Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Sameining A-flokka?
Margir í A-flokkunum svonefndu, Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi, taka mjög alvarlega hugmyndir um
sameiningu þeirra. Hugmyndirnar hafa fengið byr und-
ir báða vængi eftir kosningarnar. Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur opinberlega
talið það nýsköpunarstjórn til kosta, að þar mundu
báðir flokkarnir sitja, sem styddi að samstarfi þeirra
og síðar sameiningu. Þá mundu þeir verða að taka
ábyrga afstöðu, sem ekki yrði, væri annar þeirra í stjórn
en hinn í stjórnarandstöðu. Tvímælalaust hafa þessar
hugmyndir verið ræddar af flokksmönnum, en sitt sýn-
ist hverjum, hve raunhæfar og æskilegar þær yrðu.
Ymsir A-flokkamenn hafa unnið síðustu daga að
myndun nýsköpunarstjórnar með Sjálfstæðisflokki.
Ekki liggur fyrir, að sjálfstæðismenn hafni þessu. Kosn-
ingaúrslitin ollu þáttaskilum, þegar Alþýðuflokkur varð
stærri en Alþýðubandalag. Sundrung og niðurlæging
Alþýðubandalagsins veldur því, að ýmsar leiðir eru þar
ræddar, sem hefðu þótt fráleitar fyrir kosningar. Al-
þýðubandalagið samþykkti fyrir nokkrum mánuðum að
reyna vinstra samstarf. En nú kunna hlutir að hafa
breytzt. Innan Alþýðubandalagsins finnst mörgum, að
jafngott sé, að flokkurinn fari í ríkisstjórn með „íhald-
inu“. Þá mundu foringjar flokksins að minnsta kosti
verða í sviðsljósinu, sem þeir augljóslega eru ekki utan
stjórnar. Verkalýðsarmurinn í Alþýðubandalaginu gæti
ef til vill hugsað sér víðtækari samvinnu við alþýðu-
flokksmenn. Verkalýðsarmurinn hefur oftar en ekki
verið ósáttur við ráðamenn Alþýðubandalagsins,
flokkseigendafélagið.
Hugmyndir sameiningarsinna virðast vera, að A-
flokkarnir verði saman í stjórn og síðan verði verkalýðs-
hreyfingin endurskipulögð að þeirra frumkvæði. Þá
skapist smám saman grundvöllur fyrir æ nánara sam-
starf flokkanna, sem endi með samruna í Jafnaðar-
mannaflokk íslands. Þetta eru um margt fjarstæðu-
kenndar hugmyndir, en umræðu virði. Alþýðubandalag-
ið mun næstu helgi byrja uppgjör innan flokksins. Þar
munu menn leita leiða til að komast út úr ógöngunum.
Þar munu menn síðar verða að gera upp við sig, hvort
þessi flokkur hefur tilvistarskilyrði, svo sundraður sem
hann er.
Jón Baldvin kann fyrst og fremst að vera að búa í
haginn fyrir sig og flokk sinn að geta tekið við ein-
hverjum brotum frá sundruðu Alþýðubandalagi.
Hitt er rétt, að Alþýðubandalagið er engan veginn
jafnbendlað við kommúnisma og Rússahollustu og var
fyrir nokkrum árum. Að því leyti hefur flokkurinn nálg-
ast það að geta kallazt sósíaldemókratískur flokkur.
En raunar hefur Alþýðuflokkurinn einnig þróazt til
hægri síðustu ár. Flokkurinn hefur tekið upp sitthvað,
sem stundum kallast frjálshyggja.
Sameining væri þó möguleg, ef báðir gæfu eitthvað
eftir. Margir hafa átt sér draum um einn, sterkan flokk
j afnaðarmanna.
En yrði þetta sterkur flokkur?
Líkurnar eru, að svo yrði ekki. Forystumenn Al-
þýðuflokksins hljóta að vita, að fjöldi kjósenda Al-
þýðuflokksins er skelfingu lostinn yfir kommúnisma og
öllu, sem því tengist. Sameinaði flokkurinn mundi missa
mikið fylgi til hægri. En hann mundi einnig missa
vinstra fylgi, sem færi á Kvennalistann eða smáflokk
yzt til vinstri.
Haukur Helgason.
„Hvaö skyldu þeir vera margir sem hafa fengið þannig launaseðla árið út og árið inn að upphæðin sem
reiknuð er til útborgnunar nemur ekki nándar nærri fyrir nauðþurftum?"
Kjaramálaíþróttir
Enn á ný hefur gengið yfir löng
og ströng kaupsamningahrota sem
líklega er ekki enn séð fyrir endann
á. Varla hefur verið náð samningum
á einum stað þegar fréttist af því að
búið sé að segja þeim upp á öðrum
og verkföll og fjöldauppsagnir vofi
nú yfir. Þessi ósköp ganga yfir okkur
alltaf öðru hvoru með ómældum
kostnaði og óþægindum fyrir þjóð-
ina alla. Enginn skyldi þó taka orð
mín svo að ég vilji láta afnema verk-
fallsréttinn án frekari skýringa.
Hann er sá réttur sem ég tel skylt
að launafólk berjist fyrir að óbreyttu
ástandi. Hann er oft á tíðum hið eina
vopn sem bítur. En mig langar til
að hann verði gerður óþarfui'.
Eymd og volæði
í gjöfulu landi
Alltaf hlýtur maður að undrast að
öll þessi ósköp skuli þurfa að ganga
á svo að fólk geti fengið mannsæm-
andi laun fyrir vinnu sína, að
minnsta kosti að þau hækki svo að
allir séu fyrir ofan hungurmörkin
sem svo hafa verið kölluð. Það er
til stórskammar að menn skuli þurfa
að beijast og hamast og jafnvel grípa
til örþrifaráða ef þeir eiga ekki að
farast úr eymd og volæði í þessu
gjöfula landi. Hvað skyldu þeir vera
margir sem hafa fengið þannig
launaseðla árið út og árið inn að
upphæðin sem reiknuð er til út-
borgunar nemur ekki nándar nærri
fyrir nauðþurftum? Ekki er þó hægt
að segja að landið hafi brugðist okk-
ur síðustu árin því að annað eins
góðæri til lands og sjávar er fágætt.
Við það bætist að ytri aðstæður, eins
og lækkun olíuverðs, hefur haft af-
gerandi áhrif til hins betra á efnahag
okkar. Og svo er okkur bara sagt
að við megum þakka fyrir að ekki
skuli vera atvinnuleysi. Fólk megi
vera þakklátt fyrir að fá einhver
laun þótt lág séu.
Kjarabarátta
rekin sem sport
En hvaða skýring skyldi vera til á
því að flestir virðast sammála um
það að reka þessa kjarabaráttu sem
nokkurs konar sport svo að hún
minnir að sumu leyti á laxveiðar eða
rjúpnaskyttirí. Nú ættu allir menn
að vita að þegar búið er að þrefa og
þjarka, að þegar nótt hefur verið
lögð við dag og menn búnir að
standa kófsveittir við að jagast,
reikna og umreikna aftur, menn
ættu að skilja að þetta er alveg vita
tilgangslaust. Það hefur sjálfsagt
verið samið um launahækkun, ekki
vantar það, og allir þykjast ánægðir.
En sigurvegaramir, ef einhverjir
eru, njóta þó ekki launahækkunar-
innar nema í nokkrar vikur. Við-
semjendur þeirra vita þetta alltaf.
Atvinnurekendum er alveg sama
þótt þeir greiði nokkrum krónum
meira í bili, þær koma allar aftur
með skilum. Kerfið sér um það. Og
fulltrúar launafólksins geta sagt að
þeir hafi fengið kaupið hækkað og
þeir „missa ekki andlitið" gagnvart
kjólstæðingum sínum. Og flestir
rða ánægðir - í nokkrar vikur.
KjaUaiinn
Guðsteinn
Þengilsson
læknir, Reykjavík
semja sérstaklega við hvem og einn
um ákveðna launatilhögun, fer sí-
fellt fjölgandi. Alltaf þarf að semja
um fleiri og fleiri atriði hjá hverjum
og einum og alltaf fjölgar launa-
flokkunum svo að hægt sé að koma
öllum þessum launahópum fyrir í
kerfinu, setja þá á tilhlýðilegan stað
eftir því hvað hann er talinn nauð-
synlegur þjóðfélaginu. Og launa-
seðlamir verða flóknari og flóknari.
Loks fer það að flökra að manni
hvort svona íþróttir séu í raun og
vem samboðnar siðmenntuðu fólki.
Hvers vegna er ekki tekið upp launa-
kerfi sem fer eftir fastri og kvarðaðri
viðmiðun? Og hvers vegna ekki að
viðurkenna staðreynd sem er gmnd-
völlur undir bæði einfaldara og
réttlátara launakerfi? Hún er sú að
allir eiga rétt á kaupi, hvort sem
„Það er fjármálaspekingum og hagfræð-
ingum til ævarandi skammar að hafa
ekki fundið einfaldari leið í kaupgjalds-
málum en þá, sem nú er farin . . .“
En alltaf vilja verða einhver eftir-
köst, alltaf kemur eitthvert babb í
bátinn. Oftast hefur raskast jafn-
vægið milli hinna ýmsu hópa
launþega. Þeir sem í fyrri lotum
hafa fengið kaupið sitt hækkað eru
nú komnir niður fyrir alla. Hinir,
sem áður vom neðar, hafa nú samið
sig upp fyrir þá. Og hvað eiga þeir
að gera sem sitja á botninum eftir
síðustu kaupsamninga? Geta þeir
setið aðgerðalausir og látið sem ekk-
ert sé þótt búið sé að eyðileggja fyrir
þeim áratuga launabaráttu? Allt er
nú að engu gert af því að allir hafa
samið sig upp fyrir þá. Nei, það er
auðvitað ekki hægt. Þessir neðstu
verða að koma sér betur upp eftir
launaskalanum ásamt þeim sem
næstir þeim em og hefja nú baráttu
sína á nýjan leik. Það ætti að vera
auðveldara fyrir þá sök að allir segj-
ast vera með þvi að hækka kaupið
við þá lægst launuðu. En þegar það
er gert em þeir svo komnir til jafns
við eða upp fyrir suma þá sem síðast
fengu hækkanir. Og svona gengur
það. Ef þetta er ekki skollaleikur
veit ég ekki hvemig sá leikur er?
En fagmenn kalla það launaskrið
og þykir víst alveg sjálfsagt. Og það
er sett verðhækkanaskriða í gang
til að taka aftur ágóðann af síðustu
kauphækkun og helst meira.
Flóknari og flóknari
Svona hefúr þetta gengið til árum
og áratugum saman án þess að
nokkrum detti í hug að andmæla
þessari vinnutilhögun, mönnum
finnst hún alveg sjálfsögð og eðlileg.
Öðrum megin við borðið er býsnast
yfir kröfugerðinni og heimtufrekj-
unni en hinum megin láta menn illa
af nísku og svíðingshætti kaupgreið-
enda. Þeim hópum, sem þarf að
þeir em að búa sig undir eitthvert
starf eða em famir að vinna við
það. Það ætti því ekki að þurfa að
halda uppi öðrum launamismun en
þeim sem ákvarðast af því hve lengi
er unnið eða ef starfið er sérstaklega
erfitt, óþrifalegt og lítið eftirsótt. Öll
störf em jafnmikilvæg í sjálfu sér.
Ef einhver þykist eiga rétt til hærri
launa vegna þess að hann beri svo
og svo mikla ábyrgð ber að benda á
að það er einmitt hans starf að hafa
þessa ábyrgð. Ég ætti ekki að fá
hærri laun fyrir hana en að vinna
t.d. erfiðisvinnu. Erfiðisvinnan gerir
vissulega tilkall til vissra hæfileika
sem ekki em síður launa verðir en
hæfileikinn til að vinna fagvinnu
eða sinna stjómarstörfúm.
Ofdýrtsport
Ef meira væri hugað að þessum
málum yrðu launadeilur og verkföll
fljótlega úr sögunni að mestu leyti
og öll þau óþægindi sem þessir til-
burðir hafa fyrir almenning myndu
hverfa. Þeir em of dýrt sport fyrir
þjóðina þótt einstaka snillingar
kunni að hafa gaman af þeim.
Það er fjármálaspekingum og hag-
fræðingum til ævarandi skammar
að hafa ekki fundið einfaldari leið í
kaupgjaldsmálum en þá sem nú er
farin, t.d. einhverja sem liggur í svip-
aða átt og tæpt er á hér að framan.
Mér er þó nær að halda að það sé
hvorki vanþekking né heimska sem
heldur aftur af þessum vitringum við
að finna haldbæra lausn, heldur
áhuginn á því sporti sem við höfum
iðkað svo lengi og nefnist kaupdeil-
ur. Þeir bíða með eftirvæntingu og
spennu veiðigleðinnar í hverri taug
eftir næstu hrinu sem sennilega er
ekki langt undan.
Guðsteinn Þengilsson.