Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Atvinnumál Að frumkvæði íslendinga: Umfangsmestu hvalarannsoknir sem um getur að hefjast - Gert ráð fýrir þátttöku sjö þjóða Umfangsmiklar rannsóknir á hvöium eru að hefjast að frumkvæöi íslendinga. Auk okkar taka Norðmenn, Færeyingar, Spánverjar og Kanadamenn þátt í rannsóknunum. Kennarar á fiskvinnslunámskeiðunum: Eiga inni laun síðan í janúar Deilt um réttmæti ferðapeninga, segir Finnur Ingólfsson Umfangsmestu hvalarannsóknir sem um getur hegast í næsta mánuði. Þessar miklu rannsóknir eru að frum- kvæði íslendinga en auk okkar taka Norðmenn, Færeyingar og Danir formlega þátt í rannsóknunum með skipum og flugvélum. Jafniramt er vænst ffamlags Spánverja, Banda- ríkjamanna og Kanadamanna. Við rannsóknimar verða notuð a.m.k. 7 skip og 3 flugvélar i sumar. Rannsakað verður svæðið frá Svalbarða og Bar- entshafi og suður fyrir Bretlandseyjar og ffá V-Grænlandi til Noregs. Jóhann Sigurjónsson, lífffæðingur hjá Haffannsóknastoftiun, sagðist fullyrða að þetta væri merkilegasta ffamtak sem gert hefði verið varðandi talningu á hvölum í Norður-Atlants- hafi. Hann sagði að reynt hefði verið að fá fleiri þjóðir með í þennan rann- sóknaleiðangur en aðrar en fyrmefhd- ar þjóðir hefðu ekki sýnt því áhuga. Þama verður reynt eins og frekast er kostur að rannsaka hve stór hvala- stofninn er í heild sinni sem og ein- stakar tegundir hans. Aldrei fyrr hefur verið lagt í svo viðamikið verkefni varðandi hvalarannsóknir. Þessar rannsóknir verða án efa mikilvægur grundvöllur um ffamhald hvalveiða í Norður-Atlantshafi. -S.dór Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggö Sparisjóösbækur 10-12 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1115 Sb 6 mán. uppsögn 11 20 Ib 12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 22-24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán.uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb 6 mán. uppsögn Innlán meo sérKÍörum 2,5-4 Ab.Úb 10 22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5.5-6,25 Ib Sterlingspund 8-10,25 Ab Vestur-þýsk mörk 2,54 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 eða kge Almenn skuldabréf(2) 21-27 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggo 21 24,5 Bb.Sb Skuldabréf Aö 2.5árum 6-7 Lb Til lengritíma 6.5-7 Bb.Lb. Sb.Úb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 16,25-26 lb SDR 7,75-8,25 Bb.Lb, Úb Bandaríkjadalir 8-8,75 Bb.Sb Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttan/extir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 1662 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 3% 1. april HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 110kr. Eimskip 246 kr. Flugleiðir 170kr Hampiðjan 114 kr. Iðnaðarbankinn 124kr Verslunarbankinn 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaóinn birtast i DV á fimmtudögum. Allt ffá því að fiskvirmslunámskeið- in hófust í haust er leið hafa kennarar á námskeiðunum kvartað yfir því hve erfitt hefur verið fyrir þá að fá laun sín greidd. í haust var það vegna þess að sjávarútvegsráðuneytið var komið yfir í reikningi hjá fjármálaráðuneyt- inu, en sjávarútvegsráðuneytið kostar námskeiðshaldið. Nú kvarta kennarar aftur. Pétur Geir á ísafirði er eirm af kenn- urunum og segist hann eiga inni á annað hundrað þúsund hjá ráðuneyt- inu. Fyrir nokkrum dögum fékk hann 14 þúsund króna ávisun sem var skrif- uð út fyrir mánuði. Hann segist eiga inni ferðakostnað allt síðan í janúar. Annar kennari, Vilhjálmur Gíslason í Reykjavík, segist eiga inni stórfé hjá ráðuneytinu og að það sé með ólíkind- um hve erfitt sé að fá kaupið greitt. Hann segist vera búinn að ræða við Gissur Pétursson sem hefur yfirum- sjón með námskeiðunum og fleiri en þar vísi hver á annan. Borið er við gleymsku og yfirleitt öllum afsökun- umm sem hægt er að hugsa sér. Hann segist vera búinn að skrifa Finni In- gólfssyni, aðstoðarmanni ráðherra, bréf vegna þessa en allt kemur fyrir ekki. Vilhjálmur sagði að nú væri mælirinn fúllur, hann hefði ekki efni á að lána ríkinu kaupið sitt vaxtalaust. Finnur Ingólfsson sagði að í gær, þriðjudag, hefði átt að gera upp kaup þessara manna og fleiri. Það væri ekki rétt að þeir ættu inni margra mánaða laun en að ýfsu væri það eitthvað meira en einn mánuður. Varðandi mál Péturs Geirs og það að hann ætti inni peninga síðan í janúar sagði Finnur að þar væri um að ræða ferðakostnað- arpeninga sem menn hefðu deilt um. Nú væri búið að setja reglur um það mál og fengi Pétur Geir það sem hann ætti inni eins og aðrir. Finnur taldi að þessir menn væru að gera úlfalda úr mýflugu. -S.dór Háseta vantar á bát, ritari óskast f könnun, sem Jafnréttisráð lét gera nýverið, kemur í ljós að sum fyrirtæki, sem annast milligöngu í starfsmannaráðningum, virða að vettugi lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. En í sjöttu grein þessara laga segir: „Að óheim- ilt sé að auglýsa eða birta auglýsingu þar sem gefið sé til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Nema tilgangur auglýsand- ans sé að stuðla að jafnari kynja- skiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það koma fram í auglýsing- unni. „Þegar auglýst er t.d. háseta vantar á bát, ritari óskast eða starfe- kraft vantar í vefnaðarvöruverslun dylst engum að frekar er auglýst eft- ir öðru kyninu en hinu. Þannig orðaðar auglýsingar teljast ókyn- greindar og brjóta þess vegna ekki í bág við lögin. Könnun Jafnréttisráðs var gerð dagana 15. mars til 14. apríl. Á þessum tíma voru auglýst í dagblöðunum alls 1853 störf. í sextán tilfellum var auglýst eftir körlum en í tvö hundruð fimmtíu og fimm eftir konum. -sme Drauganet í kippum úti um allan sjó - þau halda áfram að veiða endalaust því þau funa aldrei Jóhann SigurgesLsson, sjómaður á einum af þeim togbátum sem ásak- aðir hafa verið um smáfiskadráp á Austfjarðamiðum, hafði samband við DV og sagði að þessi umræða væri afar einhliða. Það væri sannar- lega fleira sem væri vert að ræða varðandi fiskveiðar okkar. Hann sagðist vera einn þeirra sem vildi banna netaveiðar. Netin væru óþverra veiðarfæri, eins og hann tók til orða, sem skiluðu versta hráefni sem kæmi á land. „Og ofan á allt saman bætast svo drauganetin sem eru um allan sjó. Það er staðreynd að trossur í tuga- tali tapast á hverri vertíð. Það eru hundruð trossa í fiskislóð ár hvert, allt drauganet. Þessi nælonnet halda síðan áfram að veiða endalaust með- an þau eru í sjónum því þau fúna aldrei. Ég get nefnt nýlegt dæmi hjá okk- ur. Við fengum í einu hali 7 neta- trossur í trollið sem allar voru fullar af allt frá nýdauðum og í úldna fisk- drullu í netunum. Um þetta tala þeir ekki á Suðumesjum sem segja að togarar girði fyrir svo fiskurinn komist ekki á hrygningarslóð," sagði Jóhann. Hann hafði líka ýmislegt við hólfa- lokanir á Austfjarðamiðum að athuga. Sagði Jóhann að nokkur hólf hefðu verið lokuð vikum saman án þess að nokkuð væri kannað hvort óhætt væri að opna þau. Nefhdi hann sem dæmi að lokað væri allt að 20 sjómílum út af Þistil- firði og hefði það verið gert fyrir tvo eða þrjá trillukarla sem allir væm hættir núna og enginn nýtti þetta svæði nú. Fleira í svipuðum dúr nefndi Jóhann. Þá sagði Jóhann sögur um smá- fiskadráp ýktar. Hér fyrrum hefði verið talað um málfisk og var þá átt við 18 tommu fisk. Megnið af þeim afla sem togbátar væm að fá á Áust- fjarðamiðum væri málfiskur. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.