Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987. „Einhverjir gárungar hafa tekið upp á þvi að kalla Hótel Islandsplanið „Hallærisplan" vegna þess að unglingar, sem ekki hafa komist i danshús borgarinnar, fara oft í ökuferö niður í miðbæ og stansa þá gjarnan á þessu torgi...“ Spumingin Lesendur Jón Þór Jóhannsson nemi: Ja, mér fannst þýska lagið best og hefði kos- ið það sem sigurlagið en það þýðir ekki að deila við dómarana. Islenska lagið komst í 16. sætið eins og við var að búast enda er lagið Hægt og hljótt. Risi stjórn- málanna fallinn Hallærisplan rangnefni Ólafur Runólfsson skrifar: I miðri Reykjavík er fagurt og notalegt útivistarsvæði sem heitir Miklatún. Nafnið Miklatún er fall- egt og gott og svæðið hefur verið fegrað með ýmsum hætti, enda er það vinsælt útivistarsvæði bæði sumar og vetur. Þar eru einnig Kjarvalsstaðir, fjölsótt hús, mikið notað íyrir sýningar og fleira. Túnið hét áður Klambratún og bærinn Klambrar stóð á því miðju. Ég man eftir kúm þar á beit þó ég sé ekki gamall Reykvíkingur. Klambrar og Klambratún eru góð og gild íslensk nöfh en óneitanlega finnst mér nafnið Miklatún virðu- legra, enda fellur það vel að umhverfinu, svo sem Miklubraut. Oft er reynt að viðhalda gömlum ömefhum og sémöfnum og talinn mikill skaði ef þau glatast og gleym- ast en það er ekkert nýtt að staðir og bæir skipti um nafh og er þá yfir- leitt reynt að velja fegurra og betra nafh í stað þess sem kastað er. Eitt það sémafn, sem töluvert er notað hér í Reykjavík, a.m.k. í Ríkis- útvarpinu og mér finnst ákaflega leiðinlegt að heyra, er „Hallæris- planið". Eftir að Hótel Island brann var gmnni þess breytt í bifreiðastæði og er svo enn í dag. Það er ætið þéttsetið bílum, enda í hjarta borgar- innar og heitir Hótel íslandsplanið. Einhverjir gárungar hafa tekið upp á því að kalla það Hallærisplan vegna þess að unglingar, sem ekki hafa komist f danshús borgarinnar, fara oft i ökuferð niður í miðbæ og stansa þá gjaman á þessu torgi, horfa á umferðina og rabba saman. Ég furða mig á því að sjálft Ríkis- útvarpið, sem er vant að virðingu sinni og hefur m.a. bannað að nota orðið „dans“, skuli sí og æ nota jafn- lágkúrulegt orð og „Hallærisplan" í staðinn fyrir hið rétta og opinbera nafh. Ég held að það sé varla hægt að leggjast lægra. Hvað fannst þér um úr- slit Eurovisionsöngva- keppninnar? Guðríður Haraldsdóttir skrifstofu- maður: Ég er alveg öskureið yfir þessu öliu saman, lagið okkar var svo gott og hefði því átt að lenda miklu framar. Að væmið vælulag skyldi vera tekið fram yfir okkar fallegu ballöðu. Þetta var eins og að kasta perlu fyrir svín. Einar Tönsberg nemi: Mér leist vel á þau enda vann besta lagið. Ég bjóst nú samt við að íslenska lagið myndi ná lengra og var hissa að við skyld- um standa í sömu sporum og seinast, þ.e. 16 sæti. Pálmi Jónsson, bóndi og þingmaður: Mér fannst nú ekkert sérlega mikið koma til lagsins sem vann, ég hefði ekki valið það sem sigurlag. Ég fylgdist nú ekki með allri keppninni svo það er kannski erfitt fyrir mig að bera lögin saman og dæma um þau. Nýliðin kosningabarátta var i meira lagi litlaus og einkenndist af skrumi og sýndarmennsku að mín- um dómi. Sjaldan eða aldrei hef ég þurft að horfa upp á jafnlítið sann- færandi frambjóðendur og nú. Með allri virðingu fyrir þeim. Hvaða flokkar koma til með að bræða sig saman er ómögulegt að spá um. En gjaman vildi ég fá að berja augum ný andlit í hinum eftirsóttu stólum og er ég áreiðanlega ekki einn um þá ósk. Dreifbýlið bar talsvert á góma í lok atkvæðaveiðanna. Allir vildu flokk- amir græða þau svöðusár er þar hafa myndast á umliðnum árum og ættu því dreifbýlingar að geta andað léttar. Margir málaflokkar em til sem maður vildi sjá tekið á af næstu ríkisstjóm. Eins og t.d. innflutning- urinn, hann er hömlulaus í dag og um það bil að drepa niður iðnaðinn í landinu. Svo ekki sé minnst á land- búnaðinn sem hefur átt í vök að verjast hálfan framsóknaráratug. íslendingum ber nauðsyn til að- setja vemdartolla á vörur er keppa við íslenskar framleiðsluvörur. Slík aðgerð er vei þekkt í nágrannalönd- um okkar sem við erum sýknt og heilagt að vitna í. Nefndur innflutn- ingur er miklum mun alvarlegri en menn virðast gera sér grein fýrir. Frelsi til athafna er ágætt en er ákaflega vandmeðfarið og auðvelt að misnota sé ekki að gáð. Krafan er þvf; nýtt og betra lff til handa þjóðinni. IW Finnur Bjarnason nemi: Ágætlega fyrir utan það að mér fannst sigur- lagið ekkert sérstakt, lögin frá ísrael og Islandi voru betri. Hildur Sigurðardóttir, starfsstúlka á barnaheimili: Ég var alls ekki ánægð með úrslitin. Mér fannst Israelamir alveg áberandi bestir, fjörugir og sniðugir. Mér fannst íslenska lagið mjög gott en bjóst samt ekki við því að það myndi falla f Eurovision- kramið en mér fannst hálfgert svindl að sjá ekki þá er sungu bakraddimar í Hægt og hljótt. Konráð Friðfmnsson skrifar: Kosningamar em afstaðnar og dómur þjóðarinnar uppkveðinn. Hægri og vinstri stefnur lúfíuðu fyr- ir miðjumoðinu, að þessu sinni að minnsta kosti. Sigurvegaramir vom nokkrir, þar ber hæst hið stóraukna fylgi kvennanna. íhaldið ásamt allaböllum fékk eft- irminnilega ofanígjöf sem hlýtur að teljast alvarleg áminning fyrir stefriu þeirra. Grænu tarfamir misstu lítið úr sínum aski, svo einkennilegt sem það er. Ljósi punktur kosninganna er að risi stjómmálanna er að hluta til fallinn. Þá á ég að sjálfsögðu við Sjálfstæðisflokkinn sem missti um 10% fylgi. Stjómin féll einnig. Ég var virkilega ánægður með þá opin- bemn. „Ljósi punktur kosninganna er að risi stjórnmálanna er að hluta til fallinn. Þá á ég að sjálfsögðu við Sjálfstæðis- flokkinn sem missti um 10% fylgi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.