Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Iþróttir dv Napolí býður nýjan samning - Maradona hugsar málið „Ég gæti vel hugsa rnér að spila með Tottenham og Barcelona eitt keppnistímabil á hvorum stað áður en ég fer alfarinn til Argentínu að lokn- um mínum keppnisferli í Evrópu," sagði Diego Maradona í viðtali við dagblað í Napóli i gær. Maradona sagði ennfremur að for- ráðamenn Napólí liðsins hefðu þegar boðið honum nýjan samning til ársins 1989 en hann þyrfti að fá tíma til að íhuga það tilboð. Maradona hefur fyrir nokkru ákveð- ið að spila með sínu gamla félagi, Boca Juniors, í Argentínu þegar hann hættir að leika í Evrópu en tíminn einn verður að leiða í Ijós hvenær sú stund rennur upp. -JKS Jose Toure skoraði tvö Fjttí leikimir í 8 liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í knatt- spymu fóm fram í fyrrakvöld. Stórlið- in Bordeaux og Marseille unnu bæði án teljandi erfiðleika. Bordeaux sigraði Lille á heimavelli, 3-1. Franski landsliðsmaðurinn, Jose Toure, skoraði tvö af mörkum Borde- aux liðsins. Marseille sigraði Lens, 0-1, og skor- aði Patrick Cubaynes eina mark leiksins með skalla. Úrslit í öðrum leikjum urðu að Lav- al sigraði Reims, 1-0, og Ales vann Strasbourg, 2-0. Síðari leikimir í keppninni fara fram 19. maí. JKS V erðlaunahafar á nýafstöðnu íslandsmóti í veggtennis en þessi íþrótt á nú vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. íslandsmótið fór fram i Dansstúdíói Sóleyjar og sigurvegari varð Jóhannes Guðmundsson og er þetta í annað skipti sem hann vinnur íslandsmeistaratitilinn. Jóhannes er lengst til vinstri á myndinni. Næstur er Ásmundur Ólafsson, sem varð í öðru sæti, og þá Kristján Baldursson og Viktor Ur- bancic en þeir síðastnefndu urðu jafnir í 3.-4. sæti. Carl Lewis á 5 mótum Þjálfari Carl Lewis, Joe Dou- glas, lísti því yfir i gær að Lewis myndi keppa á í það minnsta fimm mótum í Evrópu á þessu ári, eða fyrir heimsmeistaramót- ið í Róm sem fram fer í lok ágúst. Lewis mun keppa á mótum á Spáni, Ítalíu, Hollandi og líklega í Berlín og Zurich í Sviss. Þá mun Lewis keppa á Pan Americ- an leikunum sem fram fara í Indianapolis í Bandaríkjunum í ágúst. Davig Pitt í 1. sæti Sunnudaginn 10. maí var firmakeppni Skíðáráðs Reykja- víkur haldin á skíðasvæði Fram í Eldborgargili i Bláfjöllum og urðu úrslit sem hér segir: I fyrsta sæti varð Davig Pitt hf., en síðan varð röðin þessi: Skrifstofuvélar, Dentalía, Litla- kaffistofan, Glóðin, Blómaval, Úlfar og ljón, Búnaðarbanki Is- lands, Sólning, Ríkharður Páls- son tannlæknir. Sólnarprent og | Torfan. -JKSj Fyrstu verðlaun ein milljon á breyttu Norðurlandamóti - leikið heima og heiman og mótið mun nú taka þrjú ár í stað nokkurra daga Fundur handknattlelkssambanda Norðurlanda var haldinn í Osló 1. maí síðastliðinn í sambandi við 50 ára af- mæli norska handknattleikssam- bandsins. Fulltrúar frá öllum samböndunum voru viðstaddir, þ.e.a.s. frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi, Færeyjum, Grænlandi og ís- landi, Fulltrúar HSÍ voru þeir Jón Hjalta- lín Magnússon, formaður HSÍ, og Jón Erlendsson, ritari HSÍ. Jón Hjaltalín Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari í NBA atvinnumanna- deildinni í bandaríska körfuknatt- leiknum. Los Angeles tryggði sér í gær réttinn til að leika í undanúrslitunum er liðið sigraði Golden State Warriors með 118 stigum gegn 106. Lakers vann því fjóra leiki en Golden State einn. Houston Rockets virðast vera að rétta úr kútnum og í gær vann liðið Seattle Supersonics með 112 stigum lét af störfum sem formaður norrænu handknattleikssamtakanna á þessum fundi og við tók formaður norska handknattleikssambandsins, Thor Lian. Á síðastliðnu starfsári var unnið að fjölmörgum verkefnum og er þar helst að nefna undirbúning að stofhun Evr- ópusambands handknattleikssam- banda, breytt fyrirkomulag á forkeppni fyrir ólympíuleika og heims- meistarakeppni, svo og breytt fyrir- gegn 107. Staðan þar er 3-2 en það lið kemst í undanúrslitin sem fyrr vinnur fjóra leiki. Liðin sem berjast um undanúrslita- sætin á austurströndinni eru annars vegar Boston Celtics og Milwaukee Bucks og svo Detroit Pistons og Atl- anta Hawks. Eftir síðustu leiki lið- anna er staðan 3-1 fyrir Boston og Detroit og því allt útlit fyrir að þessi tvö lið komist í undanúrslitin. -SK komulag á Norðurlandameistaramóti í handknattleik karla. Norðurlandameistaramót með 1 milljón í verðlaun Á þessum Norðurlandafundi var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á Norðurlandameistaramótinu sem haldið hefur verið á fjögurra ára fresti til skiptis í einhverju Norðurland- anna. I framtíðinni verður keppt heima og heiman, tvo leiki í hverri • Maurice Lucas, Seattle Super- sonics (til vinstri) og Allen Leavell, Houston Rockets, berjast hér um knöttinn i leik liðanna i NBA úrslitun- um. Símamynd/Reuter ferð og reiknast báðir leikirnir í keppninni. Þessi Norðurlandakeppni í hand- knattleik mun hefjast haustið 1988 og ljúka vorið 1991. Hún mun sem sagt standa yfir í þrjú ár. I fyrsta sinn sem keppnin fer fram munu Grænland og Færeyjar ekki vera með en vonast er eftir þátttöku þeirra árið 1991. Áætlað er að fá tiu stórfyrirtæki á Norðurlöndum til að styrkja þessa keppni, auglýsa hana upp og fá aðgang að auglýsingum í sambandi við keppn- ina, til dæmis í sjónvarpssendingum frá leikjunum í keppninni. Hvert fyrir- tækjanna þarf að borga álitlega upphæð eða 1,5 milljónir ísl. krónur. Þessum peningmn verður síðan varið til að greiða ferðakostnað liðanna og til verðlauna. Fyrstu verðlaun verða um 1 milljón íslenskar krónur. Norðurlöndin vilja með þessari keppni leggja niður svokallaða vin- áttu- og æfingaleiki milli landanna og taka upp áhugaverðara keppnisform fyrir liðin, áhorfendur og blaðamenn, svo og sjónvarpsstöðvar. Því í þessari keppni er hver leikur mjög mikilvæg- ur. Þá vilja Norðurlöndin með þessu sýna fordæmi í sambandi við væntan- lega Evrópukeppni landsliða sem um leið gæti verið forkeppni í sambandi við heimsmeistarakeppni og ólympíu- leika. En þar hefur HSÍ lagt mikla áherslu á að fá mikilvæga landsleiki heima og heiman þar sem úrslitin skipta miklu máli, t.d. hvort landsliðið vinnur sér rétt til þátttöku í ólympíu- leikum. Lakers komið í undanúrslitiii Sigurvegarar i SÓL-mótinu i golfi sem fram fór hjá Golfklúbbi Suóurnesja um síöustu helgi. Fjórði frá vinstri er sigurvegarinn, Guðbergur Sigurbergsson, GK, Sigurður Sigurðsson, GS, er víð hlið hans hægra megin og annar frá hægri á myndinni er Jón Jóhannsson, GS, sem varð þriðji. -JKS j~Bjarkarmótið~| l á Strandavelli i | á laugardag J Opið golímót, Bjarkarmótið * I svokallaða, fer fram á Stranda- I _ velli, hjá Golíklúbbi Hellu, á _ | laugardaginn kemur. Leiknar | Iverðal8holurmeðogánforgjaf- ■ ar og verður leikið í einum I I flokki. Skráning mun fara fram ;á ■ I staðnum. Það er söluskálinn I Björk á Hvolsvelli sem gefúr | aðalverðlaunin en auk þess | Iverða veitt fjölmörg aukaverð- . laun, þar á meðal þrjú gistiverð- I j^aun á Hótel Hvolsvelli. -Sl^jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.