Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Page 7
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. 7 Fréttir Islendingum snúið fiá frönsku landa- mærunum ísler]skir ferðamenn, sem hyggjast heimsækja Frakkland, komast ekki inn i landið án sérstakrar vegabréfsá- ritunar. Á þetta skal minnt vegna nýlegra dæma um að íslendingum, sem ætlað hafa að aka frá Lúxemborg til Frakklands, hefur verið snúið frá á landamærunum. Starfsmaður franska sendiráðsins í Reykjavík sagði að þijá daga tæki að fá vegabréfsáritun. Menn þyrftu að framvísa vegabréfi, einni ljósmynd, sýna farmiðann og greiða 400 krónur. Starfsmaðurinn sagði að margir vissu ekki um þessar reglur um vega- bréfsáritun til Frakklands. Hyggilegra væri að ganga frá þessu hér á Islandi áður en haldið væri út því í Lúxem- borg tæki tvær vikur að fá vegabréfsá- ritun. -KMU Félagsmenn i hinu nýja félagsheimili þeirra að Dugguvogi. DV-myndir G. Bender Ánnenn kaupa sér nýtt félagsheimili Endumnnslustöðin i Dounreay i Skotlandi: íslendingar óttast geislaviikni í sjó Skýrsla um kjarnorkuverið og endurvinnslustöðina í Dounreay í Skotlandi kom út í desember sl.. Skýrslan var unnin af starfsmönnum Geislavarna ríkisins, Hafrannsókna- stofnunar, Siglingamálastofnunar ríkisins og fulltrúa íslands hjá Al- þjóða kjamorkumálastofnuninni. I skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að ekki sé talin hætta á veruleg- um heilsufarslegum áhrifum af áfallalausri starfsemi þessarar stöðv- ar, ef reist yrði, þá muni fyrirhuguð starfsemi engu að síður auka geisla- virka mengun á hafsvæðinu um- hverfis landið og mengunarhættu vegna hugsanlegra slysa, 'bæði við flutning geislavirkra efna með skip- um og vegna óhappa sem ekki er hægt að útiloka að geti orðið í endur- vinnslunni. Dagana 1. til 3. júní nk. verður haldinn í Cardiff á Englandi árs- fundur samningsaðila Parísarsamn- ingsins. Auk íslands hafa eftirtalin lönd staðfest samninginn: Belgía, Danmörk, Frakkland, Holland, ír- land, Noregur, Portúgal, Spánn, Stóra-Bretland, Svíþjóð, Vestur- Þýskaland og einnig Efnahags- bandalag Evrópu. Á ársfundinum leggja íslendingar fram ítarlega til- lögu um varnir gegn geislavirkri mengun á hafsvæði Parísarsamn- ingsins. I lok tillögu íslendinga segir: „Samningsaðilar skulu ekki reisa nýjar endurvinnslustöðvar eða auka að marki endurvinnslugetu núver- andi stöðva, nema unnt sé að sýna á fullnægjandi hátt fram á, að mati Parísarnefndarinnar, að slíkt hafi ekki í för með sér hættu á geisla- virkri mengun á hafsvæði Parísar- samningsins, hvorki sökum staðsetningar né þeirrar tækni sem notuð er.“ -sme Fasteignamarkaðurinn: Hlutfall útborg- unar eykst stöðugt Frá því að nýja húsnæðislánakerfið komst á hefur íbúðaverð hækkað verulega. Útborgun hefur einnig auk- ist jafnt og þétt. Fyrri hluta síðasta árs var útborgun venjulegast um 70% af söluverði. Um sl. áramót var það hins vegar komið í 75%, en meðal útborgun í mars sl. var 80% af sölu- verði, skv. upplýsingum sem DV fékk hjá Fasteignamati ríkisins. Frá fyrsta ársíjórðungi 1986 til sama tíma á yfir- standandi ári hafa íbúðir í fjölbýlis- húsum hækkað um 35%. Á sama tíma hefur lánskjaravísitala hækkað rnn 14%. Raunhækkun á íbúðarverði á þessu tímabili er 18,2%. Þegar byrjað var að úthluta lánum úr nýja kerfinu dugði hámarkslán til kaupa á Ijögurra herbergja íbúð, en í dag stendur hám- arkslán nokkuð á jöfnu við söluverð á meðal þriggja herbergja íbúð. Þessa miklu hækkun á íbúðaverði má að hluta til skýra með því að á fyrri hluta síðasta árs var íbúðaverð óvenjulágt. Á árinu 1985 og fram að miðju ári 1986 hafði íbúðaverð lækkað að raungildi um 20 til 25%. Þegar það stóð hvað lægst var verðið komið und- ir meðalverð íbúða á árinu 1978. En hvemig er fasteignamarkaðurinn í dag? Þórólfúr Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, sagði að nú vant- aði tilfinnanlega 3ja til 5 herbergja íbúðir á sölu. íbúðir í öðrum stærðar- flokkum seljast einnig nokkuð vel. Þó hefur eftirspurn eftir stæstu eignunum minnkað nokkuð frá því að salan á þeim var hvað mest. -sme Hagbygging hf: Batnandi afkoma Á árinu 1986 var 4,5 milljóna króna tap á rekstri Hagtryggingar en á árinu 1985 varð tap hins vegar 7 milljónir. Iðgjöld á sl. ári námu 52 milljónum og er það 17,7% aukning frá fyrra ári. Greidd tjón á árinu námu samtals 47,8 milljónum og er það 21,5% hækk- un frá fyrra ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var 26. mars sl. Frá 1. janúar sl. hefur Hagtrygging eingöngu annast rekstur ökutækja- trygginga. Er það von forráðamanna félagsins að með þessum ráðstöfunum megi bæta hag þess nokkuð. -sme „Hér mun slagæð félagsins slá“ - segir Sigurður Benjamínsson, formaður Ármanna „Það fer ekki á milli mála að Hlrð- arvatn hefúr verið okkar miðpunkt- ur en hjarta félagsins var í „skókassanum" að Skemmuvegi en verður hér í Dugguvogi 13 í framtíð- inni. Þetta þýðir fyrst og fremst að við fáum fastan samastað fyrir okkar félagsstarfsemi. Það er ekkert smá- stökk að fara úr 50 fermetrum í 120 og allir sem mættu á þennan fund voru með kaupunum," sagði Sigurð- ur Benjamínsson, formaður Ár- manna, í samtali við DV í nýja húsnæðinu þeirra að Dugguvogi 13. En Armenn samþykktu að kaupa sér 120 femretra húsnæði að Dugguvogi 13 í síðustu viku. Þetta húsnæði er glæsilegt og ekki nokkur vafi að Armenn eiga eftir að njóta góðs af því í framtíðinni því félögum fjölgar jafht og þétt en þeir eru nú 221. „Þetta hefur alla tíð verið mikið hugsjónafélag, Ármenn. og með stofhun félagsins var stangaveiðinni lyft upp á hærra plan. Það em mörg- um sinnum fleiri konmir í silungs- veiðina og hnýtingar á flugum en var. Ef vel tekst til hjá okkur með húsnæðið á þetta eftir að marka trmamót í veiðinni. samastað verð- um við að hafa og með því stendur og fellur félagið. Þetta er stóráfangi fyrir Armenn og með þessum húsa- kaupum eru komnar fastar skorður á húsnæðið. Ég held að margir eigi eftir að leita til okkar til að fræðast um silunginn og það lífríki sem er í vötnunum þvr líklega eru 40% fé- Veiðivon Gunnar Bender Sigurður Benjamínsson, formaður Ármanna, kátur á svip stuttu eftir að félagsmenn höfðu ákveöiö hús- næðiskaupin samhljóða. lagsmanna í silungsveiðinni ein- göngu.“ - Hvað með unglingana, mætti ekki fá þá meira til liðs við vkkur? „Sá akur með unglingana er óplægður og ég veit ekki hvað er unglingavandamál. báðir strákamir mínir eru í veiðinni. Því fleiri ungl- inga sem við fáum þeim mun betra f\TÍr félagið. Það mætti hafa ungl- ingakvöld á dagskrá og og kenna þar fluguhnýtingar." - Hvar bjóðið þið ykkar félögum upp á veiði? ..Hlíðarvatn í Selvogi. Revnisvatn. holl í Vatnsdalsá í lax og silung, holl í Grímsá. 46 daga í Langá á Mýrum og svo erum við með 110 stangardaga í flóðinu í Grenlæk. Við höfum alltaf verið meira f silungi og eitthvað í laxveiðinni með." - Hvað er að frétta úr Hlíðarvatni en veiði hófst þar 1. apríl? ..Veiðin í Hlíðarvatni hefur farið rólega af stað og það hafa veiðst 60-70 bleikjur núna. Besta veiðin ennþá eru 16 fiskar og svo hafa veiði- menn verið að fá þetta 3 og 4 á dag. Analíus Hagwaag var í vikunni og fékk 8 bleikjur." - En Reynisvatn? ..Það vatn er ævintýri út af fyrir sig því í Reynisvatni er búið að rækta fisk og þar hefur Veiðimála- stofnun verið fremst en með litlum ái-angri. Þetta vatn er fysilegt og það mætti kaupa þar veiðanlegan fisk. regnbogasilungur kæmi til greina." G.Bender ‘vy- .:v Fyrsta kvartmilukeppni sumarsins veróur haldin laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Keppendur mæti fyrir kl. 12.00. Allar upplýsingar í sima 72906 á kvöldin. KVARTMILUKLUBBURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.