Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
fþróttir
DV
-í ."v. ••
á kynbótasýningunni. Knapi er Sigvaldi Ægisson.
• Blika frá Árgerði fékk hæstu einkunn
Hundrað hrossa í
dóm í Víðidalnum
Það var mikið um að vera í Víðid-
alnum um helgina því auk íþrótta-
móts voru um það bil 120
kynbótahross dæmd á héraðssýn-
ingu. Það var Búnaðarsamband
Kjalamesþings, sem nær yfir
Reykjavíkur- og Reykjaneskjör-
dæmi, sem efndi til þessarar héraðs-
sýningar. Öll hross voru gjaldgeng
í dóm. Það er alkunna að hross eru
send milli landshluta til tamningar
og þvi hefur hingað til þurft að senda
hrossin og jafhvel tamningamennina
milli staða til að fá hrossin dæmd.
Nú var þessu breytt til hagræðingar
fyrir hestaeigendur og gátu menn
komið með hross hvaðanæva af
landinu. Þau hross, sem nú voru
sýnd, hafa sum verið dæmd áður en
önnur ekki. Allmargir stóðhestar
voru dæmdir, samtals 23, en um það
bil eitt hundrað hryssur. Auk þess
vom ýmis önnur hross dæmd sem
afkvæmi. Hrossin vom flest dæmd á
laugardag en sýning fór fram síðdeg-
is á sunnudag. Það þurfti'því hraðar
hendur við útreikninga. Það vom
þeir Þorkell Bjamason, Guðmundur
Sigurðsson og Sveinbjöm Eyjólfsson
sem dæmdu hrossin en þeim til að-
stoðar var Sigurður Oddur Ragnars-
son.
Einkunnir vom ekki mjög glæsi-
legar. Einungis fjórar hryssur fengu
1. verðlaun en meirihlutinn hlaut
hærri einkunn en 7,50 sem þarf til
að komast í ættbók. Af 23 sýndum
stóðhestum hlaut enginn 1. verðlaun
en hæstu einkunn hlaut Sokki frá
Kolkuósi sem er glæsilegur klár-
hestur með fallegar, fjaðrandi
hreyfingar en án skeiðs. Hryssumar,
sem urðu í efstu sætum í flokki
hryssna, 6 vetra og eldri og fimm
vetra, þær Blika frá Árgerði og
Gyðja 6891 frá Gerðum, sýndu sér-
lega skemmtileg tilþrif á skeiði og
eins var töltið mjúkt og framtakið
mikið. Efstu hross vom þessi: í flokki
4. vetra hryssna kom einungis ein
hryssa, Lýsa frá Lýsuhóli, og hlaut
7,54 í einkunn. Eigandi er Guðmund-
ur Kristjánsson. I flokki fimm vetra
hryssna kom efst Gyðja 6891 frá
Gerðum með 8,04 í einkunn, eigandi
Jón Jónsson. Blika 6469 frá
Kirkjubæ var önnur með einkunn-
ina 8,00, eigandi Sigurbjöm Bárðar-
son, og i þriðja sæti var Drótt 6745
frá Keldudal með 7,94 í einkunn.
Eigandi er Leifur Þórarinsson. I
flokki hryssna, sex vetra og eldri,
stóð efst Blika frá Árgerði með ein-
kunnina 8,09 en eigandi hennar er
Magni Kjartansson, i öðru sæti var
Ófeig frá Keldudal með einkunnina
8,03, eigandi Leifur Þórarinsson, og
í þriðja sæti var Valkyija frá Kolku-
ósi með 7,91 í einkunn. Eigandi
Stafnun
skeiðkonufélags
Konur hafa fyrir löngu haslað sér
völl í hestamennskunni og hafa verið
drjúgar við verðlaunapenmgasöfhun.
Nú ælla nokkrar alvanar skeiðkonur
að stofna skeíðkonufélag sem á að
verða til þess að efla þátttöku kvenna
í skéíðkappreiðum og öðrum hesta-
íþróttum. Þær konur, sem hafa áhuga
á þessu félagi, ættu að hringja i Ömu
í síma 21940 eða Láru í síma 44152.
Urasjónarmaður þessa þáttor ætlar
að birta úrslit frá flfestum hestamótum
sumarsins. Til þess að það takist þarf
að vera gott samstorf við þá sem skipu-
leggja hestamót um alit land. Best
væri að umsjónarmenn mótanna eða
aðrir áhugamenn hafí sambíind víð
Eirík Jónsson, safnstjóra á DV, í vi-
kunni áður en mót eru haldin þannig
að hægt sé að skipuleggja vinnuna.
Mótin fara ylirlein fram um helgar, á
laugardögum og sunnudögum, en ef-
nið birtist á mánudögum. Það er því
augljóst að mótshaldarar þuríá að
hafa hraðar hendur við að koma efn-
inu frá sér á sunnudögum eða jafnfljótt
og móttun er lokið.
Eirmig væri gaman að heyra frá
hestamönnum ef þeir húa yfír fi'éttum
úr hestomennskunní.
hennar er Anders Hansen.
I flokki 4 vetra stáðhesta kom efst-
ur Glaður frá Sauðárkróki með
einkunnina 7,71 og er eigandi hans
Sveinn Guðmundsson. í öðru sæti
var Davíð frá Ögmundarstöðum með
einkunnina 7,45 en eigandi hans er
Þröstur Einarsson. í þriðja sæti var
Kátur frá Reykjum með einkunnina
7,34 og er eigandi hans Jón M. Guð-
mundsson. í flokki fimm vetra
stóðhesta stóð efstur Víkingur frá
Viðvík með 7,85 í einkunn og er eig-
andi hans Ragnar Jón Skúlason. í
öðru sæti var Smári frá Ey með ein-
kunnina 7,69, eigandi hans er Þráinn
Þorvaldsson, og í þriðja sæti varð
Hörður frá Kolkuósi með einkunn-
ina 7,67, eigandi Anders Hansen. í
flokki stóðhesta, sex vetra og eldri,
stóð efstur Sokki frá Kolkuósi með
einkunnina 8,92 og er eigandi hans
Magnús Guðmundsson. I öðru sæti
var Þristur 1002 frá Stóra-Hofi með
einkunnina 7,79, eigandi Sigurbjörn
Eiríksson, í þriðja sæti var Djarfur
1051 frá Dýrfinnustöðum með ein-
kunnina 7,75 en eigandi hans er
Gunnar B. Dungal.
Þetta var mikil töm hjá dómurum
að dæma 120 hross en tölvur voru
notaðar við útreikninga og flýtir það
mjög fyrir. Það setur alltaf ljótan
blett á mót sem þessi þegar hundar
eru að þvælast um mótssvæði því
slíkt veldur stórhættu.
Ráðunautur á yfirreið um Norðurland
Hestamenn em óðum að undirbúa
sig fyrir hestamót sumarsins. Vellir
félaganna em lagaðir, snyrtir og
hreinsaðir, hrossin tamin og sniðnir
af þeim helstu ókostimir. Stærstu
hestamót sumarsins, sem haldin
verða á íslandi, em íslandsmót í
hestaíþróttum, sem haldið verður á
Flötutungum í Svarfaðardal 18.-19.
júlí og fjórðungsmót Norðlendinga á
Melgerðismelum en það mót verður
haldið dagana 25.-28. júní.
Sem fyrr mun hrossaræktarráðu-
nautur, Þorkell Bjamason, ferðast
um Norðurland og velja kynbóta-
hross vegna ættbókarfærslu. Sum
þessara hrossa munu verða sýnd á
fjórðungsmótinu. Þorkell verður á
Norðurlandi dagana 20. til 31. maí
og tekur fyrir eftirfarandi svæði: 20.
maí Norður-Þingeyjarsýsla austan
Jökulsár, 21. maí Norðm'-Þingeyjar-
sýsla vestan Jökulsár, 22. maí
Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavík, 23.
maí Húsavík, héraðssýning, 24. maí
Flötutungur, Svarfaðardal og Kvía-
bekk Ólafsfirði, 25. maí Vestur
Húnavatnssýsla, 26. maí Austur-
Húnavatnssýsla, Neistavöllur við
Blöndu, 27. maí Siglufjörður, 28. maí
Melgerðismelar, Eyjafirði, 29. mai
Melgerðismelar, héraðssýning, 30.
maí Vindheimamelar, Skagafirði, 31.
maí Vindheimamelar Skagafirði,
héraðssýning.
Lágmarkseinkunnir til að hljóta
rétt til þátttöku á fjórðungsmóti á
Melgerðismelum, hinar sömu fyrir
stóðhesta og hryssur, verða þessar:
Hross 6 vetra og eldri þurfa 7,90 í
einkunn, hross 5 vetra 7,80 í eink-
unn, hross 4 vetra þurfa 7,70 í
einkunn svo og afkvæmahross.
Þessi gamla regla um afkvæma-
dóma fer nú fram í síðasta skipti en
næsta ár verður farið eftir reglu um
lágmarksstig kynbótaeinkunnar fyr-
ir tiltekinn fjölda afkvæma þegar
ákveða skal verðlaunaflokk og þar
með þátttöku á sýningu. Bent skal
á að kynbótahross sem sýna skal
eiga að vera hrein, vel tamin og
fylgja öllum almennum reglum sem
þegar hafa verið settar um sýningar
á kynbótahrossum. Skýrslur skulu
vera nákvæmar og rétt útfylltar.
Islensk kona í 1.
sæti í Lúxemborg
íslensk kona, Ingibjörg Ólafsdótt-
ir, hafnaði í fyrsta sæti í aðalgolfmóti
’neldri kvenna, senior-flokki, í Lúx-
emborg, fyrr í þessum mánuði.
Ingibjörg, sem er með 21 í forgjöf, fór
hringinn á 91 höggi.
Eiginmaður hennar, Jóhannes
Einarsson, framkvæmdastjóri hjá
Cargolux, stóð sig einnig vel á mót-
inu. Hann hafnaði í öðru sæti í 2.
flokki karla.
Sonur þeirra, Ingi, er með bestu
kylfingum í Lúxemborg og unglinga-
meistari landsins. -KMU
Siggi Grétars meiddist
„Þetta var mjög góður Ieikur af
okkar hálfu og við hefðum með smá-
heppni unnið leikinn með stærri
mun. Mér tókst ekki að skora í leikn-
um og þurfti að fara út af í síðari
hálfleik vegna meiðsla í hné sem ég
vona að séu ekki alvarleg," sagði
Sigurður Grétarsson sem leikur með
Luzem í svissnesku 1. deildinni í
knattspymu í samtali við DV í gær-
kvöldi. En um helgina sigraði liðið
Lugano, 2-0, og er í sjötta sæti deild-
arinnar með 28 stig og á fræðilega
möguleika á Evrópusæti. Ómar
Torfason kom inn á þegar um 15
mínútur vom eftir af leiknum.
• Eftir 25 umferðir er Neuchatel
Xamax í efsta sæti með 39 stig,
Grasshoppers 37 stig og Sion 35 þeg-
ar fimm umferðum er ólokið í -
deildinni. JKS
• Ragnar Margeirsson sést hér í landsleik ge
Winten
Assent
Raggan
- óvíst hvort hann leikur
Þótt Ragnar Margeirsson hafi mætt á
sína aðra æfingu með Framliðinu í gær-
kvöldi er enn ekki fullvíst að hann leiki
með þvi á komandi sumri.
Ragnar er nefnilega aðeins með annan
fótinn hér heima því hann bíður enn eftir
fysilegu tilboði erlendis frá.
„Ég æfi aðeins með Fram sem gestur og
stefni enn í atvinnumennskuna,“ sagði
Raggi í stuttu spjalli við DV seint í gær-
kvöldi.
Blaðamaður belgíska blaðsins Het Belang
van Limburg sagðist fyrir skemmstu ekki
trúa að lok Ragnars yrðu þessi í belgískri
knattspyrnu.
Forseti Waterschei hefur nefnilega sagt
að fjöldi félaga séu á höttunum eftir Ragga.
Þeirra á meðal eru félögin Winterslag og
Assent sem glíma uum þesar mundir um
Úrslitc
á gervij
- Valur og Fram bítast i
Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu fer fram nú í kvöld. Þá mætast
á gervigrasvellinum í Laugardal lið Vals
og Fram. Hefst viðureign þeirra klukkan
20.30.
Framarar eiga titil að verja en þeir hafa
borið sigur úr hýtum á mótinu síðastliðin
tvö ár. Valsmenn unnu hins vegar síðast
þegar mótið fór fram á Melavellinum, vorið
1984.
Þess má geta að Valur og Fram mættust
í riðlakeppni mótsins í ár og hafði Valur
þá betur, vann 2-0. Sá leikur ræður þó engu
um úrshtin í kvöld:
„Við leikum vitanlega til sigurs," sagði
Pétur Ormslev í stuttu spjalli við DV í
gærkvöldi. „Það verður þó erfiðara en und-
anfarin ár. Valsmenn eru í mjög góðu
keppnisformi um þessar mundir og ég vil
því engu spá um úrslit. Þetta verður þó án
Sigur hj;
Everton sigraði Tottenham í síðasta
leik liðanna i 1. deildinni ensku í gær-
kvöldi. Leikurinn skipti engu máli fyrir
liðin en Tottenham mætti til leiks með
algert varalið og kann það að hafa örlag-
ríkar afleiðingar fyrir liðið. Tottenham á