboð sendist DV, merkt
„Æsufell 4“.
4ra herbergja íbúö óskast til leigu í
Hlíðum eða nágrenni, fyrirfram-
greiðsla og góðar mánaðargreiðslur.
Uppl. í símum 12574 og 687988.
22 ára stúlku vantar íbúð til lengri tíma
á sanngjörnu verði, öruggum greiðsl-
um og góðri umgengni heitið. Helst
miðsvæðis í borginni. Uppl. í síma
32846 eða 34543.
38 ára reglusaman húsgagnasmið
bráðvantar einstaklingsíbúð á Stór
Reykjavíkursvæðinu, hjóðlát og
snyrtileg umgengni, skilvísi heitið.
Uppl. í síma 21242 eftir kl. 18.
Húseigendur, athugið. Höfum leigjend-
ur að íbúðum, sérstaklega 2ja-3ja
herb., einnig að öðru húsnæði. Opið
kl. 9Í-12.30._ Húsnæðismiðlun Stúd-
entaráðs HÍ, sími 621080.
Ungan mann, utan af landi vantar litla
einstaklingaíbúð strax. Reglusemi og
100% tryggum mánaðargreiðslum
heitið. Vinsamlegast hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-3340.
Herbergi. 21 árs námsmaður utan af
landi óskar eftir herbergi með aðgangi
að baði og þvottavél. Lítil íbúð kemur
einnig til greina. Sími 619856 í kvöld.
Reglusamur, fertugur bifreiðastjóri
óskar eftir að taka á leigu 2ja-3ja
herb. íbúð, 3ja-4ra mán. fyrirframgr.,
góð umgengni S. 14306 e. kl. 19.30.
Reykjavík - Akureyri. Leiguskipti.
Óskum eftir íbúð í Reykjavík frá 1.
sept. í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð á
Akureyri. S. 96-22904 milli kl. 18 og 20.
Ung hjón með eitt barn, sem eru við
nám erlendis, óska eftir íbúð á leigu
í Hafnarfirði í sumar. Uppl. í síma
52868 eftir kl. 19.
Ungan reglusaman mann bráðvantar
íbúð í sumar, helst í miðbænum. Vant-
ar einnig ódýra þvottavél. Uppl. í síma
15890 frá kl. 18 til 20.
Ungt, reglusamt, barnlaust par
í háskólanámi óskar eftir 2ja-3ja herb.
íbúð á leigu frá júní/júlí. Úppl. í síma
666802.
Við erum ung, barnlaus hjón og okkur
vantar 2ja-3ja herb. íbúð sem allra
fyrst. Erum reglusöm og með öruggar
greiðslur. Uppl. í síma 19591 e.kl. 17.
Kona um sextugt óskar eftir að taka á
leigu l-3ja herb. íbúð. Reglusemi og
skilvísum greiðslum lofað. Gæti látið
heimilishjálp í té. Sími 18650. Kristín.
Óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð
í Rvík, Hafnarfirði eða Kópavogi til
leigu nú þegar eða frá 15. maí, fyrir-
framgreiðsla. Sími 651467 og 45451.
Óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herb.
íbúð, góðri umgengni heitið ásamt
öruggum mánaðargreiðslum, lang-
tímaleiga. Uppl. í síma 41728.
Óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð til leigu,
sem allra fyrst. Reglusemi og góðri
umgengni heitið. Uppl. í síma 28193
(Elín).
Löggiltir húsaleigusamningar fást á
smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,
síminn er 27022.
Einstæð móðir með 2 börn óskar eftir
að fá leigða 3ja-4ra herb. íbúð í
Reykjavík. Uppl. í síma 18356.
Kópavogur. Kona með 2 böm óskar
eftir 2-3ja herb. íbúð til leigu. Uppl.
í símum 45376 og 41150 eftir kl. 17.
Ung hjón, læknir og kennari, með 1
barn óska eftir íbúð til leigu í lok
ágúst nk. Uppl. í síma 75445.
Ungt, reglusamt par - námsfólk - utan
af landi óskar eftir 2ja herb. íbúð í
Reykjavík. Uppl. í síma 93-1897.
Ungt, reglusamt par, við háskólanám,
óskar eftir íbúð frá 1. júní. Uppl. í síma
93-1720.
Ungur, reglusamur maður óskar eftir
herbergi eða lítilli íbúð á leigu. Uppl.
í síma 671064.
Viðskiptafræöingur óskar eftir 2ja herb.
íbúð á leigu, helst í vesturbæ. Sími
672468 milli kl. 18 og 21.
Óska eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð
strax, leigutími ca 5 mán„ góð um-
gengni, góð borgun. Uppl. í s. 24398.
Óska eftir 2ja -3ja herb. íbúð á leigu.
Sími 685354 eftir kl. 18.
■ Atvinnuhúsnæói
Laugavegur. Til leigu er 170 fm (bjart)
húsnæði við Laugaveg, fyrir skrif-
stofu-, þjónustu- og iðnaðarstarfsemi.
Aðkoma er bæði frá Laugav. og Hverf-
isgötu (lyftuhús). Gott útsýni. Uppl. í
s. 672121 virka daga frá kl. 9-17.
Til leigu eru u.þ.b. 70 fm skrifstofu- eða
verslunarhúsnæði á 1. hæð við Nóa-
tún. Hafið samband við auglþj. DV í
síma 27022. H-3325.
Vantar verslunarhúsnæði við Lauga-
veg eða í miðbænum. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-3326.
■ Atvirma í boöi
Sölustarf. Sölumaður óskast til að selja
músík- og videokassettur, penna,
rakvélar og kveikjara. Starfið felst í
ferðalögum um landið allt og er mikið
og krefjandi. Viðkomandi þarf að geta
byrjað strax og hafa reynslu af
sölustörfum, hér er um framtíðarstarf
að ræða. Uppl. gefur Ragnar eða
Halldór, ekki í síma. R. Guðmundsson,
Skólavörðustíg 42.
Starfsfólk óskast á skóladagheimili að
Heiðargerði 38 frá og með 1. júní í
sumarafleysingar (gæti verið um
framtíðarstarf að ræða ef um semst),
vinnutími frá kl. 13-17.30. Einnig
vantar fólk í ræstingu. Uppl. í síma
33805 eða á staðnum.
Óska eftir húsasmið í innivinnu, ca 2ja
vikna verk. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-3336.
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingun-
um og þú getur síðan farið yfir þær í
ró og næði og þetta er ókeypis þjón-
usta. Síminn er 27022.
Góð laun! Vantar strax nokkra hand-
lagna menn (altmuligmenn) og tré-
smið til að fullgera báta. Mikil vinna
framundan. Fæði á staðnum. Uppl. í
síma 53644 eða á staðnum. Mótun,
Trönuhrauni 4.
Óskum eftir starfsfólki til framleiðslu-
starfa í samlokugerð í Kópavogi,
vinnutími frá 6.30 fh. til ca 15 e.h. og
annan hvern laugardag frá kl. 8-13.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-3278.
Ráðskona óskast i sveit, börn engin
fyrirstaða, einnig stúlka, ekki yngri
en 20 ára, helst vön hrossum. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022.
H-3343.
Aðalstarf - aukastarf. Óskum eftir að
ráða duglegt og heiðarlegt samstarfs-
fólk til sölustarfa, þarf að hafa bifreið
til umráða. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-3344.
Blikksmiðir. Viljum ráða blikksmiði,
járniðnaðarmenn og menn vana
blikksmíði. Góð vinnuaðstaða. Uppl.
í síma 54244. Blikktækni hf. Hafnar-
firði.
Borgarnes - nærsveitir. Starfsfólk
vantar til almennra hótelstarfa á Hót-
el Borgarnesi, hlutastörf og heils-
dagsstörf. Uppl. gefa hótelstjórar í
síma 93-7119. Hótel Borgarnes.
Lyftaramaður. Vanan lyftaramann
vantar til starfa sem fyrst hjá stóru
iðnfyrirtæki í Reykjavík, þeir sem
hafa áhuga hafi samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-3334.
Aukavinna! Óskum eftir fólki í hrein-
gerningar, vinnutími eftir samkomu-
lagi. Uppl. í síma 53316 milli kl. 17 og
20.
Er ekki einhver hress og kát og mjög
barngóð kona sem vill vinna í sumar-
búðum fyrir börn, má hafa með sér
barn. Uppl. í síma 93-3956.
Esjuberg auglýsir! Viljum ráða mat-
reiðslumenn og aðstoðarfólk í eldhús.
Uppl. á staðnum í dag og næstu daga
kl. 10-15.
Okkur vantar áreiðanlegan og stund-
vísan mann til starfa strax, þarf að
kunna að flaka fisk. Vinnutími frá kl.
8-18. Síldarréttir hf„ sími 76340.
Plastiðnaður. Öílugt fyrirtæki í plast-
iðnaði óskar eftir starfsmanni til
vélgæslu. Vaktavinna (7 daga vinnu-
vika). Uppl. gefur Gestur í síma 28100.
Sólbaðsstofa - Breiðholt. Starfskraftur
óskast á sólbaðsstofu í Breiðholti,
ekki yngri en 20 ára. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-3330.
Starfsfólk óskast, bæði til framtíðar
og sumarafleysinga. Uppl. á staðnum.
Efnalaugin Kjóll og hvítt, Eiðistorgi
15.
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa,
vaktavinna, einnig vantar stúlku í
kvöld- og helgarvinnu. Uppl. í Sölu-
turninum Hringbraut 14, Hafnarfirði.
Trésmiðir athugið! 4-5 trésmiði vantar
strax, mikil vinna, góð laun. Uppl.
gefur Sigurður í síma 93-6339 í hádegi
og eftir kl. 19 á kvöldin.
Óska eftir ábyggilegri konu í matvæla-
framleiðslu, vinnutími frá 8-16, á
sama stað óskast 30-50 lítra hrærivél.
Uppl. í símum 641040 og 82597.
Afgreiðsla - Árbær. Reglusöm og dug-
leg starfsstúlka óskast til starfa í
bakarí. Uppl. gefur Þórey í síma 71667.
Bifvélavirki. Góður bifvélavirki óskast
strax. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-3291.