Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
25
Árni Sigfússon.
Ámi
útvalinn
Þing Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, sem haldin eru
annað hvert ár. þykja jafnan
nokkurt fréttaefni. Þær fréttir
hafa borist að núverandi for-
maður SUS, Vilhjálmur
Egilsson hagfræðingur, muni
ekki gefa kost á sér til endur-
kjörs á næsta þingi sem haldið
verður í sumar.
Það mun vera almenn skoð-
un innan raða ungra sjálf-
stæðismanna að nú sé tími
kominn til að breyta nokkuð
ímynd forystusveitaryngra
fólks í flokknum. En undan-
farin ár hafa lögfræðingar og
hagfræðingar nær einokað
formannssæti SUS. Á þeim
umrótstímum sem nú eru í ís-
lenskum stjórnmálum er það
skoðun flestra áhrifamanna í
SUS að rétt sé að breyta um
áherslur í baráttunni og höfða
jafnfrámt til stærri hóps ungs
fólks. Nú mun fundinn for-
mannskandídat sem talinn er
uppfylla skilyrðin en það er
Árni Sigfússon, borgarfulltúi
í Reykjavík og fyrrverandi
formaður Heimdallar. Árni
þótti standa sig vel í for-
mennsku í Heimdalli og naut
þar mikilla vinsælda. Mikil
stemmning mun vera í kring-
um framboð Árna til for-
mennsku í SUS. Er því ekki
búist við því að aðrir „for-
mannskandídatar" gefi kost á
sér gegn Árna þar sem sýnt
þykir að hann hafi mikið fylgi
enda þótt SUS-þingið verði
ekki haldið fyrr en í ágúst.
Áhættu-
slóðum
Utlendingar, sem koma
hingað til lands, rata oft í
skelfdegar raunir enda sjálf-
sagt uppfullir af sögum um
drauga, huldufólk og aðrar
stórhættulegar vættir.
Það mun til dæmis hafa
gerst í Ólafsvík á dögunum að
lafhræddur útlendingur álp-
aðist inn á lögreglustöðina
þar. Ekki gekk lögregluþjón-
um staðarins alltof vel að
skilja hann því ekki voru þeir
mjög fimir í erlendum tungum.
Þá var maðurinn svo skít-
hræddur að hann átti erfitt
um mál.
Eftir allmargar tilraunir
fékk lögreglan það þó upp úr
honum að hann hefði séð tvo
ísbirni niðri í íjöru við bæinn.
Kvaðst maðurinn hafa verið
að skoða fjörulífið þegar ís-
birnirnir hefðu komið steðj-
andi.
Lögreglan fór þegar á stað-
inn en fann auðvitað enga
ísbirni. Aftur á móti voru tveir
jargansmiklir hrútar á vappi
í fjöruborðinu. Þótti sýnt að
þeir hefðu valdið óttanum hjá
útlendingnum.
En maðurinn stóð fast á
sínu, hvernig sem laganna
verðir reyndu að telja honum
trú um að hann hefði aðeins
séð sárasaklausa hrúta.
Kvaðst hann myndu senda
lögreglunni myndir sem hann
hefði tekið af ísbjörnunum um
leið og þær hefðu verið fram-
kallaðar. Og svo skelkaður
var maðurinn og viss í sinni
sök að hann hreyfði sig ekki
aflögreglustöðinni fyrren
hann komst með fyrstu rútu í
bæinn. Hins vegar hafa engar
ísbjarnarmyndir borist frá
honum enn og verður þeirra
varla að vænta á næstunni.
Útvarp
Norðurland
Akureyringar og nærsveita-
menn fagna nú nýrri útvarþs-
stöð sem Hljóðbylgjan hf.
rekur. Eru allir firna ánægðir
með stöðina sem þykir hafa
farið vel af stað. Þó settu ein-
hveijir í brýrnar þegar fréttist
af þeim áformum Hljóðbylgju-
manna að láta hana heita
útvarp Norðurland. Um rúm-
lega tíu ára skeið hefur
Alþýðubandalagið fyrir norð-
an nefnilega gefið út málgagn
sitt sem heitir Norðurland.
Þarna er um lögskráð firma-
nafn að ræða þannig að
allaballar þykjast eiga fullan
rétt á þessu nafni - sem til
sanns vegar má færa.
Fámenn
kröfuganga
Svo virðist sem 1. maí sé
búinn að missa þá áherslu sem
hvíldi á honum hér áður. Þá
rann blóðið hraðar í verka-
lýðnum sem mætti í göngu
með spjöld í höndum og vígorð
á vörum. Þá stigu menn á
stokk og hétu því að berjast
fyrir bættum kjörum fram í
Sandkorn
Það er óskemmtilegt aö flytja ræðu
þegar enginn hlustar á mann.
rauðan dauðann. Nú hefur
þetta breyst.
Kröfugangan á Hellissandi
mun til að mynda hafa verið
heldur fámenn að þessu sinni.
Helgi Hjörvar, orðsnillingur-
inn frægi úr Morfís, var
fenginn til að flytja ræðu
dagsins. Hann flutti raunar
einnig ræður í Grundarfirði
og Ólafsvík en það er önnur
saga.
Áður en Helgi flutti bar-
átturæðuna á Hellissandi fór
fram hefðbundin kröfuganga.
En það voru heldur fáir sem
mættu í hana. Fremstur fór
formaður verkalýðsfélagsins á
staðnum og hélt hann á ís-
lenska fánanum. Næstur kom
varaformaður félagsins og
hann hélt á rauða fánanum.
Þriðji og síðastur í röðinni var
Helgi sem hélt á öllum kröfu-
spjöldunum. Það mátti því
ekki fámennara vera í
göngunni þeirri.
Umsjón: Jóhanna S. Slgþórsdóttir
Viðtalið
Goði Sveinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2:
Við erum til fýrir fólkið
- en það ekki fyrir okkur
Goði Sveinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2.
DV-mynd GVA
„Þetta er fyrst og fremst stjórnun-
arstaða og tekur yfir dagskrárupp-
röðunina og innkaup á erlendu efni.
Þetta er níu manna deild og hér eru
búnar til kynningar á erlendum
kvikmyndum og þáttum sem hér eru
sýndir og í raun sér dagskrárdeildin
um allt efni sem kemur til stöðvar-
innar eða fer írá henni og við sjáum
til þess að efnið berist hingað í tíma,“
sagði Goði Sveinsson, dagskrárstjóri
Stöðvar 2, í samtali við DV en hann
tók nýlega við þessu starfi af Jónasi
R. Jónssyni.
„Dagskrárstefnan er mótuð af
stjórn Stöðvar 2 hverju sinni en í
henni sitja deildarstjórar stöðvar-
innar. Síðan er það dagskrárstjóra
að fylgja eftir þessari stefnu og velja
efnið sem keypt er. Við gerum mikl-
ar kröfur til þess efnis sem hér er
sýnt og fylgjumst grannt með því
sem er að gerast á þessu sviði í heim-
inum. Langmest af því efni sem við
sýnum kemur frá Bandaríkjunum
og við sýnum flesta þá verðlauna-
þætti sem þar eru í boði. Einnig
fylgjumst við með framboði efnis i
öðrum löndum en við leggjum
áherslu á að það efni sem sýnt er sé
gott, - við leggjum mikið upp úr
gæðunum. Við tökum líka tillit til
óska áhorfenda eins og framast er
kostur og hlustum mikið á þá og ég
get nefnt að við gerðum nýlega skoð-
anakönnun þar sem hringt var í
liðlega 200 áskrifendur og þeir beðn-
ir um álit á dagskránni. Okkar
sjónarmið númar 1 er að við séum
til fyrir fólkið en ekki að fólkið sé
til fyrir okkur. Hingað hringir fólk
líka mikið til þess að koma á fram-
færi ábendingum og við reynum að
sinna slíku eins og kostur er,“ sagði
Goði.
„Við liggjum undir þeirri gagnrýni
að sýna of mikið af amerísku efni
og það er rétt að því leyti að um 95%
af því erlenda efni sem hér er sýnt
kemur frá enskumælandi löndmn.
En við ei-um að reyna að hlanda
þessu saman og taka inn efni frá
öðrum löndum og reyna þannig að
gera sem flestum til hæfis því menn-
ingarstraumarnir eru misjafnir,"
sagði Goði.
Goði Sveinsson hóf störf hjá Stöð
2 þann 1. janúar síðastliðinn og sá
framan af um gerð erlendra samn-
inga við sjónvarps- og kvikmynda-
fyrirtæki. Áður vann hann í
erlendum verkefhimi hjá Arnarflugi.
Aðspurður sagðist hann reyna að
eyða frítíma simmi með fjölskyld-
unni. ..Ég reyni að komast út úr
bænum og í sumarbústað tengdafor-
eldra minna þegar ég á fn' og bleyti
þá yfirleitt færi. Ég er alinn upp við
veiðidellu þó ég hafi allt of lítið get-
að sinnt slíku undanfarin ár en það
stendur vonandi til bóta,“ sagði Goði
Sveinsson.
-ój
KENNARAR
Að Reykholtsskóla í Biskupstungum vantar kennara
næsta vetur. í boði er ódýrt og gott húsnæði. Leitið
upplýsinga hjá skólastjóra í símum 99-6830 og
99-6831 eða hjá formanni skólanefndar í síma
99-6863.
TRIMMNÁMSKEIÐ
Trimmnámskeið fyrir almenning verður haldið í húsa-
kynnum íþróttasambands íslands í Laugardal sunnu-
daginn 17. maí kl. 10.00-15.00.
Námsefni:
fræðilegt og verklegt, æfingar, ganga, skokk.
Leiðbeinendur:
Páll Ólafsson-íþróttakennari, Jóhann Heiðar Jóhanns-
son læknir og Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari.
Innritun og upplýsingar á skrifstofutíma ISÍ, síma
83377.
Vinningstölurnar 9. maí 1987.
Heildarvinningsupphæð: 9.499.343,-
1. vinningur var kr. 5.828.414,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning
færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti.
2. vinningur var kr. 1.102.484,- og skiptist hann á 523 vinnings-
hafa, kr. 2.108,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.568.445,- og skiptist á 12529 vinningshafa
sem fá 205 krónur hver.
Nú færist tvöfaldur fyrsti vinningur yfir á aðra leikviku svo að iaugar-
daginn 16. mai verður fyrsti vinningur þrefaldur!
Hann gæti hæglega orðið 10 milljónir.
/32
Upplýsingasími: 685111.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign-
inni Breiðvangi 13,1. h. t.h. B, Hafnarfirði, þingl. eign Eyvarar Halldórsdóttur,
fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strand-
götu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 15. maí 1987 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði;
Nauðungaruppboð
sem augiýst var i 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Súlunesi 16, Garðakaupstað, þingl. eign Jóns Viggóssonar, fer fram
eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Gjaldheimtunnar i Garðakaupstað á skrif-
stofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 15. maí 1987
kl. 14.45.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstaó.
Nauðungaruppboð
annað og síðara á eigninni Eiðistorgi 15, 3. h., útbyggingu, Seltjarnarnesi,
þingl. eign Óskars og Braga en tal. eign Péturs Svavarssonar o.fl., fer fram
á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 15. maí
1987 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Grund, spildu úr landi Laugabóls, Mosfellshreppi, þingl. eign Guð-
varðar Hákonarsonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á skrifstofu
embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 15. maí 1987 kl.
16.15.
____Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 126. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Selholti, Mosfellshreppi, þingl. eign Þórarins Jónssonar, fer fram
eftir kröfu Eggerts B. Ólafssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu
31, Hafnarfirði, föstudaginn 15. maí 1987 kl. 16.45.
_______Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hegranesi 34, Garðakaupstað, þingl. eign Grétars Haraldssonar, fer
fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ólafs
Gústafssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 14. maí 1987 kl. 17.00.
_______________________Bæjarfógetinn i Garóakaupstað.