Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987. 13 Glæta í kófinu Þá hafa kjósendur kveðið upp dóm sinn: Ríkisstjórnin skal út. Eins og venjulega hafa allir framboðslistar sigrað út frá einhveijum forsendum. Ymsar óánægjuraddir hafa þó heyrst frá einstaka flokksmeðlimum, sumar , meira að segja svo hvassar að kraf- ist hefur verið uppstokkunar, endumýjunar forystu, meðferðar af einhverju tagi, brottrekstrar ein- stakra manna og sumum hefur jafhvel þótt allt ofantalið við hæfi. Þvert ofan i allar skoðanakannan- ir má þó segja að Framsóknarflokk- urinn haldi nokkum veginn haus. Að vísu fékk hann næstum engan mann kjörinn í Reykjavík en forsæt- isráðherra og formaður Framsókn- arflokksins brilleraði á Reykjanesi. En á Vestfjörðum, þar sem Stein- grímur Hermannsson hefur verið í framboði allar götur þar til nú, mátti hins vegar engu muna að Framsókn þurrkaðist út af landabréfinu. Og þá hefði hinn nýstofnaði - en eldgamli þó (miðað við Borgaraflokkinn) Þjóðarflokkur fengið sinn fyrsta og eina mann. Heppnin var hins vegar með Ólafi Þórðarsyni og hann slapp með skrekkinn. Aliir sigruðu sem töpuðu Já, allir sigmðu - ekki síst þeir sem töpuðu - miðað við einhveijar for- sendur. Svoleiðis er nú það. Einna athyglisverðast við þessar kosningar að mínu mati er hversu mörg atkvæði féllu Kvennalistanum í skaut. Sumir vilja taka þetta sem kröfu um meiri áhrif kvenna á Al- þingi - eða jafiivel bein fyrirmæli um þátttöku í ríkisstjóm. Ég hygg þó að hvomgt sé nálægt sanni. Og enda þótt ég beri meiri virðingu fyr- ir flestum konum en öllum körlum (samanlagt!) hefur engin þeirra eitt einasta erindi í ráðherrastól. Mér finnst þær best geymdar við pijóna- skap á Hótel Vík. Þar geta þær spjallað saman og spekúlerað, komið með „nýjar áherslur" og „sett á odd- inn“ hitt og þetta. Mér finnst þetta ærið verkefhi - og vissulega verðugt - auk þess sem vísindin em stöðugt að koma auga á nýja og nýja punkta sem varða „reynsluheim kvenna“ þannig að þeim ætti ekki að vera skotaskuld að leggja út af slíkum staðreyndum í ræðu og riti - milli treflanna og ullarvettlinganna. KjaHarinn Þorsteinn Valgeir Konráðsson nemi í prentiðn „Og þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort það sé ekki Borgaraflokknum, hinum ótviræða sigurvegara, sem fyrstum eigi að fela stjórnarmyndun, hafandi í huga þá viðteknu hefð að sigurvegari hverra kosninga reyni stjórnarmyndun til að byrja með.“ „Ég held sem sagt að fylgi Kvennalistans sé til komið vegna fýlu þegnanna. Þeir nenna ekki lengur að lappa upp á gömlu flokkana. .. “ Mér er alvara Ég held sem sagt að fylgi Kvenna- listans sé til komið vegna fylu þegnanna. Þeir nenna ekki lengur að lappa upp á gömlu flokkana - og kjósa þess vegna „bara eitthvað“. Mér er alvara. Hættur með þetta. En þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst. Komum svo að þeim flokki sem allir hafa viðurkennt að sé yfirburða- sigurvegari þessara kosninga - Borgaraflokknum. Það er alveg sama hversu flóknar forsendur eru lagðar til grundvallar eða hvernig þau forrit eru sem tölvumar eru mataðar með: Hann hefur alls staðar sjö unna. Og þá vaknar óneitanlega sú spuming hvort það sé ekki Borgara- flokknum, hinum ótviræða sigurveg- ara, sem fyrstum eigi að fela stjórnarmyndun, hafandi í huga þá viðteknu hefð að sigurvegari hverra kosninga revmi stjómarmvndun til að byija með. Mér finnst það ekki aðeins sanngjamt heldur í fyllsta máta eðlilegt. Í lokin kem ég að óskastjóminni. 1. Óbreytt stjómskipan - Það er: Sjálfstæðisflokkamir báðir og báðir Framsóknarflokkarnir = 39 þingmenn - sterk stjórn. 2. Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur = 39 þingmenn (ef joðið er með). Ef til vill er þessi kostur betri af ýmsum ástæðum. Mér sýnist að þessir fjórir flokkar ættu að geta náð skaplegum stjómarsáttmála. Og ef það besta úi' stefhuskrám þeirra fær að njóta sín í slíku samstarfi þurfum við engu að kvíða. Nú og svo er góð spuming hvort þessi stjómmálaöfl geti ekki hrein- lega sameinast - í fyllingu tímans - í einn voldugan borgaraflokk. Þorsteinn Valgeir Konráðsson. Hvar og hver er réttur okkar bílakaupenda? Þann 14.01. ’87 fór ég í umboðssölu Brimborgar hf. í Njarðvík til að ræða tilvonandi bílakaup en þar sem ég átti tæplega ársgamlan Daihatsu bað ég sölumanninn að hringja í forstjórann, Jóhann í Brimborg, til að athuga hvort hann vildi taka minn bíl upp í nýjan og fyrir hve mikið. Jóhann samþykkti minn bíl á 250.000 kr. og með það tók ég á- kvörðun og pantaði nýjan bíl sem átti að kosta með aukabúnaði 377.830 kr. kominn á götuna. Daginn eftir, eða 15.01., kom ég aftur í um- boðssöluna í Njarðvík til að borga mismuninn á bílverðinu, 127.830 kr. Ég borgaði 125.000 kr. og sagði sölu- maðurinn að eftirstöðvarnar, 2.830 kr., borgaði ég þegar ég fengi bílinn afhentan og sölureikningur frá Brimborg lægi frammi. Nýtt verð á bílnum Laugardaginn 24.01. mætti ég í umboðssöluna í Njarðvík til að taka við nýja bílnum og afhenda þann gamla. Það var allt í þessu fína nema að endanlegur sölureikningur fannst ekki en bílaskiptin fóru fram og var ég beðinn um að koma á mánudag. En allt var sem áður, ég kom á þriðjudag og var þá reikningurinn kominn. Brá mér þá nokkuð því þar stóð að ég skuldaði 12.830 kr. í stað 2.830 kr. sem áður lágu fyrir. Hafði verið reiknað nýtt verð á bílinn 22.01. eða viku eftir að ég borgaði 'A afhonum. Þegar ég spurði hverju þetta sætti KjaUaiinn Jón Guðmundsson, vélstjóri, Njarðvík kom það svar frá Jóhanni í Brim- borg að þetta hefði verið óviðráðan- legt vegna gengisbreytinga og upphæð sú er ég borgaði 15.01., 125.000 kr„ hefði ekki verið nóg til að tollafgreiða bílinn. Ég vissi ekki betur en að ég hefði svo gott sem lokið mínum greiðslum, skuldaði 2.830 kr. Þetta kalla ég að farið sé með ruddalegum hætti aftan að við- skiptavininum og fijálslega farið með mitt fé ef þessum herrum þókn- ast að tollgreiða bílinn þegar þeim sýnist og reikna nýtt verð viku eftir að greiðsla hefur farið fram. Svífast einskis Þama virðist einskis svifist til að ná því sem kúnninn hefur í veskinu Þess vegna fylgdi sölureikningurinn ekki með bílnum þ\d að ef ég tæki við honum án endanlegs uppgjörs, sem ég gerði í mínum klaufaskap, væri verðhækkunin sjálfkrafa kom- in í gegn. Ég gat ekki látið kaupin ganga til baka þar sem ég var búinn að nota bílinn á fjórða dag, setja aukaaurhlífar á sílsa og útvarp með tilheyrandi. En að Brimborgarmenn byðust til að koma til móts við mig með ein- hveijum hætti var ekki til umræðu, voru reyndar ýmsar leiðir en án ár- angurs. Þetta finnst mér lítil og löður- mannleg sölumennska. að láta kúnnann fara frá sér reiðan út af ekki stærra máli en þessu. En málið getur verið nokkuð stórt peninga- lega séð ef fyrirtæki sem þetta leikur svona leiki við marga enda hef ég megnustu skömm á viðskiptum við þessa menn og fer ekki dult með það. Nú spvr ég ykkur. lesendur góðir; mynduð þið sætta vkkur við svona viðskiptamáta? Svari nú hver fvrir sig. Jón Guðmundsson. „Þetta finnst mér lítil og löðurmannleg sölumennska, að láta kúnnann tara frá sér reiðan út af ekki stærra máli en þessu." „Þetta kalla ég að farið sé með ruddalegum hætti aftan að viðskiptavinunum og frjáls- lega farið með mitt fé ef þessum herrum þóknast að tollgreiða bílinn þegar þeim sýnist...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.