Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Andlát
Guðrún I. Auðunsdóttir, lést 1.
maí sl. Hún fæddist 2. júní 1918 í
Dalsseli undir Eyjafjöllum. dóttir
hjónanna Auðuns Ingvarssonar og
Guðlaugar Hafliðadóttur. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Konráð
Bjarnason. Þeim hjónum varð
tveggja barna auðið. Útför Guðrúnar
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag kl. 13.30.
Guðmundur Guðvarðsson,
Brekkustíg 12, lést 2. maí. Útförin fer
fram frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 13. maí kl. 15.
Útför Þórðar Ásvaldar Magnús-
sonar húsgagnasmíðameistara,
Sólvallagötu 24, sem lést á Borgar-
spítalanum að morgni 6. maí fer fram
frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
13. maí kl. 15.
Tilkynnmgar
Nemendur Gagnfræðaskóla
Austurbæjar fæddir 1950
Mætum öll í Hollywood 16. maí kl. 20.30.
(Jpplýsingar í síma 53504, Hulda, 685905,
Gunna og 92-4811, Gullý.
Nemendur í Hagaskóla
fæddir ’50
Við ætlum að hittast í Fóstbræðraheimil-
inu 16. maí nk. kl. 20. Fjölmennum á
staðinn. Skráning og upplýsingar hjá Ás-
dísi (4-B) s. 76840, Svandísi (4-E) s. 54518,
Reyni (4-A) s. 46730, Jóni (4-E) s. 641254
og Sigrúnu (4-V) s. 77017.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
heldur aðalfund sinn mánudaginn 20. maí
1987 kl. 20 í heimili félagsins að Skeifunni
17. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar
velkomnir.
í gærkvöldi
DV
Ragnheiður Arnardóttir leikari:
„Ódýr“ íslensk dagskrárgerð
Ég hef yfirleitt ekki mikinn tíma
til að hlusta á útvarp, það er helst
snemma á morgnana meðan ég skelli
í mig kaffinu. Ég hefði því gjaman
vilja hlusta á þættina um sorg og
sorgarviðbrögð á rás 1 og djssþáttinn
á rás 2. En leikrit George Bemhard
Shaw í nýrri sjónvarpsgerð varð fyr-
ir valinu. Þó að margt megi um
ríkissjónvarpið segja hefur mér löng-
um þótt það eiga hrós skilið íyrir
leikritin og myndimar á mánudags-
kvöldum. Yfirleitt er þar eitthvað
bitastætt.
Einnig horfði ég á fréttirnar í sjón-
varpinu. Varla líður sá fréttatimi að
ekki sé vitnað í skoðanakannanir
um „áhorf'. í gærkvöldi hrósaði rík-
issjónvarpið sigri og sýndi fram á
að það hafði vinninginn í „áhorfi"
yfir Stöð 2 þegar Eurovision fór
fram. Staðhæfði dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrárgerðar að þátttaka
í söngvakeppninni væri „vilji þjóð-
Ragnheiður Arnardóttir.
arinnar" og talaði um Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva sem
„ódýra íslenska dagskrárgerð“! Það
væri nú gaman að fá eins og eina
skoðanakönnun á því hvað fólki
finnist yfirleitt um íslenska dag-
skrárgerð, finnst fólki t.d. nóg af
íslenskum sjónvarpsleikritum eða
þáttum um menningu og listir?
Þreytist fólk aldrei á spurningaleikj-
um, lukkubingóum, íþróttaþáttum
og svo framvegis?
Mér finnst íslenska ríkissjónvarpið
hafa bmgðist menningarhlutverki
sínu og láta markaðssjónarmiðin
ráða um of ferðinni. Mér finnst synd
að sú smánarlega upphæð, sem
stofhunni er ætluð til innlendrar
dagskrárgerðar, skuli að mestum
hluta fara í eftiröpun á amerískum
spuminga-, rabb- og skemmtiþáttum
í stað þess að hlúa að íslenskri menn-
ingu.
Sumariðer komið
Sr. Gísli Brynjólfsson, fyrrum pró-
fástur, sem andaðist 4. maí sl., verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni 13.
maí nk. kl. 13.30.
Guðmundur Stefánsson, Karfa-
vogi 42, lést að morgni 8. maí í
Heilsuhælinu, Hveragerði.
Hallgrímur Tryggvason frá Páls-
gerði, Þórunnarstræti 131, Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri mánudaginn 4. maí. Hann
var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 11. maí.
Ingimar Karlsson, Langagerði 15,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
að kvöldi 8. maí.
Sigríður Júnía Júniusdóttir,
Skólavegi 36, Vestmannaeyjum, lést
í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. maí.
Sveinn S. Björnsson, Víðimel 21,
lést í Landakotsspítala þann 9. maí
sl.
Víglundur Möller, Kleppsvegi 26,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
að kvöldi föstudagsins 8. maí.
Hótel Valhöll, Þingvöllum, var opnað nú
um helgina fyrst sumarhótela Ferðaskrif-
stofu ríkisins. Öll hótelherbergi eru með
baði og verð á tveggja manna herbergi er
kr. 2.500. Sértilboð verður í maí á gistingu
frá mánudegi til fimmtudags, lágmark
tvær gistinætur. Verð fyrir manninn í
tveggja manna herbergi ásamt morgun-
verði í tvær nætur er kr. 2.500. Ellilífeyris-
þegar fá síðan 10 % aukaafslátt frá þessu
vordagaverði á Þingvöllum. Hótel Valhöll
mun eins og endranær sérhæfa sig í veislu-
mat og vönduðum veitingum.
Háskólafyrirlestur
Tékkneski kjarneðlisfræðingurinn Franti-
sek Janouch flytur opinberan fyrirlestur
í boði félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands í dag. 12. maí, kl. 20.30 í stofu 101 i
Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Hvað
er að gerast í Austur-Evrópu?“ Prófessor
Frantisek Janouch starfar nú við Forskn-
ingsinstitutet for Atomfysik í Stokkhólmi.
Til ársins 1970 var hann forstöðumaður
kj arneðlisfræðideildar kj arnorkustofn-
unnar vísindaakademíunnar í Tékkósló-
vakíu en var vikið úr starfi vegna
stjórnmálaskoðana sinna. Árið 1974 var
honum leyft að fara úr landi og settist
hann þá að í Stokkhólmi. Janouch hefur
verið mjög virkur í Charta 77 samtökunum
og skrifað fjölda bóka, bæði vísindarit sem
og um menningarmál og stjórnmál. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ensku og er
öllum opinn.
Alda Guðmundsdóttir sýnir
þurrskreytingar
Hinn 6. maí sl. var opnuð sýning á þurr-
skreytingum eftir Öldu Guðmundsdóttur
í Listakrubbu Bókasafns Kópavogs. Alda
Guðmundsdóttir er hárgreiðslumeistari að
mennt og hefur gert þurrblómamyndir og
skreytingar undanfarin ár að heimili sínu
í Kópavogi. Á sýningunni, sem stendur til
23. maí, eru 32 myndir, sem unnar eru með
íslenskum og erlendum blómum og stráum,
sem Alda hefur ýmist ræktað sjálf eða
týnt úti í náttúrunni. Sýningin er opin á
sama tíma og bókasafnið mánudaga til
föstudaga kl. 9-21.
Síðasta myndakvöld vetrarins
Ferðafélagið vekur athygli ferðamanna og
annarra áhugamanna um Island á að síð-
asta myndakvöld vetrarins verður mið-
vikudaginn 13. maí í Risinu, Hverfisgötu
105, og hefst kl. 20.30. Margir sýna mynd-
ir til kynningar á ferðum Ferðafélagsins
í sumar. M.a. verður sýnt frá: Náttfaravík-
um (ferð nr. 22), Arnarfelli v/Hofsjökul
(ferð um verslunarmannahelgi) og Djúpa-
vogi (ferð nr. 4). Nokkrar dagsferðir verða
kynntar. Þeir sem hafa hugsað sér að ferð-
ast um landið í sumar ættu að kynna sér
ferðaval F.I. Allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir, félagar og aðrir. Aðgangur kr.
100.
Carl Henrik Svensted
í Norræna húsinu
Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Carl
Henrik Svensted hefur skamma viðdvöl
hér á landi miðvikudaginn 13. maí á heim-
leið frá Bandaríkjunum og hefur í fartesk-
inu nýja og forvitnilega mynd, „Approac-
hing ZERO,000 - De lyckliga ingen
jörerna". Þetta er litmynd í fullri lengd
þar sem tölvugrafík kemur mikið við sögu.
Þar segir frá verkfræðingum þeim sem eru
að smíða fyrsta geimfar Svía. Svensted og
kona hans, Stefania Lopez, sem leikstýrir
myndinni, fylgjast með þeim í fimm ár og
yfir fjórar álfur. Fyrir þeim vakir að veita
innsýn í hugarheim hins tæknimenntaða
manns. Ráðgerð er sýning á myndinni á
vegum F.K. á miðvikudagskvöldið kl. 20.30
í Norræna húsinu sem léð hefur sal til
sýningarinnar. Félagsmenn og aðrir, sem
áhuga hafa, eru velkomnir.
Tórúeikar
Karlakórinn Þrestir
í Hafnarfirði
heldur sínar árlegu söngskemmtanir fyrir
styrktarfélaga og aðra velunnara kórsins
og verða þeir í Hafnaríjarðarbíói: í dag,
12. maí kl. 20.30, miðvikudag 13. maí kl.
20.30 og fimmtudag 14. maí kl. 20.30. Efnis-
skrá er íjölbreytt að vanda, bæði innlend
og erlend lög. Þá má nefna að frumflutt
verður lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson
tónskáld, sem hann samdi fyrir Þresti í
tilefni 75 ára afmæli kórsins þann 19. febr-
úar sl. við ljóð eftir Eirík Pálsson frá
Ölduhrygg. Einsöngvari með kórnum er
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari,
Bjarni Jónatansson á píanó og Grettir
Björnsson á harmóníku. Stjórnandi er
Kjartan Sigurjónsson.
Söngtónleikar
í Norræna húsinu
I dag, 12. maí, mun Soffía Halldórsdóttir
halda söngtónleika í Norræna húsinu kl.
20.30. Á efnisskránni verða verk eftir ís-
lenska og erlenda höfunda. Sofíia stundar
söngnám við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar undir handleiðslu John
Speight. Tónleikarnir eru liður í 8. stigs
prófi sem Soffía lýkur í vor. Aðgangseyrir
er enginn og allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Afmæli
90 ára er í dag, 12. maí, frú Jóna
Þorleifsdóttir, frá Þverlæk í Holt-
um, Suðurgötu 17, Akranesi. Þar
ætlar hún að taka á móti gestum í
dag milli kl. 15 og 19. Eiginmaður
hennar var Haraldur Kristmannsson
frá Akranesi en þau gengu í hjóna-
band árið 1932. Hann lést 13.
desember 1973.
Ferðlög
Útivistarferðir
Miðvikudagur 13. maí kl. 20.
Fuglaskoðunarferð á Álftanes. Létt
kvöldganga. Fræðst um fuglalíf af Árna
Waag. Margar tegundir farfugla hafa við-
komu á Álftanesi, t.d. margæsin. Fróðleg
ferð fyrir alla. Verð 400 kr. frítt f. börn
m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensín-
sölu. Sjáumst.
Leiðrétting
Nafn föður Höllu Margrétar
Ámadóttur misritaðist í frétt í DV
í gær. Hann var kallaður Ami
Valdimarsson en heitir Árni I.
Magnússon. Við biðjum hlutaðeig-
endur velvirðingar á þessum
mistökum.
Iseggi
slitið
Ákveðið var á almennum félags-
fundi á laugardaginn í samvinnufé-
laginu íseggi að slíta félaginu en svo
sem kunnugt er hefur eggjadreifing-
arfyrirtæki þetta átt í rekstrarerfið-
leikum undanfarið.
ísegg fékk þriggja mánaða
greiðslustöðvun og að henni lokinni
framlengingu greiðslustöðvunar í
einn mánuð en á þessum tíma tókst
ekki að tryggja félaginu rekstrar-
grundvöll. Þvi hefur verið ákveðið
að leggja félagið niður og var á fund-
inum um helgina kosin sérstök
skilanefnd til að annast félagsslitin
og mun hún fljótlega hefja innköllun
krafna. I skilanefnd em þeir Gísli
Baldur Garðarsson hrl. og Ásgeir
Thoroddsen hdl.
Talið er að eignir dugi fyrir öðrum
skuldum en afurðainnleggi bænda
en félagið á meðal annars fasteign í
Kópavogi, sem metin er á 30 milljón-
ir króna, og eggjaflokkunarvél auk
annarra verðminni eigna. -ój
Bílskúr
brann í
Hafnarfirði
Bílskýlið við Öldugötu 1 í Hafnar-
firði brann í gærkvöldi. Var bálið
svo mikið að það sást um allan bæ-
inn. Bílskýlið var alelda er slökkvi-
liðið kom að en greiðlega gekk að
slökkva eldinn. í bílskýlinu var bíll
sem brann til kaldra kola. Annar
bíll, sem stóð fyrir utan skýlið,
skemmdist nokkuð. Eldsupptök eru
ókunn. -FRI
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar /
og ganga frá öilu i sama símtali.
Hámark kortaúttektar í síma er kr. 4.000,-
Hafið tilbúið:
/Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer''
og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.