Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
37
Sviðsljós
Axlabönd og baðfatnaður
að ráða. Hann mætti til Cannes með hönnunina og tvö smástimi sáu um
frekari kynningu nýju linunnar. Simamynd Reuter
|
Axlabönd Newmans vöktu óskipta athygli viðstaddra þegar kappinn hélt frá
hóteli sínu til frumsýningarinnar á mynd sinni The Class Menagerie.
Áfram heldur húllumhæið í Cannes.
Fatnaður gestanna er undir smásjá
og í gærdag vakti Paul Newman
mikla athygli fyrir áberandi axla-
bandanotkun. Diane Keaton átti
sigurgöngu milli ljósmjmdara með
köflótta slaufú á höfðinu og baðfót
með filmurenningaþema slógu í gegn
líka. Búist er við því að úti um allan
heim setji nú glæsimenni með þriggja
daga skegg upp myndarleg hvít axla-
bönd og gangi í ljósum skyrtum.
Köflótta slaufan er stórgóð - hvort
sem um er að ræða menn eða gælu-
dýr - en baðfotin verða fjölfölduð á
sjóræningjastofunum með einfóldun
f huga.
Upphaflegi tilgangurinn með kvik-
myndahátíðinni í Cannes er niður-
röðun mynda í gæðaflokka og mun
verðlaunaveifing til þeirra stórsnj-
öllu vera í sjónmáli.
'
.
Diane Keaton var axlabandalaus en með köflótta slaufu á höfðinu. Mynd hennar, Heaven, er til umfjöllunar á kvik-
myndasamkeppninni Quinzaine des Realisateurs sem haldin er á sama tíma og Cannes Film Festival.
Dagur
r
1
austri
Á morgun munu vestrænir
ljósmyndarar skjóta degi f
lífi Sovétmanna víðs vegar
um landið en árangurinn
kemur svo fyrir almennings-
ajónir alveg á næstunni.
Meðfylgjandi Reutermynd
sýnir Slavin ljósmyndara
reyna græjurnar á Rauða
torginu í Rússíá.
Ólyginn
sagði...
Liberace
hristi hressilega upp í fjöl-
skyldu sinni með erfða-
skránni og logar þar nú allt
í illdeilum og málaferlum.
Aurunum vildi karl verja til
þess að setja upp tönleika-
hallir og söfn víðs vegar um
Bandaríkin - og Angelina
systir hans og örfáir nánir
vinir fengu nokkrar krónur
líka. Bræðrabörn Liberace,
sem hann hafði séð fyrir frá
fæðingu, fengu ekki krónu
og hafa þau höfðað mál til
ógildingar erfðaskránni.
Lögfræðingur hins fingra-
fima tónlistarmanns segir að
einlægur vilji Liberace hafi
verið að neita að sjá fyrir
þessu fullorðna fólki lengur
en kjarkinn hafi vantað þar
til dauðastundin fór að nálg-
ast - það er auðveldara að
segja nei skriflega en augliti
til auglitis við ættingjana.
Pia Zadora
lagði kynbombuhlutverkið á
hilluna fyrir allnokkru og
segist alveg hætt að vera
barnakyntákn Ameríku. Hún
eyðir nú öllum stundum
með syninum Kristófer sem
er mánaðargamall og auga-
steinn móður sinnar. Leik-
konudraumarnir hafa verið
snarlega jarðaðir - um sinn
að minnsta kosti - og móð-
urhlutverkið er að dómi Piu
það alerfiðasta sem hún hef-
ur fengið til þessa. Eigin-
maðurinn er ennþá
margfaldur milli þannig að
allt stendur í miklum blóma
hjá Piu um þessar mundir.
Barry Manilow
hefur í gegnum árin sagt
sorglegar sögur af sambandi
sínu við föðurinn - sem
Barry segir að hafi hafnað
sér strax í æsku. Hann segir
hverjum sem heyra vill að
hann hati þennan mann sem
hann aldrei þekkti en önnur
hlið málanna hefur nú skotið
upp kollinum. Það er frá-
sögn föðurins - Harold
Keliher - sem ekki fékk að
hitta Barry nema stöku sinn-
um þegar drengurinn var að
alast upp vegna andúðar
móðurinnar og fjölskyldu
hennar. Árum saman reyndi
Harold síðan að fá Barry til
að hitta sig eftir að hann
varð fulltíða maður - en án
árangurs. Barry Manilow
lætur skila því til hans að
þeir tveir hafi ekkert að ræða
og við það situr eftir margra
ára baráttu við þann bitra
Barry Manilow.