Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 32
 F R E T T A S O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskötið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frostamálið á Suðavík: Oddvitinn sagði af sér Auðunn Karlsson, oddviti á Súða- vík, hefur sagt af sér. Gerðist þetta á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var á Súðavík síðdegis í gær, en á dagskrá þess fundar var umræða um Frostamálið sem ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undan- förnu. Eftir að Auðunn hafði sagt af sér var hreppsnefndarfundinum slitið og annar boðaður á laugardag- inn þar sem oddvitakjör verður á dagskrá. Auðunn Karlsson sagði í samtali við DV að ákvörðun um uppsögn hefði verið tekin í ffamhaldi af borg- arafúndinum sem haldinn var á staðnum á sunnudag en á honum var samþykkt tillaga þar sem kaup Togs hf. á Frosta hf. voru fordæmd. Auðunn var í forsvari fyrir Togs- menn. „Eg taldi best og eðlilegast að ég segði af mér og vonast til að það geti orðið leið til sátta í þessu máli,“ sagði Auðunn. 1 máli hans kom einnig fram að eigendur Togs myndu funda um málið eftir viku. -FRI Utgerðarfélag Akureyringa: Hagnaður 86 milljónir Jón G. Haufeson, DV, Akureyri; Hagnaður Útgerðarfélags Akur- eyringa, eins stæsta sjávarútvegs- fyrirtækis í landinu, varð 86 milljónir króna á síðasta ári en það gerir um 10,6 % af veltu fyrirtækis- ins. Aðalfundur félagsins var hald- inn í gærkvöldi. Að jafnaði vinna um 450 manns hjá fyrirtækinu og námu launa- greiðslur á síðasta ári 316 milljónum króna. Togarar fyrirtækisins eru orðnir gamlir og er bókfært verð þeirra rúmlega 223 milljónir, meðan vátryggingarverð er 642 milljónir. Samþykkt var á aðalfundinum í gærkvöldi að gefa út jöfnunarhluta- bréf til að tvöfalda hlutafé félagsins en það er nú um 110 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins í lok árs 1986 var um 295 milljónir. LOKI Er þetta örorkumat hjá íhaldinu? Viðræður Steingríms við Sjálfstæðisflokk og Kvennalista á morgun: Frjalst, ohað dagblað ÞRIÐJUDAGUR MAI 1987 Talinn skila t umboðinu í lok vikunnar „Ég held að Steingrímur verði búinn að skila umboðinu á föstudag. Ég er ekki bjartsýnni en það,“ sagði einn af forystumönnum Framsókn- arflokksins í morgun. Forystusveit Framsóknarflokksins kom saman síðdegis í gær eftir fundí Steingríms Hermannssonar með leiðtogum Sjálfstæðisflokks, Kvennalista og Alþýðuflokks. Nið- urstaða framsóknarmanna varð sú að stefaa að því að hefja þríhliða viðræður Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista þegar í fyrramálið, á miðvikudagsmorgun. „Ég er nær viss um að þær sigla i strand,“ sagði framsóknaraiaðurinn sem áður var vitnað til. „Ég held að áhugi Sjálfstæðis- flokks liggi annarstaðar. Hann hefar mikinn áhuga á nýsköpunarstjóm. En það verður þó reynt að fa fram skilyrði Kvennalistans.'1 Steingrímur hitti Svavar Gestsson, formann _ Alþýðubandaiagsins, í morgun. í dag ræðir hann við Albert Guðmundsson, leiðtoga Borgar-a- flokks, og Stefán Valgeirsson, þíngmann Samtaka um jafnrétti og fólagshyggju. Þingflokkur Fram- sóknarflokksins kemur svo saman síðdegis og samþykkir væntanlega viðræður við Sjálfstæðisflokk og Kvennalista. -KMU Reykjavikurhöfn hefur fengið til reynslu hollenskan hafnsögu- og dráttarbát, Salut. Ef hann reynist vel er ætiunin að kaupa jafnvel tvo slíka nýlega báta til endurnýjunar. Salut er 16 metrar og hefur 10 tonna tog- kraft, álíka og Magni gamli, en er minni og liprari. Salut mun kosta 13 milljónir króna verði hann keyptur. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Sunnan- og suðvestanátt ogvíðastkaldi Á miðvikudaginn verður sunnan- og suðvestanátt og víðast kaldi, skúrir verða um sunnan- og vestan- vert landið en skýjað og þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bil- inu 6-10 stig. ' Stórbmni í Lystadún Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavik var kallað út nú skömmu fyrir kl. 11 að verksmiðjunni Lystadún í Dugguvogi. Þar kom upp mikill eldur eins og margir borgarbúar hafa ekki farið varhluta af því mikill reykmökk- ur steig upp af eldstað og sást hann um alla borgina. Skömmu áður en DV fór í prentun í morgun var slökkvistarf nýhafið og ekki vitað af hvaða orsökum eldurinn kviknaði. Hins vegar er ljóst að þarna hefar orðið giíúrlegt tjón á eignum verksmiðj unnar. -FRI íslenskur flugstjóri: Bjargaði breskum ferða- manni fiá drukknun á Tobago hjá Kristján Richter, flugstjóri Cargolux, bjargaði breskum ferða- manni frá drukknun við eyjuna Tobago í Karíbahafi fyrir nokkrum dögum. Tildrögin voru þau að sá breski var að bjarga bami frá drukkn- _un en fékk krampa og missti sundið. Kristján leysti bát, sem var þarna nærri, og náði Bretanum á meðan annað fólk bjargaði barninu. Bretinn var mjög hætt kominn, hafði sopið mikinn sjó og virtist hjarta hans hætt að slá. Kristján pumpaði sjónum upp úr manninum og notaði síðan blástursaðferðina til að koma honum aftur til lífs og það tókst. Gunnhildur Óskarsdóttir flugfreyja var áhorfandi að þessu og sagði hún að ekki hefði mátt muna sekúndu að lífi þess breska yrði bjargað. Hann fékk snert af taugaáfaili en var samt kominn til sæmilegrar heilsu daginn eftir þegar hann hafði samband við iífgjafa sinn, Kristján Richter. -S.dór Sjátfstæðisflokkurinn: Nefnd til að athuga úrslit kosninganna : ' Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur skipað fimm manna nefad tii þess að athuga með hvaða hætti hægt sé að meta úrslit síðustu alþingiskosninga og gera úttekt á baráttuaðferðum flokksins ásamt tillögum til úrbóta. í nefadinni eiga sæti Friðrik Sophus- son, sem er formaður nefadarinnar, inga Jóna Þórðardóttir, Magnús Gunnarsson, Víglundur Þorsteinsson og Jón Magnússon. Sagði Friðrik í samtali við DV að myndaðir yrðu starfshópar undir forystu nefndar- manna sem gera myndu úttekt á nokkrum þáttum í starfseminni en það eru útbreiðsiumál, úttekt á kosninga- baráttunni, breyttar áherslur og breytingar á starfsháttum. „Mönnum þykir eðlilegt í ljósi kosn- ingaúrslitanna að kanna orsakir þeirra og gera síðan tillögur til úr- bóta. Það er engin leið að sætta sig við þessa niðurstöðu til frambúðar," sagði Friðrik Sophusson. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.