Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Stjómmál Miðstjómarfundur Alþýðubandalagsins: Uppgjörinu frestað fram að landsfundi? - samt er búist við hörðum og berorðum umræðum Miðstjómaríundur Alþýðubanda- lagsins verður haldinn um helgina að Varmalandi í Borgarfirði. Vegna slæmrar útreiðar, sem flokkurinn fékk í alþingiskosningunum í síðasta mánuði, hefur þessa fundar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ekki síst í ljósi ýmissa yfirlýsinga sem flokksmenn hafa verið með að undanfömu. Jafnvel var búist við að til uppgjörs kæmi á þessum fundi og leit svo út um sinn. Nú munu fleiri vera þeirrar skoðunar að upp- gjörinu verði frestað fram að lands- fundi í haust. En aftur á móti munu á miðstjómarfundinum eiga sér stað “ harðar og berorðar umræður um ástandið i flokknum og orsakir ófar- anna í kosningunum. Þar munu verkalýðsforingjar eiga i vök að verjast, ef marka má opinber um- mæli ýmissa ráðamanna í flokknum að undanfömu. Margir sem DV hefur rætt við hallast að því að landsfundinum, sem halda á í októberlok eða byijun nóv- ember, verði flýtt og að hann verði haldinn áður en Alþingi kemur sam- an í byijun október. Uppgjöri frestað „Uppgjörið, sem óhjákvæmflega hlýtur að eiga sér stað, verður geymt fram að landsfundi," sagði einn af áhrifamönnum í flokknum í samtali við DV. Hann sagði að án vafa yrðu umræður á miðstjómarfundinum mjög harðar og berorðar en til upp- gjörs myndi ekki koma. Hann sagði menn vilja skoða málin í sumar, enda væm menn vart tilbúnir enn sem komið er til þess mikla uppgjörs sem bíður. Búist er við harðri gagnrýni á verkalýðsforingjana, einkum As- mund Stefánsson, enda hefur sú gagnrýni þegar komið fram opin- berlega í viðtölum við frambjóðend- ur og ýmsa ráðamenn flokksins að undanfömu. Þá hefur gagnrýnin ekki minnkað við það að verkalýðs- armurinn hefur unnið leynt og ljóst að því að koma á nýsköpunarstjóm að undanfömu með verkalýðsfor- ingjum úr Alþýðuflokki og vinnu- veitendaarminum í Sjálfstæðis- flokknum. Viðtæk andstaða Svo virðist sem andstæðingum nýsköpunarstjómar í Alþýðubanda- laginu hafi vaxið fylgi síðustu dagana og að andstaða gegn henni sé allvíðtæk í flokknum. Verkalýðs- armurinn er henni hlynntur og eins mun Svavar Gestsson ekki vera hug- myndinni andstæður sem og nokkrir þingmenn aðrir. Aftur á móti mun yngra fólkið í flokknum vera henni andstætt. Einn úr hópi yngri manna sagði í samtali við DV að Alþýðu- bandalagið ætti ekkert erindi í ríkisstjóm nú. Flokkurinn þyrfti að endurskipuleggja sig frá grunni og það væri ekki hægt ef hann væri sestur í ríkisstjóm. Annar sem rætt var við sagði að ef og hann lagði áherslu á -ef- Al- þýðubandalagið færi í nýsköpunar- stjóm yrði það ekki fyrr en eftir langvarandi stjómarkreppu, 2 mán- uði eða svo. Þá gætu þær aðstæður verið komnar upp í þjóðfélaginu að þjóðin beinlínis kallaði á slíka stjóm til að leysa vanda stjómarkreppunn- ar. Einn af áhrifamestu mönnum flokksins sagði í samtali við DV að andstaðan gegn nýsköpunarstjóm nú væri svo víðtæk í flokknum að ef til hennar ætti að koma þyrfti Alþýðubandalagið svo mikla mál- efhalega ávinninga að útilokað væri að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur gætu gengið að þeim kost- um. Þá hafa menn tekið eftir því að í ritstjómargreinum Þjóðviljans hef- ur komið fram andstaða gegn nýsköpunarstjóm. Þó em þeir til sem segja opinbera andstöðu ýmissa áhrifamanna í flokknum vera gervi til að róa hörðustu andstæðingana meðan stjómarmyndunarmálin em í geijun næstu vikumar. Þetta mál og allt hitt verður til umræðu á þess- um mikilvæga miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins, sem hefst að Varmalandi á laugardaginn kemur. -S.dór Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Siglufirði eftir átök undangenginna vikna. Framsóknarflokkur, Sjátfstæðisflokkur og Alþýðubandalag saman á Siglufírði Nýr meirihluti í bæjarstjórn Siglu- fjarðar var formlega myndaður á mánudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks skrifuðu þá undir málefna- samning flokkanna. Fyrsti bæjarstjómarfundur eftir myndun nýja meirihlutans verður í dag. Nýi meirihlutinn ætlar þá að láta reyna á það hvort Kristján Möller, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, hyggist sitja áfram sem forseti bæjarstjómar. Nýi meirihlutinn vefengir ekki að Kristján geti lagalega setið áfram því að í bæjarmálasamþykkt er skýrt kveðið á um að forseti bæjarstjómar sé kjörinn til fjögurra ára. Þeim þykir það hins vegar ekki í anda lýðræðis eða eins og Bjöm Jónasson, efsti mað- ur Sjálfstæðisflokks og forsetaefni nýja meirihlutans, orðaði það: „Lög- légt en siðlaust." -KMU Verkalýðsarmur Alþýðubandalagsins er hlynntur nýsköpunarstjórn og Svavar Gestsson formaður flokksins sagður ekki andvígur hugmynd- inni. Víðtæk andstaða er hinsvegar I flokknum gegn þessu stjórnar- mynstri. í dag mælir Dagfari Vandanum vísað til nefndar Mitt í öllum stjómarmyndunarvið- ræðunum berast þær fréttir úr herbúðum sjálfstæðismanna að þeir hafi skipað nefnd til að gera úttekt á kosningaúrslitunum. Nefndin á að skilgreina tapið og endurmeta stöðu Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Þetta kemur nokkuð á óvart enda var ekki annað að heyra en þingflokkurinn hefði verið býsna kátur að loknum kosningum og formaðurinn hefur verið önnum kaf- inn við að búa til ríkisstjóm undir sinni forystu eins og ekkert hafi í skorist. Þingflokkurinn kaus þegar i stað sömu mennina í stjóm þing- flokksins og þingflokkurinn allur gaf út traustsyfirlýsingu gagnvart for- manninum og í rauninni hefði allt verið með felldu ef Albert hefði ekki farið. Kannske hafa mennimir verið svo sjokkeraðir eftir kosningamar að þeir hafi ekki mátt mæla fyrst í stað en nú virðast þeir hafa áttað sig á að eitthvað þurfi að skoða eftir að flokkurinn hmndi niður um tíu pró- sent í kosningunum. í þessu felst að þeir hafa viðurkennt vandann. Nú em þeir sem sagt búnir að skipa nefnd og hafa vísað vandanum í nefhdina sem sjálfsagt mun gefa út nefndarálit einhvem tíma fyrir næstu kosningar til að næsti lands- fundur geti klappað fyrir vel unnu starfi og komist að þeirri niðurstöðu að vandinn hafi verið leystur. Nefndarskipunin er forvitnileg. Formaður hennar er Friðrik Sophus- son, sem var fyrsti maður á listanum í Reykjavík, þar sem flokkurinn tap- aði flestum atkvæðum. Með honum em tveir aðrir frambjóðendur úr Reykjavík af sama lista, þau Ragn- hildur Helgadóttir og Jón Magnús- son. Fjórði maðurinn er af listanum á Reykjanesi, Víglundur Þorsteins- son, sem fékk álíka útreið og Reykjavíkurlistinn og fimmta per- sónan í nefndinni er eiginkona Geirs Haarde sem líka var á Reykjavíkur- listanum. Sjötti og síðasti maðurinn í nefhdinni er Magnús nokkur Gunnarsson, sem hefur það fyrir at- vinnu að selja saltfisk til Portúgal en var ekki í framboði svo kunnugt sé. Magnús mun hins vegar vera sérlegur vinur formannsins og full- trúi hans í nefndinni, enda er bráðnauðsynlegt að formaðurinn fylgist vel með nefnd sem er að kanna vandann sem hann kallaði yfir flokkinn. Ekki er annað að sjá af þessari upptalningu en að nefhdin sé vel skipuð. Allt hlýtur þetta fólk að vera gjörkunnugt vandamálum flokksins, sér í lagi þegar allt bendir til þess að vandamálið sé aðallega fólgið í því sjálfu. Það er ekki á hverjum degi sem menn hafa hugrekki og hugmyndaflug til að skipa vanda- málin sjálf í nefnd til að gera úttekt á sjálfúm sér. Og það er afar snjallt að skipa eiginkonur vandamálanna i nefndina til viðbótar við vandamál- in sjálf, enda eiga eiginkonur allra helst að þekkja sitt eigið heimilis- böl. Dagfari er eiginlega alveg hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki skipa fleiri maka í nefndina enda mundu þeir alveg örugglega geta gefið góða og ítarlega skýrslu til næsta landsfundar um það í hverju vandamál eiginmanna og eig- inkvenna sinna eru fólgin. Þessi nefhdarskipun slær margar flugur í einu höggi. Hún útilokar að aðrir séu að skipta sér af vandamál- um Sjálfstæðisflokksins en þeir sem eru sjálfir vandamál. Nefndin gerir það líka óþarft að flokkurinn sé að skipta sér af sínum eigin vanda á meðan. Hér eftir tekur nefndin við öllum vandamálum flokksins og jafnskjótt og flokkurinn uppgötvar að fleiri frambjóðendur hafi verið vandamál má bæta þeim við í nefnd- ina. Á meðan getur formaðurinn snúið sér óskiptur að þvi að mynda nýja ríkisstjóm og þarf ekki að hafa áhyggjur af vanda síns eigin flokks. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að kvíða framtíðinni meðan frambjóð- endur og eiginkonur þeirra gera úttekt á þeim vanda sem þau leiddu yfir flokkinn. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að það sé ekkert að í Sjálf- stæðisflokknum nema það eitt að aðrir flokkar buðu fram á móti hon- um og kjósendur vildu frekar kjósa þá en Sjálfstæðisflokkinn. Fram- bjóðendumir munu síðan skilgreina það í nefndaráliti hvers vegna þeir sem frambjóðendur fengu ekki at- kvæðin og þá kemur sér vel að hafa eiginkonuna í nefhdinni. Hún hefur vandamálið heima hjá sér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.