Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Ronald Reagan
hefur misst sjálfsöryggið og allan
styrk segja spekúlantar vestra og
dæma það af Ijósmyndum nýleg-
um og eldgömlum. Forsetinn
hefur að þeirra sögn líflaust andlit
og áhugaleysið smitar út frá sér í
allar áttir. Síðustu áhyggjuefnin
eru klæðaburður karlsins - hann
vill helst vera í sinum gömlu bóm-
ullarskyrtum og þægilegum
jakkafötum. Skriftin hefur víst
breyst að auki - errin í nafninu
kappans eru nú ólíkt bosmaminni
en fyrir daga Irangatemálsins og
hafa menn af breytingunum mikl-
ar áhyggjur. Sérfræðingarnir
koma saman reglulega til frekara
skrafs og ráðagerða.
Shari Belafonte
fór á skíði í Austurríki eins og
aðrir úr þotuliðinu og átti að sögn
dægilega daga. Kvensan renndi
sér sem óð væri fram og aftur um
brekkurnar, kolbrún í andliti og
banahress nætur og daga. Að lok-
um hafði hún svo erindi sem erfiði
- fyrstu verðlaun fyrir brun féllu
henni í skaut og var sigurinn að
sögn ákaflega verðskuldaður.
Meðfylgjandi mynd sýnir Shari
með blómvönd og gullpeninginn
góða en það er víst alveg örugg-
lega ekki kóróna sem hún hefur
á höfðinu.
Charlene Tilton
er yfir sig ástfangin af elskunni
Domenico Capaldi. Dallasdúllan
er á ferð um Rómaborg um þess-
ar mundir og var þá gripin í hressu •
keleríi á útiveitingahúsi. Hún lét
sér hvergi bregða og fréttamenn
segja þau skötuhjúin hafa stungið
saman nefjum hálft kvöldið -
menn hallast helst að því að Char-
lene sé að reyna að fá krúttið til
aess að skipta um hárgreiðslu og
kaupa sér nýja eyrnalokka. Árang-
ur viðræðnanna kemur eflaust í
Ijós innan tíðar.
■
%
Kílllll
iri
;-'.v >•
Söfnunarféð afhent. Stefán Ivar Hansen, forseti JC Akureyrar, Sigríöur Albertsdóttir, Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri sjúkrahúss Akureyrar, Magga
Alda Magnúsdóttir, formaður söfnunarinnar, og Jón Kristinsson. DV-mynd JGH
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii:
Vaskt lið safnaði fé í byrjun apríl til
styrktar byggingu Sels tvö sem er
hjúkrunardeild við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Farið var í
hvert hús á Akureyri sem Selið þjón-
ar og óskað eftir frjálsum fjárfram-
lögum. Alls söfnuðustu rúmlega 1,4
milljónir. Félagar JC á Akureyri
skipulögðu söfnunina en auk þeirra
tóku þátt í söfnuninni fjölmörg kven-
félög, Sinawikklúbbur, Zontaklúbb-
ur og Soroptimistafélag Akureyrar.
Vel gert!
Tekið á móti nýjum félögum í anddyrinu með hljómlist að hætti Brossins.
Stofnandinn, Villi Þór, talar. Til hliðar eru fundarstjórinn, Katrín Ingvars-
dóttir, og Þóra Pétursdóttir.
Stjórnin er skipuð Jóhanni Úlfarssyni, Elsu Kristínu Helgadóttur, Svavari félag sem stofnað hefur verið á stofnfundinum og sýna stjórn og fé-
Gunnarssyni, Sigurði Blöndal, Ingu Guðjónsdóttur og Inga Þór Jakobssyni, landinu til þessa því hvorki meira lagsmenn JC Bross í Reykjavík.
forseta JC Bross. Yst á myndinni er landsforsetinn Marta Sigurðardóttir. né minna en níutíu og þrír félags-
Óblankir
Bretar
Allmargir vilja kaupa hlut í
Rolls-Royce verksmiðjunum og
þegar farið var að selja hlut í
hnossinu síðastliðinn fimmtudag
söfnuðust áhugasamir kaupendur
umsvifalaust í eina af hinum frægu
bresku biðröðum. Talið er fullvíst
að bréfin hækki í verði þegar verð-
bréfamarkaðurinn verður opnaður
síðari hluta næstu viku.
Símamynd Reuter